Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 9
MENNING Bókmenntir Tíresías Er ekki tilvaliÖ að gerast áskrifandi? Gyrðir Eliasson Blindfugl/Svartflug Norðan 0 Niður 1986 Fyrri Ijóðagerð Gyrðis Elías- sonar var helst hægt að lýsa með því að baða út höndun- um því orðið varflugeldursem þaut á loft og splundraðist í margar áttir. Ljóð hans voru full af rími og því ekki einsfjar- læg Skagafirðinum og ætla mátti, en það rím varekki þetta venjulega hljómrím, né heldur hugmyndarím atóm- skáldanna. Eitt orð gat hins vegar rímað í margar áttir merkingarlega. Þetta orð batt saman merkingarsvið þriggja orða sem síðan tengdust hvert um sig þremur öðrum og þannig koll af kolli: Ijóðin voru eins og iðandi mólikúl, ein- kenndust af stöðugri og sí- kvikri hreyfingu. Orðin höfðu líf. í síðustu bók Gyrðis á undan þessari - Bakvið Maríuglerið - breytist aðferð hans nokkuð. Hann þurrkar skrautlegan farð- ann af ljóðum sínum, orðin eru ekki lengur þessi organdi kös, hætta til dæntis að umbreytast í myndlist og tölvu- og tæknitákn hverfa að mestu: eftir velheppn- aðan hasar er orðunum skipað höstuglega inn. Setningafræðin nálgast Daglegt Mál og merking ljóðanna hvessist þegar orðin vinna saman að því að skapa eina heildsteypta mynd. í nýjustu bókinni - Blindfugl/ Svartflug er gengið enn lengra til móts við hið hefðbundna órím- aða ljóðform. Petta eru mörg stutt prósaljóð sent mynda saman flokk og hvert um sig einkennist af mörgum stuttum hliðskipuð- um aðalsetningum sem afmark- aðar eru með kommum þar sem aðrir myndu rjúfa með punkti eða tengdar með forsetningum, rétt eins og gert er í hefðbundn- um prósa. En formbylting Gyrðis þýðir þó ekki að hraði og ofsi Ijóða hans hafi minnkað, sem fyrr iða þau af óþoli. Því veldur ekki síst markviss klippitækni Gyrðis - augunum er rennt um tiltekið svið, stundum er hægt á myndinni, stundum hraðað og stundum brotið upp og ólíkum hlutum hlaðið upp. Það er til dæmis gaman að skoða hreyfinguna í því ljóði sem byrjar svona: Sambland af draumi og raunveru Ijós sem stendur á stilkum og blaktir, augu máluð á harðstrengt léreft horfa á mig án afláls, einangrun skerpir samband augnanna límband rifið af munni, blekbytta veltur um, á borðinu stendur leir- brúsi undan hollenskum sénever (227-234) Allur flokkur er í nútíð - allt er þetta að gerast - nema línur 101- 107: Meðan hann las og smíðaði smásjár- tœka veröld úr láknum, liðaðist kaffilyktin framan úr eldhúsinu einsog blindur glœr snákur, hann ýtti gleraugunum ofar á nefið og dró andann létt einsog í svefni, á plötuspilaranum staðfesti Vivaldi veturinn. Þetta má hugsa sér sem ytri að- stæður flokksins. Maður situr og að veröldinni allri og birtist í undarlegum sólbökuðum sýnum af eyðingu og dauða, háskinn sem grúfir yfir þorpinu í mynd skriðunnar og sá háski sem sjá- andanum blinda er búinn þegar hugurinn „slitinn úr tengslum við umhverfi/ aflagar / .../ öll hlut- föll“ (1. 