Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 4
Magnús Kjartansson kom að Þjóðviljanum fyrir um það bil fjörtíu árum. Hann hefursvo frá sagt, að Kristinn E. And- résson hafi snemmafengið sig tii að skrifa forystugreinar í blaðið, en meðal fyrstu greina sem Magnúss birtir undir nafni er sú sem hér fer á eftir og fjallar um það „hvernig kvikmyndahúseigendur hafa reynst starfi sínu vaxnir hér í Reykjavík". Greinin birtist 15. september 1946 og leggur reyndar upp kröfugerð sem blaðið hefur oftast reynt að fylgja í kvikmynda- og fjölmiðlamálum: kröfur um metnað og fjölbreytni, um upp- lýsingu og svo það að það sem fram fer á hvíta tjaldinu sé þýtt á íslensku. Greinin er stytt lítillega. -áb. Einskisvert rusl Kvikmyndir þær sem hér eru sýndar eru aðeins örlítið brot af framleiðslu heimsins, eins og eðlilegt er vegna fámennis okkar. Kvikmyndahúsaeigendur verða því að velja úr kvikmyndamagn- inu, og það leiðir af sjálfu sér að miklu skiptir hvernig valið tekst. Þessi aðstaða okkar fslendinga hefur þann kost í för með sér að hægt væri að sýna hér tómar úr- valsmyndir, eða að minnsta kosti aðeins myndir sem fullnægja viss- Kvikmyndasýningar um lágmarkskröfum. Eigendum kvikmyndahúsanna er í lófa Iagið að haga vali sínu á þessa leið, og það hlýtur að vera krafa almenn- ings að þeir gerið það. Því verður ekki haldið fram með nokkri sanngirni að íslenskir kvikmyndahúsaeigendur hafi gert þetta sjónarmið að megin- reglu í starfi sínu. Þeim sem af einhverri alvöru hafa fylgst með myndum þeim sem hér hafa verið sýndar að undanförnu ber saman um að meginþorri þeirra sé einsk- isvert rusl, andlaus vélafram- leiðsla sem ekkert á skylt við list og stendur á álíka menningarstigi og bækur Ugluútgáfunnar eða sögur í Vikunni og Fálkanum. Margar eru myndirnar siðspill- andi og heimskandi, og mætti skrifa um það langt mál. Þetta stafar ekki af því að ekki sé um annað að velja, þótt margt megi segja misjafnt um kvik- myndaframleiðsluna í heiminum. Hver sá sem fylgist eitthvað með kvikmyndaumsögnum erlendis veit að fæstar af þeim myndum, sem mest umtal hafa vakið und- anfarið og bestar þykja, hafa ver- ið sýndar hér, þótteinhverjar þeirra kunna að skjóta upp koll- inum eftir dúk og disk. Gróðahyggja Þetta stafar að sjálfsögðu ekki af því, að eigendur kvikmynda- húsanna telji æskilegra að sýna lélegar myndir en góðar, heldur af hinu að kvikmyndahúsin eru rekin sem gróðafyrirtæki. Eins og önnur fyrirtæki í löndum gróða- hyggjunnar eru þau rekin sam- kvæmt þeirri meginreglu að þau skili sem mestum arði. En sú regla samsvarar ekki þeim kröf- um sem gera verður til menning- arhlutverks kvikmyndahúsa. Góðar myndir eru yfirleitt dýrari en ruslmyndir, þótt ekki sé það einhlítt, og það er einsætt að kvikmyndahúsaeigendur vilja að öðru jöfnu greiða sem minnsta leigu fyrir myndir þær sem þeir sýna. Þess má geta að kvikmynd- ahúsaeigendur hér hafa gert þann Ein af fyrstu greinum Magnúsar KjartanssonaríÞjóðviljanum, 15. september 1946. samning við kvikmyndaframleið- endur í Ameríku, að fyrir hverja sæmilega mynd sem þeir fá á leigu verða þeir að taka við svo og svo mörgum ruslamyndum. Ýms- ar af þessum ruslmyndum eru síð- an sýndar hér, en aðrar koma aldrei fram þótt greidd sé af þeim leiga; þær þykja ekki einu sinni boðlegar íslendingum. Þessir samningar eru eflaust þeir gróða- vænlegustu sem hægt er að gera, en þeir eru harla lítil trygging þess að sýndar séu boðlegar myndir. Þannig stangast gróða- þörfin við menningarhlutverk kvikmyndahúsanna. íslenskur texti En þessar andstæður birtast á fleiri sviðum en í vali mynda. Hingað til hefur gestum ísl. kvikm.húsa verið boðin sú ósvinna að þeim eru sýndar er- lendar myndir textalausar. Eigendur kvikmyndahúsanna hafa ekki viljað