Þjóðviljinn - 20.08.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Page 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MENNING MANNLÍF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Afmœliskostnaður Yfir hundrað miljónir Samanlagt beinn og óbeinn kostnaður hátt á annað hundrað miljóna króna Líkur má leiða að því að beinn og óbeinn kostnaður við af- mælishátíð Reykjavíkurborgar hafi verið hátt í 200 miljón króna. Á fjárhagsáætlun borgarinnar voru 19 miljónir settar undir lið- inn afmælishátíð, en undir þann lið fellur allur beinn kostnaður við hátíðarhöldin. Kostnaður við kaup á fánastöngum og hátalar- akerfi er talinn nema um 32 milj- ónum, en samkvæmt heimildum Þjóðviljans kostaði kerfið 26 miljónir en ekki 10 miljónir eins og gert var ráð fyrir á fjárhagsá- ætlun. Mismunurinn, eða 6 milj- ónir, er kostnaður við kaup á fán- astöngum. Áætlaður kostnaður við tæknisýninguna var 24 milj- ónir, en auk þess hefur áætlaður kostnaður við uppbyggingu Borgarleikhússins á árinu farið langt fram yfir áætlun, en þar verður tæknisýningin til húsa. Undir liðinn Ýmis kostnaður voru settar 20 miljónir en á síð- asta ári var 8 miljónum ráðstafað undir þennan lið. Samkvæmt heimildum Pjóðviljans hefði sú upphæð, undir eðlilegum kring- umstæðum, hækkað um u.þ.b. 2 miljónir og má því reikna með að 10 miljónum hafi verið varið sér- staklega til hátíðarháldanna: Af þessari upphæð er m.a. greiddur kostnaður við móttöku erlendra og innlendra gesta. Auk þess kostnaðar sem nefndur hefur verið hefur tölu- verðu fé verið varið til annarra hluta svo sem kaupa á leiktækj- um, hreinsunaraðgerða og snyrt- ingar á útivistarsvæðum. Áuk þess mun gerð kvikmyndarinnar um Reykjavík og rits um sögu Reykjavíkur kostað talsvert fé, sömuleiðis sögusýningin, og er enn ógetið mikillar næturvinnu borgarstarfsmanna og starfs- manna afmælisnefndar síðustu vikur. Er ekki ósennilegt að beinn kostnaður við afmælið fari yfir 100 milljónir, og með óbeinum kostnaði fari upphæðin að nálgast 200 milljónir. Hér er ekki tekið tillit til tekna sem borgin hefur af afmælinu. -K.Ól. Milljón fyrir súkkulaðipakka Auckland - Bandarískur skóla- drengur fékk nýlega eina milljón dollara inn á banka- reikning sinn með því að stinga súkkulaðipakka inn í hraðbanka í stað ávísunar. Málið komst ekki upp fyrr en tveimur vikum síðar þegar dreng- urinn viðurkenndi verknaðinn fyrir kennara sínum. Drengurinn stakk einfaldlega þunnum súkk- ulaðipakka inn í vélina og skipaði henni að setja milljón dollara á reikning sinn. Tölvan samþykkti það og næstu daga tók drengur- inn 1500 dollara út af reikningi sínum. IH/Reuter Mengun Stórátak gegn mengun Sjávarútvegsráðherrar Norðurlanda lýsaþungum áhyggjum sínum vegna mengunar íhafinu Síðastliðinn mánudag komu s.s. skiptingu loðnukvóta við Jan Mayen. Stofnuð hefur verið nor- henni m.a. ætlað að undirbúa sjávarútvegsráðherrar Norð- þessu sinni um helstu ágreinings- ræn embættismannanefnd til að frekari fundarhöld ráðherranna á urlandanna saman til fundar í efni þjóðanna í fiskveiðimálum, fjallaumfiskveiðimálefniogmun næstu árum. -yk tengslum við norrænu fiskimála- ráðstefnuna sem haldin er á Ak- ureyri að þessu sinni. Merkasta