Þjóðviljinn - 11.07.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 11.07.1986, Page 3
FRÉTTIR Húsnœðisreglugerðin Endurskoðun ekki útilokuð Námsmenn án námsláns ogfleiri hópar réttlausir. Jóhann Einvarðs- son: Lögin samin íflýti, endurskoðun reglugerðar ekki útilokuð Jóhann Einvarðsson aðstoðar- maður félagsmálaráðherra útilokar ekki að nýja húsnæðis- reglugerðin verði endurskoðuð fyrir 1. september vegna þeirra galla sem fram hafa komið á henni. Ljóst er að samkvæmt hinni nýju reglugerð um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins sem tekur gildi 1. september munu þeir sem ekki hafa greitt reglu- lega í lífeyrissjóð í tvö ár tapa lánsrétti sínum. Þar á meðal eru fangar, sjálfstæðir atvinnurek- endur sem af einhverjum ástæð- um hafa komið sér undan lífeyris- sjóðsgreiðslum og námsmenn sem hafa ekki fengið lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þeir námsmenn sem þiggja lán hjá LÍN greiða sjálfkrafa í Söfn- unarsjóð lífeyrisréttinda og eru því hólpnir að því er varðar lánsrétt til húsnæðiskaupa. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengust hjá Söfnunarsjóðnum drógust greiðslur LÍN á lífeyrissjóðs- gjöldum eitthvað í vor vegna kerfisvandamála hjá Skýrsluvél- um ríkisins en nú hafa verið gerð full skil á þeim. En hvers eiga þeir að gjalda sem ekki komast í líf- eyrissjóð af einhverjum ástæð- um? • Þjóðviljinn reyndi að ná í for- stöðumann Byggingarsjóðs, Katrínu Atladóttur, en hún vildi ekki tjá sig um málið og vísaði á ráðherra. Ekki náðist í hann en aðstoðarmaður hans, Jóhann Einvarðsson, sagði það alls ekki útilokað að endurskoða þyrfti reglugerðina fyrir 1. september vegna þessa. „Reglugerðin er gerð eftir lög- unum, sem voru samin í flýti fyrir þingslit og fyrirmynd þeirra er samkomulag aðila vinnumarkað- arins og stjórnvalda. Ég vil þó alls ekki útiloka að endurskoða þurfi reglugerðina fyrir 1. september ef á henni finnast stórvægilegir gallar. En sumir segja að það sé ekkert sjálfsagt mál að náms- menn geti með aðstoð ríkisvalds- ins keypt sér íbúð daginn eftir að þeir hafi lokið námi. Eg segi ekk- ert um hvort það er mín skoðun líka,“ sagði Jóhann Einvarðsson aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. -vd. Mikill Dalvíkingur í mér Kristján Þór Júlíusson nýráðinn bæjarstjóri á Dalvík: Heimamenn aföllum stœrðum og gerðum hvöttu mig. Starfið leggst vel í mig, treysti því að allir Dalvíkingar hjálpi mér að vinna bœnum gagn Knstján Þór Júlíusson var kjör- inn bæjarstjóri á Dalvík síð- astliðinn þriðjudag af meirihluta bæjarstjórnar þar. Sambýliskona Kristjáns er Guðbjörg Ringsted myndlistarmaður og eiga þau tveggja ára dóttur, Maríu. Þjóð- viljinn spjallaði við nýja bæjar- stjórann í gær um aldur og upp- runa. „Ég er fæddur þann 15. júlí 1957 og er borínn og barnfæddur Dalvíkingur. Þar hef ég búið alla ævi, utan þá vetur sem ég hef ver- ið fyrir sunnan og á Akureyri í skóla.