Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 16
Melaskólamálið Ráðherra send ályktun Mikil samstaða á kennarafundi ígœr. Beðið eftir Sverri Hermannssyni Kennarar í Melaskóla komu saman í gær til að ræðá þá óvæntu uppákomu sem varð í Fræðsluráði Rcykjavíkur þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bragi Jósepsson lagði til að gengið yrði þvert á eindregnar óskir umsagnaraðila skólans við ráðningu yfirkennara. Á fundinum var samþykkt ál- Akureyri íhald í sæng með krötum Þar kom ekkert fram sem menn vissu ekki áður á fyrsta blaða- mannafundi nýs meirihluta á Ak- ureyri í gær. Gunnar Ragnars bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins hafði orð fyrir krötum og sjálfstæðismönnurn. Hjá honum kom fram að þessir tveir flokkar hafa gert með sér rammasamning að meirihlutamyndun í bæjar- stjórn Akurcyrar. Málcfnasamn- ingur þessi lá fyrir seint í fyrra- kvöld þegar fundur hafði aðeins staðið i um 12 tíma. í fráfarandi bæjarstjórn skipuðu minnihluta 4 fulltrúar sjálfstæðismanna og einn fuiltrúi Alþýðuflokks. Þannig má segja að þessum flokkum hafi ekkert verið að vanbúnaði að mynda meirihluta. Umræddur samning- ur verður lagður fyrir flokksfundi Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks á morgun. Á fundinum vildu fulltrúar ekkert segja til um væntanlegt bæjarstjóraefni á Akureyri, en á götuhornum er talað um Sigfús Jónsson sveitarstjóra á Skagast- rönd sem arftaka Helga Bergs. Mun Sigfús hafa átt viðræður við verðandi meirihluta. -ga. Meirihlutamyndanir Viðræður í gangi víða Á Akranesi eru hafnar meiri- hlutaviðræður hjá Alþýðubanda- lagi og Framsóknarflokki. Hafa þegar farið fram óformlegar við- ræður milli þessara flokka og virðist ríkja bjartsýni um að samningar milli þcirra takist. í Vestmannaeyjum ræða full- trúar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks um myndun vinstri meirihluta. Stefna þeir að því að ljúka við- ræðum fyrir 15. júní. Góðar líkur eru taldar á að meirihlutamynd- un takist á milli þeirra. Hafnfirðingar fara sér hægt í sakirnar en þar eru nú hafnar við- ræður milli A-flokkanna um meirihlutamyndun. Þeir halda nú daglega fundi og telja engin ljón í veginum fyrir samkomulagi en segjast ekki vera að flýta sér neitt sérstaklega. f Kópavogi eru þreifingar hafnar og hafa fulltrúar Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks þegar ræðst við. Ekkert hefur þó verið ákveðið hvort Framsóknarflokki verður boðið að mynda meirihluta með A flokkunum. -Ing. yktun sem afhent verður Sverri Hermannssyni menntamálaráð- herra þegar hann kemur til lands- ins um næstu helgi. í ályktuninni, sem nánast allir kennarar Mela- skóla skrifuðu undir, er lýst ein- dregnum stuðningi við þá ákvörðun kennararáðs og skóla- stjóra að mæla með Rögnu Ólafs- dóttur í stöðu yfirkennara við skólann. Jafnframt er lýst furðu Aðalfundur Útgáfufélags Þjóð- viljans var haldinn sl. þriðju- dagskvöld. Mun þetta vera fjöl- mcnnasti fundur félagsins frá upphafi en mættir voru á annað hundrað félagar. Guðrún Guð- mundsdóttir framkvæmdastjóri Þjóðviljans skýrði reikninga hans og þar kom í Ijós að afkoma blaðs- ins hefur sjaldan verið betri. Svavar Gestsson formaður út- gáfustjórnar Þjóðviljans flutti skýrslu fyrir liðið ár og lýsti því sem búið er að gera og því sem eftir væri vegna 50 ára afmælis blaðsins á þessu ári. Þegar til þess kom að kjósa í stjórn Útgáfufélagsins kom í ljós yfir þeirri ákvörðun kennararáðs og skólastjóra að sniðganga ein- dreginn vilja skólans. Fundur kennara var mjög fjöl- sóttur. Hann sátu á fjórða tug kennara, nær allir fastakennarar skólans. Fyrir utan umsækjend- urna tvo og Inga Kristinsson