Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur af vinslitum í dag ætlaði ég eiginlega að skrifa um það, hvernig ómerkilegur tittlingaskítur getur stuðlað að vinslitum tveggja valinkunnra sæmdar- manna, manna sem hafa bundist vináttubönd- um vegna sameiginlegra áhugamála í leik og starfi, manna sem þrátt fyrir ólíka þjóðfélags- stöðu og vélráð vondra manna, héldu áfram að vera vinir og hjuggu ekki á þann gordíonshnút sem heldur saman sönnum vináttuböndum. Stóðu þeim þó til boða eggjárn beiskju og hat- urs úr eldsmiðjum óvildarinnar. Slík var vinátta Gunnars og Njáls forðum órofa og heil jafnvel eftir að yfir lauk og hefur lengi verið höfð til marks um það sem fagurt og gott getur talist í samskiptum manna. Já farsælir voru þeir Gunnar og Njáll að auðnan skyldi veita þeim það að vera vinir allt þar til þeir voru drepnir hvor í sínu lagi. En farsæld Gunnars og Njáls er ekki öllum gefin og nú blasa við vinslit tveggja valinkunnra sæmdarmanna. Kominn er þverbrestur í vin- áttu, sem góðir menn voru sannfærðir um að mölur og ryð fengi ekki grandað og verður ekki annað séð en vinslitin eigi sér orsök í því sem mölur og ryð fær grandað. Já, þjóðin er hnípin og í vanda, því nú er eins og við blasi gömul sannindi, sem einhvern- tímann voru skráð: „Bræður munu berjast og að bönönum verða”. Og nú er sjálfsagt flesta, ef ekki alla farið að renna grun í við hverja er átt. Já, rétt til getið. Það er illt til þess að vita að óvild og jafnvel hatur skuli hafa skotið rótum í þeim aldingarði þar sem ástin ríkti áður og ríkir raunar enn ofar hverri kröfu. Tveir kunnustu oddvitar ástarinnar í hinu ís- lenska samfélagi eru komnir í hár saman. Gagnkvæm vinátta virðist hafa breyst í hatur og þegar ég segi að það sé útaf tittlingaskít, þá fer ekki milli mála hverjir mennirnir eru. Að sjálf- sögðu bankastjórar hjálpartækjabanka ástar- innar, þeir Guðmundur Ásmundsson, eigandi fyrirtækisins „House of Pan”, sem selur hjálpar- tæki ástarlífsins og Sæmundur Haukur Har- aldsson sem hefur snúið sér alfarið að rekstri sýningarhópsins „Pam”. Eftir því sem næst verður komist gegnir sá flokkur margþættu hlut- verki í ástarlífi borgarinnar, meðal annars með því að lyfta þeim mönnum upp, sem of niður- dregnir eru orðnir af langvarandi búksorgum og veita þeim viðunandi úrlausn. Það er sárt til þess að vita að þessir tveir gömlu, góðu vinir og samstarfsmenn um ást- armál skuli nú vera orðnir hatursmenn. Það var semsagt um mál málanna, klám- bankamálin, sem ég ætlaði að skrifa í dag, en nú hef ég fallið frá því. Ég er nefnilega svo logandi hræddur um að ég sé á síðasta snún- ingi að skrifa um það sem mér liggur á hjarta, málefni sem ég verð að koma á þrykk í Þjóð- viljanum áður en ritskoðun hefst. Þetta verða hugleiðingar um átökin í Alþýðu- bandalaginu, ólguna á ritstjórnarskrifstofu Þjóð- viljans, tengsl Asmundar Stefánssonar, hæg- fara öfgahópinn, viðskipti Össurs og Svavars, prívatskoðanir Kristínar Ólafsdóttur og náttúr- lega Álfheiðar líka, slægð Ólafs Ragnars Grímssonar og stuðning Úlfars Þormóðssonar, innri átök í útgáfufélaginu, galdrabrennu Karls Steinars Guðnasonar, jólagjafir