Þjóðviljinn - 20.08.1986, Page 4
LEIÐARI
Glæsilegt afmælishald
Hátíöahöld í tilefni 200 ára afmælis Reykja-
víkurborgar á mánudaginn lókust glæsilega.
Veöurguöir létu af fyrirhugaðri ólund og hættu
viö skúri og skýjafar einsog vísir veöurmeistarar
höfðu áður spáö. Þess í stað sendu þeir afmæl-
isbarninu sólskin og blíðviðri. Reykvíkingar létu
heldur ekki á sér standa heldur þyrptust í tugum
þúsunda til að fagna saman í miðborg afmælis-
barnsins.
Fjölskylduskemmtunin í miðbænum varð að
fjölsóttasta mannfagnaði í sögu landsins. Yfir-
völd töldu milli 70 og 80 þúsund manns hafa
haldið upp á afmælið á götum og torgum borg-
arinnar. Gífurlegur mannfjöldi sótti einnig hina
skipulögðu hátíðadagskrá á Arnarhóli um
kvöldið. Og skemmtunin tókst vel - afmælið
tókst vel. Það var einfaldlega mjög gaman að
taka þátt í fagnaðinum.
Hvað sem menn annars vilja deila um kostn-
að og umstang er Ijóst að afmælishaldsins mun
lengi verða minnst sem merkisatburðar. Þar
eiga veðurguðir allar þakkir skildar því án blíðu
þeirra og gæsku hefðu hátíðahöldin sem best
getað rignt niðrí götuna. En starfsmenn Reykja-
víkurborgar eiga líka miklar þakkir skildar. Þrot-
laus vinna þeirra lagði grunninn að vel heppn-
uðu afmæli. Og þá er ekki átt einvörðungu við
þá sem sitja við skrifborðin og taka ákvarðanir
heldur miklu fremur hina, sem lögðu dag við
nótt til að hreinsa, fegra og undirbúa.
Vigdís Finnbogadóttir kom í opinbera heim-
sókn til höfuðborgarinnar á afmælisdaginn og
setti einkar viðkunnanlegan viðhafnarbrag á
daginn. í ávarpi sínu til borgarbúa á Arnarhóli
sagði forseti meðal annars: „Engin er þjóð með-
al þjóða sem ekki á sér höfuðborg. Samspil
þjóðar og höfuðborgar er að gefa af auðlegð og
sameiginlegri sómakennd. Höfuðborg er ekki til
án samstarfs allra sem landið byggja. Hagur
annars er hagur beggja. Höfuðborg er samein-
ingartákn, einatt fulltrúi þeirrar menningar, hug-
ar og handar, sem ríkir í landinu, öryggishöfn
þegnanna sem þangað eiga að geta sótt ein-
unais það besta.“
I þessu er vísdómur fólginn. Reykjavík er
vissulega höfuðborg allra landsmanna og allir
landsmenn vilja veg hennar sem mestan í þeim
skilningi. En hagur annars er hagur beggja,
sagði forseti. í miðju hátíðahalda er rétt að íbúar
höfuðborgarinnar hyggi að því, að hið rétta
jafnvægi borgar og landsbyggðar er í háska
statt. Um sinn hefur fólksflótti úr dreifbýli til
Reykjavíkur verið meiri en dæmi eru um áðurog
ekkert lát er á. Fjármagnið leitar þangað sömu-
leiðis, - með þeim afleiðingum að uppbygging á
landsbyggðinni torveldast mjög. Landsmenn
vilja gera veg höfuðborgarinnar sem mestan.
En þess verður að gæta að það sé ekki á kostn-
að landsbyggðarinnar eins og hefur því miður
verið um sinn. Því eru hin hóflegu varnarorð frú
Vigdísar í tíma töluð: Jafnvægið milli borgar og
lands er í hættu.
Þessa skulu því Reykvíkingar minnast með-
an þeir fagna því að 200 ár eru frá því Danasjóli
undirritaði kóngsúrskurð um kaupstaðarréttindi
Reykjavíkur. Þeir þurfa landsbyggðarinnar við
rétt eins og hún þarfnast höfuðborgarinnar.
Hátíðahöldin í Reykjavík hafa verið borginni
og borgarbúum til sóma. Og þess er skylt að
geta sem vel er gert: borgarstarfsmenn hafa
leyst þau vandkvæði sem fylgja jafn yfir-
gripsmiklum hátíðahöldum og þessum með
sóma og prýði. Reykvíkingar og aðrir lands-
menn kunna þeim þakkir fyrir.
Á síðustu árum og áratugum
hafa þjóðfélög Vesturlanda verið
að þróast í átt til meiri valddreif-
ingar. Einstakir stjórnmálamenn
hafa ekki lengur þau víðtæku og
fjölþættu áhrif sem þeir áður
höfðu. Völdin hafa dreifst til síf-
ellt fleiri aðila og má færa að því
sterk rök að þessi þróun hafi orð-
ið til þess að styrkja lýðræðið á
Vesturlöndum.
Síðustu 20-30 árin hefur þessi
þróun verið mjög greinileg hér á
Islandi. Miðstýringin hefur verið
á hröðu undanhaldi. Tími
leiðtoganna er liðinn. Nú heyrir
það sögunni til að flokksformenn
geti beygt undir sig dagblað, út-
varp, verkalýðshreyfingu,
banka, háskóla og jafnvel dóm-
stóla. Þótt vissulega sé enn um
óæskileg tengsl að ræða þá hefur
mjög slaknað á þeim síðasta
aldarfjórðunginn.