skólastjóra. Hver einasti fundar- maður ritaði nafn sitt undir fram- angreinda ályktun auk nokkurra hvers vegna svo mikið fjölmenni var á fundinum. Ákveðinn hópur manna innan félagsins vildi koma þeim Álfheiði Ingadóttur og Ásmundi Hilmarssyni inní stjórnina og hélt því til streitu þrátt fyrir að samkomulag hefði áður náðst um það milli Svavars Gestssonar, Ólafs Ragnars Grímssonar og Ásmundar Stef- ánssonar að Ragnar Arnalds al- þingismaður tæki sæti Kjartans Ólafssonar sem ákveðið hafði að hætta í stjórninni, ef það mætti verða til að eining næðist um til- lögu þeirra þremenninga. Sú ein- ing náðist ekki og tillaga var því ekki borin upp og því kom til kosninga. annarra sem ekki áttu heiman- gengt, en óskuðu eindregið eftir að skrifa undir. Eins og áður hefur komið fram kemur nú til kasta menntamála- ráðherra að leysa úr þeim óvenjulega ágreiningi sem upp er kominn og engin fordæmi eru fyrir. Þegar svo var kosið náði Álf- heiður kosningu, en Ásmundur Hilmarsson ekki en Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur var kjör- in í stað Skúla Thoroddsen. En í stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans voru kjörnir: Svavar Gestsson 87 atkv. Kristín Á. Ólafsdóttir 87 atkv. Ólafur Ragnar Grímsson 85 atkv. Adda Bára Sigfúsdóttir 78 atkv. Mörður Árnason 76 atkv. Álfheiður Ingadóttir 74 atkv. Helgi Guðmundsson 69 atkv. Ragnar Árnason 66 og Olga Guðrún 63 atkvæði. Varamenn voru kjörnir: Guðni Albert Jó- hannesson, Valþór Hlöðversson, Sigríður Hanna Sigurbjörnsdótt- ir og Gísli Þór Guðmundsson. -S.dór ZHEJIANG RIIAO ( R 31--- 1 ) I JOíUn. ] f ík* & a/«s:T-7L-fco^. yy I: cr ffiiKlfíF. sSrjgÆfu [í| WSLftífíF. Bkft. 7T -g- * ÍÁ iftílfflM. *«)£«* 0 1». SSJWsCtitfvf. S r ilr SSSÍE'ÞSAR, 114 xí*hs:»to#e<j*i*irí 4 (> 4 Fréttin úr kínverska dagblaðinu, ef einhver skyldi vilja glugga í textann sjálfur.. Kínaferðin Stuðmenn í kínverskum dagblöðum Lofsamleg umfjöllun um hljómleika Stuðmanna í kínverskum dagblöðum Sverð íslands, sómi þess og skjöldur í Kína, Stuðmcnn, eru nú á heimleið og munu væntan- lega drepa fæti á grund feðra sinna síðar á þessum drottins- degi. Þeir hafa slegið í gegn í Kína að sögn margvíslegra fréttastofa erlendis og fá þeir mjög lofsam- lega umfjöllun í kínverskum dag- blöðum. Frægir á íslandi, frægir I Kína - nú er bara að bíða og sjá hvar þeir verða frægir næst.... Hér fer á eftir fréttin í dagblað- inu Zhejing Ribao: „Hljómsveitin Stuðmenn frá íslandi hélt hljómleika í gærkvöld f Zhejing-hljómleikahöllinni. Listamennimir sjö sem hljóm- sveitina mynda spiluðu með til- þrifum og uppskám dúndrandi lófatak áheyrenda. íslenska hljómsveitin Stuð- menn var stofnuð árið 1970. Að mestum hluta samanstendur tónlistin sem hún flytur af rokks- tónlist, dægurlögum og íslensk- um þjóðlögum, og rennur allt saman í nútímatónlistarheild. í gærkvöld tóku þau lagið saman La ni duo (Ragnhildur) og Barrít- onsöngvarinn Ao la fu sheng (Ól- afsson) af mikilli innlifun og leikni og hlutu mikið hrós áheyrenda fyrir vikið. Þegar lista- mennirnir fluttu „Chang cheng yao“ á kínversku - lag um kínver- ska múrinn - ætlaði fagnaðarlát- unum seint að linna. Heimsókn hljómsveitarinnar var komið í kring fyrir atbeina Kínverska vináttufélagsins. í kvöld eru á dagskrá aðrir hljóm- leikarnir í Hangzhou. -Ing. -g.sv. Ræðst við á aðalfundi Útgáfufélags Þjóðviljans, Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur sem kom ný inn í stjórnina og Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi. Ljósm. Sig. Pjóðviljinn Atök við stjómaikjör All nokkur átök urðu milli manna við stjórnarkjör í Utgáfufélagi Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.