Þjóðviljinn - 11.07.1986, Side 7

Þjóðviljinn - 11.07.1986, Side 7
Bæjarvinnuhópurinn sem vinnur uppí Golfskálanum í Grafarholti ásamt skælbrosandi verkstjórum, þeim Þórdísi Kjartansdóttur og Kristínu Dónaldsdóttur. Góður mórall í góðu veðri Krakkarnir í bæjarvinnunni „Vinnuaðstaðan er ekki góð, við þurfum að ganga í svona 40 mínútur frá strætóstoppist- öðinni og á svæðið þar sem við erum að vinna við að planta og hirða um plöntur," sögðu krakkarnir sem Glætan leitaði uppi í Grafarholti. „Kaupið er ekki hátt. Við erum aðeins með 92.41 á tímann og svo er eitthvað sem kallast ferða- og matarpeningur og það eru ekki nema 26 krónur á dag. En það er fínt að vinna úti í góðu veðri,“ sögðu þau. Vonandi eru krakkarnir aðeins ánægðari með kaupið nú, því í þann mund sem Glætan var að kveðja krakkana kom tilkynning um kauphækkun. Nú er kaupið hjá 15 ára krökkum í bæjarvinn- unni 98.09 á tímann og fæðis- og flutningsgjald er 97.81 á dag. En hvernig er hljóðið í krökkunum. Gefum þeim orðið. veturinn. Við þurfum að borga skólabækurnar og fleira. Við hefðum heldur viljað fara í bygg- ingarvinnu heldur en vinna hér Fílum ekki Fílið þið Pan hópinn? Allir: „Nehei, Pan er algjört rugl í þessari Aids öldu. Þetta sýnir líka að við íslendingar erum á eftir. Þetta er hallærislegt.“ Þið eruð svo kjaftaglaðir, eitthvað að lokum? Allir: „Já, það vantar punktinn yfir i-ið í þessu viðtali. Mottóið okkar er: Sendum Davíð ní- skupúka í nýtt permanent! Nú fáum við aldrei inn í Sjálfstæðis- flokknum, ogskítt með það. Eins gott að enginn í familíunni er Dagsbrúnartaxtann en það er ekki hægt að fá al- mennilega vinnu fyrr en maður er orðinn 16 ára.“ Þorkell (Keli): „Ég hefði viljað fá vinnu í verksmiðju eða bara við hvað sem er ef það er betur borgað en bæjarvinnan því ég er að fara til Ítalíu og þarf því að safna peningum.“ Hvað gerið þið fyrir utan vin- nutímann? Allir: „Við förum mikið í fót- bolta á kvöldin og stundum í Árs- el. Við förum líka einstaka sinn- um í Topp 10 en það er allt of dýrt inn, kostar 400 kr.“ Sjálfstæðismaður, þá yrði allt vit- laust.“ Eruð þið pólitískusar? Allir: „Við hefðum allavega viljað hafa kosningarétt í síðustu borgarstjórnarkosningum. Við hefðum kosið Alþýðubandalag- ið, nei Alþýðuflokkinn, nei ann- ars Alþýðubandalagið. Jæja alla- vega Álþýðu-eitthvað.“ Að iokum, hvernig er góður verkstjóri? Allir: „Góður verkstjóri er sá sem hefur góðan húmor og er ekki allt of vinnubrjálaður." - SA. „Jú, þaö er fínt að vinna í bæjarvinnunni. Hér ríkir góður andi, við erum að vísu ekki búin að halda partý ennþá en það stendur til að hafa smá „teboð“ bráðlega, það eflir fé- lagslegan þroska hópsins," sögðu þeir félagarnir Haukur, Þorkell, Haraldur og Björn. Þið eruð allir nýbúnir með 9. bekk. Hvað ætlið þið að gera næsta vetur? Allir: „Halli stefnir í fiskeldið að gelda bleikjur eins og Össur ritstjóri, en við hinir ætlum í Menntaskólann við Sund, þ.e. við erum MS þrenningin.“ Hvað gerið þið við kaupið ykk- ar? Allir: „Það er best að taka það fram í byrjun að við fflum alls ekki þennan Dagsbrúnartaxta. Hann er allt of lélegur. Við vilj- um fá 100 kall á tímann, lágmark. Annars reynum við að saina fyrir „Við hefðum kosið Alþýðu-eitthvað, því við erum verkamenn með skóflu," sögðu þeir Haukur, Keli, Halli og Björn. Ljósm.: Sig. Föstudagur 11. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.