til bankastjóra, vikublað Óskars Guðmundssonar, Hafskip og Eimskip, því einsog segir í kvæðinu: Alltaf má fá annað skip og annað ráðuneyti. Svo ætla ég að skrifa um Albert og Guðmund vin minn Jaka. Ég ætla semsagt að lauma inní Þjóðviljann óritskoðaðri grein áður en ritskoðun hefst, það ætti að vera auðvelt, því að í þau fimmtán ár sem ég hef skrifað vikulega í þetta blað hef ég aldrei verið ritskoðaður og skrifaði ég þó lengi í blaðið undir ritstjórn Svavars, sem nú er sagður til í allt. Svona varð Stalín líka með aldrinum. í dag eru sumarsólstöður, en aðfaranótt mán- udagsins er Jónsmessunótt. Þá nótt á maður að fletta sig klæðum, velta sér uppúr dögginni og óska sér. Ef ég man rétt á óskin að rætast ef maður er hrein mey. Þess vegna ætla ég á Jónsmessunótt að fara uppí Kýrgil í Mosfellsdal, þar sem Egill faldi gullið forðum, velta mér uppúr dögginni og óska mér þess að allt falli í Ijúfa löð á þessu blaði, sem kemur út í þessum bæ daglega og með óritskoðaða grein eftir mig vikulega. Umfram allt ætla ég að óska þess að Guð- mundur og Albert láti ekki smámuni koma upp- ámilli vina. En heitust mun sú bæn mín verða að klám- kóngarnir og bankastjórar hjálpartækjabank- ans fallist í faðma með sama hætti og starfs- stúlkur þeirra og viðskiptavinir. Megi sú jónsmessunæturósk rætast að þess- ir tveir valinkunnu sæmdarmenn láti ekki titt- lingaskít leggja fagra og gróna vináttu í rúst. Ef óskir mínar rætast, þá verður í framtíðinni hægt að una á íslandi líkt og í Edensranni, eða einsog segir í Paradísarheimt: í Paradís hver dóni með dándismönnum býr. Þar leikur sér með Ijóni lamb og tígrisdýr. Dulmálskort frá Merði Mörður Campione drv mcndo 1982 floginn Einhver blöð voru að kvarta undan því að Mörður Árnason væri farinn í frí héðan af blað- inu og hefði ekki fyrr verið far- inn af landinu er allt fór upp í loft í útgáfustjórn blaðsins um síðustu helgi. Mörður, sem ávallt hefur staðiö undir nafni í samningamálum og ýmsum plottum, er fulltrúi blaða- manna í útgáfustjórninni en þar var haldinn mikill átaka- fundur daginn eftir að Mörður flaug. Hér birtum við svo til gamans kveðjur Marðar til samstarfsmannanna, sem bárust í vikunni. Út úr þessu geta menn svo lesið það sem þeir vilja. Kortið sem við send- um honum til baka er með svipuðu dulmáli og segir þar frá átökunum hér á blaðinu. Við birtum það um næstu helgilB [ y?y rJvV. '?{A^ | S7"óÖlM oí^. i • > t Þ. M j ' u 1 .'LÁiJO Tfi 6173-F I Menntamál I nýútkomnu Félagsblaði Bandalags kennara eru nokk- ur gullkorn úr umræðum á al- þingi um lögverndunarfrum- varpið. Hér eru nokkur: Úr því að Kjartan komst til manns... Friðrik Sóphusson: „Hér sit- ur í salnum háttvirtur þing- maður Geir Gunnarsson. Hann kom hv. þingmanni Kjartani Jóhannssyni til manns með því að vera kenn- ari hans í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Þettagat hv. þing- maður Geir Gunnarsson án þess að hafa til þess tilskilin réttindi." ■ Heillaróð fyrir flokka sem berjast f bökkum: Friðrik Sophusson: „Annar háttvirtur þingmaður er Ragn- ar Arnalds, lögfræðingur frá 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.