Þjóðviljinn - 01.08.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.08.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI „íslensk tunga í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi", lét bæjarfógeti eitt sinn kalla á göt- um Reykjavíkur þegar dönsk áhrif þóttu keyra úr hófi fram í höfuðstað nýlendunnarárið 1848. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra á skilið allt hið besta fyrir viðleitni sína til að fylgja bæjarfógetanum eftir, nú síðast með því að gefa út reglugerð sem tekur af öll tvímæli um íslenska tungu í íslensku sjónvarpi. Helstu áhrif hinnar nýju reglugerðar í þessum efnum munu koma fram í íþróttaþáttum þar sem hingað til hefur verið plagsiður að senda út erlent efni án tals eða texta á íslensku. Nú má að vísu deila um einstök framkvæmdaratriði við íslenskun á erldnu íþróttaefni, en meginstefnan er í samræmi við íslenskan sjálfstæðisvilja og þjóðlegan metnað. Hinsvegar er full ástæða til að ganga skrefi lengra. í rauninni er íslenskt efni sorglega sjald- gæft í sjónvarpi, og í dagskrárgerð hefur þess ekki verið gætt að undanförnu að í landinu er blómlegt menningarstarf sem fyllilega getur staðið á sporði þeim afrakstri skemmtiiðnaðar sem að jafnaði flæðir um skjáinn. Það vekur líka undrun, þegar sótt er fram undir íslenskum merkjum í íþróttaþáttum, að ekki skuli varið fé til að íslenska erlent barna- efni, og látið nægja að texta þætti sem sýnast einkum ætlaðir börnum sem ekki lesa textann af skjánum nema í skötulíki. Og það ætti einnig að vera kappsmál fyrir íslenskt sjónvarp að beina sjónum sínum í sem flestar áttir, að draga úr þeirri ensk-bandarísku einhæfni sem þrátt fyrir góða spretti einkennir alltof oft dagskrá fjölmiðilsins, einhæfni sem Islenskt sjónvarp getur leitt til þess að Islendingar bugist endan- lega undir því fargi sem Jack Lang, fyrrverandi menntamálaráðherra Frakka, kallaði menning- arlega heimsvaldastefnu hinna enskumælandi stórþjóða. Hér er verk að vinna. Um sannleiksgildi konungaskáldskapar I Eddu sinni lagði Snorri Sturluson það mat á sagnfræðilegt gildi þeirra kvæðabálka sem fornskáld fluttu konungum að í þeim væri að vísu ýmsilegt undan skilið og annað fegrað, en þó mætti allajafna treysta helstu efnisþáttum þeirra. Kvæðin voru flutt konungi í áheyrn hirðarinn- ar sem gerst vissi afrek höfðingjans, og því mætti ekki viðhafa ýkjur og uppspuna í slíkum skáldskap um stórræði konunga. Slíkt væri háð, ekki lof, sagði Snorri. Dagblaðið Tíminn hefur tekið sér það hlut- verk sem skáld höfðu forðum við norrænar hirð- ir, að mæra höfðingja. í sporum konungs eru ráðherrar Framsóknarflokksins, - en í hirð- skáldsgervi sínu hafa Tímanum gleymst hin spöku orð Snorra um háð og lof. í gær er öll ritstjórnargrein Tímans helguð Alexander Stefánssyni og er ráðherra þar að vanda vegsamaður og ákallaður, þótt nokkuð skorti á að Tíminn standist snúning þeim Sig- hvati og Hallfreði um rímsnilli og andagift. í forystugreininni um Alexander kemur fram að ráðherrann hefur fyrir nokkrum dögum skipaö nefnd. Sú nefnd var skipuð til að endur- skoða framfærslulög, og það eru ekki nema fimm mánuðir síðan Alexander lýsti því yfir að þessi nefnd yrði skipuð. Það finnst Tímanum ekki langt, enda er framganga ráðherrans mærð þeim lofsöng að „í starfi sínu sem fé- lagsmálaráðherra" hafi Alexander „lagt mikla áherslu á að ráðuneytið hafi forystu um stefnu- mótun í mörgum málum“. Og fer lofskörin þá fyrst að færast verulega uppí háðsbekkinn þeg- ar Tíminn nefnir til húsnæðismál sem sértakt dæmi um velheppnuð vígaferli félagsmála- ráðherrans. En Tímanum er vorkunn þótt hann skripli á skötunni, - ráðherrahrós er ekki öfundsverð stílgrein þessa skatta- og hvalaklúðursdaga. Og þótt það klæði ekki Tímann að bregða yfir sig skikkjum hirðskálda getur hann huggað sig við að raula þetta með Hólmgöngu-Bersa: Liggjum báðir í lamasessi Halldór og ek höfum engi þrek. -m Páll Skúlason UM SIÐFRÆÐI OG SIÐFRÆÐIKENNSLU Reykjavík 1982 KUPPT Allt í einu; fyrirvaralaust er komin upp sú óvænta og óvenju- lega staða í íslensku þjóðfélagi að mál málanna þessa dagana er sið- fræði. Leikir sem lærðir, líklegir sem ólíklegir tromma upp með langar greinar í blöðum um sið- fræði