Þjóðviljinn - 11.07.1986, Page 15
IÞROTTIR
Kvennaknattspyrna
Enn vinna
Valsstúlkur
s
Atta KR-mörk í Hafnarfirði
Grindavík
Valur í vanda
Fjögur mörk í seinni hálfleik framlengingar
björguðu andlitinu
Valsstúlkurnar styrktu enn
stöðu sína á toppi 1. deildar í gær-
kvöldi með 1-0 sigri á ÍA á Val-
bjarnarvellinum. En þær voru
svo sannarlega heppnar að fá öll
þrjú stigin í leiknum.
Sigurmarkið kom strax á 6.
mínútu og var þar á ferðinni eng-
in önnur en Kristín Arnþórsdótt-
ir. Leikurin einkenndist af miðju-
þófi og svo kýlingum fram og til
baka um völlinn. Skagastúlkurn-
Fatlaðir
íþróttadagur
sunnanlands
Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á
Suðurlandi, íþróttasamband fatlaðra
og hið nýstofnaða íþróttafélag fatl-
aðra á Suðurlandi efna til íþróttadags
á Selfossi á morgun, laugardag.
Utitrimm hefst við íþróttahúsið kl.
10.30 og eru allir veikomnir, bæði
fatlaðir og ófatlaðir, til að reyna sig í
ýmsum greinum. Þar verðu hlaupið,
gengið, hjólað, ekið hjólastólum o.fl.
Kl. 14 verður á sama stað á dagskrá
hjólastólarall, bogfimi, boccia, borð-
tennis, sund, knattspyrna o.fl. Hóp-
ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni
í Reykjavík kl. 9 og til baka kl. 17.
Austurland
Knattspyrnu
skóli UÍA
Knattspyrnuskóli verður starf-
ræktur að Eiðum frá 14. til 25. júlí.
Fyrir 6. flokk, 10 ára og yngri, 14.-18.
júlí og fyrir 4. og 5. flokk 21.-25. júlí.
A dagskrá eru m.a. knattþrautir,
ýmsar æfingar og sýningar af mynd-
böndum. Kennarar verða Arsæll Haf-
steinsson og Grétar Eggertsson. Æft
er á grasi og þátttakendur gista í nýju
þjónustumiðstöðinni. Þátttaka til-
kynnist á skrifstofu UÍA, sími 1353.
ar sóttu öllu meira í seinni hálf-
leik og þurfti Erna Lúðvíksdóttir
markvörður Vals oft að taka á
honum stóra sínum. Lið Vals var
mjög jafnt en í liði í A átti Karítas
Jónsdóttir ágæta spretti.
KR vann yfirburðasigur á
Haukum í Hafnarfirði, 8-0.
Haukastúlkurnar voru heppnar
að sleppa með það því þær kom-
ust tvisvar yfir miðju allan
leikinn. Mörk KR skoruðu Arna
Steinsen 3, Kolbrún Jóhanns-
dóttir, Helena Ólafsdóttir, Jón-
ína Kristjánsdóttir, Mínerva Al-
freðsdóttir og Margrét Leifsdótt-
ir.
Staðan í 1. deild:
Valur.................7 7 0 0 27-1 21
(A....................6 4 0 2 11-4 12
Breiðablik............4 3 0 1 11-4 9
KR....................6 3 0 3 13-9 9
|BK...................5 1 0 4 7-14 3
ÞórA..................5 1 0 4 4-16 3
Haukar................5 0 0 5 0-25 0
Breiðablik og Þór leika í Kópa-
vogi kl. 20 í kvöld. Þá hefur verið
ákveðið að leikur Breiðabliks og
Hauka sem flautaður var af
vegna brotthvarfs Haukastúlkn-
anna fyrr í sumar verði leikinn.
—MHM
HM/Körfubolti
Fyrsta
tap
Spánar
Gestgjafar Spánverja máttu
þola tap gegn Brasilíu, 86-72, í
lokaumferð riðlakeppni heims-
meistaramótsins í körfuknattleik.
