Þjóðviljinn - 27.06.1986, Side 6

Þjóðviljinn - 27.06.1986, Side 6
LANDSBYGGÐIN Staða forstöðumanns við leikskólann Melbæ á Eskifirði er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 97-6170. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Bæjarstjórinn á Eskifirði Staða aðalbókara hjá Eskifjarðarkaupstað er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 97-6170. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Bæjarstjórinn á Eskifirði /iSi\ <4 Útboð Sjóflutningar Tilboð óskast í flutninga á áfengi, tóbaki og iðnaðarvörum fyrir Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins frá höfnum í Evrópu og Bandaríkj- unum til íslands. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 11. júlí 1986, kl. 11.00 f.h. INNKAJJPASTQENUN RÍKISINS Borgartuni 7 ffm) Fjórðungssjúkrahúsið “’á Akureyri Stéttarsambandið Nýjar kjötmatsreglur á næsta leiti Tekið verði mið afkröfum markaðarins Vera má að einhverjum fínnist sumar ályktanir aðalfundar Stéttarsambands bænda vera þess eðlis, að þær eigi ekki erindi fyrir almenningssjónir. Þar er umsjónarmaður Landsbyggðar á öðru máli. Auk þess eru þeir bændur allmargir, sem ekki sjá að staðaldri annað blað en Þjóð- viljann. Því birtast hér enn nokkrar ályktanir aðalfundarins á Hvanneyri. 1. Aðalfundurinn... samþykkir að fela stjórn Sambandsins að kanna hagkvæmni og þörf á að stofnaður verði sjúkrasjóður á vegum Sambandsins. Niðurstöð- ur verði lagðar fyrir aðalfund 1987. 2. Aðalfundurinn felur stjóm Sambandsins að vinna að því, að bændur geti tekið lífeyri við 65 ára aldur. 3. Aðalfundurinn... skorar á Alþingi og ríkisstjórn að efla Jarðasjóð ríkisins svo honum sé kleift að kaupa bújarðir á viðun- andi verði af bændum, sem vilja hætta búskap. 4. Aðalfundurinn fagnar því, að reglugerð um kjötmat hefur verið undirbúin og komi til fram- kvæmda á þessu ári. Fundurinn leggur áherslu á að allir kjötmats- menn fái sem besta þjálfun í starfi fyrir komandi sláturtíð og mælir með þeirri hugmynd, að þeir sinni matsstörfum til skiptis í slát- urhúsunum, svo að sem mest samræming verði í matinu. Þá bendir fundurinn á nauðsyn þess að verðlagning á einstökum verð- flokkum taki mið af kröfum markaðarins á hverjum tíma. 5. Aðalfundurinn telur að enn skorti nokkuð á að komið hafi verið nægjanlega til móts við vanda þeirra mjólkurfram- leiðenda, sem ekki ná að halda framleiðslu sinni innan fullvirðisréttar á yfirstandandi verðlagsári. 6. Aðalfundurinn... samþykkir að heimila stjórn Sambandsins að auka hlutafé þess í Reiðhöllinni hf. um allt að 250 þús. kr. 7. Aðalfundurinn... heimilar stjórn þess að veita allt að 80 þús. kr. til þátttöku í gerð fræðslu- myndar um breytingar á þróun í íslensku atvinnulífi. Fundurinn gerir það að skilyrði að stjórn Stéttarsambandsins kynni sér handrit myndarinnar fyrirfram og samþykki það. -mhg Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga frá 1. september 1986 á eftirfarandi deildum: Lyflækningadeild Handlækningadeild. B-deild (elli- og kvensjúkdómadeild) Sel I Speglanir (scopiur) 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22100. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni. Við íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni eru lausar tvær kennarastöður. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist skóla- stjóra eða íþróttafulltrúa ríkisins, menntamálaráðuneytinu. STEFNULJÓS skal jafna gefa Stéttarsambandið Jafnvægi á íslenskum kjötmarkaði Hagsmunamálframleiðenda jafnt sem neytenda Meðal mála, sem síðasti aðal- fundur Stéttarsambands bænda fjallaði um var hið umdeilda fóð- urgjald og heildarstjórn á kjöt- framleiðslunni. Framleiðendur nautgripa- og kindakjöts telja eðlilegt og réttlátt að úr því að framleiðsla þeirra er háð tak- mörkunum sé önnur kjötfram- leiðsla það einnig. Eftir allmiklar umræður á fundinum var svofelld tillaga samþykkt: „Aðalfundurinn telur aðkall- andi að komið verði á eðlilegu jafnvægi á íslenskum kjötmark- aði og að það sé hagsmunamál bæði framleiðenda og neytenda þegar til lengri tíma er litið að það takist. Nú virðist vera meiri von en áður um að samkomulag takist um aðgerðir í þá átt og skorar fundurinn á landbúnaðarráðu- neytið og fulltrúa fugla- og svína- bænda að leiða sem fyrst til lykta þær viðræður, sem þar hafa verið í gangi. Fundurinn telur að innflutn- ingsgjald af kjarnfóðri sé grund- vallaratriði í þessu sambandi en leggur til að eftirfarandi breyting- ar verði gerðar á gildandi reglum: 1. Grunngjald falli niður en sérstakt gjald hækki að sama skapi og renni tekjur af þeirri hækkun í Framleiðnisjóð land- búnaðarins. 2. Gildandi reglur um niður- fellingu 60/80 hluta sérstaks gjalds vegna afurða svína og ali- fugla verði afnumdar en endur- greiðslur fari fram gegn framvís- un innkaupareikninga meðan keypt magn fer ekki upp fyrir eðlilega notkun miðað við fram- leiðslumark hvers aðila. 3. Lagt verði mat á hlutdeild hrossaeigenda í sérstöku fóður- gj aldi og við það miðað, að Fram- leiðnisjóður ráðstafi þeirri upp- hæð til málefna hrossaræktarinn- ar. 4. Sett verði reglugerð um endurgreiðslu sérstaks fóður- gjalds vegna sauðfjárafurða og við það miðað, að til endur- greiðslu komi sá hluti hins endur- greiðanlega gjalds, sem ætla má að sú búgrein leggi af mörkurn." -mgh Stéttarsambandið Þrjú ný orlofshús á næsta ári Umsóknir um orlofsdvöl þrefaltfleiri en unnt var að sinna Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu hefur Stéttarsam- band bænda látið reisa þrjú or- lofshús fyrir bændafólk. Eru tvö þeirra í Ásgarði í Grímsnesi og eitt á Hólum í Hjaltadal. Er það reist í samvinnu við Bændaskól- ann. Eftirspurn eftir dvöl í húsunum hefur reynst mjög mikil og bárust þrefalt fleiri umsóknir en unnt var að sinna. Við úthlutun dvalar í húsunum var einkum tekið mið af tvennu: Aldri umsækjenda og sem jafnastri dreifingu milli landshluta. Vegna hinnar miklu eftir- spurnar heimilaði aðalfundur Stéttarsambandsins stjórn þess að láta reisa þrjú orlofshús á næsta ári. Jafnframt var lagt til að Tryggingasjóður standi straum af kostnaði við þessar framkvæmdir og eigi húsin. -mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.