Þjóðviljinn - 11.07.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 11.07.1986, Side 5
VIÐHORF Af gjöfum Alberts Þríhross Gestur Guðmundsson skrifar Umræðan um ferðastyrk Al- berts til Guðmundar Joð er ekki síst til marks um það, að upp- hlaup borgaralegra fjölmiðla ráða nú mestu um það, hvað vinstri menn ræða. Ég er ekki að bera á móti því að þetta mál sé merkilegt, en bendi þó á að ávirð- ingar Guðmundar eru ansi litlar samanborið við sjálft Hafskips- hneykslið, þótt hlutföllin séu allt önnur í opinberri umræðu. Pær eru heldur ekki stórar, séu þær bornar saman við afglöp hans og félaga hans í stéttarbaráttunni, þótt þær séu sorglegt dæmi um það hvert stéttasamvinriustíll verkalýðsleiðtoganna getur leitt þá. Siögæöi sosíalista AUir vinstri menn virðast nú sammála um að forystumenn só- síalista og verkalýðs eigi ekki að taka við peningagjöfum úr hendi stéttarandstæðingsins, og menn hafa í því sambandi uppi stór orð um siðgæði. Hins vegar setja fáir fram almennari spurningar og svör um það, hvaða siðgæðis menn krefjast af sósíalistum og forystumönnum þeirra, og lýsi ég hér með eftir þeirri umræðu. Eimir eitthvað eftir af því stalín- íska siðgæði að tilgangurinn helgi meðalið, eða eru menn komnir á þá skoðun að byltingin sé þrátt fyrir allt bara kurteisleg skemmti- ferð? Flestir sósíalistar eru komnir á þá skoðun, að hreyfing þeirra verði að fóstra með sér a.m.k. vísi að betra siðgæði en einkennir þetta ræningjasamfélag okkar, en hvert er innihald þess? Er um það að ræða að menn hlíti opin- berri siðgæðisímynd borgaraafl- anna, en hafni því tvöfalda sið- gæði sem borgararnir ástunda? Finnst kannski eitthvert sérstakt sósíalískt siðgæði? Hvert er sam- bandið á milli hins æskilega sið- gæðis og pólitískra stefnumála sósíalista, eða á Alþýðubanda- lagið kannski að verða nýtt lengi, vill nú setja hann í pólitíska útlegð út á þetta mál eitt og ein- angrað. Ég vil a.m.k. ekki gerast slíkur farísei, og þegar ég lýsi þeirri skoðun minni, að Guð- ihundi sé hollast að hætta sem flestum forystustörfum á vegum menn rétt á sínum forsvarsmönn- um í þingliði Alþýðubandalags- ins, en hver segir að það þurfi að vera Guðmundur eða annar for- ystumaður Dagsbrúnar? Ef Dagsbrúnarmenn geta ekki teflt fram betri kandidat en Guð- Flestir sósíalistar eru komnir á þá skoðun, að hreyfingþeirra verði að fóstra með sér a. m. k. vísi að hetra sið- gœði en einkennir þetta ræningjasamfé- lag okkar, en hvert er innihaldþess? Bandalag jafnaðarmanna og berja tóma tunnu undir hrópum um hreinlíft og óspillt arðrán? Hver er glæpur Guðmundar? Út af fyrir sig er ég sammála því að Guðmundur hafi sýnt siðgæð- isbrest með því að þiggja féð frá Albert, en öll sókn og vörn þessa máls gerir mér erfitt að taka af- stöðu til þess, hvort það eitt dug- ar til að setja hann út af sakra- mentinu. Það hefði verið til marks um gott pólitískt siðgæði, ef nánustu samverkamenn Guðmundar hefðu sett ofan í við hann (og ráð- lagt honum að segja af sér?). Hins vegar felst tvöfeldni og hæp- ið siðgæði í því, ef fólk, sem hefur viljað Guðmund pólitískt feigan verkalýðs og sósíalisma, byggi ég það alfarið á mati mínu á frammi- stöðu hans í þeim störfum. Afglöp Guðmundar í pólitík og verkalýðsbaráttu eru fyrir löngu búin að svipta hann rétti á for- ystu. Nægir þar að benda á smán- arsamninga undanfarinna ára og andstöðu Guðmundar við BSRB-verkfallið; tækifærum sín- um til opinbers málflutnings hef- ur Guðmundur oftast misbeitt til að níða skóinn niður af eðlilegum samstarfsaðilum verkamanna í öðrum launþegahópum eða til að biðja mærðarlega um eins konar ölmusu handa „sínu fólki“. Guðmundur hefur gert margt gott á liðnum árum, en starfsað- ferðir hans í verkalýðshreyfingu og á þingi skila láglaunafólki eng- um árangri nú. Þetta er kjarni málsins. Auðvitað eiga láglauna- mundi, ber að líta í aðra átt. Reyndar er það svo, að flest lág- launafólk er konur og ekki síður starfsmenn hins opinbera en einkageirans. Leitum því að eftir- manni Guðmundar í hópi kvenna, og ég get þegar nefnt einn mjög frambærilegan fram- bjóðanda. Það er Birna Þórðar- dóttir, sem barist hefur fyrir lág- launafólk og sósíalisma á „gras- rótarplani" í fjölmörg ár og túlk- ar betur reiði almennings gegn ræningjaflokkum frjálshyggju- manna en nokkur sá sem nú vermir stóla á skrifstofum verka- lýðsfélaga. Enn um siðgæði Það verður náttúrlega að ætlast til þess af samherjum Alberts Guðmundssonar að þeir sjái