Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 8
FISKIMÁL
koma í ljós. Par er reiknað með
að heildarframleiðsla á norskum
laxi og silungi hafi orðið 38.000
tonn að verðmæti til fram-
leiðenda nkr. 1 miljarður 360
miljónir. Til samanburðar má
geta þess að árið 1984 framleiddu
Norðmenn 25.000 tonn af laxi og
silungi og kom þá 965 miljónir
nkr. í hlut framleiðanda.
Viðskiptabankar fiskeldisins
segja að flest allir norskir fiskeld-
ismenn hafi þénað vel á árinu
1985, þrátt fyrir ýmsa aðsteðj-
andi erfiðleika vegna sjúkdóma í
fiski svo og vöntun á nægjanleg-
um fiskseiðum til eldis.
Danskur
fiskiðnaður
í mikilli sókn
Svo er nú komið að danskur
fiskiðnaður hefur skipað sér í
fremstu rök fiskiðnaðar í heimin-
um og keppir nú við fiskiðnað
margra landa þar sem lægra
kaupgjald er greitt við vinnsluna
og heldur velli í þeirri samkepp-
n.kr. á klukkustund í dagvinnu
sem verða samkvæmt skráðu
gengi 268 ísl. kr. á klukkustund.
Pegar þessar staðreyndir liggja á
borðinu þá er ekki óeðlilegt að
spurt sé: „Hvað er að í okkar
frystihúsarekstri?“ Ekki er það
kaupgjaldið, það er fráleitt. Nú
er dagvinnukaup í frystihúsi hjá
fólki sem er þjálfað og með mikla
reynslu 113.07 á tímann og þó eru
mörg íslensk frystihús sögð rekin
með tapi. Þá er það verðið á
vinnslufiskinum. Það hefur verið
hærra en hér á öllum Norður-
löndunum svo ekki liggur sökin
þar. Ég held það sé kominn tími
til að Alþýðusamband íslands
hefji rannsókn á ástæðum fyrir
því hvað liggur því til grundvallar
að íslensk frystihús eru sögð búa
við taprekstur þrátt fyrir að þau
greiði mikið lægra kaupgjald
heldur en keppinautar þeirra á
heimsmarkaði. Því áðeins er von
um leiðréttingu þessara mála að
þeir útgjaldapóstar sem þessu
valda séu dregnir fram í dagsljós-
ið. Þegar það hefur verið gert þá
er kominn grundvöllur fyrir
breytingar sem staðið geta undir
hærra kaupgjaldi. Þetta mál þolir
enga bið.
Verð á Norður-
sjávarsíld
Nýlega var samið um verð á
norskri norðursjávarsíld til mat-
vælaframleiðslu á fnilli seljenda
og kaupenda slíkrar sfldar.
Fyrir sfld þar sem 3-5 st. fara í
kg. greiðist í n.kr. 125.00 fyrir
hektolítra sem vegur 93 kg eða
n.kr. 1.34 fyrir kg.. Þetta er í ís-
lenskum krónum samkvæmt
skráðu gengi 670.00 fyrir 100 lítra
mál.
Fyrir sfld sem 5-8 st. fara í kg.
greiðist í n.kr. 105.00 fyrir hekto-
lítra eða 1.13 n.kr. fyrir kg.. í
íslenskum kr. 562.80 fyrir 100
lítra mál.
Fyrir stærðina 8-12 st. í kg.
greiðist í n.kr. 90.00 fyrir hekto-
lítra eða 0.97 n.kr. fyrir kg. í ís-
lenskum krónum 482.40 fyrir 100
lítra mál. Seljendur afhenda sfld-
ina við bryggju en kaupendur
kosta losun.
3.06. 1986
Ennþa um
selveiði-
fhimvaipið
í þætti niínum 21. maí sl. ræddi fleiri dýr með heitu blóði séu
ég um selveiðifrumvarpið sem
dagaði upp á Alþingi síðasta dag
þingsins á þessu vori en verður
sennilega lagt fyrir Alþingi á
komandi hausti.
Þetta frumvarp er svo illa úr
garði gert að undrun vekur. Þar
er gengið svo freklega á alda-
gamlan rétt selveiðijarða til sela-
látra að um hreina eignaupptöku
er að ræða og það án allra bóta frá
hendi ríkisins. En í 67. gr. stjórn-
arskrárinnar er eignaréttur frið-
helgur og ekki heimilt að skerða
hann með lagasetningu nema al-
mennings hagsmunir krefjist þess
og komi þá fullar bætur fyrir. í
frumvarpinu eru hins vegar ekki
færðar sönnur á það í þessu til-
felli, að fækkun eða útrýming
sela hér við land, eins og frum-
varpið stefnir að, sé gerð til að
tryggja hagsmuni almennings.
Selafrumvarpið í núverandi
mynd væri því tvímælalaust
stjórnarskrárbrot ef það væri
samþykkt eins og það lá fyrir Al-
þingi á sl. vori.
