Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR ■TORGIÐi Miðstjórnin Málamiðlunarályktun Niðurstaða miðstjórnarfundarins: án þess að skipa Guðmundifyrir vildu menn láta álitsitt á gerðum hans í Ijós Atíu tíma fundi miðstjórnar Al- þýðubandalagsins í fyrrinótt virðist niðurstaðan hafa verið einskonar málamiðlun ýmissa sjónarmiða um þau mál sem und- anfarið hafa sett fréttaljós á Guð- mund J. Guðmundsson. í þá umræðu blönduðust fjöl- mörg önnur mál sem uppi hafa verið innan flokks og í samfé- laginu að undanförnu: afstaða til kjaramála, Heimsmyndarviðtal við Össur Skarphéðinsson og við- brögð annarra forystumanna við því í fjölmiðlum, undirskrifta- söfnunin um Guðmundarmálið innan miðstjórnar, ritstjórnar- mál á Þjóðviljanum og fleira. í mjög einfölduðum höfu- ðdráttum má segja að afstaða manna hafi verið með þrennum hætti: að málið væri ekki þess eðl- is að flokksstofnunum kæmi það við eða ættu að fjalla um það á formlegan hátt, að gerðir Guð- mundar samrýmdust ekki þing- mennsku fyrir flokkinn og það yrði miðstjórn að segja bæði Guðmundi og þjóðinni með lítt dulbúinni kröfu um afsögn, að flokksstofnanir gætu ekki eða ættu ekki að segja Guðmundi fyrir um framhald þingmannsfer- ils hans með samþykktum, en rétt væri þó að flokkurinn léti í ljósi almennt álit sitt. Segja má að síð- asta skoðunin hafi orðið ofaná, og þeir sem höfðu hinar hafi unað við sæmilega. Þegar líða tók á fundinn lágu fyrir honum þrjár tillögur. Ein þeirra var borin fram af Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar var vitn- að í stefnuskrá flokksins um þá spillingu í samfélaginu sem gæti slæft „siðgæðisvitund og siðgæð- isþrek alþýðu", fjallað um Haf- skipsmálið og undir lokin „að gefnu tilefni“ áréttað „að það samrýmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til forystumanna Al- þýðubandalagsins, að þeir þiggi fjárstyrki til persónulegra þarfa frá oddvitum auðvaldsins í landinu.“ Önnur tillagan var frá Kjartani Ólafssyni og var þar sagt „óhæfa“ að „starfandi stjórmálamenn nýti sér gjafafé frá ráðherrum" eða öðrum fjársterkum mönnum „til persónulegrar eyðslu“ og talið að viðtaka slíkra gjafa „geti með engu móti samrýmst þing- mennsku fyrir Alþýðubandalag- ið“. Þriðja tillagan var frá Steingrími J. Sigfússyni og Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, að mestu samhljóða lokaályktun fundarins. Ásmundur Stefánsson lagði fram frávísun á allar framkomnar tillögur, og dró Ólafur Ragnar til- Iögu sína þá til baka. Frávísunar- tillaga Ásmundar var síðan felld með 41 atkvæði gegn 21. Eftir stóðu tvær tillögur, og var fyrst borin upp síðasta málsgrein í til- Guðmundarfundur Skýri ekki fra viðræðum Svavar Gestsson: Sögðum Guðmundifrá samþykktumfundarins. Tel ályktun miðstjórnar ekki kröfu um afsögn Eg tel ekki ástæðu til að skýra frá viðræðum okkar, sagði Svavar Gestsson formaður Al- Guðmundur J. Almennt snakk Guðmundur hyggur á endurkjör Þjóðviljinn náði í gær ekki tali af Guðmundi J. Guðmundssyni, en í sjónvarpsfréttum í gær sagði hann að ályktun miðstjórnar væri mestmegnis „almennt snakk“ og að hann hefði ekki fengið svar við spurningum um hvort átt væri við sig þegar fimmmenningarnir úr miðstjórn AB. gengu á fund hans í gær- morgun. Guðmundur, sem í fyrradag tók við fyrri stöðum sínum á þingi og í verkalýðsforystu, sagði enn- fremur í sjónvarpi, að hann hefði verið farinn að hugleiða að sækja ekki eftir endurkjöri á þing, en nú væri „þetta þingsæti svo eftir- sótt að ég held ég endurskoði það að gefa ekki kost á mér.“ þýðubandalagsins eftir að fimm félagar úr miðstjórn höfðu gengið á fund Guðmundar J. Guð- mundssonar að heimili hans um ellefuleytið í gærmorgun. „Okkur var falið að gera Guðmundi grein fyrir gangi fund- arins, þeim samþykktum sem þar voru gerðar, og aðdraganda þeirra," sagði Svavar við Þjóð- viljann í gær. „Við gerðum hon- um grein fyrir þessu og fórum yfir málin, ræddum þessi mál í eina klukkustund. Ég tel ekki ástæðu til að skýra opinberlega frá þeim umræðum." Felur ályktun miðstjórnar í sér kröfu um að Guðmundur J. Guð- mundsson segi af sér þing- mennsku? „Nei, ég túlka hana ekki þann- ig. Tillögu Kjartans Ólafssonar sem fól í raun og veru í sér kröfu um afsögn Guðmundar, var vísað frá. Jafnframt gerði miðstjórnin þessa samþykkt og lýsti því að málinu væri þarmeð lokið af sinni hálfu. Ég vil geta þess að á miðstjórn- arfundinum var jafnframt fjallað um fjölmörg önnur mál, úrslit sveitarstjórnarkosninga, stöðuna í kjaramálum, ýmsar yfirlýsingar í fjölmiðlum, hugsanlegar haustkosningar og svo framveg- is.