Þjóðviljinn - 07.06.1986, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Síða 6
Leikirnir á HM í gær, marka- skorarar, liðsuppstillingar og stöður í riðlum: C-riðill: Ungverjaland-Kanada 2-0 (1-0) Iraputao, 6. júní Dómari: Al-Sharif (Sýrlandi) Áhorfendur 13,800 1-0 Esterhazy (2.), Detari (76.) Ungverjaland: Szendrei, Sallai, Varga, Nagy (Dajka 63.), Garaba, Kiprich, Kar- dos, Detari, Burcsa (Roth 29.), Esterhazy, Bognar. Kanada: Lettieri, Lennarduzzi, Bridge, Samuel, Wilson (Sweeney 41.), James (Segota 55.), Gray, Ragan, Norman, Val- entine, Vrablic. Staðan f C-riðli: Sovétríkin..............2 110 7-13 Frakkland..............2 110 2-13 Ungverjaland...........2 10 12-62 Kanada.................2 0 0 2 0-3 0 D-riðill: Brasilía-Alsír 1-0 (0-0) Guadalajara, 6. júní Dómari: Mendez (Guetemala) Áhorfendur 30,000 1-0 Careca (67.) Brasilía: Carlos, Edson (Falcao 11.), Edinho, Cesar, Branco, Elzo, Alemao, Socrates, Junior, Careca, Casagrande (Muller 50.). Alsír: Drid, Medjadi, Mansouri, Meghar- ia, Guendouz, Kaci-Said, Assad (Bensao- ula 68.), Benmabrouk, Menad, Belloumi (Zidane 79.), Madjer. Staðan í D-riðll: Brasilia.............2 2 0 0 2-0 4 N.lrland.............1 0 10 1-11 Alsír................2 0 111-21 Spánn................10 0 10-10 F-riðill: England-Marokkó 0-0 Monterrey, 6. júní Dómari: Gonzales (Paraguay) England: Shilton, Stevens(E), Sansom, Fenwick, Butcher, Wilkins, Robson (Ho- dge 36.), Hoddle, Waddle, Lineker, Hatel- ey. Marokkó: Zaki, Labd, Lemris, Biaz, Bo- uyahyaoui, Dolmy, Bouderbala, K Merry, Timoumi, M.Merry, Khairi. Staðan í F-riðli: Portúgal................1 10 0 1-02 Marokkó.................2 0 2 0 0-0 2 Pólland.................1 0 10 0-01 England.................2 0 110-11 Leikir um helgina Laugardagur B-riðill: Mexíkó-Paraguay D-riðill: Spánn-N.lrland F-riðill: Pólland-Portúgal Sunnudagur B-riðill: Belgía-lrak E-riðill: V.Þýskaland-Skotland E-riðill: Uruguay-Danmörk Manudagur C-riðill: Frakkland-Ungverjaland C-riðill: Kanada-Sovétrikin ÍÞRÓITIR 1. deild Sigur- mark á 6. mín. Valgeir tryggði ÍA sigur á FH ÍA vann verðskuldaðan sigur á FH, 1-0, á Akranesi í gærkvöldi. Skaga- menn voru mun betri í fyrri hálfleik og léku þá vel á meðan bitlaus sókn FH brotnaði jafnan á sterkri vörn þeirra. FH-ingar voru mun frískari í seinni hálfleik en ógnuðu sjaldan Skagamarkinu verulega. Valgeir Barðason skoraði sigur- markið strax á 6. mín. þegar hann fékk sendingu innfyrir vörn FH frá Júlíusi Ingólfssyni og vippaði boltan- um yfir Halldór markvörð, 1-0. ÍA fékk mörg færi í hálfleiknum, þau bestu Sveinbjörn sem skallaði yfir á 22. mín, Heimir Guðmundsson sem skaut í stöng á 33. mín. og Si- gurður B. Jónsson er átti skalla sem Guðmundur Hilmarsson bjargaði á línu á 38. mín. Ingi Björn sóaði besta færi FH á 25. mín. með því að senda ekki á dauðafrían samherja. FH-sóknin í seinni hálfleik skilaði fáum færum og ieikurinn leystist uppí óþarfa hörku. Ólafur Hafsteinsson var of fljótur á sér á 66. mín. þegar hann skaut í varnarmenn ÍA af mark- teig. Júlíus átti hinsvegar skot í varn- armann