Þjóðviljinn - 20.08.1986, Page 5

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Page 5
Frá Búlgaríu til Miklagarðs Sagt frá heilsuhóteli í Varna og haldið á slóðir (slendingasagna í Tyrklandi Hér heldur áfram frásögn af ferð til Búlgaríu þar sem skilist var við í Sunnudagsblaði Þjóðviljans. Þar vorum við stödd í Elenita (hinum nýja sumardval- arstað Ferðavals), á sólarströndu og í safnabænum Nessebar. Nú snúum við ferð okkar aftur til Varna. Þar er ætlunin að kvnnast heilsuræktarstöð í einu stærsta hóteli Búlgaríu, Grand Hotel Varna. Um þúsundir ára hefur fólk víða að úr heimi sótt til Búlgaríu að fá bót á hvers kyns krankleika sem það hrjáir og þangað komu rómverskir og býsanskir keisarar sér til heilsubótar í heitu böðun- um. Landið er þekkt fyrir hið heilsubætandi heita vatn sem streymir þar úr iðrum jarðar á ótal stöðum frá 10 til 102 gráða heitt. A síðari árum hefur svo verið komið þar upp heilsuræktar- og endurhæfingarstöðum með öllum fullkomnasta útbúnaði sem þekkist. Fjöldi íslendinga hefur dvalist á Grand Hotel Varna og notið þar meðferðar. Aðrir hafa látið sér nægja sjóinn og sólskinið. Þytur í laufi Hótelið var reist árið 1977 og sá sænskt fyrirtæki ABV um bygg- ingarframkvæmdir en búlgarskir arkitektar teiknuðu húsið eins og öll önnur mannvirki í landinu þótt mikið sé um að erlend bygg- ingarfyrirtæki sjái um fram- kvæmdir og mörg þeirra frá Norðurlöndum. Hóteliðerum 10 km frá miðborg Varna við strönd sem heitir Druzhba (vinátta) og er þar fyrsta og elsta baðströnd Búlgaríu. Þar eru litlar víkur unt- luktar klettum á báðar hliðar og tré allt umhverfis, einstaklega vinalegt umhverfi á baðströnd. Um sjö km norðar er svo hin t Istanbúl má víða sjá fagrar styttur og skartklæddar konur. t Grand Hotel Varna eru hin fullkomnustu tæki heilsubótar við hvers kyns krankleika. ráðlegg hverjum sem þarna dvelst að nota sér þessa þjónustu því að í rauninni er þá fyrst gam- an að stunda íþrótt í hvaða grein sem er, þegar viss grundvallar- kunnátta er fengin. Þá verður ánægjan meiri hvað sem líður ár- angri. Hótel með iíkri aðstöðu til heilsuræktar og endurhæfingar sem hér hefur verið lýst eru mörg í Búlgaríu. Þeirra nýjasta og einna fullkomnast er Sandanski sunnar í landinu, örskammt frá landamærum Grikklands og Júgóslavíu. Þar hefur Ferðaval Bakveikir fá góða meðferð í Varna. lendis hvort sem er í stuttu sumarleyfi eða lengur viljum við flestir fylgjast með því sem er að gerast í heiminum. Búlgarar koma til móts við þessar óskir gesta sinna því að sjónvarpað er fréttum á fjórum erlendum tungumálum, ensku, þýsku, frönsku og rússnesku. Einnig eru gefin út blöð á þessum málum og komst ég yfir tvö tölublöð af Sof- ia News sem gefið er út vikulega. Alltaf er forvitnilegt að kíkja í blöðin hvar sem maður er stadd- ur. Þar var myndskreytt frásögn af því er fyrsti hjartaþeginn í Búlg- Nóg er til af brauðinu. in muni örugglega endast 150 þúsund km enn. Varna Þótt allt sé af öllu að fá í Grand Hotel Varna hlýtur forvitnin að reka mann inn í miðborg Varna, borgarinnar sem Búlgarar kalla Perluna við Svartahaf. Varna á sér langa og merka sögu