Þjóðviljinn - 11.07.1986, Page 14

Þjóðviljinn - 11.07.1986, Page 14
HEIMURINN Ítalíal Ríkisstjórnarmyndun Andreotti gerir tiiraun Cossiga, forseti Ítalíufékk ígcer kristilega demókratann, Giulio Andreotti, til að mynda nýja stjórn sem nœr öruggt er talið að verði skammlíf minnihlutastjórn Róm — Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, kallaði í gær Guil- io Andreotti, fyrrum forsætis- ráðherra og núverandi utan- ríkisráðherra í ítölsku stjórn- inni, á sinn fund til að fá hann til að mynda nýja ríkisstjórn. Sú ákvörðun forsetans að kalla til Andreotti þykir benda til að forsetanum hafi mistekist að leysa deilur þær sem verið hafa milli samstarfsaðila í ríkisstjórn- inni, sósíalista og kristilegra dem- ókrata. Talið hefur verið að ef Cossiga hefði kallað forsætisráð- herrann, Bettino Craxi, á sinn fund hefði það þýtt að tekist hefði að leysa deiluna. Forsetinn hefur verið að síð- ustu tvær vikurnar í leit að leið til lausnar málsins. Hann fékk m.a. Amintore Fanfani, forseta þings- ins og fimmfaldan fyrrum forsæt- isráðherra til að reyna að leysa hnútinn. Talið er að Andreotti geti ekki náð samkomulagi um myndun stjórnar með sósíalistum og það mun þýða að úr verður minnihlutastjórn sem sósíalistar munu hvenær sem er geta feilt og boðað til kosninga. Evrópubandalagið FjárhagsáæUun samþykkt Strasbourg — Evrópuráðið samþykkti í gær 35,2 milljarða dollara fjárhagsáætlun fyrir Evrópubandalagið með yfir- gnæfandi meirihluta. Evrópuráðið samþykkti áætl- unina með 355 atkvæðum gegn 27,21 sat hjá. Þessi nýja fjárhags- áætlun var nauðsynleg eftir að Evrópudómstóllinn hafði hafnað fjárhagsáætlun fyrir árið 1986. Evrópuráðið hafði samþykkt áætlunina í desember á síðasta ári en hún var hærri en aðildarríki Evrópubandalagsins höfðu sam- þykkt. Vegna þess hve doilarinn hefur lækkað undanfarið og þar sem tvær nýjar þjóðir, Spánn og Por- túgal, hafa bæst í hópinn, hefur orðið að auka við fjárhagsáætlun- ina og hafa ýmsir meðlimir bandalagsins verið ósammála mörgu í áætluninni. Þaö voru fulltrúar breska Verkamanna- flokksins og nokkrir umhverfis- verndunarsinnar sem voru á móti endanlegri fjárhagsáætlun í gær. Frá undirbúningsfundinum í Iðnskólanum til stofnunar Lagnafélagsins. Iðnaðarmenn í minningu Krístjáns Gunnarssonar trésmíðameistara Blönduósi Að ellin beygi aldinn hlyn, ekki þarf að kynna. Gott er öldnum góðum vin að ganga til feðra sinna. Arnór Þorkelsson Lagnamenn undirbúa félagsstofnun Miklar breytingar í lagnatækni á undanförnum áratug. Nauðsyn á félagi vegna hagsmuna ogfrœðslumála Þótt margt hafl vel tekist við gerð hita- og loftræstikerfa og hreinlætiskerfa í byggingum hér á landi má víða betur gera. Ymsir þeir sem vinna við hönnun og uppsetningu lagnakerfa hafa oft rætt um nauðsyn þess að stofna félag, á breiðum grundvelli, þar sem lagnahönnuðir, blikksmiðir, pípulagningamenn og innflytj- cndur byggingarefna gætu komið saman og rætt sameiginleg hagsmuna- og fræðslumál. A síðasta áratug hafa orðið miklar breytingar á lagnatækni hér á landi. Pípur úr plastefnum eru sífellt meira notaðar í alls konar lagnakerfum. Stálofnar, framleiddir