Þjóðviljinn - 12.08.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1986, Blaðsíða 2
_________________FRÉTTIR_____________ Neytendasamtökin Krefjast verðlækkunar Neytendasamtökin hóta aðgerðum efekkert er gert ímálunum. Kartöflur hafa hœkkað um 74% fráþvííjúlísl.. Agúrkur um 58% frá þvíífyrra. Engin samkeppni. Neytendur hafa enga valmöguleika „Frá því í byrjun júní sl. hefur verð á kartöflum hækkað úr 47 kr. að meðaltali í 82 kr. kflóið, sem er rösklega 74% hækkun“ sögðu talsmenn Neytendasamtak- anna á blaðamannafundi sem Neytendasamtökin efndu til í gær í tilefni þess að samtökin krefjast verðlækkunar á kartöflum og fleiri tegundum garðávaxta sem hafa hækkað mikið undanfarið. Á fundinum kom í ljós að verð á kartöflum í byrjun september í fyrra, þegar nýjar íslenskar kart- öflur voru komnar á markað, var 37 kr. kílóið. Þær eru því seldar nú á 122% hærra verði, tæpu ári síðar. í fréttatilkynningu samtak- anna segir að á undanförnum 12 mánuðum hafi framfærsluvísi- talan hækkað um 21,5% og mat- vöruvísitalan um 23%. Eðlilegra verð á kartöflum væri því að með- altali um 45 kr. kílóið. Forsvarsmenn Neytendasam- takanna sögðu að þeir vissu að kartöflur ættu að lækka eitthvað en það sem nefnt hefur verið er svo lítil verðlækkun að vart er tal- andi um hana. Sem dæmi má nefna að gullauga lækkar í dag úr 82 kr. kílóið í 78 kr.. Neytendasamtökin bentu einnig á það að fyrir ári síðan kostuðu gulrófur 43 kr. kílóið og höfðu mánuði síðar lækkað í 28 kr.. Nú kosta þær um 90 kr.. Eðli- legra verð á rófunum nú væri um 53 kr. og ættu þær að lækka í 34 kr. fram til næstu mánaðamóta, miðað við eðlilega verðlagsþró- un. Vegna þess að ekki er von á því að garðávextir lækki verulega á næstunni vilja Neytendasam- tökin skora á framleiðendur og dreifingaraðila að lækka verð nú þegar á kartöflum og öðrum garðávöxtum sem hækkað hafa óeðlilega mikið. Samtökin benda á að svona hátt vöruverð leiðir til minnkandi neyslu á þessu holl- meti og eykur það enn á offram- leiðslu í landinu. Neytendasamtökin beina því til alþingismanna, að á næsta þingi verði felld niður heimild til Fullt hús matar Nýsvínalæri 245 kr. kg. Nýrsvínabógur 247 kr. kg. Svínakótelettur 490 kr. kg. Ódýru lambaskrokkarnir rúllupylsurfylgjameð 182 kr. kg. Lambahryggir 253 kr. kg. Lambalæri 258 kr. kg. Nautagullasch 460 kr. kg. Nautabuff 550 kr. kg. Nautahakk 10 kg.pk. 250 kr. kg. Ódýra hangikjötið læri 348 kr. kg. Ódýrir hangiframpartar 225 kr. kg. opið laugardaga kl. 7-16 Verið velkomin. landbúnaðárráðherra um að leggja á allt að 200% jöfnunar- gjald á innfluttar kartöflur. Þessi álagning hefur eingöngu orðið til að hækka verð á kartöflum og fá fólk til að sætta sig við mjög hátt vöruverð. Forsvarsmenn samtak- anna sögðu að ráðherra hefði stimplað alla vertíðina vitlaust inn og brenglað verðskyn al- mennings. Samtökin óska eftir því við verðlagsyfirvöld, að nú þegar fari fram rannsókn á verðmyndun kartaflna og annars grænmetis og verði borið saman við verðmynd- un áður en verðlagning var gefin frjáls. Samtökin segja ennfremur