og þar eru enn menjar frá rómönskum og býsönskum tíma. Borgin byggðist fyrst á 6. öld fyrir krist- burð og var þá grísk nýlenda. Þá nefndist borgin Odessos en aríu 11 ára drengur var að yfir- gefa sjúkrahúsið eftir vel heppn- aða aðgerð. Utanríkisráðherra Indlands var í vináttuheimsókn og væntanlegur var forseti Zimb- abwe. Ein fegursta bygging í Istanbúl, Sophia, sem var kristin kirkja í þúsund ár síðan moska í fimmhundruð ár, en Kemal Ataturk gerði síðan bygginguna að safni. þekkta baðströnd Gullni sandur. Eins og annars staðar á bað- ströndum Búlgaríu er það trjá- gróðurinn sem setur svip sinn á næsta umhverfi þessa stóra hótels þar sem við gistum. Um leið og stigið er út úr hótelinu er komið inn í skóginn þar sem götur og gangstígar eru um allt og þytur í laufi og fuglasöngur hljómar í eyrum. Þar er unaðslegt að reika um og víða milli trjánna koma svo óvænt í ljós litlir veitingastað- ir þar sem gott er að tylla sér nið- ur og fá hressingu. Fimm stjörnur Grand Hótel Varna er fimm stjörnu hótel og stendur fyllilega undir þeirri einkunn. Segir það í rauninni allt sem segja þarf um hótelið annað en það að á allri neðstu hæð byggingarinnar er sú fullkomnasta heilsuræktar- og endurhæfingarstöð sem ég hef séð. Þar geta gestir fengið þá meðferð sem þeir vilja og þurfa á að halda undir stjórn og eftiriiti lækna, hjúkrunarfólks og ann- arra sérfræðinga. Hér verður ekki reynt að lýsa öllum þeim tækjum og tólum sem okkur voru sýnd, það yrði of löng upptaln- ing. Þarna eru einnig tvær sund- laugar, önnur með heitu heilsu- lindarvatni þar sem fólk svamlar um og hin í fullri stærð fyrir þá sem hafa fulla heilsu og vilja taka sprettinn. Einnig eru þarna íþróttavellir og tæki hvers konar og fólk getur notið kennslu kunn- áttumanna í hinum ýmsu íþrótta- greinum gegn vægu gjaldi. Ég fengið aðstöðu og mun skipu- leggja ferðir þangað. Kíkt í blöðin Hvar sem við dveljumst er- Löng grein var um Benny Goodman undir fyrirsögninni: Konungurinn er látinn en tónlist hans lifir. Rannsóknir og tilraun- ir sýna að aðstæður eru hagstæð- ar í landinu til að taka upp aftur ræktun olíutrjáa en engin slík ræktun hefur verið í landinu síð- an 1940 að síðasta olífutréð var fellt. Skýrt er frá að engin geisla- hætta er í Búlgaríu vegna spreng- ingarinnar í kjarnorkuverinu í Chernobyl. Nákvæmar mælingar og rannsóknir hafa leitt þetta í ljós og þurfa baðstrandargestir við Svartahaf engar áhyggjur að hafa af þessu. Margir vísinda- menn eru leiddir til vitnis um þetta í blaðinu. Þá er frétt um að Búlgarar hafi boðist til að halda vetrarólympíuleikana 1992 í Sof- ia og eru þeir vongóðir um að svo muni verða. Lýkur svo þessu fréttayfirliti úr Sofia News með fréttinni um leigubílstjórann Mircho Filipov frá Blagoevgrad sem hefur ekið sömu Volgunni sinni frá árinu 1968, hvorki meira né rninna en 940 þúsund kíló- metra, án þess að hafa þurft að li'ta á vélina. Segir Mircho að vél- í skóginum umhverfis Grand Hotel Varna má víða finna notalega veitingastaði þar sem gott er að tylla sér niður og fá hressingu. Miðvikudagur 20. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.