FH á 75. mín, boltinn fór af honum í þverslá og yfir. Ólafur Dani- valsson komst síðan í gott færi við mark f A á 85. mín. en Birkir Kristins- son varði skot hans vel. —SV/Akranesi ÍA-FH 1-0 (1-0) * * Akranesvöllur, 6. júní Dómari Bragi Bergmann * Áhorfendur 696 1-0 Valgeir Barðason (6.) Stjörnur ÍA: Guðbjörn Tryggvason * Júlíus Ingólfsson * Ólatur Þórðarson * Stjörnur FH: Guðmundur Hilmarsson * Halldór Halldórsson * Valur-Fram 1-1 (0-0) * * * Hlíðarendi, 6, júní Dómari Magnús Theodórsson * 0-1 Guðmundur Torfason (47.), 1-1 Hilmar Sighvatsson (75.) Stjörnur Vals: Ársæll Kristjánsson * Hilmar Sighvatsson * Ingvar Guðmundsson * Sigurjón Kristjánsson * Valur Valsson * Stjörnur Fram: Guðmundur Steinsson * * Guðmundur Torfason « Pétur Ormslev * Viðar Þorkelsson * 1. deild Hefð- bundin úrslit Það er komin hefð á að Valur og Fram skilji jöfn eftir góða og spenn- andi lciki, og var leikurinn í gær- kvöldi engin undantekning. Hann var samt nokkuð kaflaskiptur. Framarar byrjuðu betur og áttu góð færi fyrstu 20 mín. án þess að ná að skora. Þá tóku Valsmenn við og náðu yfirhönd- inni á vellinum, án þess að skapa sér veruiega hættuleg færi. Framarar fengu hinsvegar óska- byrjun í síðari hálfleik. Á 47. mín. snýr Guðmundur Steinsson á varnar- menn Vals og gefur fyrir þar sem nafni hans Torfason kemur á fleygi- ferð og skallar knöttinn í netið, 1-0. Fallegt mark. Valsmenn lögðu meira í sóknina eftir þetta og náðu smám saman yfir- höndinni því Framarar bökkuðu og jöfnunarmark Vals var glæsilegt þótt aðdragandinn væri dálítið vafasamur. Hæpin aukaspyrna rétt utan vítateigs Fram og Hilmar Sighvatsson þrumaði beint í bláhornið, algerlega óverjandi fyrir Friðrik, 1-1. Eftir þetta var leikurinn í jafnvægi en undir lokin varði Stefán Arnarson markvörður Vals vel skalla frá Arn- ljóti Davíðssyni. Leikmenn beggja liða spiluðu ágætlega á köflum en leikurinn fór nokkuð úr böndunum í seinni hálfleik sökum þess að dómarinn missti tök á honum. —Pv 1. deild Víðir í þriðja sætið! Fœr enn ekki á sig mark Víðispiltarnir úr Garði gera það ekki endasleppt. Þeir skutust uppí 3. sæti 1. deildar í gærkvöldi með 1-0 sigri á Breiðabliki í Kópavogi og hafa nú ekki fengið á sig mark í fjórum leikjum í röð, eða í 360 mínútur. Leikurinn var mjög slakur, nánast ekkert spil sást frá liðunum, einungis barátta og kýlingar. Blikar fengu sitt eina umtalsverða færi á 18. mín., Jón Þórir fékk góða sendingu innfyrir vörn Víðis frá Ólafi Björnssyni en Gísli Heiðarsson varði gott skot hans. Sigurmarkið kom á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Daníel Einarsson átti langa sendingu og boltinn skoppaði inní vítateig Blika. Benedikt Guð- mundsson og Grétar Einarsson stukku upp, Grétar hafði betur og skallaði yfir Örn Bjarnason mark- vörð sem hafði hikað í úthlaupi, 0-1. Víðismenn fengu þrjú færi til að bæta við marki í seinni hálfleik. Örn varði glæsilega frá Klemenzi Sæm- undssyni af markteig, boltinn barst út, síðan inn aftur og Grétar skallaði framhjá. Mark Duffield átti hörku- skalla framhjá og í lokin komst Helgi Bentsson innfyrir Blikavörnina en skaut framhjá. —E.