Spánverjar höfðu þó þegar tryggt
sér sæti í 12-Iiða úrslitunum. Ur-
slit urðu þessi:
A-riðill:
Brasilía-Spánn 86-72
Grikkland-S.Kórea 98-80
Frakkland-Panama 91-88
(Brasilía, Spánn og Grikkland halda
áfram keppni.)
B-riðill:
Uruguay-Angóla 83-81
88-78
Sovétríkin-Ástralía 122-92
(Sovétríkin, Israel og Kúba halda
áfram keppni.)
C-riðlll:
Puerto Rico-Fílabeinsströndin 91-55
Bandaríkin-ltalía..............86-64
V. Þýskaland-Kína..............81-80
(Bandaríkin, Italía og Kína halda átram
keppni.)
D-riðill:
Holland-Malasía...............110-66
Argentína-N.Sjáland............89-64
Júgóslavía-Kanada..............83-80
(Júgóslavia, Kanada og Argentína
halda áfram keppni.)
—VS/Reuter
Grindvíkingar, næstneðsta lið
SV-riðils 3. deiídar, veittu ís-
landsmeisturum Vals harða og
góða keppni í 16-liða úrslitum
Mjólkurbikarins í gærkvöldi.
Liðin voru jöfn þar til í seinni
hálfleik framlengingar að Vals-
menn náðu loks að brjóta mót-
spyrnu heimamanna á bak aftur,
skoruðu þá fjögur mörk og sigr-
uðu 6-2.
Ekki stefndi þó í vandræði hjá
Val lengi vel. Eftir aðeins 42 sek-
úndur potaði Guðni Bergsson
boltanum í Grindavíkurmarkið,
0-1. En síðan var nokkuð
jafnræði með liðunum, uns Sigur-
jón Kristjánsson sendi boltann í
tómt mark Grindavíkur á 50.
mín, 0-2. En aðeins tveimur mín.
síðar skoraði Steinþór Helgason
Unglingalandsliðið í knatt-
spyrnu sigraði Tindastól 3-2 í líf-
legum leik á Sauðárkróki í gær-
kvöldi. Heimamenn fóru illa með
mörg góð færi en unglingarnir
nýttu sín vel. Öll mörkin voru
gerð í seinni hálfleik og fyrir
í gærkvöldi var bundinn endi á
28 ára sigurgöngu sovéska kvenn-
alandsliðsins í körfuknattleik á
alþjóðlegum mótum. Bandarísku
stúlkurnar unnu þær sovésku í
úrslitaleik á Friðarleikunum í
Moskvu 83-60. Þessi mikli munur
fyrir heimamenn eftir fyrirgjöf
Guðlaugs Jónssonar. Nú sótti
Grindavík og á 73. mín. jafnaði
Guðlaugur með því að lyfta bolt-
anum skemmtilega yfir Stefán
Arnarson markvörð Vals, 2-2.
Þannig stóð eftir venjulegan
leiktíma og eins eftir fyrri hálfleik
framlengingar. En á fyrstu mín-
útu þess síðari skoraði Valur
Valsson af stuttu færi, 2-3, og þar
með voru úrslitin ráðin. Sex mín-
útum síðar skóraði Jón Grétar
Jónsson, af stuttu færi, 2-4, og
hann gerði fimmta markið þrem-
ur mín. fyrir leikslok. Hilmar Sig-
hvatsson átti lokaorðið mínútu
síðar, 2-6, og þungu fargi var létt
af íslandsmeisturunum.
—SÓM/Suðurnesjum
Tindastól skoruðu Adolf Árna-
son og Guðbrandur Guðbrands-
son. Sverrir Sverrisson, hinn ungi
og efnilegi leikmaður Tindastóls,
sýndi í leiknum að hann ætti vel
heima í hópi mótherjanna.
—IJ/Sauðárkróki
kemur mjög á óvart en síðast
töpuðu Sovétríkin leik árið 1958,
gegn Búlgaríu í Evrópukeppn-
inni. Brasilía vann Tékkóslóvak-
íu 87-66 í úrslitaleik um þriðja
sætið.
—VS/Reuter
Sauðárkrókur
Unglingamir unnu
Friðarleikarnir
Sigurgangan rofin
Fyrsta tap þeirra sovésku í 28 ár!
