Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 14
AFMÆU DJÚÐVIUINN UMBOÐSMENN Kaupst. Nafn umboðsmanns Heimili Garöabær Rósa Helgadóttir Laufási 4 53758 Hafnarfjörö. Rósa Helgadóttir Laufási 4 53758 Keflavík Guöríöur Waage Austurbraut 1 92-2883 Keflavík Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37 92-4390 Njarövík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-3826 Sandgeröi Þorbjörg Friöriksdóttir Hólagötu 4 92-7764 Varmá Stefán Ólafsson Leirutanga 9 666293 Akranes Finnur Malmquist Dalbraut 55 93-1261 Borgarnes Siguröur B. Guöbrandsson Borgarbraut 43 93-7190 Stykkishólm. Einar Steinþórsson Silfurgötu 38 93-8205 Grundarfj. Guölaug Pétursdóttir Fagurhólstúni 3 93-8703 Ólafsvík Jóhannes Ragnarsson Hábrekku 18 93-6438 Hellissandur Drífa Skúladóttir Laufási 7 93-6747 Búðardalur Sólsveig Ingólfsdóttir Gunnarsbraut 7 93-4142 Isafjöröur Esther Hallgrímsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungan/ík Ráðhildur Stefánsdóttir Holtabrún 5 94-7449 Flateyri Sigríöur Sigursteinsd. Drafnargötu 17 94-7643 Suöureyri Þóra Þóröardóttir Aðalgötu 51 94-6167 Patreksfj. Nanna Sörladóttir Aöalstræti 37 94-1234 Bíldudalur Hrafnhildur Þór Dalbraut 24 94-2164 Hvammstangi Baldur Jensson Kirkjuvegi 8 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Borgarbraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Steinunn V. Jónsd. Öldustíg 7 95-5664 Siglufj. Siguröur Hlööversson Suðurgötu 91 96-71406 Akureyri Haraldur Bogason Noröurgötu 36 96-24079 Dalvík Þóra Geirsdóttir Hjararslóð 4E 96-61411 Ólafsfjöröur Magnús Þ. Hallgrímss. Bylgjubyggð 7 Húsavík Aðalsteinn Baldursson Baughóli 31B 96-41937 Reykjahlíö Þuriður Snæbjörnsdóttir Húsavik 96-5894 Raufarhöfn Angantýr Einarsson Ásgarði 5 96-51125 Þórshöfn Arnþór Karlsson Laugarnesvegi 29 96-61125 Vopnafjörður Sigurður Sigurösson Fagrahjalla 14 97-3194 Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyöisfjörö. Sigríöur Júlíusdóttir Botnahlíð 28 97-2365 Reyðarfjörð. Ingileif H. Jónasdóttir Túngötu 3 Eskifjörður Þórunn H. Jónasdóttir Helgafell 3 97-6327 Neskaupst. Ingibjörg Finnsdóttir Hólsgötu 8 97-7239 Fáskrúösfj. Jóhanna L. Eiríksdóttir Hlíðargötu 8 97-5239 Stöðvarfj. Guðmunda Ingibergsd. Túngötu 3 97-5894 Höfn Hornaf. Ingibjörg Ragnarsdóttir Smáratúni 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiöarbrún 32 99-4194 Þorlákshöfn Heiödís Haröardóttir Oddabraut 3 99-3889 Eyrarbakki Ragnheiður Markúsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Torfhildur Stefánsdóttir Eyjasel 2 99-3293 Vík í Mýrdal Sæmundur Björnsson Ránarbraut 9 99-7122 Vestmannaey.Ásdís Gísladóttir Bústaðabraut 7 98-2419 Frá menntamálaráðuneytinu: MmÍ Lausar stöður Við Menntaskólann í Hamrahlíð eru lausar kennarastöður í eðlis- fræði, efnafræði, stærðfræði og tölvufræði. Til greina kemur ráðn- ing í heila stöðu eða hlutastarf, einnig stundakennsla. Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki vantar kennara í dönsku, stærðfræði og eðlisfræði, félagsfræði og sögu. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. Áskorun til greiðenda fasteignagjalda íMosfellshreppi Fasteignagjöld í Mosfellshreppi 1986 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar mega búast við að óskað verði nauðungarupp- boðs á eignum þeirra sbr. lög nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengis lögtaks. Mosfellshreppur 5. júní 1986. Innheimta Mosfellshrepps. Frá Grundaskóla Akranesi Kennarar Okkur vantar enn nokkra kennara til starfa í haust: 2 sérkennara, líffræði- og raungreinakennara auk almennra kennara. Nýr, vel búinn skóli. Sveigjanlegir kennsluhættir. Umsóknarfrestur er til 17. júní. Komið og ræðið við okkur eða hringið til undirritaðra: Guðbjartur Hannesson skólastjóri, vinnusími 93-2811; heimasími 93-2723. Ólína Jónsdóttir yfirkennari, vinnusími 93- 2811; heimasími 93-1408. ✓ Attrœður í dag Sumir halda að fátt sé hollara uppvaxandi kynslóðum en ganga á skóla. Þeir sem eytt hafa drýgst- um hluta ævinnar innan veggja slíkra stofnana hafa nú sínar efa- semdir um það. Aðrir eru þe'irrar skoðunar, að lestur góðra bóka sé helst líklegur til þroskavænlegra áhrifa á æsku- lýðinn. Og sjálfsagt er eitthvað til í því. En það sem skiptir mestu máli fyrir unglinga í þessu sambandi er að kynnast og umgangast fólk sem hefur áhuga fyrir að hafa uppbyggileg áhrif á þá sem yngri eru. Ég verð forsjóninni ævinlega þakklátur fyrir þau kynni sem tókust með mér og Jóni Kristni þegar ég var unglingur. Fá menn hefur mér þótt meira varið í að umgangast og vinna með. Og eftir því sem árin hafa liðið, hefur mér orðið betur og betur ljóst, hversu hollur félagsskapur Jóns var. Það væri þó ekki sannleikanum samkvæmt ef ég héldi því fram, að aðdáun mín á Jóni hafi alla tíð verið jafn gagnrýnislaus. Ég minnist þess t. d. að þegar við vor- um að bronsa bjóð á Eyrarplan- inu í gamla daga, að ég hafði orð á því heima hjá mér, að það væri undarlegur andskoti með hann Jón: hann gæti alltaf verið að setja út á bjóðin hjá mér og sæi á þeim ótal helgidaga, þrátt fyrir að hann væri síkvartandi undan hversu sjónin væri orðin döpur. Auðvitað var hann ekkert sík- vartandi, það samræmdist ekki hugsunarhættinum. Eigi að síður lét unglingurinn það fara í taugarnar á sér, hversu óþreytandi öldungurinn var við að benda honum á hvað betur mátti fara. Síðar lærðist mér, að fleira þarf í dans en fína skó. Það er ekki nóg að hafa glyrnurnar í lagi ef maður hefur hvorki vit né vilja til að beina athyglinni að því sem við á hverju sinni. Og Jón hafði svo sannarlega áhuga fyrir að beina athygli þeirra unglinga sem með honum unnu að því sem máli skiptir. Þannig innprentaði hann þeim, að vandvirkni, heiðarleiki og trúmennska gagnvart þeim verkefnum sem manni var treyst fyrir, væru dyggðir sem vert væri að temja sér frekar fyrr en seinna. Allt sem var þess virði að vera gert, var þess virði að vera gert vel. Ef mig misminnir ekki, þótti Jóni ég á köflum heldur ógæfulegur nem- andi í þessum fræðum. En eitthvert smáræði held ég þó að hafi setið eftir. Mér er það líka minnistætt, að samvistir og samtöl við Jón urðu til þess að styrkja mig í þeirri minni pólitísku bamatrú, að rétt- lætisins og skynseminar væri helst að leita einhversstaðar vinstra megin við miðju. Það sem ég þó kannski met mest, af því sem Jón hefur miðlað mér, eru bókmenntimar sem hann hefur kennt mér. Bók- menntir er ef til vill ekki heppi- legt orð í þessu sambandi, því kveðskapur þessi er gjarnan þeirrar tegundar sem til skamms tíma a.m.k. hefur ekki verið til- tækur á prentuðum bókum og ekki orð meira um það. Sjálfur er Jón einkar hagmæltur og lætur oft fjúka í kviðlingum um