Þjóðviljinn - 27.06.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 27.06.1986, Síða 2
FRÉTTIR Hallveig Fróðadóttir er fyrsti kvenmaðurinn sem ræðst til starfa hjá verksmiðjunni um langan aldur, eða svo fullyrti meirihlutakynið, sem virtist ekki kunna því illa að fá hitt kynið í hópinn. Myndir Sig. Gunnarsholt Allt klárt fyrir slátt Starfsemi heykögglaverksmiðjunnar í Gunnarsholti að hefjast. Samdráttur í landbúnaði kemur niður á sölu grasköggla og birgðirnar hrannast upp Starfsmenn heykögglaverk- smiðju ríkisins í Gunnarsholti voru í óða önn að gera klárt fyrir slátt þegar Þjóðviljinn kom þar við í gær, enda er stefnt að því að hefja slátt þar um helgina. „Við ætlum að prufukeyra vél- arnar á laugardaginn. Verk- smiðjan hefur yfir 800-900 hekt- urum lands að ráða, en ég á ekki von á að við sláum nema lítinn hluta af því í sumar,“ sagði Björn Breiðfjörð í samtali við blaðið. Hann er einn 15 starfsmanna verksmiðjunnar yfir sumartím- ann, en á veturna eru þar aðeins þrír til fjórir. Eftir að sláttur hefst vinna þeir, eða þau, á þrískiptum vöktum, því verksmiðjan gengur allan sólarhringinn. Vertíðin stendur allt fram í ágúst eða sept- ember og er þá stöðugt slegið, meðan vélarnar endast. Framleiðslan í fyrra var á þriðja þúsund tonn, en stór hluti þess er enn óseldur. Eftirspurn eftir graskögglum hefur minnkað verulega í kjölfar samdráttar hjá bændum og góðra heyja síð- astliðin tvö ár. Það má því búast við að þeir félagar slái ekki eins grimmt í ár og í fyrra. -gg Karl Trausti Einarsson, Jón M. Sigurðsson og Jón Ingi- mundarson umvafðir framleiðslu síðustu ára. Björn Breiðfjörð og Hermann Leifsson tylla sér þarna á hina öflugustu maskínu sem bíður þess að komast út á tún til að hirða upp eftir sláttuvélina, saxa nýslegna töðuna fínt og koma henni síðan áleiðis á vörubilspall. Sláttur, heykögglar, dúntekja og ósköp venjuleg leyni- greiðsla... Ég heimta alvöru hneykslismál! Viðskiptin Hagstæður vöruskipta- jöfnuður Vöruskiptajöfnuður lands- manna í maímánuði sl. var hag- stæður um 870 miljónir króna. Við fluttum inn vörur fyrir 3.251 miljón en út úr landinu fóru vörur að verðmæti 4.121 miljón króna. Ef litið er til fyrstu fimm mán- aða ársins kemur í ljós að íslend- ingar fluttu út vörur fyrir 17.373 miljónir en inn í landið fyrir 14.760. Því var vöruskiptajöfn- urðurinn hagstæður um 2.613 miljónir, en á sama tíma í fyrra var hallinn á viðskiptunum orð- inn 378 miljónir króna. Náttúruskoðun Kvöldferð í Þemey Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir til kvöldverðar í Þerney á sunnudagskvöldið og verður lagt af stað frá Kornhlöðunni kl. 20.00 og komið til baka um 23.30. Leiðsögumenn verða Arni Ein- arsson, Árni Hjartarson, Snorri Baldursson og Þóra Ellen Þór- hallsdóttir. Það var sl. sunnudagskvöld sem efnt var til ferðar út í Þerney og komust færri að en vildu. í frétt frá félaginu segir að ef ekki verði stillt veður geti ekki orðið af ferðinni því ekki er lendandi í Þemey nema í blíðviðri. Þá er fólki ráðlagt að mæta í stígvélum og gjarnan með sjónauka með sér. Lœkjartorg Fimleikar á útimarkaöi Fimleikadeild Ármanns heldur útimarkað til styrktar utanlands- ferðar meistaraflokka, á Lækj- artorgi í dag kl. 14-17. Margt verður þar á boðstólum, m.a. kökubasar, prútthorn og flóa- markaður. Fimleikasýningar verða á hálftíma fresti. Sýnd verða m.a. dýnustökk og tramb- ólín.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.