Þjóðviljinn - 12.08.1986, Side 16
MOOHUIMN
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
Háskólinn
Hugmyndir um kennslugjöld
Nefndskipuð afmenntamálaráðuneyti hefurskilað áliti. Sigmundur Guðbjarnarson rektor: Ekki
sammálaþessari hugmynd. Björk Vilhelmsdóttir FVM: Vœri vegið að jafnrétti til náms
Nýlega hefur skilað áliti nefnd
sem menntamálaráðherra
skipaði á síðasta ári til að gera
tillögur um fjárlaga- og þróunar-
áætlun fyrir Háskóla Islands
1986-1989. í skýrslu þessari eru
margháttaðar tillögur, svo sem
um meira og betra húsnæði fyrir
Háskólann, fleiri stöðugildi,
dregið verði úr kennsluálagi og
lagt er til að kennsla á háskóla-
stigi verði hafin á Akureyri 1987.
Bent er á fjármögnunarleiðir og
vekur það athygli að þar er sett
fram það sjónarmið að tekin
verði upp kennslugjöld við Há-
skólann.
„Þetta er aðeins hugmynd,
ekki tillaga“ sagði Árni Gunnars-
son hjá menntamálaráðuneytinu.
Sigmundur Guðbjarnarson rekt-
or, sem átti sæti í nefndinni, var
spurður að því hvort einhugur
hefði verið um þessa hugmynd og
hvort hann væri henni samþykk-
ur. Hann sagði að þetta sjónar-
mið hefði komið fram hjá á-
kveðnum aðilum í nefndinni en
hann væri því ekki samþykkur.
„Það er eðlilegt að menn velti
þessu fyrir sér þegar skórinn
kreppir að, en þetta er ekki á dag-
skrá hjá okkur“ sagði Sigmund-
ur.
í sama kafla skýrslunnar er
meðal annars lagt til að Há-
skólinn taki gjöld fyrir þá þjón-
ustu sem honum er ekki skylt að
veita.
Árni Gunnarsson skrifstofu-
stjóri í menntamálaráðuneytinu
sem einnig átti sæti í nefndinni,
var spurður að því hvaða þjón-
usta það væri og svaraði hann því
til að hér væri átt við pappírs-
kostnað sem fylgir ljósritun
kennslugagna fyrir nemendur.
Nú er það svo að hver nemandi
greiðir 700 krónur árlega í papp-
írsgjöld og var Sigmundur Guð-
bjarnarson rektor því spurður
hvort þau gjöld yrðu þá felld nið-
ur.
„Þetta pappírsgjald hefur verið
mönnum mikill þyrnir í augum“
sagði Sigmundur „og margir telja
sig vera að greiða kostnað fyrir
aðra því þörf fyrir ljósritun er
mismunandi eftir deildum. Ef
farið verður að þessari tillögu þá
mun þetta 700 króna gjald leggj-
ast niður og það metið í einstök-
um deildum hve mikið nemendur
þurfa að greiða í pappírs-
kostnað“.
„Ef tekin verða upp kennslu-
gjöld við Háskólann þá er vegið
að jafnrétti til náms“ sagði Björk
Vilhelmsdóttir í Félagi vinstri
manna í samtali við blaðið. „Við
munum standa gegn því að það
verði á ný forréttindi þeirra efn-
aðri að komast til mennta.“
-vd.
Jarðfrœði
Rússar sprengja
í Eyjafirði
Tilgangurinn er að frœðast um jarðlög undir blóm-
legum landbúnaðarhéruðum Eyjafjarðar
essa dagana er hópur sov-
éskra jarðfræðinga að hefja
jarðlagarannsóknir í Eyjafirði
með bergmálsmælingum.
Að sögn Einars Kjartanssonar,
jarðeðlisfræðings hjá Orkustofn-
un, eru þessar rannsóknir fram-
kvæmdar þannig að lögð er röð af
skynjurum á jörðina og fram-
köiluð sprenging. Skynjararnir
nema síðan endurvarpið af hljóð-
bylgjunum sem fara ofan í jörð-
ina og með þessu móti á að vera
hægt að verða nokkurs vísari um
samsetningu jarðlaga.
Dr. Muzylev, foringi sovéska
leiðangursins, sagði að þeir
reiknuðu með að verða við þessar
rannsóknir í Eyjafirði fram á
haustmánuði, sennilega fram í
október.
Það ætti ekki að koma eyfirsk-
um bændum á óvart þótt þeir
heyri sprengingar af og til á næstu
vikum og eflaust verða einhverjir
þeirra góðfúslega beðnir leyfis til
að vísindamennirnir fái að fara
yfir land þeirra.
-yk.
Sovósku vísindamennirnir fyrir framan einn farkostinn sem virðist búinn undir öllu meira torleiði en víðast þekkist í
eyfirskum sveitum. Mynd: -yk.