í fréttatilkynningu að kartöflur og garðávextir séu nauðsynjavara sem fráleitt sé að leggja á toll eða önnur gjöld. Því hvetja samtökin stjórnvöld til að fella niður gjöld á þessari vöru þegar hún er flutt inn til landsins. Framleiðendum benda sam- tökin á að í dag væri hægt að flytja inn kartöflur sem í verslun kost- uðu á bilinu 44-57 kr. kílóið. Ef jöfnunargjaldið væri ekki við lýði, myndu þær kosta á bilinu 29-39 kr. kflóið og þykir það lítið borið saman við meðalverð á nýj- um íslenskum kartöflur sem er 72 kr. eftir lækkunina í dag. Á blaðamannafundinum sögðu forsvarsmenn Neytenda- samtakanna að ef frjáls álagning þýðir svo mikla verðhækkun, sem raun ber vitni, þá áskili sam- tökin sér rétt til að krefjast að verðlagsákvæði verði tekin upp á nýjan leik eða þau grípi til að- gerða til að knýja niður vöru- verð. Aðspurðir um hvernig aðgerð- ir Neytendasamtökin myndu grípa til, sögðu þeir að haldið yrði uppi áróðri til að fá neytendur til að forðast að kaupa ákveðnar vörutegundir. Að lokum benntu samtökin á að raunveruleg samkeppni er ekki til staðar og enginn val- möguleiki fyrir hendi. 4 dreifing- araðilar eru í landinu en þeir eru allir með nánast sama heildsölu- verð. Það er liðin tíð að keypt sé af bændum beint. Búið er að kippa innfluttningi út úr sam- keppninni með einföldu banni, þannnig að nú hefur neytandinn enga valmöguleika, sögðu for- svarsmenn Neytendasamtak- anna. SA. Á blaðamannafundi sem Neytendasamtökin héldu í gær. F.v. Jónas Bjarnason, formaður landbúnaðarnefndar, Krist- björn Jónsson, starfsmaður samtakanna, Jóhanns Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Sviptingasamt miðtafl Sjötta skákin í heimsmeistara- einvíginu var tefld í gær og fór í bið í jafnteflislegri stöðu. Kaspa- roff hóf leikinn með kóngspeðinu og Karpoff svaraði með Petrofls vörn en hún þykir afar traust. Kasparofl fórnaði peði og upp- hófust þá miklar flækjur. Hann bauð upp á annað peð og virtist um tíma vera að knésetja Karp- off. En svarta staðan var seig. Hornsteinn hennar var fírna- sterkur ríddari á e6. Eftir mikil uppskipti kom upp endatafl þar sem hrókar og mislitir biskupar voru á borðinu. Hvíta peðastaðan er veikari, tvipeð á h-línunni en ekki auðgert að hagnýta sér það. Biðskákin verður tefld áfram á morgun. Hvítt: Kasparoff Svart: Karpoff 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Rxe5 - d6 4. Rf3 - Rxe4 5. d4 - d5 6. Bd3 - Rc6 7. 0-0 - Bg4 8. c4 - Rf6 9. Rc3 - Bxf3 10. Dxf3 - Rxd4 Þannig tefldist 15. skákin í öðru ein- vígi þeirra Karpoffs og Kasparoffs. Þálék Karpoff 11. Hel+ Be712. Ddl en Karpoff skilaði peðinu til baka og síðan var samið um jafntefli eftir lið- lega 20 leiki. Nú breytir Kasparoff út af og virðist nýja leiðin hvassari. 