Michel Platini og Michael Laudrup eru væntanlegirá Laugardalsvöllinn
með ítölsku meisturunum Juventus I haust.
Evrópukeppnin
Knattspymuveisla í haust!
Platini, Laudrup ogfélagar gegn Valsmönnum. ÍA gegn Sporting Lissabon og Framgegn Katowice, auk
landsleikjanna við Frakkland og Sovétríkin
„Þetta voru yndislegar fréttir,
það er gaman að fá að enda
keppnistímabilið með leikjum
gegn einu frægasta knattspyrnu-
liði heims. Við Valsmenn erum
alltaf ótrúlega heppnir með mót-
herja í Evrópukcppninni, mögu-
leikinn var einn á móti 31 að við
fengjum ítölsku meistarana,“
sagði Þorgrímur Þráinsson fyrir-
liði Vals í spjalli við Þjóðviljann í
gær.
Valsmenn duttu heldur betur í
lukkupottinn, fá ítölsku meistar-
ana og Evrópumeistarana 1985 í
heimsókn í haust. Michel Platini
og Michael Laudrup eru að sjálf-
sögðu þekktastir leikmanna liðs-
ins og Juventus hefur einnig
keypt Ian Rush frá Liverpool þó
ólíklegt sé að hann leiki með lið-
inu næsta vetur. Þá eru í liði Ju-
ventus þrír úr HM-liði ítala, Ga-
etano Scirea og Antonio Cabrini,
varnarmennirnir snjöllu, og
framherjinn marksækni Aldo
Serena. Scirea og Cabrini urðu
heimsmeistarar með Ítalíu 1982.
Eftirtalin lið drógust saman í
Evrópukeppni meistaraliða:
Juventus (Italíu)-Valur
PSV Eindhoven (Holl)-Bayern (V.Þýsk)
Porto (Port)-Rabat Ajax (Möltu)
Beggen (Lúx)-Austria Wien (Austurr.)
Rauöa Stj.(Júg)-Panathinaikos (Gr.)
Beroe Stara (Búlg)-Dinamo Kiev (Sov)
Young Boys (Sviss)-Reai Madrid (Sp.)
Anderlecht (Bel)-Gornik (Pól)
Bröndby (Dan)-Honved (Ungv.)
Besiktas (Tyrk)-Din.Tirana (Alb.)
Apoel Nicosia (Kýp)-HJK (Finn.)
Rosenborg (Nor)-Linfield (N.lrl.)
Örgryte (Svíj-Dynamo Berlin (A.Þýsk)
Shamrock (frl.)-Celtic (Skot.)
Paris St.G.(Frakk)-Vitkovice (Tékk)
Steaua (Rúm) situr hjá í 1. umferð.
Framarar drógust gegn GKS
Katowice frá Póllandi í Evrópu-
keppni bikarhafa. Katowice
hafnaði í 5. sæti pólsku 1. deildar-
innar sl. vetur og átti einn leik-
mann í HM-liði Pólverja, Jan
Furtok. Fram er sennilega eitt ís-
lensku liðanna sem getur gert sér
einhverjar vonir um að komast í
2. umferð.
Þessi lið mætast í Evrópu-
keppni bikarhafa:
Katowice (Pól)-Fram
B 1903 (Dan)-Vitosha (Búlgaríu)
Glentoran (N.lrl.)-Lok.Leipzig (A.Þýsk)
Vasas (Ung)-Velez Mostar (Júg)
Wrexham (Wales)-Zurrieq (Möltu)
Haka (Finn)-Torpedo Moskva (Sov)
Ol.Pireaus (Grikk)-Union Luxemburg
Stuttgart (V.Þýsk)-Sp.Trnava (Tékk)
Aberdeen (Skot)-Sion (Sviss)
Bordeaux (Frakk)-Waterford (írl.)