niðurstaða fundarins er ályktun sem þeir samþykktu þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum vegna mengunar hafsins og lögðu á það áherslu að stórátak yrði gert til varnar lífríkis þess. í ályktuninni segir m.a. að ráð- herrarnir séu sammála um að fela samstarfsnefnd Norðurlandanna um fiskveiðimálefni að fjalla um þær afleiðingar sem mengun hafsins hefur í för með sér fyrir lífið í hafinu og um leið að skipt- ast á upplýsingum um þær ráð- stafanir sem gripið er til í hverju einstöku landi í þeim tilgangi að bæta lífsskilyrðin í hafinu eða varðveita þau. Ráðherrarnir fjölluðu ekki að Arnarstofninn Færri ungar komast upp Bretar grunaðir um að hafa eyðilagt varp Að sögn taismanna Fugla- verndunarfélags íslands eru nú um 18 arnarungar að verða fleygir úr hreiðrum og er það tals- vert færra en í fyrra, en þá kom- ust 24 ungar upp. Vitað er að á 27 stöðum þar sem arnarpör hafa helgað sér óðal hefur varp misfarist, en óðal nefndist það yfirráðasvæði sem örninn helgar sér er hann er kyn- þroska. Ástæður til þess að varp misheppnast má oft rekja til þess að kynþroska fugl parar sig við ókynþroska fugl, en slíkt er al- gengt þar sem arnarstofn er lítill. Arnarstofninn er enn í útrým- ingarhættu og þau lög gilda nú að ekki má koma nálægt arnar- hreiðri fram til 1. júní á vorin. Grunur leikur á að ferðir tveggja Breta sem sögðust vera að taka myndir af valshreiðrum, hafi eyðilagt varp í einu arnarhreiðri, en stórar sektir liggja við slíku. Ungir ernir hafa sést á þessu ári í Reykjavík, Suðurnesjum og í Eyjafirði, auk þess sem þeir hafa verið greindir á venjulegum arn- arslóðum. -GH Vestfirðir Mlklll afli Togararnir meðl40- 150 lestir eftir5-6 daga veiðiferðir Bátar og togarar á Vestfjörð- um hafa veitt afar vel í sumar, en uppá síðkastið hefur afli verið með eindæmum góður. Togarar hafa verið að koma með þetta 140-150 lestir eftir 5-6 daga veiðiferðir, sem er með því besta sem gerist. Þá hefur afli handfærabáta verið með albesta móti. Þeir hafa legið í stórum og góðum þorski undanfarið. Afli handfærabáta fer að mestu leyti í salt. Aftur á móti er afli togaranna, sem ekki er unninn í frystihúsunum, sendur út í gám- um og hefur verið mikið um slík- an útflutning frá ísafirði í sumar. Þá hefur afli rækjubáta einnig verið góður og sumir bátar þegar búnir með kvóta sinn. Pétur Ein- arsson á hafnarvoginni á ísafirði sagði að mikil atvinna væri nú á ísafirði og frekar að það vantaði fólk til vinnu en hitt. „Það er eins og allir strekki suður hvernig sem á þvf stendur,“ sagði Pétur, en að hinir sem eftir væru hefðu meiri en næga atvinnu. -S.dór Davíðssálmar voru rokkaðir við unglingafjöld á Arnarhóli í gær. Mynd KGA. Skák Jóhann sigraði Jóhann Hjartarson sigraði glæsilega á opna breska samveld- ismótinu í skák. Jóhann hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum sem er mjög góður árangur. Næstu menn fengu 7 vinninga og er því sigur Jóhanns mjög afgerandi. Meðal þeirra sem Jóhann lagði að velli voru stórmeistararnir Plaskett, DeFirmian og Kudrin. í síðustu umferðum sigraði hann DeFirmian í 32 leikjum og Ku- drin í aðeins 26 leikjum. G.Sv.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.