Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 13
Roland Gift, hinn atgervismikli söngvari Mannætanna. boð hjá borgarstjóra í Höfða - áttu reyndar að vera mættir. Hér á undan er getið um huggulegheit viðmælenda, en þó eiga Mad- nesssöngvararnir toppsætið hvað það snertir. Bara eins og bræður manns eða allra bestu vinir: - Er Madness ennþá ,fkin- heads“hljómsveit? - Nei, eiginlega ekki. Þetta var tíska sem við vorum hrifnir af sem unglingar. Svo fóru þeir (skinheads) út í fasisma og of- beldi sem við höfum aldrei haft áhuga á. - Þið fenguð óorð á ykkur þess vegna, ekki satt? - Jú, í Bretlandi í nokkurn tíma. - Spilið þið mestmegnir gömlu smellina á hljómleikum? - Já, fólk vill helst heyra þá, en við reynum að hafa annað efni í og með. En þótt maður sé leiður á að heyra alltaf sömu lögin, þá er öðruvísi að spila þau fyrir áhorf- endur sem skemmta sér vel. Maður nýtur þess. - Er viðhorf ykkar öðruvísi nú en fyrst þegar þið byrjuðuð? - Já auðvitað. Við höfum áhuga núna á ýmsu öðru en að vera í hljómsveit. Við höfum t.d. mikinn áhuga á umhverfisvernd og höfum spilað á hljómleikum fyrir Green Peace og líka fyrir samtök sem berjast fyrir afvopn- un. Okkur er heldur ekki sama um verðið á klósettpappír. - Ykkar músik á rœtur í ska og annarri œttaðri frá Jaimaica. A hinn breski popparfur engin tök í ykkur, t.d. Bítlar og Stones? - Það er spurning hvort er breskara, því að ska- og reggae- músik hefur þróast með svörtum í Bretlandi alveg síðan á sjötta ára- tugnum. Þetta er músik sem við höfum alist upp við engu síður en þá hvítu. Þetta er tónlist sem fólk frá löndum og eyjum við Kara- bíska hafið hefur sjálft þróað með sér. Hún er öðruvísi en tón- list svartra í Bandaríkjunum. - Fylgist þið með músikinni í dag? - Já, hafðu eyrun opin fyrir hljómsveit sem heitir Fishbone. Hún starfar í London. Annars er það besta við að vera í hljómsveit það að fá tækifæri til að ferðast til landa eins og íslands og hitta fólk, ekki eins og túristi, heldur eins og manneskja ... og þar með er tíminn úti, umboðsmaðurinn farinn að tvístíga... Davíð að bíða. Madnesssöngvararnir eru dálítið forvitnir um þennan unga borgarstjóra, vita að formaður Listahátíðar er gamall skólafélagi hans og að hann er hægra megin... öfugt við þá. En ég full- vissa þá unt að enda þótt að hvorki þeir né ég séum sammála honum í pólitík þá sé örugglega ekki leiðinlegt að fara í partý til hans... enda hlýtur sú að hafa orðið raunin, því Davíð kom sjálfur og kynnti Madness inn á sviðið þarna um þjóðhátíðar- kvöldið... \ Lloyd Cole. Útboð Stjórn Landshafnar Þorlákshöfn, f.h. Lands- hafnar Þorlákshöfn óskar eftir tilboöum í dæl- ingu á tuttugu og fimm þúsund rúmmetrum af sandi úr innsiglingu hafnarinnar í Þorláks- höfn, á tímabilinu ágúst-september n.k. Útboösgögn eru afhent í skrifstofu Hafna- málastofnunar ríkisins Seljavegi 32 Reykja- vík. Tilboðum skal skila til skrifstofu Hafnamála- stofnunar fyrir klukkan 1500 föstudaginn 11. júlí 1986. Tilboðin veröa opnuð klukkan 1500 föstu- daginn 11. júlí 1986 í húsakynnum Hafna- málastofnunar Seljavegi 32 Reykjavík. SPOPTFATNAÐUR FIS regn- og sportfatnaöurinn frá 66°N „Sextíu og sex Norður" er lipur og meöfærilegur. Hann er loft- ræstur, vindþéttur og efnið er 100% vatnsþétt. Ýmsir litir. Vegur aöeins 200g—300g. FIS á alla fjölskylduna. Ánanaustum Sími 28855 < co X. cc o LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða forstöðumanns viö dagheimili/leikskóla Hraunborg, Hraunbergi 10. Stöðu umsjónarfóstru meö dagmæðrum 75% starf. Umsóknarfrestur um báöar stöðurnar er til 7. júlí. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur í síma 27277. Stöðu matráðskonu viö dagheimiliö Laugaborg v/Leirulæk. Upplýsingar veitir forstööumaöur heimilisins í síma 31325. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Sunnudagur 22. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.