Malmö (Sví)-Apollon (Kýpur)
Bursaspor (Tyrk)-Ajax (Holl)
Rapid Wien (Austurr)-FC Brugge (Belg)
Roma (Italíu)-Zaragoza (Spáni)
Benfica (Port)-Lilleström (Nor)
Nentori (Alb)-Dinamo Bukarest (Rúm)
Akurnesingar leika gegn
Sporting Lissabon í UEFA-
bikarnum. Sporting hefur verið í
fremstu röð í Portúgal í áratugi en
lenti „aðeins" í þriðja sæti sl. vet-
ur sem þykir hneisa í þeim her-
búðum. Þrír úr HM-liði Portúg-
ala leika með Sporting. Jaime
Pacheco er þeirra þekktastur en
hann er einn þeirra átta sem
dæmdir voru í lífstíðarbann frá
landsliðinu á dögunum. Hinir eru
hinn 39 ára gamli markvörður
Viktor Damas og varnarmaður-
inn Sousa. Sporting er fastagest-
ur í Evrópumótunum og varð
Evrópumeistari bikarhafa árið
1964.
Þessi lið mætast í UEFA-
bikarnum:
Sporting (Port.)-(A
Lens (Frakk)-Dundee Utd (Skot)
Groningen (Holl)-Galway (Irl.)
Bilbao (Spáni)-Magdeburg (A.Þýsk)
Atl.Madrid (Spáni)-Bremen (V.Þýsk)
Jeunesse (Lux)-Ghent (Belgíu)
Pecs (Ung)-Feyenoord (Holl)
Sparta Prag (Tékk)-Guimaraes (Port)
Dukla Prag (Tékk)-Hearts (Skotj
Rangers (Skot)-Tampere (Finn)
Uerdingen (V.Þýsk)-Jena (A.Þýsk)
Linz (Austurr)-Lodz (Pól)
Neuchatel (Sviss)-Lyngby (Dan)
Beveren (Bel)-Valerengen (Nor)
Leverkusen (V.Þýsk)-Kalmar (Sví)
Minsk (Sov)-Raba Eto (Ung)
Gautaborg (Sví)-Sigma Olomuc (Tékk)
Coleraine (N.lrl)-Brandenburg (A.Þýsk)
Legia (Pól)-Dnepr (Sov)
Apollon Krít (Grikk)-Hajduk (Júg)
Flamurtari (Alb)-Barcelona (Spáni)
Fiorentina (It.)-Boavista (Port)
Hibernians (Möltu)-Trakia (Búl)
SW Innsbruck (Austurr)-Sredets (Búl)
Rijeka (Júg)-Liege (Bel)
Napoli (It.)-Toulouse (Frakk)
Luzern (Svissj-Spartak Moskva (Sov)
Inter Milano (It)-AEK (Grikk)
Gladbach (V.Þýsk)-Partizan Belg. (Júg)
Omonia (Kýpur)-Sportul (Rúm)
Galatasaray (Tyrk)-Craiova (Rúm)
Lið íslendinganna eiga yfirleitt
erfiða leiki fyrir höndum. Sigurð-
ur Grétarsson og Ómar Torfason
í Luzern mæta hinu sterka so-
véska liði Spartak Moskva og
freista þess að skora hjá Rinat
Dasayev, einum besta markverði
heims. Stuttgart ætti að sigra
Tékkana frá Trnava en það verð-
ur strembið. Arnór og félagar í
Anderlecht fá pólsku meistarana
Gornik og Uerdingen með Lárus
og Atla innanborðs fer annað
árið í röð til Austur-Þýskalands.
Dagsetningar voru ákveðnar
fyrir leikina í gær. Fram og Akra-
nes sömdu um að fá heimaleikina
á undan þótt þau hefðu dregist
fyrst á útivelli. Framarar leika við
Katowice á Laugardalsvellinum
þriðjudaginn 16. september og
Skagamenn taka á móti Sporting
17. september. Valsmenn leika
við Juventus í Torino 17. sept-
ember og á Laugardalsvellinum
1. október. Sama dag leika Fram
og Akranes ytra. Það má með
sanni tala um knattspyrnuveislu
hér á landi í haust því til viðbótar
þessu mæta tvær stórþjóðir til
leiks á Laugardalsvöllinn í sept-
ember, í Evrópukeppni lands-
liða. Frakkar koma 10. septemb-
er og Sovétmenn 24. september.
—VS/Reuter