Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 3
Mánaþúfu í Varmahlíð. Hátt- virtur þingmaður Ragnar Arn- alds, fyrverandi menntamála- ráðherra var skólastjóri í Varmahlíð í Skagafirði og ég hef ekki heyrt mikið kvartað undan honum. Þvert á móti jók hann vinsældir sínar í Skagafirði og var kosinn á þing og hefur styrkt heldur sinn flokk í því héraði.“ ■ Dugði þó ekki til! Friðrik heldur áfram: „Sjálf- ur hef ég verið kennari í nokk- ur ár, á systkini sem eru kenn- arar, á móður sem er skóla- stjóri, báðar ömmur mínar voru kennarar og afi minn jafnframt og amma og afi kynntust í Kennaraskólan- um.“ ■ Hvers vegna sleppa stafsetningu? Pálmi Jónsson: „Núv. hæst- virtur menntamálaráðherra hefði vitaskuld enga heimild til að stunda kennslu, t.a.m. í ís- lensku. Við skulum sleppa stafsetningu eða öðrum greinum sem ég er alveg sannfærður um að hann væri fullfær um að kenna, hefði ágæta hæfni til.“ ■ eru óæskilegar á akbrautum, sérstaklega á álagstímum í umferðinni. I sveitum er umferð dráttar- véla hluti daglegra starfa og ber vegfarendum að taka tillit til þess. Engu að síður eiga bændur að takmarka slíkan akstur þegar umferð er mest, og sjá til þess að vélarnarséu í lögmætu ástandi, s.s. með glitmerki og ökuljós þegar ryk er á vegum, dimmviðri eða myrkur. RÁÐ Ferðaþjónusta bænda Hlýleg, ódýr og fræðandi Þetta hefur gefist geysilega vel. Mér telst til að gistinæturnar í fyrra hafi verið milli 20 og 30 þús- und, sagði Oddný Björgvinsdótt- ir starfsmaður Ferðaþjónustu bænda aðspurð um hvort bændur hefðu erindi sem erfiði við rekst- ur ferðaþjónustu. Það eru liðin fjögur ár síðan bændur stofnuðu með sér félag um rekstur ferðaþjónustu. Árið 1983 var ráðinn starfsmaður til að sinna þessu og síðan hefur starf- semin verið að hlaða utan á sig og þjónusta að aukast. Það hlýtur að vera mikil búbót fyrir bændur að taka á móti ferða- mönnum, en það sem er kannski meira um vert er að þetta gefur mörgum tækifæri til þess að kynnast landinu á einstæðan hátt. Þeir sem notfæra sér þessa þjónustu eiga þess kost að sam- eina hestamennsku og veiðiskap og njóta þess í fallegu umhverfi. Flestir bændur sem eru á skrá hjá ferðaþjónustunni bjóða upp á veiði og hestaleigu. Auk þess geta menn farið í gönguferðir, á skíði, í snjóbílaferð eða bara tekið þátt í búskapnum. Mögu- leikarnir eru nánast ótæmandi. „Útlendingar sem gista hjá bændum vilja yfirleitt helst vera í viku á hverjum stað. Þeir vilja hvíla sig vel, kynnast fólkinu sem þarna býr, fræðast um næsta ná- grenni, heyra þjóðsögur sem tengjast þessum stöðum og fleira. Bændurnir geta frætt þá um allt mögulegt, þeir þekkja landið mjög vel. Okkar kjörorð í þessu eru að þjónustan á að vera hlýleg, ódýr og fræðandi," segir Oddný, sem veitt getur allar upplýsingar um þessa vaxandi aukabúgrein bænda. —gg Ertu að f lytja? Þegar við flytjum úr hús- næði þurfum við að huga að ýmsu svo að lífið haldi áfram sinn vanagang. Við látum boð út ganga til vina og vanda- manna. Tilkynnum Pósti og síma svo að síminn flytji með okkur og pósturinn komi áfram til okkar og síðast en ekki síst tilkynnum við Raf- magnsveitunni hver mælis- RAFMAGNSVEIIA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT34 SÍMI686222 staðan er svo að við borgum ekki rafmagnið fyrir næsta mann sem flytur inn. Ef þú býrð á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur afgreiðir þú þetta með einu símtali við okkur, síminn er686222 — og lífið heldur áfram sinn vanagang! Lesið _ * 19 lúui í sumarfríinu Meðai efnis: Eru karlar líka menn? Kvenfrelsast karlar? - Hvernig eru mjúkir karlmenn? Ég ætla sko aö lesa um þetta allt í 19. júní - sérstaklega þessa mjúku! Tilfinningalíf karla? umhum. Lesiö 19. júní og fræöist um sálarlíf karla. Hefur kynhlutverk breyst? Hvað segja þeir um jafnréttið? Ævar Kjartansson, Þórarinn Eldjárn og Heiöar Jónsson velta upp ýmsum hliðum í 19. júní. Kvenréttindafélag íslands ARGUS/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.