Þjóðviljinn - 07.06.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Page 4
LEHDARI Níunda listahátíðin Níunda Listahátíð í Reykjavík stendur yfir. Eins og fyrr og síðar fagna menn ýmsum ágæt- um gestum sem lyfta huganum og hreinsa til í sálarkirnunni. Við getum fagnað því að bók- menntir eiga nokkuð drýgri hlut í hátíðinni en venja hefur verið - bæði vegna þess að hana ber upþ á úrslit mikillar smásagnakepþni og svo vegna þess, að hingað kom einn ágætasti rit- höfundursem nú eruppi, Doris Lessing. Ingmar Bergman kemur með Fröken Júlíu og tónsnill- ingar ágætir koma hingað, einnig útsjónarsamir látbragðsleikarar og svo mætti áfram telja. Eng- inn mælir heldur á móti því, að það er merkileg upplifun að vera umkringdur Picassomyndum í stórum sal. Þrjár íslenskar myndlistarsýningar eru haldn- ar og íslensk nútímatónlist er flutt á tvennum tónleikum og hálfum betur. Þetta er góðra gjalda vert, en minnir á gagnrýni sem ýmsar aðrar listahátíðir hafa sætt: íslenskir listamenn verða gjarna útundan, kastljósum fjölmiðla- máttarins er fremur beint að stjörnugestum. Eins og fram hefur komið er þessi listahátíð stíluð upp á fremur fá atriði og þá gert ráð fyrir því að unnt sé að tryggja að hvert fái sæmilega athygli og aðsókn. En þar með er syndgað á kostnað fjölbreytninnar, þess óvenjulega, sem vekur furðu og jafnvel hneýkslan (ef allir eru þá ekki orðnir svo sljóir að þeir geti ekki einu sinni hneykslast). Svo geta menn líka saknað þeirra uppákoma, sem ekki verða hamdar inni í salar- kynnum en leita út á götur og torg og láta borgarbúa vita af því, að hátíð sé í gangi. En það sem er beinlínis ámælisvert við fram- kvæmd hátíðarinnar nú, er að binda allmörg atriði hennar við veitingahúsið Broadway með óþarfri matvælasölu og auglýsingajukki. Framan af sögu Listahátíðar fór allmikið fyrir því að nafnkenndir menn og svo dulnefndir færu með nöldur yfir því .að slíkar hátíðir væru dýrar og að þær væru fyrir snobba eða eitthvað í þá veru. Þessar raddir hafa sem betur fer verið á undanhaldi. Það hefur verið að skapast sæmi- lega viðunandi samstaða og breið um að lista- hátíð skuli vera til. Ekki veitir af. Listahátíð, sem sæmilega tekst, er meira en nytsamleg röksemd gegn öllum þeim, sem hafa tilhneigingu til að gera lítið úr hlut lifandi menn- ingar í samfélaginu. Slík hátíð er vonandi upp- örvun, hressing, bæði listafólki og listunnend- um. Hún er andóf gegn yfirgangi færibandaaf- þreyingar, sem hefur verið að gera sig mjög breiða á undanförnum misserum og heimtar mikið fé og fyrirferð. Listahátíð er líka áminning, sem vonandi sem flestir taki eftir, um einbeittari metnað í menningarlífi, áminning um að við höf- um reyndar þörf fyrir menningarstefnu, sem lætur ekki reka á reiða tilviljana og geðþóttaá- kvarðana. Heldur sækir gegn þeirri firru, að hægt sé að afhenda menningarlíf smárrar þjóð- ar markaðsöflunum að léni, og snýr við þeirri þróun síðustu ára, að valdhafar láta rýrna þann litla hluta af ríkisútgjöldum og þjóðartekjum, sem farið hefur til þess að efla menningarlíf í landinu. -ÁB 'W LJOSOPIÐ Mynd: Einar Ól. DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskríftarverð ó mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Laugardagur 7. júnl 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.