Þjóðviljinn - 11.07.1986, Qupperneq 2
FRETTIR
RHMR
Kjaradómur veldur vonbrigöum
Dómur Kjaradóms um sérkjarasamning Bandalags háskól- BHMR-manna fjarri því að vera leiðrétting gagnvart hinum
amenntaðra ríkisstarfsmanna hefur valdið mikilli ólgu meðal almenna vinnumarkaði.
félagsmanna BHMR. Niðurstaða Kjaradóms kveður á um Hér fara á eftir viðbrögð nokkurra félagsmanna við dómi
8,3% launahækkun að meðaltali en slík hækkun er að mati Kjaradóms, og viðbrögð fjármálaráðherra.
Kjaradómur
Skrípaleikur
Kristján Thorlacius:
Munum ekki mœta
afturfyrir þessum
dómi
Við eigum varla orð til að lýsa
því hvað við erum undrandi á
þessum dómi. í rauninni er búið
að þvæla okkur í tvö ár með ýms-
um Ioforðum um leiðréttingu
með hliðsjón af kjörum þeirra
sem ekki starfa hjá ríkinu.
Þetta sagði Kristján Thorlacius
formaður Hins íslenska kennara-
félags þegar Þjóðviljinn leitaði
álits hans á niðurstöðu Kjara-
dóms. Kristján sagði:
Það er óumdeilt, að það er
gífurlegur kjaramunur þarna á.
Þetta er staðfest í forsendum
dómsins, en þar kemur fram að
um veruiegan mun er að ræða.
Þeir nefna töluna 35%. Við telj-
um hins vegar að munurinn sé
meiri. Menn áætla að hann sé allt
að 60%.
Kristján sagði niðurstöðu
Kjaradóms fráleita. Þeir teldu sig
vera að leiðrétta kjör félags-
manna BHMR en í raun væru
Kristján: Alvöru samningsrétt
þeir ekki að leiðrétta eitt eða
neitt. Sú hækkun sem fengist
hefði væri jafnvel minni en þær
hækkanir sem orðið hefðu ann-
arsstaðar.
Nú munum við, sagði Kristján,
berjast fyrir því að fá aivöru
samningsrétt. Við erum endan-
lega búin að afskrifa þessa kjara-
dómsleið. Við höfum eytt gífur-
legum tíma og fjármagni til að
safna gögnum og byggja upp okk-
ar rök. Niðurstaða Kjaradóms er
hins vegar með þeim hætti að
framvegis munum við ekki mæta
fyrir þessum dómi og taka þátt í
þeim skrípaleik sem þar við-
gengst.
G.Sv.
Kjaradómur
Hörmulegt
fyrir
Háskólann
Hörður Filippusson:
Niðurstaða Kjara-
dóms kemur eins og
köld vatnsgusafram-
an íokkur
Þessi niðurstaða er hörmulcg
fyrir Háskólann. Hún kemur eins
og köld vatnsgusa framan í okk-
ur, sagði Hörður Filippusson for-
maður Félags háskólakennara
um niðurstöðu Kjaradóms í
launamálum BHMR.
Þetta er hörmulegur dómur
fyrir BHMR í heild, sagði Hörð-
ur. Mér sýnist fullreynt að Kjara-
dómur mun ekki færa okkur þá
leiðréttingu sem búið var að lofa.
Háskólakennarar hafa lengi sýnt
þolinmæði í launamálum, í og
með vegna þess að mörgum er
það nokkurt hugsjónamál að
haldið sé uppi almennilegum há-
skóla á íslandi.
Með niðurstöðu Kjaradóms er
verið að sýna Háskólanum og
starfsmönnum hans óvirðingu
Hörður: Óvirðing við háskólann
sem er hreint með ólíkindum.
Benda má á að með þessum dómi
er ungum manni sem kemur heim
til lektorsstarfa eftir 6 til 10 ára
nám ætluð laun sem ná ekki
helmingi þess sem opinberir aðil-
ar staðfesta að eru nauðsynleg til
að framfleyta lítilli fjölskyldu.
Stofnun sem svona er búið að á
ekki bjarta framtíð fyrir höndum.
Hörður kvaðst óttast að nú
héldi áfram sú þróun að menn
hyrfu úr stöðum sínum við Há-
skólann og aðrir kæmu ekki í
staðinn. Sagði hann að það færð-
ist nú í vöxt að menn tækju ekki
þær stöður sem þeir fengju þegar
þeir fréttu hvernig launakjörum
væri háttað.
G.Sv.
Ég kalla það ekki samninga, ef
manni eru dæmd lúsarlaun
BHMR
Fullan
samningsrétt
Með dómum sínum nú hefur
Kjaradómur brugðist þeirri laga-
skyldu að leiðrétta kjör félags-
manna BHMR, segir í ályktun frá
fundi launamálaráðs og samning-
anefnda BHMR í gær.
„Þetta er gert með rangtúlkun
á lögum og fullkomnu skilnings-
leysi á framlögðum gögnum.
Með almennum hækkunum um
6-9% frá 1. mars sl. sýnir dómur-
inn einu sinni enn að lög og rök
eru honum léttvæg" segir í álykt-
uninni. Minnt er á yfirlýsingar
stjórnvalda um réttmæti launa-
leiðréttingar og talið að Kjara-
dómur beiti rangfærslum í for-
sendum dómsins.