stjórnmála, fjölmiðla sem og almennra þjóðfélagsþegna. Hið lága plan Þótt umræðan sé brýn og góðra gjalda verð útaf fyrir sig þá eru þær ritsmíðar með mismikilli reisn, og sennilega eins og fara gerir fæstar þeirra sem skilja við lesandann þannig að hann sé ein- hverju nær um siðfræði eða viss gildi í siðferði. Og það átakan- lega gerist að einkum eru það stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem vfsa frá sér alvarlegum átökum um þetta brýna efni. Þetta fékk fólk að sjá í sjónvarps- þætti á dögunum, þegar tveir ágætir fræðimenn, Jónatan Þór- mundsson og Páll Skúlason, höfðu lagt grunn sem hefði getað verið að heilsteyptum og um- búðalausum umræðum um þessi mál. En það fór sem fór og reisn stjórnmálamanna varð ekki að meiri. En það hefur ekki síður verið grátlegt að fylgjast með gullpenna þeirra á DV, Magnúsi Bjarnfreðssyni, margreyndum fjölmiðlamanni, sem skrifað hef- ur greinar um siðferði þar sem kjarni hans máls hefur verið tal um stein og glerhús. Þannig hefur hann tekið undir með þeim ris- miklu stjórnmálamönnum sem segja að siðfræði sé bara eitthvert nýuppfundið kjaftæði ættað úr háskólum. Þeirgleyma þvíað t.d. eitt merkasta kvæði íslenskrar tungu og einn af máttarstólpum íslenskrar menningar - Hávamál - er einn samfelldur siðfræðibálk- ur. Það virðist ætla að verða illu heilli einkenni á umræðum á ís- landi um alvarleg mál, að draga þau niður á ómkerilegt þrasplan án þess nokkurn tímann að horf- ast einarðlega í augu við hvern málsvanda. Þannig minnir gullpennafjasið um steina og glerhús ekki lítið á eitt sinn fleyg ummæli ráðherra þess efnis að svo margt ólöglegt væri nú aðhafst að varia væri hægt að tala um eitthvað sem ólöglegt. Af þessu spinnast ekki frjóar um- ræður enda virðist slíkt eitur í beinum margra. En það skal áréttað að um- ræðan er löngu tímabær og sér- staklega að stjórnmálamenn skuli fengnir til að gaumgæfa stöðu sína og ábyrgðarhlutverk í þessu ljósi. Því siðfræði er æva- gömul fræðigrein, sem alla tíð hefur fylgt mannlegu hlutskipti, og því hjákátlegt að tala um hana sem nýja uppfinningu eða þá að vísa henni á bug. Vegurinn til góðs En hvernig skyldi á því standa? Páll Skúlason prófessor í heimspeki ræðir þessi mál nokk- uð í riti sínu Um siðfræði og sið- fræðikennslu og segir um það hvers vegna viðgangur siðfræð- innar hefur til þessa verið annar en ýmissa annarra fornra fræði- greina eins og stærðfræði til dæm- is: „Einfaldasta skýringin er sú að viðfangsefnið sjálft, siðferði, er svo samofið daglegri reynslu, þekkingu og máli að það verður ekki sértekið og rannsakað jafn auðveldlega og tölur og mengi eða OG SKORIÐ náttúrleg fyrirbœri. Venjulegur skilningur á orðinu siðfrœði er til marks um þetta. Þegar rnenn taka sér það orð í munn eiga þeir oftast við skoðanir manna á tiltekinni breytni, gjarnan á samskiptum kynjanna, eða þeir eiga við lífsreglur manna í daglegu lífi“. Páll ræðir nokkuð í þessu ágæta kveri, sem kom út 1982, um þá algengu skoðun að hug- myndir manna í siðferðilegum efnum séu afstæðar; skoðun sem hann er ósammála og færir að því gild rök. En það er ekki úr vegi að prenta hér svar Páls Skúlasonar um það hvað siðfræði sé; og mættu ýmsir taka þau orð til gaumgæfilegrar íhugunar: „Eiginleg siðfrœði er fyrst og fremst umfjöllun um siði rnanna, lífsreglur og breytni með hliðsjón af vissum megninsjónarmiðum, kennisetningum eða frumreglum sem ávallt kveða með einum eða öðrum hœtti á um það sem hefur gildi eða verðmœti í sér fólgið fyrir manninn. Siðfrœði er því rökrœða um einstakar lífsreglur og kenningar utn þau gildi sem liggja mannlífinu til grundvallar. Tilefni hennar er að menn komast ekki hjá því að taka ákvarðanir um það hvernig þeir vilja haga lífi sínu, breyta við ákveðnar raun- verulegar aðstœður; og markmið hennar er að komast aðþvíhvaða viðmiðanir er réttast eða skynsamlegast að hafa þegar slík- ar ákvarðanir eru teknar. Hún snýst því urn vandamál daglegs lífs með það fyrir augum að rnenn verði betur í stakk búnir til að ráða ráðurn sínum og haga sér á þann veg sem þeirn er til góðs“. -pv DJOÐVIIJINN Máigagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjori: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.