Þjóðviljinn - 06.08.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.08.1986, Blaðsíða 8
Afvopnun Nýtt friðarskref í Mexíkó Sex þjóðarleiötogará afvopnunarfundi í Ixtapa ídag, á Hírósímadaginn. Búist við nýjum tillögum til stórveldanna um tilraunahlé. Frumkvæðið frá þingmannasamtökunum PGA, - Ólafur Ragnar Grímsson situr fundina. Ingvar Carlsson í stað Palme I dag, sjötta ágúst, Hírósíma- daginn, hittast í Ixtapa á suð- vesturströnd Mexíkó leiötogar þeirra sex ríkja sem fyrir tveimur árum bundust sam- tökum um nýtt frumkvæði í friðar- og afvopnunarmálum. Þetta er annar fundur leiðtog- anna, og er búist við að frá fundinum komi nýjar tillögur um afvopnunarmál, og sér- staklega um leiðir til að stöðva tilraunir með ný kjarnorku- vopn og til að tryggja að hugs- anlegur samningur þess eðlis verði haldinn. Fundinn sækja Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands, And- reas Papandreou forsætisráð- herra Grikklands, Raul Alfonsin forseti Argentínu, Miguel de la Madrid forseti Mexíkó, Julius Nyerere fyrrverandi forsætisráð- herra Tansaníu sem enn telst einn af leiðtogum ríkis síns, og Ingvar Carlsson forsætisráðherra Sví- þjóðar, sem nú tekur stöðu Olofs Palme í þessum hópi. Sexmenningarnir hafa undan- farið einbeitt sér að því að þrýsta á ráðamenn Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í afvopnunarmál- um, og nú síðast hvatt ríkin til að stöðva tilraunir með kjarnorku- vopn. Ríkisstjórnirnar sex hafa boðist til að annast eftirlit á til- raunasvæðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þannig að tryggt sé að ríkin haldi tilraunabannið, og er talið að frumkvæði leiðtog- anna eigi stóran þátt í því að Gor- batsjoff Sovétleiðtogi brást ný- Frá Delhi-fundinum: Olof Palme, Raul Alfonsin, Andreas Papandreou. Forseti Mexíkó, de la Madrid, forsætisráðherra Grikklands, Papandreou, og Singh forseti Indlands á Delhi-fundinum í janúar í fyrra. til Peking, - allt á næstu fimm mánuðum. í fyrrasumar voru leiðtogunum afhentir listar með nöfnum 83 Nóbelsverðlaunahafa í ýmsum greinum, þarsem lýst var stuðn- ingi við friðarfrumkvæði. í þann stuðningshóp hafa síðan bæst 45 ríkisstjórnir, Jóhannes Páll II páfi, 120 bandarískir þingmenn, og fjöldi friðarsamtaka. En hvað um árangur? Því verð- ur auðvitað ekki spáð nú hvað leiðtogafundurinn í Ixtapa leiðir af sér. Og forsvarsmenn leiðtoga- bandalagsins orða árangurslýs- ingar hingaðtil mjög varlega, sama er að segja um forystu al- þjóðasamtakaþingmanna, PGA. Annarsvegar eru skref frammá- við í friðar- og afvopnunarmálum yfirleitt alltaf að þakka mörgum samvirkum öflum frekar en einu frumkvæði, samtökum eða manni, hinsvegar er ráðlegt að fara mjög hægt í að hrósa sér eða öðrum fyrir slík skref, - þótt ekki sé nema vegna þess að hver sem dómur sögunnar kann að verða er taktískast að leyfa leiðtogum stórveldanna að njóta í samtíð þeirra pólitísku ávinninga sem þeir kunna að sjá við að leggja leikana á að fylgjast með því að tilraunabanni yrði hlítt, og voru niðurstöður nefndarinnar kynntar á fundi undirnefndar leiðtogabandalagsins í Genf í október. Leiðtogarnir sex sendu þeim Reagan og Gorbatsjoff síð- an yfirlýsingu fyrir Genfar-fund