Þjóðviljinn - 07.06.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 07.06.1986, Page 15
Orð- laus Shake- speare Listahátíð í Iðnó SHAKESPEARE: THE WORKS Nola Rae og John Mowat Það virðist kannski við fyrstu sýn undarleg hugmynd að flytja verk hins mikla meistara orðsins án þess að nota eitt einasta orð en sýning þessara ensku látbragðs- leikara tók fljótlega af öll tvímæli um að hugmyndin er góð og framkvæmdin stórsnjöll og skemmtileg. Þau flytja eins konar endursagnir eða útúrsnúninga á fjórum af þekktustu verkum meistarans: Makbeð, Hamlet, Lé konungi og Rómeó og Júlíu. Þetta eru verk sem flestir leikhúgestir þekkja og skop lát- bragðsleikjanna byggist mikið á því að áhorfendur séu nákunnug- ir verkunum - ekki heyrðist mér neitt skorta á það hjá áhorfenda- hópnum í Iðnó sem skemmti sér konunglega og hyllti leikarana innilega. Sýningin hefst á því að við sjáum Shakespeare sitja við skriftir, en honum gengur heldur striðlega, andinn kemur ekki yfir hann. Þá kemur kona inn og fer að hamast í húsverkum alls kon- ar, þetta ergir skáldið í fyrstu en síðan taka athafnir konunnar að gefa honum hugmyndir. Hún hrærir deig í köku og hann sér allt í einu fyrir sér norn að hræra í stórum katli - og þar með er kom- in kveikjan að Makbeð. Og þannig er haldið áfram. Skemmtilegasta atriði sýning- arinnar þótti mér Harmleikurinn um Handlet, þar sem Nola Rae flytur Hamlet á einum tíu mínút- um og notar til þess tvær hendur. Þarna nýtur sú hugmyndaauðgi sem einkennir sýninguna alla sín best. Hún notar mismunandi hanska fyrir hinar ólíku persónur - svartan fyrir Hamlet, hvítan fyrir Ófelíu osfrv. Það er ótrúlegt hvað henni tekst að gera gang leiksins skýran með þessu móti - en auðvitað treystir hún mikið á að allir þekki söguna. Daufasta atriðið var um Lé konung, þar vantaði nægilega skýra heildarhugsun, þó að ýmis atriði væru snjöll. Eftir hlé kom Rómeó og Júlía og var prýðileg skemmtun, skopfærsla á þessum harmleik sem fékk fólk til að engjast af hlátri. John Mowat fór hér verulega á kostum og brá sér í ólíklegustu gervi bara með því að skipta um höfuðfat, var ýmist Júl- ía, París eða hestur og reyndar margt fleira. Nola Rae sýndi að hún er góður dansari og þau skopfærðu skemmtilega nokkur ballettatriði. Sverrir Hólmarsson LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Deildarmeinatæknir í fullt starf á rannsókna- stofu Heilsuverndarstöövarinnar. Hlutastörf koma til greina. Bókasafnsfræðingur í hálft starf viö bókasafn Heilsuverndarstöðvarinnar. Ljósmóðir til afleysinga á mæöradeild. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 13. júní. fl IAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fóstrur athugið! 1. Á dagheimilið Suðurborg við Suðurhóla vantar fóstrur nú þegar eöa í haust. Boöiö er upp á mjög góöa vinnuaðstöðu bæöi hvaö varðar almennt uppeldislegt starf og séraðstoð. Upplýsingar gefur forstöðumaöur á staðnum eða í síma 73023. 2. Á leikskólann Árborg Hlaðbæ 17, vantar fóstrur viö almenn uppeldisstörf, og fóstrur eöa þroskaþjálfa til aö sinna börnum meö sérþarfir, hálft starf. Upplýsingar gefa forstöðumenn á staönum eöa í síma 84150. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. júní.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.