Þjóðviljinn - 27.06.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 27.06.1986, Page 8
Áleitin hugmynd En hvað með nám og atvinnu- mennsku í listinni? Humm, heyrist í hópnum og þau líta vandræðilega hvert á annað. Hér er sýnilega hreyft við- kvæmu máli. Þau jánka því öli, að atvinnumennskan hafi oftlega freistað þeirra. Hugmyndin nán- ast ásótt þau. Marianne hefur, einsog áður segir, leyst þetta þannig að hún hyggst hafa leiklistarkennslu að atvinnu, en vera áhugaleikari meðfram. Annelie er nú í leiklistarskóla hálfan daginn, en vinnur á sjúkrahúsi hinn helminginn. Hún gerir ráð fyrir því að halda sig við áhugamennskuna og halda áfram á sjúkrahúsinu. Thomas, Henrik og Gryn eru greinilega enn tví- stígandi, en Vár hefur tekið ákvörðun. Ég hef verið í leiklistarháskól- anum í Gautaborg í eitt ár og ætla að athuga með skólann í Dan- mörku að ári. Raunar hefur skólinn hér hvarflað að mér síð- ustu daga, því þið eruð svo miklu líkari okkur en Skandínavar. En ég kann ekkert í íslenskunni. En hvaða verk eru það sem þau eru að leika í? Annelie: Leikritið okkar heitir Dauði Baldurs og hefnd Loka, og er eftir sænska rithöfundinn Björn Söderbach. Verkið byggir á frásögn Eddukvæða um einmitt þetta, dauða Baldurs og hefnd Loka. Ef við eigum að tilgreina einhvern skýrt afmarkaðan boð- skap, þá væri það sennilega friður í víðtækri merkingu þess orðs. Að mála lífið Nú heyrist það gjarnan, í það minnsta á íslandi, að þið Svíar séuð alltaf að mála skrattann á vegginn, veltandi ykkur uppúr vandamálum. Gjarnan fylgir sú röksemd, að nóg sé af vandamál- unum fyrir, þó ekki sé verið að semja leikrit, kvikmyndir og bœkur um þau líka. Hvað segið þið við þessu? Marianne: Listin má aldrei vera innihaldslaus, þá er hún eng- in list. Hún á að glíma við vanda, leita lausna, vekja til umhugs- unar. Vár: Þú aðskilur ekki lífið og listina. Til þess er jú listin, að takast á við flókinn veruleika. Segja sögu, sýna hluti frá nýjum sjónarhól. Thomas: En það er heldur ekk- ert að því að skemmta áhorfend- um. Jafnvel þó tilgangurinn sé aðeins að skemmta þeim. Boð- skapurinn: Hlægið og njótið þess! Best er þó þegar þetta tvennt er sameinað, kímnin og ádeilan. Henrik: Það sem mér finnst jákvæðast við leikhúsið, er þegar því tekst að vekja umræðu, með því að sýna hlutina frá mörgum sjónarhornum og krefja áhorf- andann svara við erfiðum spum- ingum. Nú voruð þið að sjá dönsku sýninguna. Hvernig fannst ykk- ur? Vár: í hreinskilni sagt, fannst mér hún of yfirborðskennd og of löng. En þau hafa kímnigáfu meiri en margir aðrir, og það er mikils um vert. Gry: Einmitt! Kímnigáfa á réttum stað og hana frumlega. Leikurinn var líka ágætur. En hvað geta Danirnir sagt okkur um sýninguna? „ Við unnum þetta stykki í hóp- vinnu og sóttum atburðarásina í sögu af dönskum kóngi á 13. öld. Mestmegnis er þetta auðvitað grín. Það er ekkert talað í verk- inu, en tónlist er óspart notuð, bæði ný og gömul. Maður myndi sjálfsagt kalla þetta farsa, en það er engu að síður ádeila í verkinu, þó hún sé kannski sett skör lægra gríninu.