Útvarp/sjónvarp
Rætt um fjölmiðlarisa
ísfilm ístöðugum viðrœðum við íslenska sjónvarpsfélagið og íslenska útvarpsfélagið.
Rœtt um sameiginleg hagsmunamál og jafnvel samruna
Ísfilm hf. stendur nú í viðræðum
við íslenska sjónvarpsfélagið
og íslenska útvarpsfélagið. Rætt
er um ýmis sameiginleg
hagsmunamál þessara aðila og
ennfremur hvort möguleiki sé á
samstarfi og jafnvel samruna.
Þær viðræður sem hér um ræðir
hafa farið mjög leynt og eru for-
svarsmenn framangreindra aðila
ekki tilbúnir til að upplýsa í
hverju nákvæmlega viðræðurnar
felast. Eftir því sem Þjóðviljinn
kemst næst er ekki fráleitt að um
einhverskonar samruna verði að
Bílslys
Jacquillat látinn
Franski hljómsveitarstjórinn fórst í bílslysi í fyrrinótt
Jean-Pierre Jacquillat
Franski hljómsveitarstjórinn
Jean-Pierre Jacquillat lést í
bílslysi í fyrrinótt í suðurhluta
Frakklands. Hann var einn í bfln-
um og á leið til sumarhúss síns á
þessum slóðum.
Jean-Pierre Jacquillat var
fæddur árið 1935 og var íslend-
ingum að góðu kunnur. Hann var
aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í sex ár, frá 1980 til
vors 1986 þegar hann hélt sína
formlegu lokatónleika sem að-
alstjórnandi Sinfóníunnar; eftir-
minnilega tónleika þar sem leikin
var tónlist eftir Ravel og Berlioz,
en Jacquillat var dugmikill túlk-
andi tónlistar síns heimalands.
Hann var einnig maðurinn á bak-
við vel heppnaða tónleikaför Sin-
fóníuhljómsveitar íslands til Fra-
kklands.
Þótt Jean-Pierra Jacquillat hafi
látið formlega af föstu starfi við
Sinfóníuhljómsveit íslands í vor,
væntu menn þess að íslendingar
fengju notið krafta hans áfram.
Þessi hörmulegi atburður slekkur
þá von.
-pv
ræða, einkum þá íslenska sjón-
varpsfélagsins og ísfilm.
Kristján Jóhannsson stjórnar-
formaður ísfilm staðfesti í sam-
tali við Þjóðviljann í gær að fyrir-
tæki hans ætti nú í viðræðum við
íslenska sjónvarpsfélagið og ís-
lenska útvarpsfélagið. Ekki vildi
Kristján upplýsa í hverju þessar
viðræður væru fólgnar, hins veg-
ar sagði hann að hér væri um tvö
aðskilin mál að ræða, þ.e. annars
vegar Sjónvarpsfélagið og hins
vegar Útvarpsfélagið.
Einar Sigurðsson hjá Út-
varpsfélaginu staðfesti að hafa átt
í viðræðum við ísfilm og það
gerði einnig Jón Óttar Ragnars-
son hjá Sjónvarpsfélaginu. Hvor-
ugur vildi þó skýra frá gangi þess-
ara viðræðna, en skv. heimildum
Þjóðviljans ræða menn helst
hvernig komist verði hjá harðri
samkeppni og undirboðum. Þær
umræður munu nú hafa leitt til
þess að menn eru farnir að skoða
möguleikann á sameiginlegum
rekstri.
G.Sv.
Norðurland
Hátið AB
um helgina
Alþýðubandalagið í Siglufírði
efnir til fjölskylduhátíðar að
íþróttamiðstöðinni á Hóli í Siglu-
fírði dagana 16.-17. ágúst nk.. Á
Hóli er hin ágætasta aðstaða til
slíkra samkomuhalda. Gistirými
er þar fyrir um 40 manns,
svefnpokapláss, tjaldstæði og úti-
grill.
Dagskráin verður leikin af
fingrum fram en þarna verður
sungið, farið í leiki og gönguferð-
ir, kvöldvaka verður við varðelda
o.fl..
Þótt Alþýðubandalagið í Siglu-
firði standi fyrir þessari fjölskyld-
uhátíð verður það varla eitt um
hituna. Alþýðubandalagið á
Norðurlandi eystra varð að aflýsa
sinni hátíð fyrr í sumar, vegna
veðurs. Hafa nú ýmsir þar um
slóðir fullan hug á að bæta sér það
upp með því að sækja Siglfirðinga
heim um næstu helgi. Vart þarf
að efa að Alþýðubandalagsfólk í
Skagafirði og Húnaþingi hugsi
sér einnig til hreyfings.
Stefnt er að því að þátttakend-
ur í fjölskylduhátíðinni mæti við
íþróttamiðstöðina frá kl. 14.00
laugardaginn 16. ágúst. Þátttaka
óskast tilkynnt í síma: 71142
(Brynja), 71406 (Sigurleif),
71712, vinnusími, eða 71624,
heima (Hafþór).
-mhg