hér á landi, hafa rutt gömlu steypujárnstofnunum að mestu út af markaðnum. Snjó- bræðslukerfi og jarðvegshitun verða sífellt algengari. Endur- bætur á hita- og loftræstikerfum þar sem aðaláhersla er lögð á bætta orkunýtingu verður sífellt stærri hluti af starfi lagnamanna. Stýritækni hefur tekið stórstígum framförum og þar eiga mögu- leikar enn eftir að aukast eftir því sem tölvutækninni fleygir fram. Þann 15. maí sl. var haldinn fundur, í Iðnskólanum í Reykja- vík, til undirbúnings stofnunar Lagnafélags íslands. Á þessum fundi var rætt um markmið og verksvið félagsins og kosið í undirbúningsnefnd. Markmið félagsins er m.a. að: a. Stuðla að þróun lagnatækni á íslandi. b. Efla samstarf og gagnkvæman skilning félaganna. c. Stuðla að tæknilegum umbót- um og stöðlun. d. Styðja rannsóknir á sviði lagnatækni. Félagið hyggst vinna að mark- miðum sínum m.a. á eftirfarandi hátt: 1. Með fræðslu- og umræðu- fundum um sameiginleg áhuga- mál félagsmanna. 2. Með því að stuðla að nám- skeiðahaldi í samvinnu við aðra aðila. 3. Með útgáfu upplýsingarrits um starfsemi félagsins. 4. Með því að stuðla að útgáfu fræðslumála um lagnamál. 5. Með skoðunarferðum og kynningu markverðra fram- kvæmda á sviði lagnatækni. 6. Með því að stuðla að skipu- lagningu ferða á sýningar, ráð- stefnur og námskeið erlendis. Félagar í Lagnafélagi íslands geta orðið einstaklingar er hafa sameiginlegan starfsvettvang á sviði lagnatækni. Jafnframt geta öll félög, stofnanir og fyrirtæki er þess óska og vilja stuðla að fram- þróun lagnatækni orðið styrkt- arfélagar. f undirbúningsnefnd voru kosnir: Hilmar Sigurðsson, Einar Þorsteinsson, Jónas Valdimars- son, Kristján Ingimundarson, Guðni Jóhannesson, Guðmund- ur Halldórsson, Friðrik Krist- jánsson og Kristján Ottósson, sem valinn var formaður undir- búningsnefndar. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 68 13 33. Laus hverfi:____________________ Víðsvegar um borgina Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðvafann Sumarferð AB á Austurlandi Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir til sumarferðar sunnudaginn 20. júlí. Ráðgert er að ganga Stuðlaheiði úr botni Reyðarfjarðar yfir í Fáskrúðsfjörð. Fararstjóri verður Sigurjón Bjarnason og honum til fulltingis staðkunnugir heimamenn. Einnig er boðið upp á styttri göngu undir sérstakri leiðsögn í nágrenni Stuðla. Safnast verður saman við eyðibýlið á Stuðlum á sunnudagsmorgni kl. 09 stundvíslega með nesti og góða gönguskó. Rútuferðir verða skipulagðar eftir þörfum frá Neskaupstað, Egilsstöðum og Breiðdalsvík (um firði). Tilkynnið þátttöku sem fyrst til einhvers eftirtalinna: Önnu Þóru Pétursdóttur, Fáskrúðsfirði, sími Sigurjóns Bjarnasonar, Egilsstöðum, sími 1375 5283' eða 1450. Asgeirs Magnússonar, Neskaupstað, sími Sveins Jónssonar, Reyðarfirði, sími 4377 eða 7374 eða 7700. 4287 Ölvers Guðnasonar, Eskifirði, sími 6181. Ferðin er öllum opin. Fyrir börn aðeins í fylgd fullorðinna. Stjórn kjördæmisráðs. 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN ' Föstudagur 11. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.