Ríki og kirkja
Nú á dögum eru veigamiklar
ákvarðanir teknar á mun fleiri
stöðum en áður var. Sjálfstæðir
fjölmiðlar og frjáls félagasamtök
haf vaxandi hlutverki að gegna.
Hinar ólíku stofnanir samfélags-
ins þurfa ekki aðeins að geta
starfað saman, heldur þurfa þær
einnig að veita hver annarri það
aðhald og þá gagnrýni sem
nauðsynleg er í nútíma lýðræðis-
ríki.
Það er í samræmi við þessa
hugsun sem fólk á Norður-
löndum hefur í vaxandi mæli
tekið að krefjast aðskilnaðar ríkis
og kirkju. Jafnt leikmenn sem
prestar eru í auknum mæli að
snúast gegn ríkisrekinni þjóð-
kirkju. Eru það nú einkum fylgis-
menn öflugrar kirkju sem eru því
andsnúnir að kirkjan heyri undir
hið pólitíska ríkisvald og sé því
peningalega háð. Bent er á að
þessi tengsl séu fremur til að
200 ára afmæli Reykjavíkurborg-
ar voru prestar fengnir til að víkja
úr stólnum fyrir borgarfulltrúum
og varaborgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins.
Gat ekki
stillt sig
í Neskirkju predikaði Davíð
Oddsson borgarstjóri. Predikun
hans var skólabókardæmi um ó-
kosti þess að rugla um of saman
starfi kirkju og opinberra yfir-
valda. Eins og við var að búast
gat Davíð ekki setið á sér. Hon-
um tókst ekki að losa sig við sitt
pólitíska hlutverk.
Fyrirhuguð predikun borgar-
stjóra snerist upp í eina samfellda
varnarræðu fyrir lífskjörin í
Reykjavík. Rauði þráðurinn í
hans málflutningi var sá, að nú
væri engin fátækt í Reykjavík, að
forfeður okkar yrðu yfir sig glaðir
að sjá það sem við nú köllum fá-
tækt. Síðan gerði borgarstjóri létt
grín að ýmsum velferðarmálum
svo sem kröfum um dagvistar-
rými og vinnueftirlit. Hann sagði
að þessi svokallaða fátækt þýddi í
versta falli það að fólk kæmist
ekki eins oft til útlanda og það
kysi eða þyrfti að fresta því um
tíma að kaupa sér nýjan bíl.
Auðvitað veit Davíð mæta vel
að það er til sár fátækt í Reykja-
vík. Svo forhertur er hann nú
ekki. Konurnar sem skúra skrif-
stofur hans fara auðvitað ekki
langt til útlanda fyrir þær tuttugu-
þúsund krónur sem hann borgar
þeim, hvað þá þær kaupi sér nýj-
an bíl.
Með ræðu sinni í Neskirkju
skaut borgarstjóri yfir markið.
Þessi misnotkun hans á predikun-
arstólnum var blettur á hans ann-
ars hoffmannlegu framgöngu á
200 ára afmæli Reykjavíkur.
G.Sv.
síður hæf til að veita ríkisvaldinu
aðhald. Það er bæði gömul saga
og ný að þegar spillt ríkisvald
gengur of langt þá er ríkisrekin
kirkja síður líkleg til viðnáms.
Þess vegna m.a. er það hvorugri
stofnuninni til góðs að kirkjan
heyri undir hið pólitíska yfirvald
og þurfi að leita til þess um sitt
rekstrarfé.
Á sama tíma og frændur okkar
á Norðurlöndum vilja skerpa
skilin milli trúarlífs og
stjórnmálalífs, þá reynum við ís-
lendingar að grauta þessu sem
mest saman. Duglegastur hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið að
stilla sér upp við hliðina á kirkj-
unni. Reynt er að gefa þá ímynd
að sj álfstæðisstefnan sé einskon-
ar veraldleg útfærsla á kristind-
ómnum og eiginlega sé flokkur-
inn og kirkjan tvær hliðar á sömu
mynt, sinnhvor armur hinna
borgaralegu verðmæta, annar
andlegur og hinn veraldlegur.
í samræmi við þessa hug-
myndafræði kom Sjálfstæðis-
flokkurinn því til leiðar að á
sunnudaginn var voru predikun-
arstólar í kirkjum borgarinnar
fylltir af pólitískum talsmönnum
flokksins allt frá borgarstjóra
niður í Harald Blöndal. Á þessu
Sú röksemd sem e.t.v. vegur
þyngst er að ríkisrekin kirkja er
Óiíkt höfumst
við að
draga úr þróttmiklu trúarlífi, auk
þess sem það lami allt frum-
kvæði. Þá telja menn að sjálfstæð
og óháð kirkja fengi kraftmeiri
hugsjónamenn til starfa, menn
sem nú standa í skugga þeirra
embættismanna kirkjunnar sem
mörgum finnst að nálgist starf
rétt eins og hverjir aðrir ríkis-
starfsmenn.
DJOÐVIIJINN
Máigagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín ólafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur-
dór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglý8ingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
> •
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. ágúst 1986