Þjóðviljinn - 01.08.1986, Blaðsíða 8
Liggjum í leti eða rennum okkur
niður fjöll í snjónum t.d.“.
Nú eru svo margir erlendir
skátar hérna á landsmótinu. Far-
ið þið á landsmót annarra þjóða?
„Við höfum ekki gert það enn-
þá. En íslendingar eru mjög dug-
legir við að koma sér á mót er-
lendis. T.d. verður alheimsmót
um jólin ‘88 í Ástralíu og nú þeg-
ar eru 60 íslenskir skátar búnir að
skrá sig. Bandalag íslenskra
skáta mun standa fyrir alls konar
fjáröflun til að auðvelda skátum
að komast."
Nú máttu sjóararnir ekki vera
að þessu spjalli Iengur, voru að
fara í vatnasafarí. Blaðamaður og
ljósmyndari eltu. Vatnasafarí var
þrautabraut, reist yfir djúpu og
drullugu dýi. Krakkarnir áttu að
ganga á línu yfir dýið, stökkva og
grípa í kaðal og sveifla sér yfir og
margt fleira skemmtilegt. SA
GLÆTAN
tilegast
M M M Vlnnstt Helga. Barla. Gu6,ín M-k *
ján, Árni, Dísa og Rut. Ljósm.. An.
Guðmundur starfsmaður og skátatoringi, Einar starfsmaður. Neðri röð: HoHy. Knst-
Nokkurskonar
ferða-
klúbbur
syngja
og
sigla
Skátafélag Sólheima lét sig
ekki vanta á landsmótið í Við-
ey. Á Sólheimum í Grímsnesi
eru 15 skátar og mættu 14
þeirra í Viðey.
Hvað finnst ykkur skemmti-
legast í nýja lýðveldinu?
„Það er skemmtilegast að
syngja og fara í bátsferðir. Borg-
ardagurinn var líka mjög
skemmtilegur. Við fórum í bát til
Reykjavíkur og skoðuðum ýmis-
legt. T.d. fórum við í sund og í
Laugardalshöllina á skemmtun.
Við vorum dálítið þreytt eftir
því við erum ekki vön að
ganga svona mikið.“
Hvað gerið þið á skátafund-
um?
„Við tölum saman og syngjum.
Við kunnum bara ekki nógu
mikið af lögum. Svo förum við
kannski í ferð í haust, því land-
helgisgæslan er búin að bjóða
okkur í siglingu“, sögðu skátarnir
frá Sólheimum að lokum.
SA.
Strákarnir í Ægisbúum fóru létt
með vatnasafaríið og duttu alls
ekki sama hvað Ijósmyndarinn
reyndi að trufla þá. Ljósm.: Ari
„Það er stórskemmtilegt að
vera hérna. Póstarnir eru æði.
Við fáum að fara í siglingar og
á seglbretti. Svo er Safarí rallí-
ið meiriháttar", sögðu strák-
arnir í Ægisbúum en þaö er
skátafélag í vesturbænum. „í
Ægisbúum eru 60 skátar alls
en í okkar sveit erum við bara
nokkrir strákar og við köllum
okkur Sjóarana." Sjóararnir
eru á aldrinum 12-18 ára.
Hvað gerið þið á kvöldin hér í
nýja lýðveldinu?
„Það er dagskrá en hún gefur
mikið svigrúm til að vera frjáls og
labba um og hitta fólk. Hér eru
krakkar frá 15 löndum svo það er
mjög gaman að ganga um svæðið
og kynnast þeim. Annars er dag-
skráin líka skemmtileg. Það eru
varðeldar og svo t.d. í kvöld för-
um við í næturleik. Hann er
þannig að það koma terroristar
og ráðast á lýðveldið og svo
gengur þetta út á að sigra þá og,
koma öllu í röð og reglu aftur.
Svona næturleikir eru mjög
skemmtilegir."
Af hverju gerðust þið skátar?
„Við byrjuðum allir þegar við
vorum litlir og félagsskapurinn er
svo skemmtilegur. Það sem dreg-
ur mann helst að skátahreyfing-
unni eru allar útilegurnar og
ferðalögin.“ Maður losnar við
mömmu og pabba sögðu sjóar-
arnir í gríni.
Hvað ætlið þið að vera lengi í
skátahreyfingunni?
Við ætlum að vera töluvert
áfram. Það hætta flestir svona 15-
16 ára en svo eru lxka margir sem
eru áfram og taka við félaginu
eða stefna að því að komast í
björgunarsveitina. En Björgun-
arsveít íslenskra skáta er eigin-
lega efsta stigið í skátahreyfing-
unni. Við fáum undirbúnings-
þjálfun í skátunum.
Ekki í tísku
„Það er erfitt fyrir nýja menn
að taka við félaginu, því skátarnir
eru ekki í tísku núna. Ástæðan er
kannski sú að sum félög eru bara
söngur og hnútar og þá heldur
fólk að þetta sé alltaf svona í skát-
unum. En hjá okkur t.d. er þetta
miklu meira en söngur og hnútar.
Við förum mjög mikið í útilegur.
Þetta er nokkurs konar ferða-
klúbbur. Við lærum að klæða
okkur og útbúa okkur rétt í ferða-
lög. Enda ferðumst við mikið á
veturna. Við lærum að meta nátt-
úruna, njóta hennar og virða.
Við förum oft bara 4 sarnan í
skálann okkar í Bláfjöllum og
höfum enga hefðbundna dag-
skrá, heldur gerum það sem okk-
ur langar í það og það skiptið.
Vinsældalistar Þjóðviljans
E
D
JX
! Fellahellir
1. (1) Who’s Johnny - El de Barge
2. (2) Papa Don’t Preach - Madonna
3. (-) Vienna Coming - Falco
4. (4) Þrisvar í viku -Bítlavinafélagiö
5. (-) S.O.S. Bandito - Carrara
6. (6) Jeannie - Falco
7. (7) Venus - Bananarama
8. (5) Dance with me - Alphaville.
9. (10) When Tomorrow Comes-Eurythmics
10. (8) God thank you Woman - Culture Club
Grammió
1(1) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens
2 (2) The Queen is dead - The Smiths
3 (5) The Seer - Big Country
4 (4) Contenders - Easterhouse
5 (3) Standing on the Beach - Cure
6 (-) Panic - The Smiths
7 (—) Revenge - Eurythmics
8 (6) So - Peter Gabriel
9 (-) Var é vargen - Imperiet
10 (-) Upside down -Jesus and Mary Chain
Rás 2
1. ( 9) Útihátíð -Greifarnir
2. ( 3) Hesturinn - Skriðjöklar
3. ( 4) Götustelpan - Gunnar Óskarsson
4. ( 1) Þrisvar í viku - Bítlavinafélagið
5. ( 2) Papa don’t preach - Madonna
6. ( 7) Tengja - Skriðjöklar
7. ( 8) If you were a woman -Bonnie Tyler
8. ( 6) Hunting high - A-ha
9. (10) Heilræðisvísur Stanleys - Faraldur
10. (11) 15 ára á föstu - Bjartmar og Pétur
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. ágúst 1986