Þjóðviljinn - 20.08.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Síða 2
FRETTIR TORGIÐ Páll Pampichler er vaxandi leikstjóri. Unnið við vegagerð austur af Grundarfirði. Mynd gg. Snœfellsnes Miklar vegaframkvæmdir Eskifjörður BÍiðaá afmælinu Forsetinn í heimsókn á morgun. Afmœlismessurnar íhaldið einokaði stólinn Borgarfulltrúar Sjálfstœðisflokksins íprédikunarstól nema íeinni kirkju. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Er búið að spyrðasaman kirkjuna ogSjálfstœðisflokkinn? Borgarfulltrúar sem fengnir voru til að prédika í kirkjum á sunnudaginn í tilefni borgar- afmælisins voru allir nema einn úr Sjálfstæðisflokknum. Prestar völdu prédikara úr sókn sinni og völdust alstaðar Sjálfstæðismenn til starfans nema í Askirkju en í þeirri sókn býr enginn borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Full- trúar annarra flokka í borgar- stjórn komu við sögu í kirkjum við lestur ritningargreina, og á einum stað flutti fulltrúi Alþýðu- bandalagsins nokkur lokaorð við messuna. Aðspurður um hvernig staðið hefði verið að vali þeirra sem pre- dikuðu sagði Ólafur Skúlason vígslubiskup og dómprófastur að prestarnir hefðu fengið útdeilt listum með nöfnum á borgarfull- trúum og varaborgarfulltrúum í sókn sinni og þeim hefði verið í sjálfsvald sett við hverja þeir semdu um að predika. „í minni sókn,“ sagði Olafur „er enginn fulltrúi minnihlutans og því komu ekki aðrir til greina en Sjálfstæð- ismenn. Við vorum einmitt að ræða það, að fólk héldi örugglega að þetta væri algjört íhaldsbæli hjá okkur," sagði Ólafur. Pjóðviljinn hafði samband við þrjá aðra presta og spurði þá hvernig staðið hefði verið að vali predikaranna, en það vakti at- hygli að í tveimur prestakallanna predikuðu varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á meðan sömu prestaköll hafa á að skipa aðalfulltrúum sem tilheyra minn- ihlutanum. Séra Guðmundur Þorsteinsson og séra Halldór S. Gröndal prestar í umræddum prestaköllum sögðu báðir að að- alfulltrúarnir hefðu tvímælalaust haft forgang en ekki hefði náðst í þá í tæka tíð vegna sumarleyfa. í þriðja prestakallinu, Dómkirkju- prestakalli, eru aðalfulltrúarnir 3, þau Katrín Fjeldsted fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fulítrúi Kvennalistans, og Kristín Á. Ól- afsdóttir fulltrúi Alþýðubanda- lagsins og var það sú fyrst nefnda sem predikaði þar. Þórir Steph- ensen útskýrði val sitt á predikara þannig að hann hefði einfaldlega þekkt Katrínu best og leitað því fyrst til hennar. „Mér hefði þótt eðlilegt að dómsprófastur hefði séð um það að tryggt væri að predikarar kæmu jafnt úr minnihlutanum sem úr Sjálfstæðisflokknum," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir í samtali við Þjóðviljann. „Það er auðvitað óeðlilegt að aðeins í einu prestakalli skuli minnihlut- afulltrúi predika en í því presta- kalli býr enginn fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Þetta einhliða val á predikurum hlýtur að vekja spurningar, spurningar sem snúa að því hvort búið sé að spyrða saman kirkjuna og Sjálfstæðis- flokkinn, en það getur varla verið hlutverk kirkjunnar að styðja svo einhlítt við einn ákveðinn stjórnmálaflokk öðrum fremur,“ sagði Ingibjörg Sólrún að lokum. -K.Ól. Víða byggð ný vegarstœði og lagt bundið slitlag „Hér hafa verið mikil hátíða- höld í mikilli blíðu móti spá,“ sagði Hrafnkell Jónsson bæjar- stjóri á Eskifirði, en þar er nú haldið upp á 200 ára afmæli kaupstaðarins. „Dagskráin hófst á mánudag með guðsþjónustu í Eskifjarð- arkirkju og síðan var hátíðar- fundur í bæjarstjórn þar sem þremur mönnum voru veittar heiðurs nafnbætur. Það voru þeir Arthúr Jensen fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Pöntunarfélags Eskfirðinga, Jóhann Clausen fyrrverandi bæjarstjóri og Einar Bragi rithöfundur. Opnaðar voru sýningar í barn- askólanum, Um kvöldið fór