11. De3+ - Re6 14. Be4 - Db5 12. cxd5 - Rxd5 15. a4 - Da6 13. Rxd5 - Dxd5 16. Hdl - Be7 Fyrstu leikirnir voru tefldir hratt en nú lögðu meistararnir höfuðin í bleyti svo um munaði. Enn einu sinni hefur Kasparoff biskupaparið og staðan er opin svo þeir njóti sín vel. Meðan hvíti hrókurinn stendur á dl getur svartur ekki hrókað langt og það er hættulegt að hróka stutt. Hér kom til greina að leika 17. Dh3 eða Df3 (eftir c7-c6 er svarta drottningin úr leik) um hríð en hvítur bauð upp á annað peð. 17. b4 - 0-0 Peðið er óholt, t.d. 17. ... Bxb4 18. Db3 c5 19. Bd3 Db6 20. Bb5+ Kf8 21. Bb2 og kóngur svarts er á ver- gangi en menn hans ná ekki saman. 18. Dh3 - g6 19. Bb2 - Dc4 í síðasta leik hvíts kom til álita að leika 19. b5 (Db6) til að halda b- peðinu. Annars er staðan afar flókin. 20. Hd7 - Ha-e8 Ef 20. ... Dxb4 kemur 21. Bxg6 og vinnur. 21. Bd5 - Dxb4 22. Bc3 - ... 8 7 6 5 4 3 2 1 IX AAiniiii 4 m, abcdefgh JSST Laugalæk 2 — S: 686511 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 12. ógúst 1986 Hárskurður Landslið til Veróna Heimsmeistarakeppnin í hár- greiðslu og hárskurði verður haldin í Veróna á Ítalíu dagana 14.-16. september nk. íslendingar munu nú í fyrsta skipti senda lið í keppnina og hef- ur þjálfun keppenda nú staðið yfirínokkramánuði. Landsliðiðí hárgreiðslu hefur verið undir handleiðslu eins besta þjálfara Hollands, John Scholts. Þó John sé ungur að árum hefur hann geysilega mikla keppnisreynslu og hefur unnið yfir 280 bikara í keppnum út um allan heim. í júnímánuði síðastliðnum fór landsliðið á viku námskeið í Hol- landi, þar sem John lagði línurnar fyrir þjálfun þeirra. í framhaldi af því mun hann koma hingað helg- ina 8.-11. ágúst og endanlega leggja fram drög að þjálfunar- prógrammi fyrir keppnina. Þátttaka íslands í keppninni verður án efa mikil landkynning- og hugur í keppendum að standa sig sem best. Landslið íslands er þannig skipað: Hárgreiðsla: Dóróthea Magnúsdóttir, Hársnyrtistofunni Papillu Guðfinna Jóhannsdóttir, Hár- greiðslustofunni Ýr Helga Bjarnadóttir, Hárgreiðslu- stofunni Carmen Hárskurður: Eiríkur Þorsteinsson, Rakara- stofunni Greifanum Gísli V. Þórisson, Rakarastof- unni Hárlínunni Hugrún Stefánsdóttir, Hársnyrtistofunni Papillu Dómarar: Arnfríður ísaksdóttir og Torfi Geirmundsson. (Fréttatilkynning). Nú virðast öll spjót standa á svarti en riddarinn bjargar honum. 22. ... - Rf4 Nú skiptist upp í endatafl því ef drottningin víkur sér undan kemur 23. ... Dxb3og24. ... Re2+ ogsvart- ur vinnur. 23. Bxb4 - Rxh3+ 2S- H*c7 - b6 24. gxh3 - Bxb4 26■ Hxa7 - Kg7 Orustureykinn hefur lagt til hliðar. Peðastaða hvíts er veikari en meðan mislitir biskupar eru á borðinu þarf hann lítið að óttast. Næstu leikir voru leiknir hratt. Einföld leið fyrir hvítan til jafnteflis var 27. Hb7 Bc5 (eftir Ba5 er biskupinn úr leik) 28. a5 bxa5 29. Hxa5 og síðan að pressa á f7- peðið. 27. Hd7 - Hd8 28. Hxd8 - Hxd8 29. Hdl - Hd6 30. Hd3 - h5 31. KH - Hd7 32. Kg2 - Bc5 33. Kfl - h4 34. Bc4 - He7 35. Hf3 - Bd6 36. Kg2 - Hc7 37. Bb3 - fS 38. Hd3 - Bc5 39. Hc3 - Kf6 40. Hc4 - g5 41. Hc2 - Ke5 Hér fór skákin í bið. Karpoff hefur heldur betri stöðu. Eftir hrókakaup er staðan dautt jafntefli en meðan hrókarnir eru á borðinu má þvæla stöðuna eitthvað, binda hvíta kóng- inn við peðaveikleikana í horninu og pota sínum kóngi áfram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.