Þjóðviljinn - 07.06.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Side 2
 SJÓMANNADA GURINN 1986 Dagskrá 49. Sjómannadagsins í Reykjavík 7. og 8. júní 1986. LAUGARDAGUR 7. júní: Keppni á seglskútum frá Kópavogi til Reykjavíkur. Kl. 13:00 Forkeppni í kappróðri í Reykjavíkurhöfn. Margar sveitir keppa í karla- og kvennaflokkum. SUNNUDAGUR 8. júní: Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavík. Kl. 11:00 Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Sr. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur minn- ist drukknaðra sjómanna og þjónar einnig fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista. SKEMMTISIGLING UM SUNDIN BLÁ Kl. 12:30 Skemmtisigling með hvalbátum um sundin við Reykjavík, fyrir þá sem keypt hafa merki Sjó- mannadagsins. Börn yngri en 12 ára þurfa þó að vera í fylgd með fullorðnum. Farið verður frá Faxagarði í Reykjavíkurhöfn. Siglingar hefjast kl. 12:30 og síðasta ferð verður farin kl.15:30. Tveir bátar verða í förum. Sérstök athygli fólks er vakin á því að vera í hlýjum fötum. Ferðirnargetafalliðniður, efveðurermjög slæmt. ÚTIHÁTÍÐAHÖLD VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Kl. 13:00 SiglafélagarísportklúbbnumSnarfarabátumsín- um inn á Reykjavíkurhöfn. Síðan sigla seglskútur inn á Reykjavíkurhöfn. Fallhlífarsveit verður í Reykjavíkurhöfn milli kl. 13:00-14:00. Kl. 13:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjómannalög, stjórnandi er Stefán Þ. Stephensen. Kl. 14:00 Samkoman sett. Þulurog kynnirdagsinserHann- es Hafstein framkvæmdastjóri S.V.F.Í. ÁVÖRP A: Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, í fjarveru sjávarútvegsráð- herra. B: Fulltrúi útgerðarmanna, Valdimar Bragason, út-’ gerðarstjóri, frá Dalvík. C: Fulltrúi sjómanna, Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags fslands. D: Garðar Þorsteinsson, framkvæmdatjóri Sjó- mannadagsins, heiðrar aldraða sómenn með heiðursmerki Sjómannadagsins. SKEMMTANIR DAGSINS: Kl. 14:45 Kappróður í Reykjavíkurhöfn, úrslitakeppni karla- og kvennasveita, sem kepptu í for- keppni á laugardag. BJÖRGUNARSÝNINGAR Félagar í björgunarsveit S.V.F.Í. Ingólfi í Reykja- vík, sýna meðferð björgunartækja. Einnig munu félagar í Ingólfi verða með ýmsar uppákomur í Reykjavíkurhöfn. Koddaslagurferfram af ekjubrú Akraborgar. Þátt- takendur gefi sig fram á staðnum. Veitingar verða til sölu á hafnarsvæðinu á vegum Kvenfélags sjómannskvenna. Einnig fer fram sala á merki dagsins og Sjóm- annadagsblaðinu 1986. HRAFNISTA REYKJAVIK: Kl. 13:00 Verður oþnuð sýning og sala á handavinnu vist- fólks í föndursal á 4. hæð C-álmu. Kl. 14:30 Leikur Lúðrasveit Reykjavíkur við Hrafnistu í Reykjavík. Kaffisala í borð- og samkomusal frá kl. 14:30-17:00. Allur ágóöi rennur til velferðarmála heimilismanna á Hrafnistu í Reykjavík. HRAFNISTA HAFNARFIRÐI: Kl. 10:30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu Hafnarfirði. Kl. 11:00 Sjómannamessa í Kapellu Hrafnistu Hafnarfirði, prestur verður séra Sigurður H. Guðmundsson. Kl. 14:30 Kaffisala í borð- og samkomusal. Jafnframt verð- -17:00 ur sýning og sala á handavinnu vistfólks. Allur ágóði rennur til velferðarmála heimilismanna Hrafnistu í Hafnarfirði. Ný íbúðarhæð á 5. hæð A-álmu með 13 vistrým- um verður til sýnis á Sjómannadaginn. ATHUGIÐ - ATHUGIÐ Kl. 16:30 Afhjúpaður minnisvarði um drukknaða sjómenn, höggmyndin „Björgun" eftir Ásmund Sveinsson, á