risaveldaforingjanna í október þarsem lagt var að þeim að semja um tilraunabann og þeim kynntar tillögur um eftirlit með slíku banni, og fólu þær meðal annars í sér aðstoð ríkjanna sex við það eftirlit. í mars hvöttu leiðtogarnir sex Reagan og Gorgastjoff til að fresta nýjum kjarnorkuvopnatil- raunum þangað til þeir hittust á ný, og buðust þá til að annast eft- irlit á tilraunastöðum og hlust- unareftirlit innan landamæra risaveldanna. Tregða Sovétmanna í eftir- litsmálum hefur hingaðtil verið einn stærstur þrándur í götu í við- ræðum um tilraunabann. í vor hefur hinsvegar brugðið svo við - og efast enginn um að þar á frum- kvæði leiðtoganna sex mikinn hlut að máli - að Gorbatsjoff framlengdi tilraunastöðvun í So- vét, fyrst til loka mars, og síðan til Að loknum viðræðufundi sendinefndar alþjóðlegu þingmannasamtakanna PGA með Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna í Moskvu í apríl síðastliðinn. Á þeim fundi kom í fyrsta sinn fram að Sovétríkin væru tilbúin að veita eftirlitsmönnum annarra ríkja aðstöðu innan landamæra sinna til eftirlits með tilraunabanni. Á myndinni eru frá vinstri: Relur teér Beek formaður utanríkisnefndar hollenska þingsins, Frank von Hippel prófessor við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum og tæknilegur ráðgjafi PGA, Shevardnadze, Ólafur Ragnar Grímsson formaður framkvæmdanefndar PGA, Nicholaus Dunlop framkvæmdastjóri PGA. lega skár en áður við hugmynd- um um slíkt eftirlit. Marquez og Boesak Auk leiðtogafundarins eru ýmsar samkomur í Mexíkó þessa viku, og taka ýmsir kunnir stjórnmála-, menningar- og vís- indamenn þátt í þeim, meðal annarra Alan Boesak prestur og mannréttindamaður frá Suður- Afríku, friðarverðlaunalæknir- inn Bernhard Lown frá Banda- ríkjunum, Nóbelsrithöfundurinn kolumbíski Gabriel Garcia Einn frumkvöðlanna, Olof Palme, á leiðtogafundinum í Delhi í janú- ar 1985. Ingvar Carlsson tekur stöðu hans á fundinum í Mexíkó. Marquez, Carlos Andres Peres fyrrverandi forseti Venezúela, Jerome Weisner yfirmaður MIT- háskólans í Bandaríkjunum og vísindalegur ráðgjafi Kenndys á árum áður, o.s.frv. Áður en leiðtogafundurinn hefst kemur saman undirbún- ingsnefnd í Mexíkóborg, en í henni situr meðal annars Ólafur Ragnar Grímsson sem er formað- ur framkvæmdanefndar alþjóð- legu þingmannasamtakanna PGA, Parliamentarian Global Action á ensku. Þau samtök eiga frumkvæði að friðarbandalagi sexmenninganna. f samtökunum eru rúmlega sexhundruð þing- menn frá 36 löndum. Samstarf leiðtoganna sex hófst í maí 1984 með yfirlýsingu um að 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. ágúst 1986 John Kenneth Galbraith hagfræðiprófessor við Harvard og Pierre Trudeau fyrrverandi forsætisráðherra Kanada að loknum Aþenufundinum í janúar í fyrra. þeir hefðu tekið sig saman um nýtt frumkvæði til afvopnunar, og stefndu að því að skapa trú- verðugt og óháð afl sem gæti auðveldað risaveldunum sam- ræðu og áætlun um afvopnun. Til þess arna eru ríkin sex vel f sveit sett. í hópnum eru fulltrúar fimm heimsálfa, flest óháð hernaðar- bandalögum, njóta öll álits um heiminn, og bæði Bandaríkja- menn og Sovétmenn eiga í hópn- um fulltrúa sem þeir hljóta að bera