ÓI Breiðablik-Víðir 0-1 (0-1) * Kópavogsvöllur, 6. júní Dómari Óli Ólsen * * Áhorfendur 603 0-1 Grétar Einarsson (45.) Stjörnur Breiðabliks: Jón Þórir Jónsson * Magnús Magnússon » Ólafur Björnsson * Stjörnur Víðis: Daníel Einarsson * Grétar Einarsson * Klemenz Sæmundsson * Mark Duffield * Mexíkó Falla Englendingar? Wilkins og Robson útafgegn Marokkó. Brasilía áfram Englendingar standa frammi fyrir því stórslysi að komast ekki í 16-liða úrslit heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu eftir 0- 0 jafntefli við Marokkó í gær- kvöldi. Þeir verða nú að vinna Pólvcrja til að komast áfram. Brasilía vann Alsír 1-0 og varð fyrsta þjóðin til að tryggja sér á- framhald og Ungverjaland vann Kanada 2-0. Englendingar léku með 10 menn allan seinni hálfleik, Ray Wilkins var rekinn útaf í lok þess fyrri, og fyrirliði þeirra, Bryan Robson, meiddist á 36. mín. og varð að fara útaf. Samt voru Englendingar mun betri aðilinn í seinni hálfleik eftir að Marokkóbúar höfðu verið öllu skæðari í þeim fyrri. Brasilía sótti nær látlaust allan fyrri hálfleikinn gegn Alsír en náði ekki að skora þrátt fyrir fjölmörg góð færi. Mark var dæmt af Socrates og Julio Cesar átti hörkuskot í slá. En Alsír tók mikinn kipp eftir hlé og fékk góð færi til að ná forystu, það besta þegar Assad lék á Carlos markvörð en Edinho bjargaði á marklínu Brasilíu. Sigurmarkið á 67. mín. var slysalegt af hálfu alsírsku varnarinnar. Varnar- maður ætlaði að sleppa boltanum afturfyrir endamörk en Careca var snöggur að átta sig og sendi hann í netið, 1-0. Martin Esterhazy nýtti sér varn- armistök Kanadabúa strax eftir 110 sekúndur og færði Ungverjum 1-0 forystu. Kanada sótti síðan stíft og ungverska markið slapp oft vel. Lajos Detari tryggði Ungverjum sigur, 2-0, eftir skyndisókn á 76. mín. og rétt fyrir leikslok var Mike Sweeney hjá Kanada rekinn af leikvelli fyrstur allra á HM eftir gróft brot. —VS/Reuter 2. deild r Knattspyrna OvæntáHúsavík Jafntefli á Siglufirði Völsungur-UMFN 1-2 * * Stanslaus sókn Völsunga kom fyrir lítið. Jón Ólafsson skoraði fyrir Njarðvíkinga á 33. mín. eftir að Þor- finnur markvörður hafði tvívarið og Haukur Jóhanncsson skoraði óvænt mark með bylmingsskoti af 35 m færi á 65. mín, 0-2. Kristján Olgeirsson svaraði fyrir Völsung eftir horn á 80. mín. Maður leiksins: Sævar Júlíusson, UMFN —ab/Húsavík KS-ÍBÍ 1-1 (1-0) * * * Gústaf Björnsson skoraði fyrir KS eftir sendingu Hafþórs Kolbeins- sonar á 7. mín. en Guðmundur Jó- hannsson jafnaði fyrir ÍBÍ á 55. mín, með skoti í varnarmann og í netið. Leikurinn var opinn, harður og skemmtilegur, KS átti hættulegri færi. Maður leiksins: Hafþór Kolbeins- son, KS. —RB/Siglufirði Rush seldur! Fer nœr örugglega til Juventus Ian Rush, velski markakóngurinn frá Liverpool, gengur að öllum líkindum frá samningi við ítölsku meistarana Juventus nú um helgina. Féiögin tvö hafa komist að samkomulagi sín á miili og nú er aðeins bcðið eftir samþykki frá Rush sjálfum. Kaupverðið er 3 miljónir punda, mctupphæð fyrir breskan leikmann og