“ - Hvaða skólar skyldu það hafa verið? „Að loknu landsprófi fór ég í menntaskólann á Akureyri þar sem ég lauk stúdentsprófi frá fé- lagsfræðideild vorið 1977. Þá fór ég í Stýrimannaskólann og lauk þar fyrsta og öðru stigi sem veitir mér skipstjórnarréttindi á öll fiskiskip. Eftir það fór ég á sjó í þrjú ár en fór þá í Háskólann og lauk þaðan prófi í fyllingu tímans með íslensku sem aðalfag og al- mennar bókmenntir sem auka- fag. Síðastliðna tvo vetur hef ég kennt við Dalvíkurskóla. Auk þess hef ég kennt frá upphafi við stýrimannadeildina á Dalvík.“ - Nú virðist þetta vera frekar óvenjulegur námsferill, úr félags- frœðideild í menntaskóla í Stýri- mannaskólann og þaðan í Há- skólann. Hvað réðiþvíaðþúfórst þessa leið? „Það er von að þú spyrjir. Ætli maður hafi ekki svona vítt áhuga- svið?“ segir Kristján kímileitur. Svo verður hann alvarlegri og heldur áfram: „Stýrimanna- skólinn er eðlilegt framhald af mínum uppruna og því sem ég starfaði við öll sumur á meðan ég var í skóla. í MA var ég mikið í leiklist og á sjónum las ég mikið og þetta tvennt hefur sjálfsagt m.a. orðið til að kveikja áhuga minn á þeim fræðum sem ég lagði síðan stund á í Háskólanum þannig að það er ákveðin stig- mögnun í þessum ferli.“ - Hvað réði því að þú sóttir um starf bœjarstjóra á Dalvík? „Ég er mikill Dalvíkingur í mér og hef mikinn áhuga á staðnum og þeim sem hann byggja. Ég tel að ég geti unnið baejarfélaginu gagn í þessu starfi. Eg var líka hvattur til að sækja um af ólíkleg- asta fólki. Heimamönnum af öllum stærðum og gerðum." - Nú háttar þannig til að á Dal- vík eru framsóknarmenn búnir að fara með völd í áratugi, ýmist ein- ir eða í samvinnu við aðra. Þeir hafa á þessum tíma komið sér fyrir í öllu bæjarkerfinu og hafa auk þess gífurlega mikil ítök í at- vinnulífinu. Þú ert ráðinn bæjar- stjóri í óþökk bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins. Hvernig leggst það í þig að taka við starfinu við þessar aðstæður? „Það leggst mjög vel í mig. Ég kvíði því ekki þó svo að ég geri mér grein fyrir að menn eru ekki á eitt sáttir með ráðningu mína. Ástæður þess eru sjálfsagt mis- jafnar og ég legg ekki dóm á þær. Það hljóta að verða verkin sem tala. Eg bendi líka á að bæjar- stjóri er ekki einungis fram- kvæmdastjóri fyrir þann meiri- Kristján Þór Júlíusson: Ætli maður hafi ekki svona vítt áhugasvið? hluta sem starfar í bæjarstjórn heldur er hann einnig þjónn allra bæjarbúa. Ég þekki vel það fólk sem stendur að meirihluta bæjar- stjórnar og ég tel mig þekkja Dal- víkinga almennt vel og treysti öllu þessu fólki til að taka þátt í því með mér að vinna bæjarfé- laginu gagn.“ -yk. Fiskur íslenskur úrvalsfiskur? Byggðastofnun Ólafur Þ. en ekki Guðmundur Rangt var farið með í blaðinu að það hefði verið Guðmundur Bjarnason þingmaður Framsókn- arflokksins í Norðurlandi vestra sem hefði greitt atkvæði gegn flutningi Byggðastofnunar til Ak- ureyrar. Það var flokksbróðir hans Ólafur Þ. Þórðarson á Vest- fjörðum sem á sæti í stjórn Byggðastofnunar sem greiddi at- kvæði gegn flutningum norður. Ymsir æðstu menn fískvinnsl- unnar á íslandi halda því fram að sá fískur sem við erum að selja tU Bandaríkjanna sé einstök úrvalsvara. Margir eru á annarri skoðun, eins og til að mynda kom fram í ýtarlegu viðtali við Skúla Alexandersson alþingismann i Sjómannadagsblaði Þjóðviljans. í gær kom maður á ritstjórn