það sem spaugilegt gerist í kringum hann. Mér er í fersku minni hvernig við strákarnir remb- dumst eins og rjúpan við staurinn við að böggla saman einhverri vísuómynd til að punda á Jón. Arangurinn varð alltaf verri en enginn. En það er ekki bara vegna per- sónulegra kynna af Jóni, að mér finnst ástæða til að hylla hann nú á 80. afmælisdeginum. Lífsstarf hans og framlag til þjóðarbúsins hefur verið með þeim hætti, að vel væri þess virði fyrir einhvem ritglaðan mann að færa í letur. Framan af ævi stundaði Jón sjó um árabil og fór þá ekki varhluta af þeim hættum sem sjómönnum einatt eru búnar umfram aðra menn. í marsmánuði árið 1934 slasaðist hann illa á fæti um borð í vélbátnum Birki. Fótarmeinið hefur alla tíð síðan plagað Jón en aldrei aftrað honum frá að ganga til erfiðisverka til jafns við hvern annan. Eftir að sjómennskuferl- inum lauk var Jón lengi bóndi á Hólmum í Reyðarfirði en síðan 1967 hafa þau hjónin búið á Eski- firði, en það er einmitt þar sem þau hófu búskap fyrir 57 árum. Eftir að til Eskifjarðar kom stundaði Jón fiskvinnu og það var ekki fyrr en 1983 að hann lét af störfum hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar. Það má ljóst vera, að starfs- vettvangur Jóns hefur ævinlega verið þar sem grundvöllur var lagður að lífi og hagsæld þjóðarð- innar. Það eru ekki karlar eins og Jón sem eiga sök á þrálátri meg- urð þjóðarbúsins. Engu að síður er ekki siður á íslandi að meta mikils störf erfiðismanna til sjáv- ar og sveita. Ekki enn. En ég vil ekki láta undir höfuð leggjast að þakka fyrir mig; fyrir holl ráð o& heilnæmar vísur, um leið og vio Helga óskum afmælisbarninu hjartanlega til hamingju með daginn. Hilmar Hilmarsson Ingólfur Þorkelsson skólameistari með nýbökuðum stúdentum. Menntaskólinn í Kópavogi Ferðaþjónusta á dagskránni 57 stúdentar brautskráðir í vor Menntaskólanum í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í Kópavogskirkju föstudaginn 23. maí. 57 stúdentar brautskráðust 32 stúlkur og 25 piltar. Skóla- meistari, Ingólfur A. Þorkelsson, flutti skólaslitaræðuna, afhenti stúdentum skírteini og verðlaun fyrir ágætan árangur í einstökum greinum. Skólakórinn söng undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Einn úr hópi nýstúdenta, Sesselja Jónsdóttir, flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla. Ingvar Hreinn Gíslason og Sif Einars- dóttir, bæði úr máladeild, hlutu flest verðlaun á stúdentsprófi. Fyrstu stúdentarnir af við- skiptabraut útskrifuðust. Fyrstu 10 ára stúdentarnir fjöl- menntu í Kópavogskirkju við þetta tækifæri og einn þeirra, Hafsteinn Karlsson, kennari, flutti ávarp og færði skólanum málverk að gjöf frá 10 ára stú- dentum. Skólameistari skýrði frá því, að ferðaþjónustubraut yrði sett á stofn við skólann á hausti kom- anda. Þá sagði hann frá því, að 18 ára nemandi í skólanum, Davíð Aðalsteinsson, hefði unnið eðlis- fræðikeppni framhaldsskólanna s.l. vetur þótt yngstur væri kepp- enda. í meginhluta ræðu sinnar ræddi skólameistari um óper- sónuleg uppeldisöfl (einkum sjónvarp og myndbönd) og áhrif þeirra á skólastarfið og mótun upprennandi kynslóðar. Ér skólameistari hafði ávarpað stúdenta lauk athöfninni með því að allir sungu „ísland ögrum skorið“ eftir Eggert Ólafsson og Sigvalda Kaldalóns. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.