Þjóðviljinn - 07.06.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 7 jum 1986 laugar- dagur 126. tölublað 51. árgangur HIÚÐWIUIMM Hvalveiðar Reagan hótar öllu illu Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: Eg telþað stóralvarlegtmál fyrir vestrœna samvinnu ef Bandaríkjamenn œtla að setja viðskiptabann á Norðmenn. Tel ekki hœttu á svipuðum aðgerðum gegn okkur Ef þessar fréttir eru réttar, þá tel ég það stóralvarlegt mál ef Bandaríkjamenn ætla að setja viðskiptabann á einn af sín- um helstu bandamönnum, Norð- menn. Slíkur atburður getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í vest- rænu samstarfi. Mér finnst það furðuleg skammsýni hjá Banda- ríkjamönnum að láta sér detta slíkt í hug,“ sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra um þær fréttir sem bárust frá Bandaríkjamönnum í gær, um að Reagan forseti hafi sagt að vel kæmi til greina að setja innflutn- ingsbann á norskar vörur vegna hvalveiða Norðmanna. Halldór Ásgrímsson sagðist ekki óttast svipaðar hótanir eða aðgerðir gegn okkur íslending- um, vegna þess að við værum að framfylgja að öllu leyti sam- þykktum sem gerðar hefðu verið í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Sam- kvæmt þeim er heimilt að veiða hvali í vísindaskyni. „Ég fæ ekki séð að á meðan við hlýtum samþykktum ráðsins sé grundvöllur fyrir einhverjum refsiaðgerðum gegn okkur og ég á ekki von á því að það verði reynt,“ sagði Halldór. Þessi yfirlýsing Bandaríkjafor- seta er tekin alvarlega af norsk- um yfirvöldum og mun málið verða tekið upp í norska þinginu eftir helgina. Sjávarafurðir yrðu mest fyrir barðinu á þessu banni ef af verður. Menn hafa haft á orði að það sé athyglisvert að Reagan forseti er tilbúinn að beita þjóð viðskipta- banni fyrir að veiða hval en ekki þjóð sem misþyrmir og myrðir blökkumenn tugþúsundum sam- an. -S.dór Þjóðarátak Heilbrigtiíf hagur allra Trimmdagar20. -22. júní Heilbrigt líf - hagur allra, eru kjörorð þjóðarátaka sem Trimmnefnd ISÍ og heilbrigðis- ráðuneytið gangast fyrir, með stuðningi ýmissa félagasamtaka, ferðafélaga, sérsambanda innan ÍSI, Ungmennafélags íslands og fleiri aðila. Trimmnefndin hefur skipulagt íþróttadagskrá fyrir almenning dagana 20.-22. júní. Föstudagur- inn 20. júní ber heitið Dagur leikfiminnar, laugardagurinn 21. júní er Dagur sundsins og sunnu- dagurinn 22. júní er Dagur gönguferða, skokks og útivistar. Listahátíð Dave Brubeck í turnherberginu á Hótel Borg í gær (Mynd Sig.) og nýtt Dave Brubeck spilar góða blöndu annað kvöld , Jú, mér líst bara vel á ísland, það litla sem ég hef séð“ sagði djassistinn heimskunni Dave Brubeck, þegar hinni klassísku spurningu íslenskra blaðamanna til erlendra gesta var slengt á hann í gær. Dave Brubeck sagðist ætla að spila bæði gamalt efni og nýtt á tónleikun- um annað kvöld. „Ég er alltaf að semja eitthvað nýtt og er um þessar mundir að taka upp nýja plötu. Ann- ars ákveð ég aldrei fyrirfram mína tónleika." Brubeck sagðist kunna vel við að vera á sífelldum ferðalögum og tón- leikahaldi út um allan heim. Einn sona hans er með í för, en þess má geta að þeir feðgar, fjórir og stund- um fimm, hafa myndað saman hljómsveit og spilað á tónleikum. „Þegar strákarnir eru heima þá ger- um við þetta. Kannski ferðumst við eitthvað um heiminn í framtíðinni og spilum. Kver veit?“ sagði Brubeck. Auk tónleika Dave Brubecks verða á vegum Listahátíðar unt helg- ina þrjár sýningar á Fröken Júlíu Strindbergs í uppsetningu Ingmars Bergman(aukasýningkl. lóásunnu- dag), söngvarinn Thomas Lander, slagverkstónleikar og á mánudaginn stórviðburður: Claudio Arrau. -pv. Melaskólamálið Skoöanafrelsi á að vera ríkjandi Sverrir Hermannsson: Skoðanir eru ekki lóð á vogaskálarnar um stöður fyrir fólk Við búum í lýðfrjálsu landi og skoðanir manna eru éíki lóð á vogaskálar fyrir fólk.“ Þetta sagði Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra þegar Þjóðviljinn náði tali af honum vegna Melaskólamálsins stuttu eftir að hann kom til landsins síð- degis í gær. Sverrir kvaðst ein- ungis hafa haft lauslegar fregnir af málinu og hér væri greinilega um mikið hitamál að ræða' sem hann þyrfti að kyiina sér betur áður en hann tæki opinberlega af- stöðu. Menntamálaráðherra kvaðst gera ráð fyrir að þetta mál kæmi inn á borð til sín strax eftir helgi og þá myndi hann skoða það ofan í kjölinn. En varðandi það grund- vallaratriði hvort skoðanir fólks ættu eða mættu ráða ferðinni við stöðuveitingar áréttaði Sverrir: , „Við búum í lýðfrjálsu landi og Sja blS. J skoðanafrelsi á að vera ríkjandi hér.“ -g.sv.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.