Þjóðviljinn - 11.07.1986, Síða 4
I
LEHDARI
Byggðastofnun: röng ákvöröun
Landiö er að sporöreisast, - í þeim skilningi
að sífellt fleiri flytja búferlum utan af lands-
byggöinni til þéttbýliskjamans á suö-
vesturhorninu. Byggöaröskun af þessu tagi
kann að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
menningu, og þegar fram í sækir, fyrir atvinnu-
hætti í landinu.
Þessi óheillaþróun rekur rætur sínar í marga
staði. Þaðerdapurleg staðreynd, að verðmætin
sem fólkið á landsbyggðinni skapar hörðum
höndum renna mestmegnis suðurtil Reykjavík-
ur, eftir sýnilegum leiðum jafnt sem ósýnilegum.
Þetta sviptir að sjálfsögðu byggðakjarnana úti á
landi eðlilegum möguleikum til uppbyggingar.
Atvinnuástand verður fyrir bragðiö ótryggt á
stundum og einhæft, þannig að fólk telur sig
gjarnan nauðbeygt til að fylgja í kjölfar fjár-
magnsins, - á höfuðborgarsvæðið.
Miklu veldur einnig, að ungt fólk á lands-
byggðinni þarf að sækja til Reykjavíkur eftir
menntun. Að henni lokinni staðnæmist það
gjarnan í stórborginni en snýr ekki aftur til
heimahaganna. Þegarfram ísækirflytjaforeldr-
arnir einnig suður, til að vera í grennd við börn
og barnabörn, og ekki spillir að þar er yfirleitt
betra færi á sjúkrahúsum og annarri þjónustu
sem meiri þörf gerist fyrir þegar aldur sækir á.
Fjöldi fólks flyst af landsbyggðinni vegna þess-
ara atriða einna.
Síðast en ekki síst má svo nefna, að nær allar
Flugvirkjar hafa nú undanfarið
átt í löngum og ströngum samn-
ingaviðræðum við næststærsta
flugfélagið í iandinu, Arnarflug.
Þetta verkalýðsfélag beitir við-
teknum baráttuaðferðum í kjara-
deilum og þegar ljóst er að samn-
ingar nást ekki með orðræðu
einni saman er boðað til verkfalls
hjá flugfélaginu.
Arnarflug hefur undanfarið
staðið ákaflega illa og orðið að
leita eftir nýjum eigendum og
auknu fjármagni í reksturinn, -
það er því sjálfsagt að bera ekki
brigður á þau blaðaummæli
stjórnarmanna að fyrirtækið
„þoli ekki verkfall“. I þessari
stöðu skyldi maður þessvegna
ætla að fyrirtækið teygði sig eins
langt og mögulegt er til að forðast
verkfall og auka traust starfs-
manna til fyrirtækisins. Og
semja, - þeim mun heldur sem
erfiðara er að hefja þann söng um
flugvirkja að þeir séu fámennur
þrýstihópur sem með fégræðgi og
ofstopa séu að stríða, hrekkja og
skemma fyrir.
Deus ex machina
Amarflugseigendur með fram-
kvæmdastjórann Agnar Friðriks-
son, bæjarstjórnaroddvita Sjálf-
stæðismanna í Garðabæ, í broddi
fylkingar, hafa þó hagað sér í
samningaviðræðum einsog þeir
séu stikkfrí.
í gamla daga þótti leikritahöf-
undum við hæfi að leysa flækju-
hnúta í verkum sínum með því að
æðri máttarvöld voru látin grípa í
taumana og slétta úr söguþræðin-
um. Þetta var á leikhúsmáli kall-
að deus ex machina eða guð úr
vélinni, og sótt til þess að máttar-
valdið var gjarna látið svífa í kað-
almaskínu onúr loftinu niðrá
leiksviðið til hinna óbreyttu
leikpersóna.