síðan fram kvöldvaka í Félags- heimilinu, þar sem m.a. Eskikór- inn söng. Hátíðahöld halda áfram næstu daga og má þar nefna að Útvarp Eskifjarðar mun senda út fram á laugardag, 4 klukkustundir á dag og nýtt dagblað mun sömuleiðis koma út sömu daga. Forseti ís- lands kemur í heimsókn á fimmtudag og verður þá kvöld- vaka í Félagsheimilinu þar sem skemmta munu listamenn sem eru barnfæddir Eskfirðingar. Há- tíðarhöldum lýkur síðan á laugar- dagskvöld með dansleik þar sem stiginn verður dans undir stjórn hljómsveitarinnar Bumbanna," sagði Hrafnkell Jónsson að lok- um. -GH að hafa verið talsverðar veg- aframkvæmdir á Snæfellsnesi í sumar og það er óhætt að full- yrða að það verður mikil framför í að þessu, sagði Auðunn Hálf- dánarson umdæmistæknifræð- ingur hjá vegagerðinni í Borgar- nesi í samtali við blaðið í gær. 00 ára afmæli ísafjarðarkaup- staðar heppnaðist ljómandi vel, að sögn Magnúsar Reynis- sonar bæjarritara á Isafirði. Af- mælisveislan var haldin á sunnu- deginum 17. ágúst. Veðurguðirn- ir hafa aldrei dekrað jafn mikið við ísfirðinga í allt sumar eins og á sjálfan afmælisdaginn. Glaða- sólskin og blánkalogn var allan daginn. Magnús sagði að þátttak- an hefði verið frábærlega góð. Hátt á annað þúsund manns voru á Silfurtorgi þegar mest var. Hátíðin hófst reyndar á laugar- deginum með tónleikum í Alþýð- uhúsinu þar sem fram komu Nokkrir miljónatugir hafa ver- ið lagðir í þessar framkvæmdir í sumar og í haust á Snæfellsnesi, bæði norðaverðu og sunnan- verðu. Nú þessa dagana er verið að hefja framkvæmdir i Helgafells- sveit og verður gert þar nýtt veg- Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Á sunnudeginum hófust hátíð- arhöldin með því að Kristján Jón- asson forseti bæjarstórnar hélt hátíðarræðu. Allan daginn var svo skemmtidagskrá. M.a. var Litli leikklúbburinn með sögu- lega sýningu sem Jón Þ. Þór hafði tekið saman um atburðina þegar verslunin var gefin frjáls. Gunnar Sveinsson afhenti ísafjarðar- kaupstað 100.000 kr. gjöf fyrir hönd Sambandsins, til eflingar skógræktar á ísafirði. Hesta- menn komu ríðandi inn í bæinn arstæði á 10 kílómetra löngum kafla. Unnið er við að byggja nýtt vegarstæði á 2 km. löngum kafla vestan við Grundarfjörð og verð- ur að sögn Auðuns lagt á það bundið slitlag næsta sumar. Fyrr í sumar var lögð klæðing á 4 km. austan við bæinn. og buðu afmælisgestum að fara á bak. Þetta gerði mikla lukku, sér- staklega hjá yngri kynslóðinni. Sæfari, félag sportbátaeigenda, bauð upp á hópsiglingar á spegil- sléttum Pollinum. Magnús sagði að veisla aldar- innar hefði verið haldin á torginu þar sem boðið var upp á grillað fjallalamb og pylsur. Kiwanis- menn sáu um grillveisluna. „Hér á ísafirði fengu allir afmælisgestir að smakka á veitingunum,“ sagði Magnús. Um kvöldið var farið í skrúð- göngu niður í Neðstakaupstað. Að sögn Magnúsar eru þar 4 friðuð timburhús, og eru þau í sumar var einnig lagt bundið slitlag á 8 km. við Vegamót og í haust verður lagt á 4 km. frá Heydalsvegi að Haffjarðará. Þessar framkvæmdir eru meiri en gerist í meðalári á þessu svæði, en vegir á Snæfellsnesi hafa löngum þótt illir yfirferðar. -gg með elstu húsum á landinu. í einu þeirra, Turnhúsinu, sem er yfir 200 ára gamalt var dansað við harmonikkuleik fram að mið- nætti. Síðan var sungið í faðmi fjalla blárra fram á nótt. Magnús sagði að einn af há- punktum afmælisins og það sem Isfirðingar eru hvað montnastir af er að á afmælisdeginum kom út 2. bindi af Sögu ísafjarðar. Höf- undur bókarinnar er Jón Þ. Þór sagnfræðingur. Alls verða bindin 5 talsins. „Við ísfirðingar erum mjög montnir af þessari sögurit- un hér,“ sagði Magnús Reynisson að lokum. SA ísafjörður Sungið í faðmi fjalla bláira 200 ára afmœlið á ísafirði tókstfrábœrlega. Glampandi sól og hátt í 2000 manns á Silfurtorgi. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.