leggja í þann kostnað að láta íslenskan texta fylgja myndunum, aðsóknin er nægileg samt, og það er fyrir mestu. Nú leiðir það af sjálfu sér að aðeins öilítið brot af gestum kvikmyndahúsanna er svo vel að sér í framandi þjóðtungum að þeir hafi fullt gagn af hröðu tali í kvikmyndum. Að vísu má segja að þetta komi ekki að sök um mikinn þorra þeirra kvikmynda sem hér eru sýndar, maður er að engu bættari þótt hann skilji text- ann, en þegar áhrifamiklar og stórbrotnar myndir eru sýndar, þá er textinn snar þáttur lista- verksins, og sá sem ekki skilur hann missir mikils. En auk þess að gestir kvikmyndahúsanna ÞJÓÐVILJINN 50ÁRA Magnús Kjartansson. hafa aðeins hálft gagn af texta- lausum myndum. etti það að vera okkur þjóðer íis og metnað- armál að þessu verði breytt. Eigendur kvikmyndahúsanna verða að láta sér skiljast að það eru íslendingar sem byggja þetta land og mál þeirra er íslenska. Það er álíka tiltæki að sýna texta- lausar myndir og ef dagblöðin tækju upp á því að birta erlendar greinar óþýddar. Hœttu að auglýsa Þannig hefur rekstur kvik- myndahúsa sem gróðafyrirtæki verið Þrándur í Götu myndavals og framfara. En fleiri stoðir renna undir það að óheppilegt sé að láta kvikmyndahús vera í eigu einstakra manna. Kvikmyndir eru geigvænleg áróðurstæki. Aróðurs verður mjög oft vart í kvikmyndum bæði í smáu og stóru, er þess t.d. skemmst að minnast að á stríðsárunum tóku öll hernaðarlönd kvikmyndir óspart í þjónustu sína í áróðurs- skyni. Þess er ekki að vænta að kvikmyndaáróður réni í náinni framtíð. Það er því mjög viður- hlutamikið að láta einstaka gróðamenn hafa óskoruð yfirráð slíkra áróðurstækja, að engin ástæða er til að ætla að þeir muni svífast þess að nota áróðurinn samkvæmt eigin geðþótta og hagsmunum ef þeir eiga kost á því. Þess eru dæmi að núverandi eigendur kvikmyndahúsanna líti á þau sem algera eign sína og telja sig engar skyldur hafa við al- menning í landinu. Má t.d. nefna þegar Þjóðviljinn tók upp þann sið að birta kvikmyndaumsagnir til hagræðis fyrir lesendur sína, tóku eigendur Gamla og Nýja bíós það mjög óstinnt upp. Bæði þessi bíó hættu eftir skamma stund að láta Þjóðviljann fá miða að sýningunum. Eigandi Nýja bíós hringdi með þjósti á ritstjórn Þjóðviljans og hótaði því að hætta að auglýsa ef kvikmynd- aumsagnirnar héldu áfram og framkvæmdi síðan hótun sína; hins vegar gat eigandi Gamla bíós ekki tekið þátt í þessari tilraun til fjárhagslegrar kúgunar vegna þess að hann auglýsti ekki í blað- inu. Þegar afstaða kvikmynda- húseigendanna er slík í smáum atriðum, má vænta hins versta þegar meira er í húfi. Menningartœki Einkarekstur kvikmyndahúsa hefur mjög marga galla í för með sér en enga kosti og er algerlega óviðunanlegt fyrirkomulg í litlu landi þar sem örfá kvikmyndahús geta haldið uppi einokunarað- stöðu. Öll rök hníga að því að opinberir aðilar, ríki og bæjarfé- lög, eigi að standa að slíkum stofnunum. Það á fyrst og fremst að reka þau sem menningartæki, og jafnframt verður að halda uppi víðtækri fræðslu um kvik- myndir, kenna fólki að um- gangast þær af gagnrýni og skiln- ingi. Það væri ekki úr vegi að taka upp kvikmyndafræðslu í ung- lingaskólum því að margir þeir sem þar eru munu eiga eftir að umgangast kvikmyndir stórum meir en bækur. Jafnframt þyrfti að tengja kvikmyndasýningar menningarkerfi landsins á öðrum sviðum. Virðist einsætt að tengja saman kvikmyndasýningar og ís- lenska leikstarfsemi, þannig að ágóða af kvikmyndasýningum yrði varið til þess að efla leiklist landsins, gera aðgöngumiða ódýrari, fjölga leikhúsunum o.s.frv. Á þann hátt yrði erlend leiklist hinni íslensku stoð, yrði okkur hvatning til sjálfstæðra af- reka og fullkomnunar á sviði leiklistarinnar. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.