Arnarflugsmenn vita af
opinberar stofnanir er að finna í Reykjavík. Þetta
veldur því, að það er mjög erfitt fyrir fólk á lands-
byggðinni að sinna ýmis konar málarekstri
gagnvart opinbera kerfinu. Tiltölulega einföld
erindi geta kostað ótal símtöl og jafnvel ótaldar
ferðir til Reykjavíkur. Tíma og fjármunum er
sóað og að þessu leyti standa landsbyggðar-
menn þéttbýlingum á suðvesturhorninu mjög
ójafnfætis.
Til að sporna við þessu síðasta atriði ætti
auðvitað að stefna að því að flytja opinberar
stofnanir út á landsbyggðina eftir því sem kleift
er. Vissulega má í mörgum tilvikum færa rök
gegn líkum flutningum. En það er einnig hægt
að benda á margar stofnanir sem gætu sinnt
hlutverki sínu jafn vel, ef til vill betur, væru þær
fluttar úr þéttbýlinu. Það má ekki gleyma því
heldur, að það er veruleg lyftistöng fyrir byggð-
arlög á landsbyggðinni að fá til sín slíkar stofn-
anir. í kringum þær skapast atvinna, þær færa
með sér fjármagn, og hljóta því að auka stöðug-
leika í byggðinni. Raunveruleg byggðastefna
hlýtur því að fela í sér vilja til að flytja þær
ríkisstofnanir sem kleift er, frá Reykjavík.
Þrátt fyrir að flestir stjórnmálaflokkar hafi uppi
lof og prís um byggðastefnu eru efndir loforða
sorglega smáar. Alþýðubandalagið hefur beitt
sér fyrir flutningum af þessu tagi, og Geir Gunn-
arsson þingmaður, sem situr í stjórn Byggða-
stofnunar flutti á fyrsta fundi hennar á sl. hausti
reynslunni úr kjarasamningum í
fluginu að í þeim leikritum er
alltaf von á vélguði til hjálpar
þegar flækjan virðist óleysanleg,
nefnilega samgöngumálaráð-
herra sendum af ríkisstjórninni.
Það var þessvegna einsog hvert
annað fyrirsjáanlegt ritúal í helgi-
Ieik þegar Sjálfstæðisráðherrann
Matthías Bjarnason kom fé-
lögum sínum til hjálpar í hádegis-
útvarpi í gær og lýsti yfir að sér
væri þungt í hug og órótt í maga
vegna deilunnar. Að vísu væri
ráðamönnum óljúft að grípa
frammí hina frjálsu samninga
vinnumarkaðsaðilanna, en...
Sumsé: Súpermann í samgöng-
uráðuneytinu hlýðir kallinu.
Oþarfi?
Bráðabirgöalög eða hótanir
um bráðabirgðalög hafa hvað
eftir annað bundið enda á kjara-
deilur í fluginu, og þá hefur ekki
skipt máli hvaða hópar eiga í hlut
eða hverjar kröfur eru settar
fram. Það virðist reyndar vera
orðinn óþarfi fyrir verkalýðsfélög
flugstarfsmanna að eyða fé og
tíma í kröfugerð og samninga-
fundi, og þægilegast að afgreiða
málin með tilkynningu niðrí
stjórnarráð.
Hægt og bítandi er í rauninni
verið að afnema samningsréttinn
í heilli atvinnugrein, og fyrr eða
síðar hlýtur verkalýðshreyfingin
að snúast til varnar.
tillögu um að flytja stofnunina til Akureyrar. Til-
laga Geirs fól í sér þann skynsamlega fyrirvara,
að athugun á afleiðingum flutningsins leiddi
ekki í Ijós alvarlega meinbugi.
í viðtali við Þjóðviljann kom fram hjá Geir
Gunnarssyni, að úttektin sem gerð var hafi ekki
sýnt fram á nein sérstök vandkvæði á því að
flytja stofnunina norður til Akureyrar. Á fundi
stjórnar Byggðastofnunar, sem haldinn var í
fyrradag á (safirði var eigi að síður fellt að flytja
stofnunina til Akureyrar. Fyrir því stóðu að sjálf-
sögðu fulltrúar stjórnarflokkanna, að Halldóri
Blöndal undanskildum.