tvöfaldar nærri því gamla metið. Juventus er með tvo erlcnda leik- menn fyrir og því getur allt eins farið svo að Rush verði leigður Liverpool næsta keppnistímabil, 1986-87, en fari síðan til Juventus þegar samning- ur Michels Platinis rennur út. Rush segir sjálfur að hann vilji vera kyrr hjá Liverpool en með því að fara geti hann tryggt fjárhagsstöðu sína og fjölskyldu sinnar um alia framtíð. Þór-KR 0-1 (0-0) * * Þórsvöllur (gras), 6. júní Dómari Sveinn Sveinsson * Áhorfendur 1000 0-1 Ásbjörn Björnsson (76.) Stjörnur Þórs: Baldvin Guðmundsson * Júlíus Tryggvason * Stjörnur KR: Gunnar Gíslason * Loftur Ólafsson * 1. deild Sigur- gangan rofin KR á toppinn í 1. deild Þórsarar biðu í gærkvöldi sinn fyrsta ósigur á heimavelli í 1. deild í hartnær tvö ár, eða síðan 22. júlí 1984. KR-ingar komu í heimsókn og unnu 1-0 og eru þar með einir á toppi 1. deildar, Þórsarar sitja aftur á móti í næstneðsta sæti eftir þennan ósigur. Fyrri hálfleikur var jafn og í slakara Iagi. Liðin léku varfærnislega, eink- um KR-ingar sem greinilega ætluðu sér að halda stigi. Ásbjörn Björnsson og Loftur Ólafsson skölluðu yfir mark Þórs, Baldvin Guðmundsson varði vel frá Hálfdáni Örlygssyni og Björn Rafnsson hitti ekki Þórsmarkið úr upplögðu færi. Siguróli Kristjáns- son skallaði yfir mark KR úr eina telj- andi færi Þórs í hálfleiknum. Þór sótti stíft fyrri hluta seinni hálf- leiks en KR fékk hættulegt færi á 57. mín. er Baldvin varði naumlega skalla Willums Þórssonar. Sigurmark KR kom á 76. mín. Ásbjörn fékk boltann úti á kanti, Þórsarar töldu hann rangstæðan óg hættu, Ásbjörn brunaði hinsvegar inní vítateig og skoraði örugglega, 0-1. Þór sótti mjög í lokin. Stefán Jó- hannsson varði vel aukaspyrnu Júl- íusar Tryggvasonar og á 88. mín. var mark dæmt af Einari Arasyni vegna rangstöðu, umdeilt því Kristján Kristjánsson virtist renna boltanum út til hans. —K&H/Akureyri ÍBK-ÍBV 1-0 (0-0) * * Keflavíkurvöllur, 6. júní Dómari Gísli Guðmundsson * * Áhorfendur 634 1-0 sjálfsmark (60.) Stjörnur ÍBK: Sigurður Björgvinsson ♦ * Freyr Sverrisson * Gunnar Oddsson « Óli Þór Magnússon * Stjörnur ÍBV: Hörður Pálsson * * Jón Bragi Arnarson * 1. deild llla farið með færin ÍBK vann á sjálfs- marki Þrátt fyrir nánast stanslausa sókn allan leikinn og mýmörg dauðafæri urðu Keflvíkingar að láta sér nægja að vinna Eyjamenn 1-0 með sjálfs- marki Þórðar Hallgrímssonar á 60. mín. Þórður skallaði þá í eigið mark eftir að Freyr Sverrisson hafði skallað fyrir. Elías Friðriksson fékk eina færi ÍBV á 19. mín., var þácinn gegn Þor- steini markverði en renndi boltanum framhjá. Síðan tóku heimamenn við, Skúli Rósantsson, Freyr og Óli Þór Magnússon fengu allir dauðafæri í fyrri hálfleik, Sigurður Björgvinsson og Sigurjón Sveinsson í þeim seinni. Þá eru ótalin fjölmörg færi sem einnig hefðu getað gefið mörk. Hörður Páls- son átti stórleik í marki ÍBV, án hans hefðu Eyjamenn flogið heim með mun stærri tölur á bakinu. —SÓM/Suðurnesj um 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. Júní 1986 —VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.