Þjóðviljinn - 06.08.1986, Blaðsíða 6
10.000 manns skemmtu sér í Herjólfsdal um helgina,
þar á meðal Töffaragengið, Hœpur og Sniglarnir
„Hafðu ekkert með þér á
þjóðhátíð í Eyjum sem þú vilt
taka heim með þér aftur,“
sagði kunningi minn á Reykja-
víkurflugvelli við mig síð-
astliðinn laugardag. Ég
minntist þeirra orða sólarhring
seinna þegar ég virti fyrir mér
ónýta skóna mína eftir „vett-
vangskönnun" á þjóðhátíðar-
svæðinu í Herjólfsdal í
Vestmannaeyjum.
Flugið til Eyja tók 20 mínútur
en engu að síður voru væntanleg-
ir þjóðhátíðargestir óþreyjufullir
og buðust sumir jafnvel til að ýta
svo hægt væri að flýta ferðinni.
Sungið var við raust á leiðinni og í
lendingunni tóku þrjár ungar
stúlkur „Einsa kalda í Eyjunum"
með glæsibrag.
Dagskrá laugardagskvöldsins
hófst á Brekkusviðinu í Herjólfs-
dal upp úr níu og það var þétt
setið í brekkunni. Mikið af
Eyjatjöldum voru komin upp og
var þeim raðað í skipulegar raðir.
Á milli raðanna voru skilti með
götunöfnum svo að menn rötuðu
nú heim og má þar nefna Veltu-
sund, Lundagötu og Barmahlíð.
Tjöld aðkomumanna voru ekki
eins skipuleg og völdu menn
þeim undarlegustu staði, jafnvel
svo hátt upp í brekkunni að ólík-
legt er að þeir hafi yfirleitt haldist
þar við sökum halla. Aðrir voru
forsjálli og tjölduðu á golfvelli
Eyjamanna, Golfurum til mikil-
lar óánægju en hvað var hægt að
gera; 10.000 manns í Dalnum og
ekkert tjaldsvæði eftir.
„Eg borða hval
þrisvar í viku...“
Harmónikkuunnendur hófu
fjörið á sviðinu og síðan tók
Bergþóra Árnadóttir við með gít-
arinn sinn og tókst að fá fólkið
með sér í hljómmikinn fjölda-
söng. Á eftir henni steig á svið
Jóhannes eftirherma Kristjáns-
son og vakti hann mikinn fögnuð
áheyrenda þegar hann tók lagið
með röddu Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra og
söng eitthvað á þessa leið við
þekkt lag:
„Ég borða hval þrisvar í viku
og grjónagraut í eftirmat.
Eg fer í Hollywood um helgar
með mynd af Blazer í vasanum".
Á eftir honum skemmti Laddi í
ýmsum gervum, en síðan hófst
ballið sem allir höfðu beðið eftir.
Stuðmenn sáu um fjörið og virt-
ust þeir skemmta sér jafnvel ef
ekki betur en gestimir þegar þeir
kyrjuðu gömul og ný lög af al-
kunnri list. Þegar þeir gerðu hlé
tók við Sniglabandið svokallaða,
en það eru fulltrúar Bifhjólasam-
taka lýðveldisins í tónlistarbrans-
anum. Félagar úr samtökunum
höfðu fjölmennt á svæðið og þeg-
ar Sniglabandið byrjaði að spila
röðuðu sér upp fyrir framan svið-
ið einir tíu mótorhjólatöffarar og
létu drynja í hjólunum „í takt“
við músikkina svo að bergmálaði
í öllum Dalnum. Innihald text-
anna snérust að sjálfsögðu um
riddara götunnar og mátti greina
eftirfarandi línur í hávaðanum:
Stuðmenn spiluðu fyrir dansi öji kvöldin og væntanlega hefur þeim verið hlýrra Höfuðbúnaður gesta var oft á tíðum afar frumlegur og hjá sumum mjög hagnýt-
en í Saltvík forðum daga. Mynd Ari. ur að auki. Mynd Ari.
„Nú er ég klæddur og kominn á
ról/ Kristur Jesús vgri mitt skjól/
mig langar í þríhjóí/ þegar ég er
orðinn stór!/ með rauðum og
hvítum röndum/ og stórum
sturtupalli!".
Töffaragengið
og Hæpur
Á meðan allt þetta fór fram á
sviðinu röltu menn um og
heilsuðu upp á kunningja og
eignuðust nýja ef þeir gömlu
fundust ekki í mergðinni. Klæðn-
aður fólks var hreint ótrúlega lit-
ríkur og frumlegur. Margir höfðu
greinilega sest við saumavélina
áður en þeir fóru og útkoman var
ansi skrautleg. Sumir gengu um í
skósíðum arabakuflum og rönd-
óttum fangabúningum en aðrir
létu sér duga síðar blómamynstr-
aðar hnébuxur einar fata. Flestir
skörtuðu einhvers konar höfu-
ðfötum og var ekkert þeirra eins.
Lampaskermar, sundhettur og
hjálmar með sérstökum slöngu-
búnaði og áfestum bjórdósum
voru meðal annars það sem sett
var upp.
Margir höfðu látið letra nöfn
„gengjanna" sinna á boli og
peysur og voru þau hin frumleg-
ustu: Töffaragengið, Klakaband-
ið, Naglarnir, Engill, Hæpur,
Sukkfélagið, Sniglarnir og
Grínpís svo einhver dæmi séu
tekin.
Hér og þar í brekkunni sátu
menn með gítar og sungu af inn-
lifun svo mikilli að sumir hverjir
voru orðnir hásir þegar yfir lauk.
Um miðnætti upphófst þó slíkur
hávaði að hann varð ekki yfir-
gnæfður; hátt uppi í fjalli voru
menn frá íþróttafélaginu Þór með
flugeldasýnirtgu sem var alveg
stórkostleg. Stjörnur og sólir
voru sendar hátt á loft þar sem
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. ágúst 1986
Séð yfir Herjólfsdal. „Aldrei verið svo mikið af Eyjatjöldum áður,“ sagði Þór Vilhjálmsson formaður þjóðhátíðarnefndar. Mynd Ari.
Vestmannaeyjar
Eg borfa hval þrisvar í viku...