gagnamótum Frostaskjóls og Ægissíðu, sem verslunin O. Ellingsen gefur Reykjavíkurborg. SJÓMENN ATHUGIÐ: Sjómannahóf verður að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 8. júní og hefst kl. 19:30. Miðasala og borðapantanir verða á Hótel Sögu laugardag- inn 7. júní frá kl. 17:00 til kl. 19:00. FRÉTTIR Flugumferbarstjórar Þremur vikið af vöktum Flugumferðarstjórum, sem voru ávaktþegar hœttuatburður átti sér staðyfir Austfjörðum, settir afvöktum. Gangast undir læknisskoðun og hæfnispróf að kröfu rannsóknaraðila eim þremur flugumferðar- stjórum sem tengjast flugum- ferðaratburðinum yfír Aust- fjörðum á dögunum hefur verið vikið af vöktum að kröfu flugslys- anefndar og rannsóknarlögregl- unnar, sem annast rannsókn málsins. Er þessum flugumferðar- stjórum gert að gangast undir læknisskoðun og hæfnispróf. Árni Þorgrímsson formaður Fé- lags flugumferðarstjóra sagði að í sjálfu sér væri ekkert um þetta að segja. Svonalagað hefði komið fyrir áður og félagið hvorki vildi né gæti sett sig upp á móti þessu. Það var að kröfu flugslysa- nefndar og rannsóknarlögreglunnar sem annast rannsóknina sem þetta var eins og áður segir, en fyrst eftir atburðinn sagðist flugmálastjóri Pétur Einarsson ekki eiga von á því að mönnum yrði vikið úr starfi meðan rannsóknin færi fram. - S.dór Heill skógur risinn. „Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn..." (Mynd Sig) Skógrœkt Skógur við Þjóðarbókhlöðuna Skógrœktarfélag Reykjavíkur gefur 125 trjáplöntur í tilefni afmœlis- ins. Ollum plantað á tveimur dögum Við Þjóðarbókhlöðuna við Hringbraut er nú risinn skógur á ótrúlega skömmum tíma. Mun Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa gefið borginni 100 sitkagreniplöntur og 25 aspir ásamt þökum á svæðið í tilefni afmælis borgarinnar. Að sögn Helga Gíslasonar verkstjóra Skógræktarfélagsins sá borgin um að skipta um jarð- veg en Skógræktarfélagið um að planta trjánum og ganga frá svæðinu. Lundurinn verður af- hentur borginni í dag og viðhald hans vera í umsjá borgarinnar eftir það. Lundinum er plantað samkvæmt teikningu Reynis Vil- hjálmssonar landslagsarkitekts og mun hann hafa tekið mið af skjólinu sem myndast af kirkju- garðinum og gamla grenilundin- um við Suðurgötu annars vegar og Þjóðarbókhlöðunni hins veg- ar. Helgi sagði að starfsmenn Skógræktarfélagsins sem starfa við plöntunina hefðu ákveðið að ljúka þessu í einum hvelli það væri svo skemmtilegt að sjá breytinguna gerast svona hratt. Ing Neskaupstaður Myndarlegt sjómannablað Sjómannadagsráð Neskaupstaðar hefurgefið útstórt og myndarlegt blað Undanfarin átta ár hefur Sjó- mannadagsráð Neskaupstað- ar gefið út sérlega vandað blað á Sjómannadaginn og nú er 9. blað- ið komið út, glæsilegra en nokkru sinni. Blaðið er 136 síður að stærð þannig að frekar má kalla þetta bók en blað. Efni ritsins er að vanda mjög fjölbreytt. Frásagnir eins og „Mótorbátar og slagsmál" eftir Guðjón Símonarson, „Línu- róður“ eftir Birgir Stefánsson, „Ekki partý“ eftir Alexöndru Ki-1 viaru, „Á síldveiðum á Magnúsi fyrir rúmum 40 árum“ eftir Reyni Zoega, „Kyndarinn í gúanóinu" eftir Smára Geirsson, „Hætt komnir við Hellisfjarðarnes" eftir Jósafat Hinriksson, „Ágrip af sögu netagerðar á Norðfirði" eftir Smára Geirsson. Hér er aðeins fátt eitt nefnt. Ritnefnd skipa þeir ^ Guðjón Marteinsson, Magni Kristjáns- son og Ragnar Sigurðsson. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.