76-77). Hið opna ljóðform er nú loks- ins dautt. Eftir langt og dauflegt tímabil þar sem skáld sátu við rit- vélina og störðu úrræðalaus í kringum sig þangað til öskubakk- inn varð fyrir þeim og þau ortu þá ljóð um að kannski væri hægt að yrkja um öskubakkann - er nú loksins kominn fram kynslóð skálda sem átta sig á séreigindum ljóðlistarinnar. Það yrði hörmu- legt ef þessi gróska fer framhjá lesendum eins og hún hefur farið framhjá forlögunum. Allir þeir sem þykjast hafa einhvern snefil af áhuga á íslenskum bók- menntum skulu því skeiða út í næstu bókabúð og kaupa þessa bók Gyrðis því það eru áratugir síðan jafn gott ljóðskáld hefur komið hér fram. Gyrðir Elíasson - „Áratugir síðan jafn gott Ijóðskáld hefur komið fram." Við höfum flutt okkuxumset Starfsmannasvið Landsbanka íslands er flutt í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Hjá okkur er opið frá kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Við erum reiðubúin að ráða starfsfólk í ýmsar stöður hjá bankanum, svo sem gjaldkera, ritara og afgreiðslufólk. Komið og kynnist okkur á nýja staðnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár vesturdyr, 3. hæð, símar: 27722 (skiptiborð aðalbanka) og 621300 (beinlína). N Flokkurinn samanstendur af sýnum, sífellt er höfðað til augans og aftur og aftur skýtur það upp kollinum, svo jafnvel má tala um leiðarstef. Augað sem sér útivið myrkrið og veturinn, strjál húsin og svart fjallið með skriðunni sem enn er ekki fallin - augað sem sér ekkert annað en „ein- þrykk af veruleikanunt" eins og segir í línu 123 á meðan huganum vitrast sýnir: Held snjóinn hvítan en slíkt aðeins blekkingavefur og með hvarfi dags síast svertan inn í augað einsog blek og þú dýfir pennanum í (281-285) - og úr verður svart flug óró- legra hugmynda. Aftur og aftur- og þetta er reyndar ekki nýtt í ljóðagerð Gyrðis - horfir ljóðmælandi á eitthvað í hvers- dagslegum aðstæðum sem les- andinn þekkir mætavel og sjón breytist í sýn, „einsog í svefni“, en sýn verður oft martröð. Aftur og aftur er eins og það sé verið að leika sér með eld. Eitt magnað- asta dæmið um þetta er ljóð sem byrjar í línu 243. Þær hversdags- legu aðstæður sem kveikja ljóðið eru að þessu sinni utan við það - maður horfir í spegil: Án þess að hugsa sig um stígur liann inn í spegilinn, snýr sér við og horfir á sjálfan sig standa aleinan á dapurlýstum ganginum, finnur að það er gripið um hönd hans og hann leiddur um völundarhús, vandrataða stiga í litla vistarveru, sjálfum sér hefur hann týnt úr augsýn en bókastafli á lágborði milli rúmanna laðar hann til sín og engin hugsun kemst önnur að en handleika þessar bækur og drekka í sig innihald þeirra, alt I einu rankar hann við sér, honum heyrist kallað nafn sem hann á að muna en kemur með engu móti fyrir sig, hann hnýtur í stiganum á hraðri uppleið, lemur knýttum hnefa á hurðina, heyrir undarlega blísturkennt hvísl síast um skráargalið og þunglama- legt fótatak deyft gúmsólum fjarlœgjast í öllum flokknum leikast á kvæði úr svarthvítri veröld þorps- ins sem er gersamlega líflaus utan einn köttur skýtur hér og hvar upp kollinum, og svo aftur mynd- ir og martraðir vaktar af hvers- dagslegum aðstæðum eins og minnst var á eða lestri bóka. Og í öllum flokknum er margfaldur háski. Það er háskinn sem steðjar les í bók og skapar um leið bók- menntir, og yrði þá flokkurinn samkvæmt þessu allt það sem streymir um huga mannsins þessa stund. Og haldi maður áfram þeirri hugsun: flokkurinn geymir um leið allt það sem streymir um huga lesandans sem hefur hann fyrir framan sig hverju sinni því veröld gerð úr táknum hefur þann eiginleika að breytast í hvert sinn sem nýr túlkandi nálg- ast hana með reynslu sína og lær- dóm. GUÐMUNDUR A. THORSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.