um að pólitískur ferill hans fari sömu leið og Glistrups hins danska (ég er þó ekki að óska honum í steininn). Með falli hans hefjast vonandi endalok þeirrar fyrir- greiðslupólitíkur, sem gefur bröskurum ómæld tækifæri til að stinga á sig fé, svo að þeir geti notað hluta þess í hvers kyns ölm- usur og keypt þannig stuðning og vináttu lítilsigldra manna. Mér verður hugsað til þess sem Örn Úlfar sagði um þann Albert sem þá bar hæst á Sviðinsvík: „Þú segir Pétur Þríhross er ekki vondur maður, ég segi gott og vel, hver heldur því fram að hann sé vondur maður. Hér á Sviðinsvík eru til þrjár tegundir af vondum mönnum, það eru hjallþjófar, kjaftforir fylliraftar og kvennamenn sem eiga krakka á kostnað skattþegnanna. Eingin þeirra stelur neinu frá fátæklíng- unum né lýgur að þeim. Sak- lausari fyrirbrigði eru ekki til í okkar hreppsfélagi en vondir menn. Ef ég ásakaði Pétur Þrí- hross fyrir að vera vondan mann væri ég fífl. Ég ásaka hann fyrir að vera góðan mann, kærleiksrík- an mann, göfugmenni, andlegan frömuð, mentavin, trúarhetju og hjálparhellu fátækra skálda.“ Það liggur náttúrlega ljóst fyrir að þeir peningar sem Hafskip og Eimskip geta spreðað, hvort sem það er í einkaneyslu, Sjálf- stæðisflokk eða Guðmund Joð, eru hluti af þeirri verðmæta- sköpun verkafólks, sem verka- fólk hefur verið rænt. Hið sama gildir vitaskuld um ölmusufé þeirra frænda Péturs og Alberts Þríhross, og við slíku getur eng- inn fulltrúi verkalýðs tekið til einkanota. Gestur Guðmundsson. Bliki hf. ftalir vilja aðeins úrvalsskreið Ottó Jakobsson: Sölusamtökin hafa sinnt þessum markaði illa í fiskverkunarhúsi Blika hf. á Dalvík voru allir önnum kafnir við að pakka skreið þegar Þjóð- viljann bar þar að. Eg settist að spjalli við Ottó Jakobsson, fram- kvæmdastjóra, og spurði hann hvert þessi skreið ætti að fara. „Við erum að pakka uppsópi frá árinu 1984 og þetta fer á Afr- íkumarkað. Þetta er fiskur sem ekki var hægt að gera annað við en að hengja hann upp, undir- málsfiskur og ufsi o.þ.h.“ Ottó sagði að það hefði verið svolítil hreyfing á skreið fyrir Nígeríu- markað að undanförnu, öfugt við það sem var í fyrra þegar ekki var hægt að losna við einn sporð. „Það hefur gengið vel að fá greitt fyrir það sem selt hefur verið í gegn um Sameinaða fram- leiðendur og hefur létt undir hjá mörgum fiskverkendum að losna við birgðir af skreið. Nýlega er búið að hreinsa upp alla hausa á Eyj afj arðarsvæðinu. “ Annars sagði Ottó að þeir hjá Blika verkuðu fyrst og fremst skreið fyrir Italíumarkað. „Það er sú fiskverkunaraðferð sem skilar hvað mestri framlegð í fisk- verkun á íslandi í dag af þessum hefðbundnu fiskverkunaraðferð- um.“ En ítalarnir líta heldur ekki við hverju sem er og vilja aðeins úrvalsskreið. Það má hvorki komast frost né fluga í fiskinn eftir að hann er hengdur upp, og þess vegna þýðir ekki að hengja hann upp nema í stuttan tíma á vorin, á tímanum frá miðjum apr- íl til mafloka. „Sölusamtökin hafa ekki sinnt þessum markaði nægilega vel og það er stór hætta á að við töpum honum ef við reynum ekki að sinna honum almennilega. Á ár- unum milli 1950 og ’60 var fram- leitt miklu meira fyrir þennan markað á íslandi en nú sitja Norðmenn nánast einir að hon- um,“ sagði Ottó. Skreiðarverkunin er bara hluti af starfsemi Blika hf. Þar er saltfiskverkun uppistaðan í vinnslunni og einnig rekur fyrir- tækið útgerð. Það á 150 tonna bát, Blika, sem hefur verið á út- hafsrækjuveiðum, frá áramótum og helminginn í togaranum Baldri. Einnig selur Bliki fisksalt til flestra saltfiskverkenda á Eyjafjarðarsvæðinu. Auk þess hefur fyrirtækið lagt fé í ýmis önnur fyrirtæki sem stofnuð hafa verið á Dalvík á undanförnum árum og má þar nefna Sæplast sem framleiðir fiskker og bretti, laxeldisfyrirtækið Ölun og Pól- stjörnuna sem stofnuð var til að leggja niður lifur sem annars er hent. „Það er svo ríkjandi ennþá hjá þessari þjóð að hirða bara ungann úr aflanum, því miður," sagði Ottó. „Það eru heilmikil verðmæti í allri þessari lifur sem hent er um borð í fiskiskipun- um.“ Það er engan bilbug að finna á Blikamönnum og eru þeir nú að hefja byggingu stórrar skemmu til að fá aukið olnbogarými sem þeir ætla m.a. að nota sér til að geta sinnt betur skreiðarverkun- inni fyrir ítalina. -yk. Ottó Jakobsson: Ný skemma til að auka olnbogarýmið svo hægt só að sinna betur skreiðarverkuninni fyrir ítali. Mynd: -yk. Föstudagur 11. júlf 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.