Þjóðviljinn - 11.07.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.07.1986, Blaðsíða 9
S-Afríka Aukin mótmæli verkaEýðsfélaga Samband verkalýðsfélaga í S-Afríku tilkynnti ígær að skipulögð hefðu verið margwonar mótmœli gegn stjórnvöldum nœstkomandi mánudag. Þá gerðistþað ígœr að sprengja sprakk við verðbréfamarkaðinn í Jóhannesarborg Jóhannesarborg — COSATU, samband verkalýðsfélaga í S- Afríku, lýsti því yfir í gær að á næstkomandi mánudag myndu samtökin efna til víð- tækra aðgerða, þar á meðal verkfalla, til að mótmæla neyðarástandslögunum sem sett voru á í landinu fyrir mán- uði. Um sama leyti og yfirlý- singin var birt sprakk sprengja í verðbréfamarkaði Jóhannes- arborgar, en engin meiðsl munu hafa orðið á fólki. í yfirlýsingu sambandsins sem telur 500.000 manns, sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna vaxandi spennu á „verk- smiðjugólfinu" vegna varðhalds margra verkalýðsieiðtoga. Verkalýðsfélögin haf leitt andóf- ið gegn neyðarástandslögun- umog það hefur haft veruleg áhrif á framleiðslu í gull- og demants- námum landsins. COSATU gaf ekki nánari skýringu á aðgerðum mánudags- ins í yfirlýsingunni en Reuter fréttastofan hafði eftir heimildar- mönnum innan verkalýðshreyf- ingarinnar að aðgerðirnar yrðu sambland setuverkfalla og fjar- veru af vinnustað. Einstök verka- Iýðsfélög koma hins vegar til með að ráða því hvernig mótmælin verða útfærð. COSATU hafa orðið æ róttæk- ari í aðgerðum sínum síðan þau voru stofnuð fyrir átta mánuðum síðan. Talsmenn þess sögðu í gær að samtökin hefðu verið eitt meg- inskotmark stjórnarinnar þegar hún setti lögin. Þeir sögðu að nú væri kominn upp mikill þrýsting- ur frá félögum um samhæfðar að- gerðir. „Verkamenn krefjast þess að fá að vita hvers vegna leiðtogar þeirra eru lokaðir inni og hvers vegna skrifstofum félag- anna hefur verið lokað,“ sagði í yfirlýsingu COSATU. Israelsher Loftárásir á Líbanon ísraelsmenn gerðu í gœr loftárásir á það sem þeir sögðu vera aðsetur palestínskra skæruliða, líklega í hefndarskynifyrir tilraun palestínskra skœruliða til að lœðast inn íísrael undir vopnum Tel Aviv — ísraelsmenn gerðu loftárás á flóttamannabúðir Palestínuaraba í borginni Sí- don í Líbanon síðdegis í gær, nokkrum klukkustundum eftir að nokkrir Palestínuarabar gerðu tilraun til að komast ínn í Israel í gærmorgun. Talsmaður ísraelska hersins sagði að allar ísraelsku flugvél- arnar hefðu skilað sér eftir árás- ina sem hefði verið árangursrík. Talsmaðurinn sagði að flugvél- arnar hefðu hæft íverustaði pa- lestínskra skæruliða við Ain A1 - Hilwe flóttamannabúðirnar sem eru rétt utan við Sídon. Talsmaðurinn nefndi ekki til- raun palestínskra skæruliða til að komast inn í ísrael við norður- landamærin. Strandgæslubátur ísraelsmanna sá í gærmorgun til nokkurra Palestínuaraba sem voru um það bil að lenda á klett- óttri strönd við landamæri Líban- on og ísrael í skjóli myrkurs. Þeir voru með mikið magn vopna og sprengiefnis. Strandgæslubátur- inn hélt uppi mikilli skothríð að Palestínumönnunum og þyrlur sveimuðu yfir. Palestínumenn- irnir voru fjórir, úr „Alþýðufylk- ingunni fyrir frelsun Palestínu". Þeir létust allir í átökunum. Tveir ísraelskir hermenn létust og níu særðust. Skæruliðunum tókst að koma fyrir vélbyssu á klettóttri ströndinni og vörðust í þrjár klukkustundir til síðasta manns. Segðu mér liðþjálfi Waldheim, ivað er þetta fólk að gera þarna og hvers vegna Þ liggja mennirnir? Waldheim sjúkdómurinn. Ég get bara ekki munað það, herra Waldheim. Teiknarar víða erlendis hafa tekið Waldheim málinu allt tveim höndum og hér er ein útgáfan af því, úr Washington Post. Enn vegið að Waldheim Lundúnum — Ekkert lát er á ásökunum í garð Kurts Waldh- eim um dularfulla nasistafor- tíð. Nú er það breskur þing- maður sem segir hann hafa átt þátt í dauða breskra hermanna í síðari heimsstyrjöldinni. Það er Robert Rhodes James, sagnfræðingur og þingmaður íhaldsflokksins sem sagði í gær að hann hefði nokkuð áreiðanlegar sannanir fyrir því að Waldheim hefði átt þátt í aftöku sex breskra hermanna og þriggja grískra skæruliða. Hann segir að undir- skrift Waldheims sé að finna á skýrslu nasista um handtöku, yfirheyrslu og líflát mannanna á grískri eyju árið 1944. James kom