Þjóðviljinn - 07.06.1986, Page 5

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Page 5
Kröfurgerðar til viðrœðna A-flokkanna. Sókn frjálshyggjunnarstöðvuð. Takistað móta trúverðugan valkostágrundvellifélagshyggjunnarerstóra tœkifœrið núna Úrslit sveitastjórnarkosning- anna fyrir viku voru einkar af- dráttarlaus, þó fylgissveiflur yrðu í sjálfu sér ekki stórvægilegar. Hinir svokölluðu A-flokkar unnu á, meðan ríkisstjórnarflokkarnir misstu fylgi svo að segja hvar- vetna á landinu. Bestan sigur hlaut Alþýðu- flokkurinn, sem naut stuðnings rösklega fjögur prósent meira fylgis en í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur nú fylgi 16,5 prósenta kjósenda á landsmæli- kvarða. Alþýðubandalagið má einnig vel við una. í Reykjavík náði það næsthæsta hlutfalli at- kvæða frá upphafi, og hlaut meira en fimmta hvert atkvæði. Einungis sigurinn mikli 1978 skilaði því betri árangri í höfuð- borginni. Yfir landið jókst fylgi Alþýðubandalagsins um tæp tvö prósent, og það nýtur nú stuðn- ings 19,3 prósenta landsmanna og er ótvírætt næststærsti flokk- urinn á landsmælikvarða. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 2,5 prósentum atkvæða yfir landið, og hefur stuðning 42,7 prósenta kjósenda yfir landið. Einna alvarlegustu eru þó úr- slitin fyrir Framsóknarflokkinn. I kosningunum 1978 tapaði hann talsverðu fylgi, en árið 1982 stóð fylgi hans nánast í stað. í kosning- unum fyrir viku tapaði hann hins vegar enn 2,9 prósentum yfir landið og því má segja að flokk- urinn hafi verið á samfelldri nið- urleið frá 1978. Fylgi Framsókn- arflokksins er nú ekki nema 13,3 prósent yfir landið í heild. Það er athyglisvert að í stærstu þéttbýlis- kjörnunum stendur flokkurinn afar höllum fæti. Viðræður A-flokkanna í framhaldi kosninganna er ljóst, að vissar kröfur verða gerð- ar til A-flokkanna svokölluðu um könnun á einhvers konar sam- starfi eða samvinnu. Minna má á ályktun á aðalfundi Dagsbrúnar fyrir skömmu, þar sem hvatt var til samstarfs, sem næði meðal annars til kosningabandalags. Það er auðvitað ekkert nema eðlilegt, að þessir tveir flokkar kanni möguleika á ríkari sam- vinnu en verið hefur. Úrslit kosn- inganna mörkuðu ótvíræð tíma- mót að því leyti, að með þeim var sókn frjálshyggjunnar stöðvuð, og á næstu árum mun hún sem hugmyndakerfi hverfa hægt og sígandi út af sviðinu. En þá er spurt: hvað kemur í staðinn? Um skammt skeið er líklegt að ríki eins konar tómarúm á hinu pólitíska sviði. Upp úr slíku á- standi skapast hins vegar aðstæð- ur fyrir nýjan valkost. í því liggur hið stóra tækifæri félagshyggju- aflanna núna. Ef þau geta sam- eiginlega mótað nægilega trú- verðugan valkost til að fleyta inn í tómarúmið sem nú er að skapast, þá er loksins tækifæri til að ná aftur því frumkvæði sem frjáls- hyggjan reif undir sig á árunum upp úr 1980 og til þessa dags. Það er vert að undirstrika, að tækifæri einsog það sem nú gefst er sjaldgæft. Einmitt þessvegna er það svo dýrmætt. Það verður einfaldlega eftirspum eftir nýjum hugmyndum, og vegna þess hversu frjálshyggjan hefur leikið kjör landsmanna á undanförnum árum, þá verður enginn valkostur trúverðugur, nema hann sé í and- stöðu við frjálshyggjuna. í því liggur tækifæri þeirra sem draga taum félagshyggju. Úrslit kosninganna eru félags- hyggjuöflunum þar að auki viss sálfræðilegur styrkur. Frjáls- hyggjan hefur farið einsog valtari yfir verkalýðshreyfinguna og frjálslynd öfl á síðustu árum, án þess að nokkrum vörnum hafi verið við komið. Þetta leiddi auðvitað til þess að verulegt von- leysi hafði víða gripið um sig. A- flokkarnir voru hins vegar hinir ótvíræðu sigurvegarar kosning- anna, og það hefur aftur gefið fólki nokkra von. Þó sigurinn hafi ekki verið giska mikill er hann mikilvægur, hann sýnir að straumnum hefur verið snúið. Þessvegna er hann þýðingarmikil sálfræðileg viðspyrna fyrir bar- áttu komandi missera. Út af þessari nýju von, og útaf minnkandi gengi frjálshyggjunn- ar, eru kröfur gerðar um við- ræður milli A-flokkanna og ef til vill annarra félagshyggjuafla. Undan