“ lögu Steingríms og Önnu Hildar, þarsem hún þótti fela í sér óbeina frávísun á hina tillöguna sem eftir stóð, tillögu Kjartans. Málsgrein- in var samþykkt, 44-20, og tillaga Kjartans þarmeð úr leik. Svavar Gestsson bað síðan um að þriðja málsgrein í tillögu Steingríms og Önnu Hildar væri borin upp sér- staklega. Svo var gert og var málsgreinin samþykkt, 36-27. Að lokum var tillaga Steingríms og Önnu Hildar samþykkt, með nokkrum minniháttar orðalags- breytingum, með 47 atkvæðum gegn 13. - m. - Hvernig væri að rannsókn færi fram á því hvort rannsókn sé hafin á málum Alberts? Tilboðin tekin uppúr kassanum á Hótel Sögu í gær. Mynd: Ari. Landsvirkjunartilboð Helmingur af áætlun Tilboð í nýjan útbúnað til fjar- stýringar og gæslu á raforku- kerfi Landsvirkjunar, voru opn- uð í gær. I útboðinu var gefinn kostur á þrem mismunandi staðs- etningum kerflsins. Lægstu til- boðin í alla þrjá kostina, átti svissneska fyrirtækið Landis & Gyr AG og voru öll innan við helmingur af kostnaðaráætlun. Um uppsetningu þessa búnað- ar hefur engin ákvörðun verið tekin, heldur var útboðið í könnunarskyni, m.a. til að sjá hver verðmunur væri milli hinna ýmsu valkosta. Þeir voru þessir: a) stjórnkerfi með 2 stjórnstöðv- um í Reykjavík og á Akureyri, b) stjórnkerfi með 1 stjómstöð í Reykjavík og c) stjórnkerfi með 1 stjórnstöð staðsettri í Reykjavík og fjarvinnuborði á Akureyri. Þeim er ætlað að hafa yfirsýn yfir allt landið, en það gerir engin stjórnstöð í dag. Sex tilboð bárust, og var hið lægsta í a-hluta 158,6 milljónir, frá Landis & Gyr. var Kostnaðaráætlun 389.866.440 kr. Kostnaðaráætlunin var gerð af ráðgjafa Landsvirkjunar, Swed- Power, en tekið skal fram að hún miðaðist við verðið þá er verkinu er lokið. Ýmiskonar ákvæði í til- boðunum um greiðslufyrirkomu- lag munu vafalítið draga úr þess- um mun og jafnvel breyta röð til- boða. Enn er því allt á huldu um það hvert tilboðanna er í raun hagstæðast og sömuleiðis hvaða leið er vænlegust. Hhjv. Alþýðubandalagið Ályktun miðstjómar Ályktun miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins frá fundinum í fyrrinótt: Miðstjórn Alþýðubandalags- ins minnir á að höfuðhlutverk flokksins er að beita sér gegn auðhyggjunni og afleiðingum hennar hvar sem þær birtast, ekki síst þeirri spillingu sem afhjúpast nú í Hafskipsmálinu og málum fleiri stórfyrirtækja. Hafskipsmálið hefur varpað skýru ljósi á eðli auðvaldsþjóð- félagsins og afleiðingar þeirrar efnahagsstefnu sem er kjarni frjálshyggjunnar. Það hefur einnig leitt í ljós þær hættur sem geta fylgt því að trún- aðarmenn launafólks og sósíal- ískrar hreyfingar tengist hagsmunaböndum við forráða- menn auðfyrirtækja og áhrifa- mikla einstaklinga í forystusveit íhaldsaflanna. Miðstjórnin telur brýnt að allar stofnanir og trúnaðarmenn Al- þýðubandalagsins helgi sig bar- áttunni gegn þeirri efnahagslegu og stjórnmálalegu spillingu sem Hafskipsmálið hefur afhjúpað. Hvað varðar mál Guðmundar J. Guðmundssonar ályktar mið- stjórnin að fela formanni flokks- ins, formanni þingflokksins og formanni framkvæmdastjórnar auk tveggja miðstjórnarmanna sem fundurinn tilnefnir að ganga á fund Guðmundar og greina honum frá þeim umræðum sem farið hafa fram um mál hans á fundi miðstjórnar og einnig eftir atvikum þeim umræðum sem urðu af sama tilefni á sameigin- legum fundi framkvæmdastjórn- ar og þingflokks sl. miðvikudag. Að öðru leyti sér miðstjórn ekki ástæðu til að álykta frekar í máli þessu. Miðstjórnarfundurinn Opinskáar umræður Kristín Á. Ólafsdóttir: Ánægð með að miðstjórn ályktaði. Hreinskilnar og opinskáar umrœður af hinu góða Eg cr ánægð með að þessi mið- stjórnarfundur var haldinn og að miðstjórn skuli hafa ályktað um þetta mál, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir við Þjóðviljann í gær. Kristín er sem varaformaður Al- þýðubandalagsins formaður miðstjórnar flokksins. „Fólk var almennt opinskátt um skoðanir sínar og það tel ég af hinu góða, og miðstjórn hefur nú lýst skoðun sinni í þessu ákveðna máli og skipað sendinefnd til að bera þau boð til Guðmundar J. Guðmundssonar. “ Hvaða áhrifhefur þessi fundur haft á stöðu flokksins? „Ég tel að hreinskilnar um- ræður styrki alltaf þá sem eiga í samskiptum sín á milli, innan pól- itískra flokka eða annarra félags- legra fyrirbæra. Að því leytinu tel ég að fundurinn hafi verið hollur fyrir flokkinn." - m. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.