í vísindaritinu Selir og hring-
ormar, sem Landvernd gaf út,
skrifa þrír þekktir vísindamenn
um þetta mál en þeir eru: Sigrún
Helgadóttir líffræðingur frá Há-
skóla íslands og Edinborgarhá-
skóla, Stefán Bergmann líffræð-
ingur og vistfræðingur frá Há-
skólanum í Belgrad og Ævar Pet-
ersen sem stundaði nám í dýra-
fræði við Háskólana í St. And-
rews og Aberdeen og lauk síðan
doktorsprófi í dýrafræði við Há-
skólann í Oxford 1981. Ævar er
nú forstöðumaður Náttúrufræð-
istofnunar íslands.
Allir þessir vísindamenn eru
sammála um að hinn vísindalega
grundvöll vanti undir núverandi
selveiðifrumvarpi, þ.e. að
nauðsynlegar óháðar rannsóknir
á selastofnunum við ísland séu
ekki fyrir hendi. Þá benda þeir á
að engin vissa sé fyrir því að
hringormavandamál fiskvinnsl-
unnar leysist þó sel væri fækkað
éða útrýmt að mestu þar sem
hýslar fyrir samskonar hringorm
og selir. Þá gæti það líka orðið
upp á teningnum ef selorm fækk-
aði í fiski að önnur hringormateg-
und tæki þá við. í stuttu máli sagt,
okkur ísiendinga vantar óháðar
vísindalegar rannsóknir á selum
og hringormum, áður en til að-
gerða er gripið.
Eins og ég benti á í fyrri grein
minni, þá vantar rökstutt álit vís-
indamanna með selveiðifrum-
varpinu, sem mælti með því að
frumvarpið yrði gert að lögum.
Slíkt álit er ekki fyrir hendi. Al-
þingismenn hafa því verið blekkt-
ir, hafi þeim verið talin trú um að
selveiðifrumvarpið styddist við
marktækar rannsóknir.
Erlendar fréttir
Endanlegt uppgjör í norska
fiskeldinu fyrir árið 1985 er nú að
IÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
KONUR!
Hér er tækifærið
Námskeið hjá Iðntæknistofnun, Rekstrartæknideild:
10., 11., 12.
og 14. maí Stofnun fyrirtækja - Konur.
Námskeið fyrir fólk, sem hefur áhuga á
að stofna og reka fyrirtæki. Að þessu
sinni sérstaklega sniðið að þörfum
kvenna, bæði varðandi námsefni og
tímasetningu. Kennt þrjú kvöld og laug-
ardag.
Upplýsingar og innritun í síma (91)687000.
ústmánuði nk. og er reiknað með
að það kosti fullbúið til vinnslu 15
miljónir n.kr. eða í íslenskum
peningum samkvæmt skráðu
gengi 80 miljónir og 400 þúsund.
Larsenbræður reikna með að fá
þarna nægjanlega mikið af ufsa til
vinnslunnar en ársframleiðsla
frystihússins er reiknað með að
geti orðið 4000 tonn af flökum og
hökkuðum fiski í næstu framtíð.
Lágmarkskaup í norskum
frystihúsum er nú hvergi undir 50
ni. Og þetta gerist án opinberra
styrkja en því segi ég þetta að
íslenskir framleiðendur kvarta
stundum yfir því að erfitt sé að
keppa við fiskveiðiþjóðir sem
njóta opinberra styrkja.
Gott dæmi um hinn mikla
framgang í dönskum fiskiðnaði er
fyrirtækið L.A. Larsen í Freder-
ikshavn sem stofnað var 1901 og
hefur starfað síðan. Þessu fyrir-
tæki stjórna nú tveir bræður Ibe
og Hans Larsen. Þetta fyrirtæki
hefur verið byggt upp síðustu árin
og talið standa í allra fremstu röð
danskra fiskvinnslufyrirtækja
bæði í vinnslu og fjárhagslegri af-
komu. Fyrirtækið rekur frystihús
þar sem vinnur þjálfað starfsfólk,
sem er 100 talsins og eru tveir
þriðju hlutar konur. Þetta fyrir-
tæki vinnur nær eingöngu úr ufsa
og hefur þurft að sækja mestan
hluta hráefnis síns til Noregs.
Afurðir frá L.A. Larsen eru síð-
an að stærsta hluta seldar á
Bandaríkjamarkað.
Bræðurnir sem stjórna þessu
vel rekna fyrirtæki segjast ekki
geta annað lengur eftirspurn og
hafa þeir því brugðið á það ráð að
útvíkka þessa starfsemi og eru nú
í félagi við Norðmenn að byggja
nýtt fiskiðjuver í Kristvika á
Averöy á Sunnmæri þar sem
vinna eiga í byrjun 50 manns.
Frystihúsið á að vera tilbúið í ág-
JÓHANN
J. E. KÚLD
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 5. júní 1986