þeim kröfum verður ekki vikist. En kosningabandalag er fráleit hugmynd að sinni. Ótti Morgunblaðsins Slíkar viðræður geta hins vegar ekki einungis farið fram með þeim hætti af forystumenn flokk- anna setjist á rökstóla. Mun mik- ilvægara er að Iiðsmenn flokk- anna hefji opinbera umræðu um hvað geti og eigi að verða hrygg- súlan í þeim valkosti sem félags- hyggjuöfl gætu sameinast um. Slíka umræðu er allsendis ófært að loka inni hjá forystumönnun- um einum. Takmarkið með viðræðum og síðar mögulegu samstarfi hlýtur auðvitað að vera, að A- flokkunum takist með aðstoð annarra félagshyggjuafla að ná meirihluta í næstu þingkosning- um. Mörgum kann að þykja það fjarlægur möguleiki. Þétt sam- staða um trúverðugan valkost á vinstri vængnum myndi hins veg- ar gerbreyta því. Besta staðfestingin á því er ótti Morgunblaðsins við aukið sam- starf flokkanna. í síðustu viku skrifaði blaðið tvær forystugrein- ar þar sem það hamast einsog naut í flagi gegn öllum hugmynd- um um alla samvinnu milli flokk- anna tveggja, er geti leitt til þess að vinstri stjórn komist til valda. Þetta sýnir auðvitað tvennt: í fyrsta lagi að Morgunblaðið hef- ur trú á því að samvinna félags- hyggjuafla með aukið samstarf A-flokkanna að kjölfestu sé raunhæfur möguleiki. I öðru lagi, að slíkt samstarf gæti orðið upp- hafið að nýrri vinstri stjórn, þar sem Sjálfstæðisflokknum væri ósköp einfaldlega vikið til hliðar. Þetta mat er auðvitað hárrétt hjá Morgunblaðinu. Eigendur þess innan Sjálfstæðisflokksins hafa því ærna ástæðu til að óttast. Davíð og Þorsteinn Eftir kosningarnar vakti það athygli, hvernig Morgunblaðið gerði sér far um að niðurlægja Þorstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins. Blaðið sá sér- staka ástæðu til að draga það fram í aðalfrétt á forsíðu, að tap Sjálfstæðisflokksins hefði verið mest í kjördæmi flokksformanns- ins. Þetta var að vísu rétt hjá Morg- unblaðinu. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut versta útreið, þar sem Þor- steinn Pálsson hefur verið trún- aðarmaður og oddviti flokksins. Þannig tapaði flokkurinn mikil- vægum meirihluta í Vestmanna- eyjum, og hlaut háðulega útreið á Selfossi. Fyrir nokkrum mánuðum hefði svona framkoma við for- mann flokksins hins vegar ekki verið hugsanleg. En kosningarn- ar breyttu ákveðnum valdahlut- föllum innan Sjálfstæðisflokks- ins. Með þeim fékkst staðfesting á því, að Þorsteinn er ekki nægi- lega sterkur til að halda utan um fylgið í eigin kjördæmi, meðan Davíð hins vegar nýtur mikils persónufylgis í Reykjavík, sem samkvæmt könnunum nær vel út fyrir raðir eigin flokks. Þetta hefur nú gert að verkum, að Morgunblaðsklíkan og gamla ættarveldið í Sjálfstæðisflokkn- um hafa ákveðið að láta af stuðn- ingi sínum við Þorstein. Fyrr- nefnd frétt Morgunblaðsins er því aðeins staðfesting á þeirri skoðun þessara þungu valda- blakka í flokknum, að affarasæl- ast sé að formennskudagar Þor- steins verði sem fæstir héðan í frá. Innan Sjálfstæðisflokksins er sú skoðun almenn, að Þorsteinn sé næstum því týndur í ráðuneyti sínu. Aðrir forystumenn í flokkn- um telja veg hans hafa minnkað eftir að ráðherradómur tók við. Þetta mun gera Morgunblaðs- klíkunni enn auðveldar að koma kandídat sínum í formannsstól, í stað Þorsteins. Erfiðleikar Þorsteins eiga raunar eftir að aukast enn, þegar líður á árið. Marga miljarða vant- ar til að fylla fjárlagagatið, og smíði fjárlaganna á eftir að reynast torveld. Skattahækkanir og erlend lán eru einu leiðirnar sem Þorsteinn getur farið, og hvorug mun afla honum vin- sælda. Það mun því að öllum líkindum taka að halla undan fæti fyrir for- mennsku Þorsteins Pálssonar. í Sjálfstæðisflokknum segja menn fullum fetum, að Þorsteinn verði formaður jafn lengi og Davíð leyfi honum. En áður en Þorsteinn verður bolað úr formannssessi þarf Dav- íð að fara í prófkjör í Reykjavík til að taka 1. sætið sem Morgun- blaðsklíkan ætlar honum. Hvað segir Albert Guðmunds- son viðþví? Össur Skarphéðinsson Laugardagur 7. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.