Auðvitað endurspeglar þessi ákvörðun við-
horf ríkisstjórnarflokkanna og þá ekki síst Fram-
sóknarflokksins til byggðajafnvægis í landinu.
Þeir hafa í engu sinnt því mikilvæga hlutverki að
gæta hagsmuna landsbyggðarinnar, enda er
það staðreynd að fyrir tilverknað stjórnarstefn-
unnar hafa fólksflutningar þaðan stóraukist. Af-
greiðslan á tillögu Geirs Gunnarssonar er því
ekkert annað en staðfesting á að ríkisstjórnar-
flokkarnir ætla ekki að gera neitt til að sporna við
þessari óheillaþróun.
Það er undarleg byggðastefna að vilja halda
sem flestum opinberum stofnunum í Reykjavík.
Öðru vísi er ekki hægt að túlka þá fráleitu á-
kvörðun að leggjast gegn flutningi Byggða-
stofnunar til Akureyrar.
-ÖS.
Abyrgt og
truveröugt
í könnuninni var líka spurt um
hvort fréttir ríkisfjölmiðlanna
væru ábyrgar og trúverðugar.
Þrír fjórðu aðspurðra sögðu svo
vera, sem er einnig gleðiefni fyrir
kollega okkar hjá ríkinu.
Reyndar er um þessi efni munur á
fréttastofu útvarps og sjónvarps,
lítill en athyglisverður: Útvarpið
er ábyrgt og trúverðugt uppá
75,8% en sjónvarpið fær 4,6
prósentum lægri einkunn.
Það var líka spurt um blöðin,
og þau fá hraklega útreið: aðeins
rúmur fimmtungur telur frétta-
flutning dagblaðanna ábyrgan og
trúverðugan.
Það hefði reyndar verið fróð-
legt að fá svör um fleiri lýsingar-
orð. Til dæmis um djörfung og
áræði í fréttamennsku, um skýr-
ingar og krufningu á fréttum, um
sjónarhorn í fréttaöflun. Og ekki
víst að út- og sjónvarparar hefðu
þá fengið jafngóða einkunn.
Moggi oabyrgur?
Raunar gefa hráar tölur af
þessu tæi tækifæri til ýmiskonar
túlkunar. Þegar spurt var um
fréttir dagblaðanna var þannig
miðað við það dagblað sem að-
spurðir lesa oftast, - og væri þá
ekki rökrétt að ætla að flestir séu
að tala um tvö útbreiddustu dag-
blöðin, DV og Mogga?
En að öllu samanlögðu eru
þessar tölur áfall fyrir pressuna, -
og ástæðan er sennilega sú að
dagblöðin tengjast ýmsum
hagsmunahópum og stjórnmála-
fylkingum, og þrátt fyrir aukið
sjálfstæði á síðari árum ber hvert
blað sitt eyrnamark í hugum al-
mennings. Þessi staða í blaða-
heiminum hefur svo gert sitt til
þess að fréttir hinna „hlutlausu"
ríkisfjölmiðla verða sjálfkrafa og
áreynslulaust ábyrgar og trúverð-
ugar, hverjar sem þær eru og
hvernig sem þær eru. _m
Mexíkómeirihluti
Ríkisútvarpið var að kanna
skoðanir; í ljós kom að mörgum
þótti gaman að horfa á boltann í
Mexíkó, og meirihluti spurðra
var sæmilega hress yfir nýju sniði
á fréttum í sjónvarpi. Meirihluti
svaraði því líka til að sjónvarps-
fréttir væru æsilegri en áður var,
sem kannski má leggja saman við
hinn meirihlutann og túlka þann-
ig að það hafi verið kominn tími
til að hreyfa við lognmollunni í
fréttatímum sjónvarps. Yfir þess-
um tíðindum hafa sjónvarps-
menn eðlilega glaðst, enda virð-
ast þau styrkja stöðu fréttastof-
unnar gagnvart naggi og nöldri í
útvarpsráði.
DJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rítstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing-
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H.
Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-
þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 11. júlí 1986