„Fundurinn skorar á Launa-
málaráð að segja þegar í stað upp
gildandi samningum og knýja á
um fullan samningsrétt. Jafn-
framt hvetur fundurinn félags-
menn til að leita allra leiða í kjar-
abaráttunni.“
Kjaradómur
Uppsagnir
Birgir Björn Sigur-
jónsson: Menn íhuga
alvarlega að segja
upp störfum
Það voru gríðarlega miklar
væntingar um þennan dóm, sagði
Birgir Björn Sigurjónsson starfs-
maður BHMR. Hann sagði að nú
þegar fyrir lægi að þessar vonir
hefðu brugðist væru menn al-
mennt mjög miður sín.
Birgir sagði að mjög margir
veltu því nú alvarlega fyrir sér
hvort þeir myndu starfa áfram
hjá ríkinu. Hann nefndi sem
Birgir Björn: Vonbrigði
dæmi að á Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins myndu menn al-
mennt segja upp störfum ef ekki
yrði einhver breyting á. G.Sv.
Kjaradómur
Þetta eru hrikalegir samningar
Sigríður Elefsen: Pyrfti e. I. v. að borga verkalýðsforingjunum sam-
kvœmt þeim þrælasamningum sem þeirgera
Þetta eru hrikalegir samningar
sem okkur eru dæmdir. Eg held
að þessi málalok sýni glöggt að
Kjaradómur á ekki lengur rétt á
sér, sagði Sigríður Elefsen vara-
formaður kjararáðs Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Sigríður sagði að í sjálfu sér
hefði þessi niðurstaða ekki kom-
ið sér mjög á óvart, fólk væri orð-
ið ýmsu vant þegar launamál
væru annars vegar. Hún sagði að
þau laun sem náttúrufræðingar
fengju væru langt frá því að geta
talist eðlileg. í raun væri þetta
þrælakjör.
Sigríður bætti við að þessi
dómur sýndi mönnum og sannaði
að til að ná mannsæmandi
launum væri nauðsynlegt að beita
hörku. Menn virtust einfaldlega
ekki hlusta á neitt annað.
Almennt sagði Sigríður að
launaþróun hérlendis væri orðin
mjög hættuieg, en ein af ástæðum
lágu launanna væri óvenju slöpp
verkalýðsforysta sem ekki væri í
neinum tengslum við láglauna -
fólkið. Mennirnir sem ættu að
gæta hagsmuna láglaunafólksins
væru margir hverjir með um 100
þúsund á mánuði.
Ég held, sagði Sigríður, að til
að bæta þau launakjör sem hér
viðgangast þyrfti e.t.v. að borga
þessum verkalýðsforingjum laun
samkvæmt þeim þrælasamning-
um sem þeir hafa verið að gera
fyrir láglaunafólk.
G.Sv.
Ljósmyndir
ísland snemma á öldinni
Sýning á Ijósmyndum Danafrá íslandi 1908-
1914
í dag verður opnuð í Þjóðminj-
asafninu sýning á ljósmyndum
sem daninn Rudolph Craner tók á
íslandi á árunum 1908-1914.
Rudolp Craner starfaði hér á
landi á þessum árum við land-
mælingar og kortagerð á vegum
danska hersins, en þá sá herinn
um öll störf af þessu tagi. Ru-
dolph myndaði mikið og á sýn-
ingunni eru myndir úr öllum
landsfjórðungum og sýningin sett
upp þannig að gestir fikra sig með
myndum Craners sólarsinnis um
landið frá Reykjavík.
Ekkja hans færði safninu þess-
ar myndir að gjöf 1972 og er
Þessi mynd er á sýningunni og er
af Rudolph Craner að störfum.
þarna auk annars að finna kópí-
eringar eftir hann sjálfan. -pv
Kjaradómur BHMR
Fjármálaráðherra vill
aukinn samningsrétt
Þorsteinn Pálsson: Tel að núverandi samningakerfi hafi gengið sér til
húðar
Ég tel að niðurstaða þessa
dóms sé á þann veg að eðlilegt sé
að endurskoða þetta samningak-
erfi, sagði Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra í samtali við Þjóð-
viljann í gærkvöld.
Þorsteinn kvaðst hafa tekið
þetta mál til umræðu á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun og lýst
þar þeirri skoðun sinni að eðlilegt
væri að stokka upp í þessum mál-
um og leitast við að færa kjaramál
ríkisins yfir í venjulega samninga.
Fjármálaráðherra benti þó á að
eðli máls samkvæmt gætu
ákveðnar stéttir ekki farið í verk-'
föll.
Það er óþolandi, sagði Þor-
steinn, að hluti af launum opin-
berra starfsmanna sé ákveðinn í
samningum en annar með dómi.
Mér finnst því eðlilegt að þessi
mál verði endurskoðuð með það í
huga að færa ákvörðun um kaup
og kjör meira yfir í samninga og
taka þau úr höndum Kjaradóms.
Þorsteinn Pálsson kvaðst hafa
lýst þessum sjónarmiðum sínum
á ríkisstjórnarfundi. Hann ítrek-
aði að fullur samningsréttur yrði
að takmarkast við þá hópa sem
gætu farið í verkföil, því vitaskuld
gæti verkfallsréttur ekki náð til
allra starfa.
Þessi mál verða rædd nánar á
ríkisstjórnarfundi næstkomandi
fimmtudag, sagði Þorsteinn, en
það er ekkert launungamál að ég
tel að núverandi samningakerfi
hafi gengið sér til húðar.
G.Sv.
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN ; Föstudagur 11. júlí 1986