Þjóðviljans með fisk sem hann keypti í verslun í Reykjavík. Þetta eru niðursöguð ýsuflök og kölluð „Ýsusteikur“. Eins og myndin sýnir er hér skýrt dæmi um dauðblóðgaðan fisk. Og fyrst menn telja mögulegt að selja ís- lendingum þetta, þjóð sem veit hvað góður fiskur er, hvað er þá ekki reynt við þjóðir sem minna þekkja til gæðanna? Á sama tíma og menn tala um að við fáum ekki nógu hátt verð fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjun- um er framleiðslan sem verið er að selja eins og þessi „Ýsusteik“. Þeir sem vilja að gæðaeftirlit og vöndun við veiðar sé hert benda réttilega á að um leið og íslenski fiskurinn er orðinn gæðavara, fæst það verð sem þarf fyrir hánn. -S.dór Föstudagur 11. júlí 1986 fJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 S jónvarpsfréttir Mistök vegna álags Sjónvarpsáhorfendur hafa tal- svert kvartað undan ýmisskonar mistökum sem einkennt hafa út- sendingar frétta að undanförnu. Hér er einkum um að ræða rug- ling á myndum og texta. Að sögn Péturs Guðfinnssonar framkvæmdastjóra Sjónvarpsins er nú mikið um sumarfrí hjá stofnuninni, auk þess sem verið er að þjálfa upp nýtt fólk. Þá er þetta í fyrsta sinn sem reynt er í júlímánuði að keyra fréttirnar í gegn af fullum krafti, en eftir að útsendingar hófust í júlí hafa fréttirnar jafnan verið nokkuð fá- brotnari en á öðrum tíma ársins. -G.Sv. Kópavogur Vinnuskól- inn Hlaupa til styrktar Krísuvíkursamtök- unum Unglingarnir í Vinnuskóla Kópavogs hafa ákveðið að sýna stuðning sinn við Krísuvíkursam- tökin í verki með því að hlaupa hring um miðbæ Kópavogs í dag föstudag. Hlaupið hefst kl. 14.00 í Hamraborg. Að hlaupinu loknu verður efnt til hlutaveltu og tekið á móti frjálsum framlögum. Fyrirtæki í Kópavogi hafa sýnt málinu áhuga og gefið marga góða muni á hlut- aveltuna. í fréttabréfi frá Vinnuskólan- um segir að unglingarnir ætli að styrkja Krísuvíkursamtökin því samtökin hafa það markmið að hjálpa ungum vímuefnaneytend- um til heilbrigðrar lífsstefnu og að stuðla að fyrirbyggjandi að- gerðum í landinu. Vinnuskóli Kópavogs vonar að þessu framlagi unglinganna verði vel tekið og að sem flestir sjái sér fært að láta fé af hendi rakna til styrkar góðum málstað. Kísiliðjan Framleiðslu- met 29.388 tonn af kísil- gúr árið 1985 Á aðalfundi Kísiliðjunnar sem haldinn var nýlega kom fram að framleiðslan gekk mjög vel á ár- inu 1985. Framleidd voru 29.388 tonn af fullunnum kísilgúr, sem er framlciðslumet. í tengslum við aðalfundinn 4ttu forráðamenn Manville Int- ernational og iðnaðarráðherra viðræður um samkeppnisstöðu fyrirtækisins og um breytta til- högun orkusölu til fyrirtækisins. En með fyrirhuguðum kaupum Landsvirkjunar á Jarðvarmaveit- um ríkisins í Mývatnssveit mun Landsvirkjun yfirtaka skuldbind- ingar ríkisins um afurðasölu til Kísiliðjunnar. Markmiðið með þessum viðræðum er að treysta rekstrarstöðu Kísiliðjunnar og skapa langtíma rekstraröryggi að því er þessa þýðingarmiklu rekstrarþætti varðar. Ríkissjóður íslands á 59,82% hlutafjár í Kísil- iðjunni hf., Manville á 39,82% og sveitarfélög á svæðinu eiga 0,36% hlutafjár.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.