fullt traust til. Dehlí-lxtapa í yfirlýsingu sexmenninganna var lagt til að strax yrðu stöðvað- ar allar tilraunir með kjarnorku- vopn og öll framleiðsla og upp- setning slíkra vopna, og síðan samið um verulegan niðurskurð á kjarnorkuafla risaveldanna með frekari afvopnun fyrir augum. Samhliða þyrfti að styrkja Sam- einuðu þjóðirnar og tryggja að fé sem nú er veitt til hernaðar rynni þangað sem þess er brýnust þörf. Fyrsti leiðtogafundur ríkjanna var haldinn í Nýju Dehlí í janúar 1985, og var þá ákveðið að leiðtogarnir sæktu hver í sínu lagi heim ráðamenn í kjarnorkuveld- unum fimm, Sovét, Bandaríkjun- um, Kína, Frakklandi og Bret- landi, til að kynna þeim frum- kvæði sitt og knýja á um skref í afvopnunarátt. 1 Delhí var lögð áhersla á allsherjarbann við til- raunum með kjarnorkuvopn og á bann við tilraunum með geimvopn, framleiðslu þeirra, uppsetningu og notkun. Strax að Delhí-fundinum lokn- um fóru fjórir leiðtoganna til Aþenu og settust þar á rökstóla með um fjörutíu alþjóðlegum forystumönnum á sviði stjórn- mála, trúarbragða, viðskipta, vís- inda og friðarmála, þar á meðal hagfræðingnum bandaríska John Kenneth Galbraith, Bruno Kreisky fyrrverandi Austurrík- Aþenu. Á myndinni eru meðal annarra: Dr. Castro framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins, Carlos Andreas Peres fyrrverandi forseti Venesúela, Julius Nyerere fyrrverandi forseti Tansaníu, Dr. Klipi framkvæmdastjóri Arababandalagsins, Sonny Ramphal framkvæmdastjóri Breska samveldisins, Aga Khan fyrrverandi forstöðumaður Flóttamannahjálpar SÞ, John Kennet Galbraith hagfræðingur, Dr. Pastore framkvæmdastjóri Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá, Velikoff forseti Vísindaakademíu Sovétríkjanna, Ólafur Ragnar, Joop den Uyl fyrrverandi forsætisráðherra Hollands. iskanslara og Aga Khan prinsi, fyrrum yfirmanni Flóttamanna- hjálpar SÞ. 83 Nóbels- verðlaunahafar Þessir fundir vöktu mikla al- þjóðlega athygli og undirbjuggu jarðveginn fyrir næstu skref: heimsóknir leiðtoganna sex til höfuðborga kjarnorkuveldanna, Papandreou til Moskvu, Alfons- in til Washington, Nyerere til London, Gandhi til Washington, de la Madrid til Parísar, Nyerere lóð sitt friðarmegin á vogarskál- arnar. Eftirlit þriðja aðila Bandalag leiðtoganna sex virð- ist þó eiga stóran þátt í því að samræður risaveldanna um til- raunir með kjarnorkuvopn eru nú vænlegri en oft áður, og annað þeirra, Sovétríkin, hafa breytt um stefnu í þessum efnum. Um mitt ár í fyrra stóðu þing- mannasamtökin fyrir stofnun rannsóknarnefndar þriggja kunnra jarðfræðinga um mögu- dagsins í dag, - og féllst jafnframt á eftirlitstillögur sexmenning- anna. Og er nú vonast til að þessi stefnubreytng Sovétmanna létti róðurinn þeim öflum innan Bandaríkajanna sem hvatt hafa Reagan forseta til að fallast á slíkt bann, en báðar deildir Banda- ríkjaþings hafa hvatt forsetann til viðræðna um slíkt bann. Með fundi leiðtoganna sex í vikunni er fylgst af eftirvæntingu, og þess vænst að þeir nái enn einu skrefi í þeirri milligöngu sem þeir hafa hafið, - milligöngu sem þeg- ar hefur sannað gildi sitt. Þýtt - endursagt/-m Mlðvikudagur 6. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.