Þjóðviljinn - 07.06.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Qupperneq 3
FRETTIR Meirihlutaviðrœður Tímamót í Bolungarvík SamningarA-flokkannaáSiglufirðiá lokastigi. Ragnar Óskarsson Vestmannaeyjum: Viðræður Abl., Alþýðuflokks ogFramsóknar langt komnar. Sjálfstœðisflokkurinn í Bolungarvík í kuldanum ífyrsta sinn. Guðbjartur Hannesson Akranesi: Góðir möguleikar á samstarfi Abl. og Framsóknar Melaskólamálið Kennara- sambandið vítir Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fundi stjórnar Kennarasambands íslands sl. fimmtudag: Vegna umfjöllunar sem afgreiðsla Fræðsluráðs Reykjavíkur á umsókn- um um stöðu yfirkennara við Mela- skóla hefur fengið vill stjórn Kennarasambands íslands taka eftirfarandi fram: í viðtali við Bessí Jóhannsdóttur, varaformann Fræðsluráðs Reykja- víkur í Þjóðviljanum 4. júní sl. er veist að öðrum umsækjandanum og reynt að gera hann tortryggilegan. Bessí segir m.a.: „Mér pesónulega hefur ekki líkað allt það sem ég hef séð til hennar“ og „mál geta verið þannig að það sé ekki heppilegt að vera með of mikinn opinberan rök- stuðning. Það gæti verið skaðlegra fyrir þann sem um er verið að fjalla. “ Skólastjóri Melaskóla verður einn- ig fyrir ómaklegum aðdróttunum þegar varaformaður fræðsluráðs svarar spurningu blaðamanns þess efnis að skólastjóri treysti þeim um- sækjanda best til starfans. Stjórn Kennarasambands íslands bendir á að órökstuddar dylgjur af því tagi sem að ofan greinir skaða þann sem um er rætt. Alítur stjórnin með öllu óþolandi að umsækjendur um stöður innan skólakerfisins verði fyrir slíkum atvinnurógi og ærumeiðandi ummælum. í sama blaði er haft eftir Braga Jós- epssyni fulltrúa í Fræðsluráði Reykja- víkur að oft sé erfitt að rökstyðja af- stöðu til ráðninga. Það sé spurning um smekk. í málflutningi ofangreindra fulltrúa fræðsluráðs kemur einnig fram að skólapólitískar skoðanir annars um- sækjandans hafa ráðið miklu um af- stöðu þeirra. Stjórn Kennarasambands fslands bendir á að viðkomandi umsækjandi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir samtök kennara, bæði Kennarafélag Reykjavíkur og Kennarasamband ís- lands og hefur í því hlutverki túlkað skólastefnu kennarasamtakanna. Stjórnin harmar að fulltrúar í Fræðsluráði Reykjavíkur skuli þann- ig vinna gegn ákvæðum laga um emb- ættisgengi kennara og skólastjóra frá 1978, en þar segir í 6. grein um með- ferð umsókna: „Sæki fleiri en einn kennari um sama starf og uppfylli allir umsækjendur þær kröfur sem gerðar eru skal við veitingu starfsins m.a. taka tillit til menntunar, starfsaldurs, starfsreynslu og umsagna um starfs- hæfni umsækjenda.“ Stjórn Kennarasambands fslands krefst þess að fjallað sé um allar um- sóknir félagsmanna þess í samræmi við lög og reglur og að mönnum í trúnaðarstöðum, í þessu tilviki fullt- rúum í Fræðsluráði Reykjavíkur, sé gert að taka ábyrga afstöðu og rök- styðja hana á málefnalegan hátt. Það má segja að það sé búið að ganga frá þessu. Það er enginn málefnaágreiningur milli Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks hér á Siglufirði, sagði Kristján L. Möller einn bæjarfulitrúa Al- þýðuflokksins á Sigiufirði þegar Þjóðviljinn leitaði hjá honum frétta af myndun meirihluta bæjarstjórnar þar. A-flokkarnir hafa átt í við- ræðum alla þessa viku og að sögn Kristjáns er sama og búið að ganga frá málefnasamningi, en enn er óráðið hver verður bæjar- stjóri. Kristján sagði í gær að þar væru ákveðnir menn í sigtinu, en vildi ekki nefna nein nöfn í því sambandi. Það sem nýi meirihlut- inn mun leggja áherslu á er að koma fjármálum bæjarins í lag, vinna að gatnagerð, að ljúka framkvæmdum sem þegar eru í gangi og fleira. Víða um land er búið að ganga frá myndun meirihluta en í nokkrum kaupstöðum á enn eftir að ganga frá lausum endum og viðræður enn í gangi. Ragnar Óskarsson bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins í Vest- mannaeyjum sagði í samtali við blaðið í gær að Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hefðu þegar ákveðið að mynda meirihluta á þessu kjört- ímabili. „Það verður eitthvað sérstakt að gerast til þess að þetta bregðist. Þetta er langt komið og má segja að aðeins eigi eftir að skrifa undir. Við höfum leitað eftir því við Pál Zóphaníasson að hann taki við bæjarstjóraemb- ættinu, en ekki fengið endanlegt svar frá honum. Það sem nýr meirihluti hér þarf að byrja á að taka sér fyrir hendur er að leita leiða til að laga fjárhagsstöðu bæjarins,“ sagði Ragnar. Kristinn H. Gunnarsson annar tveggja bæjarfulltrúa Alþýðu- bandaiagsins í Bolungarvík sagð- ist í gær vera sæmilega bjartsýnn á að Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur og Óháðir næðu saman meirihluta. „Við munum halda viðræðum áfram og ég á von á að þetta skýrist um helgina. Það er algerlega óráðið hver verður bæj- arstjóri,“ sagði Kristinn. Takist samstarf með þessum flokkum verður það í fyrsta sinn í sögu Bolungarvíkur sem Sjálfstæðis- menn eiga ekki aðild að meiri- hluta bæjarstjórnar. Þeir hafa lengst af haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur, en heldur hefur hallað undan fæti hjá þeim hin síðari ár. Líklegt er að Alþýðubandalagið verði for- ystuafl í nýjum meirihluta, en þetta er í annað sinn sem flokkur- inn býður fram á Bolungarvík. Guðbjartur Hannesson oddviti Alþýðubandalagsmanna á Akra- nesi taldi í gær góða möguleika á að viðræður Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins myndu skila árangri, en þær hafa staðið síðan á miðvikudaginn. Þessir tveir flokkar voru í minnihluta á síðasta kjörtímabili. „Það þarf eitthvað sérstakt að koma upp á svo upp úr slitni. Ég á von á að gengið verði frá málefnasamningi um helgina, en allar okkar gerðir eru háðar samþykki félagsfund- ar,“ sagði Guðbjartur. _____gg Leiðrétting Ranghermt var í blaðinu í gær að Álfgeirsvellir væru í Blöndu- hlíð. Hið rétta er að auðvitað eru þeir í Lýtingsstaðahreppi. Biðj- um við hlutaðeigandi afsökunar. Reykjavíkurborg Fegnmanrika Reykjavíkurborg efnir til fegrunarviku 7.-15. júní Dagana sjöunda til fimmtánda júní verður efnt til sérstakrar fegrunarviku í Reykjavík. Fegr- unarvikan er liður í því að gera höfuðborgina sem snyrtilegasta á 200 ára afmælinu. Laugardaginn sjöunda júní verður nokkur þúsund plöntum dreift ókeypis til borgarbúa og munu borgarfulltrúar annast dreifinguna sem fer fram á fjór- um stöðum - við Ársel kl. 10, við Gerðuberg kl. 11, við Laugar- dalshöll kl. 13 og í Hljómskála- garðinum (við syðstu tjörnina) kl. 14. Kl. 13-15 frá mánudeginum 9. júní til föstudagsins 13. júní verð- ur sérstakur símatími á skrifstofu garðyrkjustjóra og getur fólk hringt og fengið upplýsingar og leiðbeiningar um gróður og rækt- un. Hreinsunardeild borgarinnar mun sækja rusl sem safnað hefur verið saman út í borgarhverfin, dreifa ruslapokum ókeypis og eins hefur ruslagámum verið komið fyrir á átta stöðum: við Meistaravelli, Vatnsmýrarveg neðan Miklatorgs, Grensásveg, Kleppsveg við Dalbraut, Súða- vog, Stekkjarbakka, endann á Breiðholtsbraut og við Ársel við Rofabæ. Þá vekur Reykjavíkurborg einnig athygli borgarbúa á því að borgin rekur lóðasjóð, sem ætlað er að aðstoða húseigendur við frágang á lóðum með þeim hætti að fólk fær að láni efni frá malbik- unarstöð borgarinnar, Grjót- námi og Pípugerð Reykjavíkur. Eru þessi lán til nokkurra ára og skal sækja um þau til skrifstofu borgarverkfræðings. Fegrunarnefnd borgarinnar skorar á fyrirtæki að veita sér- stakan afslátt þessa viku á vörum sem notaðar eru til fegrunar, snyrtingar og viðhalds mann- virkja og lóða. Ing Krakkar í unglingavinnunni hafa snyrtingu og fegrun borgarinnar að aðalstarfi, og ganga að því með oddi og egg. (Mynd Sig.) Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans Yfirlýsing frá Ólafi Ragnari Grímssyni jóðviljinn birti í gær yfiriýs- ingu frá Ásmundi Stefánssyni um aðalfund Útgáfufélags Þjóð- viljans. Þar kom fram lýsing á at- burðarás sem virtist samin í nokkrum flýti því ýmis höfuð- atriði komu ekki fram. Þar eð Ás- mundur ijaliaði um minn hlut í tilraun til að ná samkomuiagi um stjórnarkjör er rétt að ég greini frá höfuðatriðum fyrst á annað borð er farið að fjalla um at- burðarásina í yfiriýsingum. Áhugamenn um Þjóðviljann og sagnfræðingar framtíðarinnar hafa þá úr meiru að moða. 1. Þegar ég varð var við það daginn fyrir aðalfund Útgáfufé- lagsins, að ákveðin öfl voru farin að smala á fundinn taldi ég rétt að forystumenn flokksins gerðu til- raun til að koma á samstöðu um stjórnarkjör. Alþýðubandalagið þyrfti á öðru að halda nú rétt eftir kosningar en hörðum innan- flokksátökum. Ég ræddi við Svavar Gestsson um þessi viðhorf mín, og lagði til að stjórn útgáfu- félagsins yrði óbreytt að öðru leyti en reynt yrði að fá mann í stað Kjartans Ólafssonar, sem hafði ákveðið að hætta í stjórn- inni. Þyrfti sá stjórnarmaður að hafa svipaða tilhöfðun og Kjart- an. Niðurstaða þessa samtals var, að við reyndum að vinna að því að Ragnar Arnalds formaður þingflokksins kæmi í stað Kjart- ans Ólafssonar. Sú tilhögun hefði einnig tryggt að sjónarmið lands- byggðarinnar væru áfram hluti af umræðunni í stjórninni. 2. Skömmu áður en aðalfundur Útgáfufélagsins átti að hefjast boðaði Svavar Gestsson mig til fundar með Ásmundi Stefánssyni og Álfheiði Ingadóttur. Þar kom fram að Ásmundur og Álfheiður töldu að gera yrði meiri breyting- ar á útgáfustjórninni. Gerðu þau kröfur um að Álfheiður Ingadótt- ir og Ásmundur Hilmarsson yrðu 1. og 2. varamaður. Taldi ég að erfitt yrði að koma á samkomu- lagi um það en lofaði að reyna. Eftir að hafa unnið í málinu um nokkra hríð tilkynnti ég um klukkan 22.00 - fundurinn hafði þá staðið í eina og hálfa klukku- stund - að skapast hefði grund- völlur fyrir því að fallist yrði á þessa kröfu þeirra. Væri það gert til að tryggja friðinn og sam- stöðuna. Kæmi þá Ragnar Arn- alds í stað Kjartans Ólafssonar og þau tvö yrðu efst varamanna. 3. Þegar ljóst var, að sam- komulag gæti orðið, boðuðu Ás- mundur og Álfheiður hóp fólks til fundar í sérherbergi og komu þar meðal annars Ingi R. Helga- son og Adda Bára Sigfúsdóttir. Eftir að sá fundur hafði staðið nokkra stund kom Ásmundur til mín og tjáði mér að þetta væri ekki nóg. Sagði Ásmundur að hópurinn hafnaði því að Ragnar Arnalds yrði aðalmaður í útgáfu- stjórn og gerði þá kröfu að Álf- heiður Ingadóttir tæki það sæti sern Ragnari var ætlað í samkomulaginu. Sú krafa hafði aldrei verið nefnd einu orði í löngum viðræðum mínum við Ás- mund Stefánsson og Álflieiði Ingadóttur fyrr á fundinum, þótt nefnt hafi verið nafn annars landsbyggðarþingmanns í stað Ragnars Arnalds. Ég tjáði Ás- mundiað égteldi nánast útilokað að setja formann þingflokksins og eina fulltrúa landsbygðarinnar út úr aðalstjórninni. Þó skyldi ég kanna það. Eftir örfá samtöl var ljóst að slík krafa sett fram á síð- ustu stundu þótti næsta furðuleg og var talin óaðgengileg. 4. Þegar til kosninga kom á fundinum gerði ég úr ræðustól grein fyrir því að Ragnar Arnalds hefði fallist á að taka sæti í út- gáfustjórninni ef samkomulag næðist. Ég hefði þó ekki heimild til að bjóða hann fram í keppnis- kosningu. Þessvegna gerði ég ekki tillögu um Ragnar Arnalds í kosningunum. Harmaði ég jafn- framt að ekki hefði náðst breið samstaða, þareð slíkt hefði verið blaðinu og hreyfingunni okkar fyrir bestu. Það hefur ekki verið venja að greina opinberlega svo ítarlega frá gangi mála á fundum útgáfu- félagsins. Vegna þeirra yfirlýs- inga sem birst hafa í Þjóðviljan- um taldi ég þó óhjákvæmilegt að gera það að þessu sinni. Óiafur Ragnar Grímsson Laugardagur 7. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.