“ Um framlag Norðmanna hafði Gry þetta að segja: „Leikritið fjallar um þræla í Noregi, þá er þrælahald var bannað. Afnám þrælahalds olli þrælum vanda í stað þess að leysa. Þeir höfðu alltaf verið þrælar, þekktu ekkert annað og þegar þeir fengu frelsi, var eng- inn lengur til að gefa þeim mat. Þeir máttu ekki veiða sér til matar og þeir áttu ekkert land að yrkja. Þeir voru utangarðs." Kærleikur og mannfólkið Vár: „í lýsing“, er eftir fær- eyska skáldið Regin Djurhuus Paturson og er eiginlega tilrauna- leikhús. í það minnsta fyrir okk- ur. Það hefst á því að landið og hafið (sem eru persónugerð) fara að deila um tvo steina. Svo blandast fleiri og fleiri inní deil- una og hver hefur sína skoðun. Auðvitað fer allt í bál og brand, en allan tímann er Kærleikurinn (sem hún leikur sjálf) að reyna að ganga á milli og fá fólkið til að. leysa vandann með kærleika - í bræðralagi. En hann er alltaf rek- inn í burtu og þegar líða tekur á, sér fólk hann ekki lengur. Loks gefst hann upp, brotnar saman, en þá tekur fókið loksins eftir honum. En sagan endurtekur sig... A þessum síðustu og verstu hefur verið mikil umræða um myndbandavæðinguuna. Hvað haldið þið, mun mynd- > „Norðmenn og Færeyingar hafa löngum verið byrðiáherðum okkar Dana,“ en þó þeir létu gossa, eru Svíarnir alltaf reiðubúnirað verja granna sína og frændurfalli. bandið sigra leikhúsið? Henrik: Nei. Auðvitað er miklu þægilegra að geta séð allt heima í stofu, en samt fer fólk í leikhús og samt er fólk sem vill leika í leikhúsi. Myndbandið dregur kannski úr áhuga, en drepur hann aldrei. Myndbandið tekur líka nær einvörðungu fra kvikmyndinni áhorfendur, bætir Marianne við. íslendingar indælir Og hvernig líkar ykkur hér á hátíðinni? Gry: Mjög vel. Hún ver vel skipulögð, fólkið er skemmtilegt, bæði gestirnir og íslendingar al- mennt. Og sé þetta borið saman við síðustu hátíð sem ég var á, í Finnlandi fyrir ári, er þessi stór- kostleg. Annelie og Marian taka í sama streng og lofa leiðsögumanninn sinn, hana Kristínu, uppí hástert. „Það skiptir engu hvað það er, hún reddar öllu,“ segja þær. Það er helst að menn kvarti undan því, að það sé lítill tími til að skoða landið og kynnast fólki, því dagskráin sé svo þétt. Öll eru þau sammála um að íslendingar séu indælt og einkar vingjarnlegt fólk. Thomas nefnir hina sér- stæðu íslensku húsagerðarlist og blm. sver samstundis af sér þau mistök. Það líður að lokum við- talsins og við vörpum að lokum fram sígildri spurningu: Hvað þeim finnist um landið? Gry: Við höfum nú haft lítinn tíma til að skoða það. Rétt að maður nái að stökkva útúr rút- unni, taka eina mynd og svo uppí aftur og af stað. Henrik: „Við höfum séð meira af landinu. Við keyrðum frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og það get ég sagt ykkur öllum, að þetta land er ótrúlega, gasalega flott!“ Og með þessum Salóm- onsdóm lýkur viðtalinu, enda garnir viðmælenda okkar farnar að gaula fyrir löngu og aðeins hálftími í næstu leiksýningu. -Hhjv. Vinsældalistar Þjóðviljans FellaheUir 1. Funny how love is - Fine young Cannibals 2. Blue- Fine young Cannibals 3. Suspicious Minds- Fine young Cannibals 4. Holding back the years - Simply Red 5. Dance with me- Alphaville 6. Jeany- Falco 7. Lesson in love - Level 42 8. Bad boy- Dan Harrow 9. Invisible touch - Genesis 10. Shine- Mike Oldfield Grammiö 1. (-) The Smiths - The Queen is dead 2. (1) Megas- Megas allur 3. (3) Fine young Cannibals- F.Y.C. 4. (-) Easterhouse - Contenders 5. (2) The Smiths- Bigmouth strikes again 6. (-) Cure- The Singles 7. (6) Simply Red- Picture Book 8. (7) New Order- Shellshock 9. (8) Lou Reed- Mistral 10. (5) Easterhouse- Inspiration Rás 2 1. (1) Re-sett-ten - Danska fótboltalandsliöið 2. (4) Funny how love is- Fine young Cannibals 3. (2) Svart hvíta hetjan mín - Dúkkulísur 4. (3) Lessons in love Level 42 5. (6) Spirit in the sky - DR and the Medics 6. (14) Blue- Fine young Cannibals 7. (5) Holding back the years- Simply Red 8. (10) When tomorrow comes Eurythmics 9. (19) Dreams- Van Halen 10. (-) Atlantis is coming- Modern talking

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.