Þjóðviljinn - 11.07.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.07.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA júlí 1986 föstu- dagur 153. tölublað 51. örgangur jw GLÆTAN HEIMURINN UM HELGINA ÍÞRÓTTIR Arnarflug h.f. Kært fyrir fjárdrátt Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefurkœrtArnarflugh.f. til rannsóknarlögreglunnar fyrir fjárdrátt. Um er að ræða 4 miljónir króna sem dregnar hafa verið afflugmönnum í eftirlaunasjóð en hefur ekki verið skilað Félag íslenskra atvinnuflug- manna hefur kært Arnarflug h.f. fyrir fjárdrátt, til RLR. Hér er um að ræða 4 miljónir króna sem Arnarflug h.f. hefur dregið af launum flugmanna sinna og renna eiga í eftirlaunasjóð FIA (lífeyrissjóð) en Arnarflug h.f. hefur ekki staðið skil á. í venjulegum lífeyrissjóðum greiðir sjóðsfélagi 4% en at- vinnurekandi 6%. En hjá flug- mönnum greiðir hver flugmaður 11 % af launum sínum og flugfé- lagið 11% á móti. Það er það fé sem dregið hefur verið af launum flugmanna sem kært er yfir, en ekki hlutur Arnarflugs h.f. sem að sjálfsögðu hefur heldur ekki skilað. Stjórn Félags íslenskra at- vinnuflugmanna telur að lögmað- ur félagsins hafi ekki staðið sig nógu vel í að innheimta þetta og hefur félagið nú skipt um lög- mann og kært til RLR sem fyrr segir. —S.dór Ve&urguftirnlr halda áfram að gæla vlð geð og limi landsmanna og ekkert sem bendir til þess að lát verði á því í bráð. Spáð er áframhaldandi góðviðri um landið og líklegt að fleiri geti fylgt fordæmi þessarar meyjar sem spókaði sig í Austurstræti í gær. (Mynd sigmar) Flugvirkjadeilan Setið til sátta? Verkfall skall á á miðnœtti, en deiluaðilar sátu semfastast. Matthías gafbráðabirgðalög ískyn ígærdag Verkfall flugvirkja Arnarflugs fundi, þótt líkur á sáttum hefðu var formlega skollið á á miðnætti heldur dvínað og flest benti til í gær, en þegar Þjóðviljinn fór í verkfalls. prentun sátu deiluaðilar enn á Síðla dags í gær fór eitthvað að Végaeftirlitið Opið yfir Kjöl Nú geta ferðalangar loksins ið opnaður viku fyrr. Hjá vega- farið á Hveravelli, því vegurinn eftirlitinu fékk Þjóðviljinn þær yfir Kjöl hefur verið opnaður. upplýsingar að í ár hefur verið Þetta var gert óvenju seint í ár, mikill snjór þarna og því mikið undanfarin ár hefur vegurinn ver- vatn í ánum. SA. miða í deilunni, og í gærkvöldi lögðu Arnarflugsmenn fram til- boð um að henni yrði vísað í sér- stakan gerðardóm og að sér- kjarasamningar yrðu gerðir um einstök verkefni, til dæmis píla- grímaflugið. Flugvirkjar lögðu fram gagntilboð og að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara í nótt höfðu deiluaðilar skipst á til- boðum og á tímabili hefði litið vel út með samkomulag. í þessari deilu höfðu flugvirkj- ar það tromp á hendi að Arnar- flugsmenn gátu ekki hótað upp- sögnum, vegna þess að fyrirtækið hefur þegar sagt upp öllum starfs- mönnum sínum. Framan af deilunni strandaði einkum á kröfu flugvirkja um afturvirkni samninganna, en Arnarflug hafn- aði algerlega kröfu þeirra um að þeir yrðu virkir aftur til 1. janúar. Mikla athygli vakti viðtal við Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra í hádegisútvarpi í gær, en þar lét hann í veðri vaka að ríkisstjórnin myndi gefa út bráða- birgðalög ef af verkfalli yrði. -pv Knattspyrna Fjöldi stórleikja Islenskir knattspyrnuunnend- ur fá heldur betur eitthvað við sitt hæfí í haust. Ísland-Frakkland 10. september, Fram-Katowice 16. september, Akranes-Sporting Lissabon 17. september, Island- Sovétríkin 24. september og loks Valur-Juventus 1. október. Allir fara þessir leikir fram á Laugar- dalsvellinum og eru liðir í Evr- ópumótum félagsliða og Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu. —VS Sjá íþróttir bls. 15 BHMR Kjaradómur veldur ólgu Starfsmenn mæta ekki til vinnu. Fjöl- margir íhuga upp- sagnir. Boðað til fundar í dag kl. 14 Mikil ólga er nú meðal háskól- amenntaðra ríkisstarfs- manna vegna þeirra litlu launa- hækkunar sem Kjaradómur dæmdi þeim í fyrradag. Mjög víða mættu menn ekki til starfa í gær og raskaðist starfsemi ýmissa stofnana verulega af þessum sökum. Á fjölmörgum stofnunum íhuga menn nú alvarlega að hætta störfum hjá ríkinu. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hyggjast starfsmenn Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins almennt segja upp störfum ef kjör þeirra verða ekki bætt frekar. Þá er einnig búist við því að menn hverfi í auknum mæli úr stöðum sínum við Há- skóla íslands, en slík þróun hefur staðið yfir undangengin misseri. Hörður Filippusson formaður Félags háskólakennara sagði í samtali við Þjóðviljann að dómur Kjaradóms væri mikið áfall fyrir Háskólann. Þess væru nú dæmi að menn tækju ekki þær stöður sem þeim byðust þegar þeir fréttu hvernig launakjörum væri hátt- að. Stofnun sem svona værið búið að ætti ekki bjarta framtíð. Þetta eru hrikalegir samningar sem okkur eru dæmdir, sagði Sig- ríður Elefsen hjá Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Ég held að þessi málalok sýni glöggt að Kjar- adómur á ekki lengur rétt á sér. Kristján Thorlacius formaður HÍK sagði að gífurlegum tíma og fjármagni hefði verið eytt til að vanda undirbúning þessa máls fyrir Kjaradómi. Niðurstaða hans væri hins vegar með þeim hætti að framvegis ætluðu menn sér ekki að mæta fyrir honum og taka þannig þátt í þeim skrípaleik sem þar færi fram. Vegna hinnar óvæntu niður- stöðu Kjaradóms hefur BHMR boðað til almenns félagsfundar í dag. Fundurinn verður haldinn f Hótel Sögu og hefst kl. 14. G.Sv. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.