Þjóðviljinn - 11.07.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 11.07.1986, Síða 8
I dag er í tísku „aö hætta aö reykja", krakkarnir í bæjarvinnunni upp í Golfskála í Grafarholti láta móöann mása. Frá vinstri: Herdís, Helga, Ásta, Dóra, Guðrún, Gunna, Andrés, Stefán, Einar og Hrönn fremst. Ljósm.: Sig. IftC „Hvaö er ógeðslegra en 10 börn í tunnu? 1 barn í 10 tunnum,“ félagarnir Gunnar og Benni í fínu formi meö vin sinn Diðrik Heiðar forstjóra á milli sín. Þeir vildu koma því áframfæri að þeirværu alveg rosalegaduglegirað vinna. GLÆTAN Vigga og Matta 15 ára: „Viö viljum gjarnan brosa í hring fyrir Glætuna en getum þaö ekki fyrir eyrunum." Ljósm.: Sig. Topp 10 og Karlinn í tunglinu Glætan réðst á stóran hóp og bað um viðtal. Þau voru meira en til í það því þá gátu þau fngið sér löglega pásu. Þau heita: Herdís, Helga, Ásta, Dóra, Guðrún, Gunna, Andrés, Stefán, Einar og Hrönn. Hvað gerið þið við sumar- kaupið ykkar? Helga: „Ja, ég er nú að læra á klarinett en mig langar líka til að eignast saxófón svo að ég er að .safna mér fyrir því í sumar. Sumarkaupið dugir nú samt ekki.“ Allir: „Maður verður að spara og borga skólabækurnar næsta vetur. Svo borgum við skóla- gjaldið, það kostar um 1500 kr. í menntaskólunum og í Iðnskólan- um en 10.000 í Verslunarskólan- um. Við ætlum næstum því öll í sitthvorn skólann. Annars er þessi vinna svo stutt og það er ekki sjéns að við getum átt pen- ing fram á vetur.“ Sumir voru að hugsa um að fá sér vinnu með skólanum næsta vetur t.d. í sjoppum. „Okkur finnst að það ætti að hækka þetta kaup.“ Glætan spurði hvað væri draumasumarstarfið þeirra. „Vel launað starf“ var svarið. Marga langaði til að vinna í öskunni eða í byggingarvinnu. Stelpurnar lang- aði mest til að fá vinnu í fatabúð. Strákarnir sögðu að til að fá vel borgaða vinnu þarf maður að vera orðinn 16 ára og vera í góðri klíku. Farið þið mikið að skemmta ykkur? Allir: „Nei, ekkert mjög mikið. Stundum fer maður í Topp 10 en það er dýrt inn, kost- ar 400 kr. Svo er til annar ung- lingaskemmtistaður sem heitir Karlinn í tunglinu en við förum aldrei þangað. Þar eru alltaf svo fáir. “ Stelpurnar vildu taka það fram að þeim þætti það skrítið að á skemmtistaðnum Topp 10 væru karlkyns dyraverðir sem leita á stelpunum við innganginn. Þeim fannst að þetta ætti að banna. SA Pakkir til borgarstjórans fyrir „gott“ kaup „Hér í bæjarvinnunni er hörkustuð. Hópurinn er svo góður, en kaupið er lélegt,“ sögðu þær Vigga og Matta. „Maður þarf að vera orðinn 16 ára til að geta fengið betur bor- gaða vinnu. Kaupið dugir ekki neitt fram á vetur, mamma og pabbi verða líklega að borga fyrir okkur skólabækurnar í haust. Kaupið er bara fyrir fötum og vasapening. Við skemmtum okk- ur samt ekki mikið. Það er líka frekar slæmt að vinnan hættir svo snemma. Við höfum ekki vinnu nema út júlí og pínulítið af ág- úst.“ Vigga ætlar í MR í vetur en Matta í Iðnskólann að læra hár- greiðslu eða bflamálun. Hvað gerið þið fyrir utan vinn- una? Vigga og Matta: „Við förum í Aerobic leikfimi og í bíó. Matta fer líka stundum í Bústaði í borð- tennis og fleira.“ § Skoðanir óskast Lesandi góður, hvað finnst þér' að Glætan eigi að taka fyrir? Er nóg skrifað fyrir unglinga? Hringdu eða skrifaðu til Glæt- unnar og segðu okkur skoðun þína. Ef þú veist um eitthvað skemmtilegt eða (leiðinlegt) sem er að gerast hjá unglingum, ekki luma á því. Síminn er 681333 og heimilisfangið er: Glætan, Þjóð- viljinn, Síðumúla 6, Reykjavík. Notaðu tækifærið, komdu skoðun þinni á framfæri. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1. (-) Who’s Johnny - El de Bage 2. (-) Papa dont preach - Madonna 3. (4) Atlantic is caliing - Modern talking 4. (-) Þrisvar í viku - Bítlavinafélagið 5. (9) Dance with me - Alphaville 6. (8) Jeanny - Falco 7. (-) Venus - Bananarama 8. (~) God thank youre woman - Culture Club 9. (6) Holding back the years - Simply Red 10.(—) When tomorrow comes - Eurythmics Grammiö 1. (1) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens 2. (2) The Queen is dead - The Smiths 3. (3) Contenders - Easterhouse 4. (-) The Singer - Mick Cave 5. (-) Ramons - Animal Boy 6. (-) The go-Betweens - Liberty Belle 7. (7) Simply Red - Picture Book 8. (9) Bjarni Tryggva 9. (-) Big Country - The Seer 10.(—) Peter Gabriel - So Rás 2 1. ( 1) Þrisvar í viku - Bítlavinafélagið 2. ( 3) The edge of heaven - Wham! 3. ( 7) Papa don’t preach - Madonna 4. ( 2) Re-sepp-ten - Danska fótboltalandsliðið 5. ( 8) Atlantic is calling - Modern talking 6. ( 6) When tomorrow comes - Eurythmics 7( 9) Blue - Fine Young Cannibals 8(23) If you were a woman - Bonnie Tyler 9(11) Who’s Johnny — El De Barge 10.(30) Hunting high and low - A-ha

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.