með þessa yfirlýs- ingu á breska þinginu stuttu eftir að einn af aðstoðarmönnum utanríkisráðherrans breska hafði sagt á þinginu að enn væri verið að rannsáka ásakanir um að Waldheim hefði átt þátt í dauða breskra hermanna í stríðinu. Waldheim var settur inn í emb- ætti forseta Austurríkis á þriðju- daginn. Þegar hann kom til þing- hússins mætti hann m.a. gyðingi sem klæddur var í samskonar röndóttan búning og gyðingar Sydney — Kaþólska kirkjan hefur ákveðið að gefa út poppplötu í tilefni komandi heimsóknar páfans til Ástralíu. „í friðarins nafni“ heitir lagið sem leikið verður í útvarpi og dreift í plötuverslanir, til að voru settir í þegar þeir komu í einangrunarbúðir nasista. Nokk- ur fjöldi manna var utan við þing- húsið meðan á athöfninni stóð, þar á meðal var Beate Klarsfeld, nasistaveiðari í fjölda ára. Þá er Bandaríkjastjórn með rannsókn í gangi á því hvort athafnir Wald- heims í síðari heimsstyrjöldinni séu með þeim hætti að hann fái ekki að koma inn í Bandaríkin. standa undir ferð páfans til Ást- ralíu, eftir því sem talsmaður ka- þólsku kirkjunnar sagði í gær. Lagið sem mun vera mjög gríp- andi, er sungið af áströlskum poppara sem eitt sinn var í einni frægustu popphljómsveit Ástral- íumanna, The Little River Band. Pafagaröur í poppbransann Það fór nokkuð vel á með Mitterrand og Gorbatsjof í Moskvu í vikunni. Mitter- rand fékk tvö matarboð frá Gorbatsjof sem þykir mjög óvenjulegt Enn erfiðleikar með leiðtogafund Mitterrand Frakklandsforseti hefur nú lokið heimsókn sinni til Gorbatsjofs, Sovétleiðtoga, og segir hann að enn sé nokkur óvissa um leiðtogafund og snúist hún fyrst ogfremst um afvopnunarmál Moskvu — Viðræðum Francois Mitterrand og Mikhail Gorbat- sjof er nú lokið og Mitterrand hélt í gær blaðamannafund þar sem hann sagði að enn væri ýmislegt í vegi fyrir því að leiðtogafundur gæti farið fram og hann gæti ekki spáð því hvort hann færi fram. Mitterrand átti þriggja daga viðræður við Gorbatsjof um sam- skipti austurs og vesturs, afvopn- unarmál og mannréttindamál. Heimsókn hans staðfesti endur- nýjuð jákvæð tengsl milli Frakk- lands og Sovétríkjanna. Varð- andi mannréttindamál sagði Mitterrand að sér þætti leitt hvernig mál andófsmannsins Andrei Sakharofs stæðu nú. Hann sagðist ekki vilja blanda sér í innanríkismál annarra ríkja, en hann sagðist vilja að réttur manna til ferðafrelsis væri viður- kenndur. Þá sagði Mitterrand að utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Bernard Raimond, hefði gengist fyrir því að greitt yrði úr 20 málum sem snertu fjölskyldur sem hefðu tengsl við Frakkland. Annar listi með 400 nöfnum var afhentur sovéskum yfirvöldum í gær. Varðandi nýjan leiðtogafund sagði Mitterrand: „Gorbatsjof segir „já“ við leiðtogafundi en það verður að vera einhvert um- ræðuefni.“ „Þarna er vand- kvæðin að finna. Ég er ekki í að- stöðu til að segja til um hvort verður af leiðtogafundi en það er ljóst að það er mikið starf fyrir höndum hjá mönnum innan hins diplómatíska kerfis." Talið er að líkur hafi aukist á leiðtogafundi þar eð Reagan bað Mitterrand að koma hugmyndum sínum áleiðis til Gorbatsjofs. Mitterrand telur nú að það sem helst standi í vegi fyrir leiðtoga- fundinum sé hin svonefnda „Stjörnustríðsáætlun“ Reagans Bandaríkjaforseta. Hann vitnaði í valdamenn í Moskvu um að meðan Bandaríkjamenn héldu uppi áætlunum um þróun geimvarnakerfisins (SDI) væru litlar líkur á samkomulagi. Sovét- menn vildu þó ekki endilega loka algjörlega fyrir rannsóknir í tengslum við SDI. Mitterrand er sammála Sovét- mönnum um að banna eigi öll geimvopn og hefur komið í veg fyrir að Frakkar taki þátt í SDI áætluninni. Bandaríkjamenn hafa boðið mörgum þjóðum þátt- töku í rannsóknum varðandi áætlunina og hafa Bretar, V- Þjóðverjar og Japanir tekið þvf boði. Mitterrand er nú sá vestræni þjóðarleiðtogi sem hefur einna nánasta sambandið við Gorbat- sjof. Merki um það þykir vera sá heiður sem Gorbatsjof sýndi honum með því að halda tvö op- inber matarboð. Slíkt þykir mjög óvenjulegt £ Moskvu. Þá fór Gor- batsjof einnig með Mitterrand í skoðunarferð um þjálfunars*» sovéskra geimfara í nágrej#| Moskvu. Föstudagur 11. júlí 1986. ÞJÓÐVILJINN - SlfeA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.