Þjóðviljinn - 20.08.1986, Side 6

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Side 6
MANNLIF snemma á miðöldum hlaut hún nafnið Vama og varð síðar mikil- væg verslunar- og hafnarborg. Varna er nú ein mikilvægasta iðnaðarborg landsins. Par eru miklar skipasmíðastöðvar, véla- verksmiðjur, efnaverksmiðjur og mikill matvæla- og niðursuðuiðn- aður. Menningarlíf er með miklum blóma í borginni og alltaf eitthvgð um að vera, þjóðlegar og alþjóðlegar listahátíðir allt árið, svo að allir ferðamenn sem áhuga hafa geta fundið sér þar eitthvað við hæfi. Þegar við kom- um þar að svipast um í miðborg- inni stóð yfir mikil alþjóðleg tón- listarhátíð og sá þess hvarvetna merki. Til Tyrklands Nú horfi ég út á hafið og fer að hugsa lengra suður. Þarna er Tyrkland, Istanbúl, Mikligarður. Þangað hlýtur að liggja leið flestra íslendinga sem gista hér í Búlgaríu. Þeir vilja kynnast þess- ari frægu borg og framandi þjóð- lífi, bæta einu Iandi í landasafnið sitt og einni álfu í álfusafnið. Kynning á Búlgaríu verður því einnig að vera kynning á för til Istanbúl. Þangað eru auðveldar og þægi- legar ferðir frá Nessebar með so- vésku skipi sem flytur 234 far- þega. Við leggjum af stað undir lágnætti, komum til Istanbúl ária næsta morguns, höfum allan dag- inn og kvöldið þar og lagt er af stað aftur til Nessebar seint um kvöldið. Með skipsferðinni fylgja þrjár skoðunarferðir um borgina og hádegisverður og kvöldverð- ur. Istanbúl á sér svo langa og merka sögu og slíkur fjöldi sögu- legra menja er í þessari stóru borg að þess er enginn kostur í þessari frásögn af för til Búlgaríu að segja sögu hennar eða lýsa borginni. Það er efni í sérstaka grein. Þess í stað segir frá þeim hugsunum sem sækja að íslend- ingi sem kemur í fyrsta sinn hing- að til Miklagarðs á söguslóðir fornsagna okkar. Á söguöld gengu margir ís- lendingar í lið Væringja en Vær- ingjar nefndust norrænir menn í þjónustu keisarans í Miklagarði. Talið er að þeir hafi komið hing- að suður Rússland, sem við nefndum þá Garðaríki, og siglt yfir Svartahaf. Menn létu sig ekki muna um langar ferðir í þá daga fremur en nú. Á slóðum Væringja í Hrafnkelssögu segir frá því að Þorkell Þjóstarson hafi verið hér sjö vetur og að Eyvindur bróðir Sáms hafi farið til Miklagarðs og fengið þar góðar virðingar af Grikkjakonungi. Allir vita hvernig fór svo og sneri sögunni við þegar hann kom út aftur til íslands svo skartklæddur héðan að sunnan að stirndi á er hann reið um héruð. Nú er ég hér á slóðum þessara garpa, sit hér í Stóramarkaði þar sem mannlífið er mest í Istanbúl og virði fyrir mér allt þetta fram- andi fólk. Tyrkneskir karlmenn eru margir hinir vörpulegustu og bera sig vel. Þetta er þó ekki ætt- að úr Fljótshlíðinni? Var ekki Kolskeggi lýst svo í Njálu að hann væri mikill maður og sterkur og öruggur í öllu? Kolskeggur þessi maður sem flestum er gleymdur af því hann stóð við það dreng- skaparheit sitt að hverfa úr landi hann endaði ævi sína hér. Hann tók skírn í Danmörku, nam ekki yndi þar, fór þá til Miklagarðs og varð höfðingi fyrir Væringjaliði, kvongaðist og var hér til dauða- dags. Bróðir hans sem sveik öll sín loforð þegar hestur hans hnaut og barði svo konuna sína í þokkabót, hann er enn í dag hetja okkar íslendinga. Grettis hefnt Hér í borg gerast þeir atburðir er segir frá í lok Grettissögu er Þorsteinn drómundur kom hing- að gagngert að hefna Grettis bróður síns. Hingað elti hann Þorbjörn öngul og hjó af honum hausinn með því sama sverði og Öngull hafði áður fellt Gretti með. Frá þessu segir í Spesar- þætti, hinni undarlegu viðbót við Grettissögu, og með hverjum klóksköpum þau bundu hjúskap sinn Spes og Þorsteinn. Hvar skytdi hafa verið forarvilpan þar sem Þorsteinn tók saurugri hendi á lær Spesar sem þá var gefin öðr- um manni? Spes var hin merkasta kona, fyrirlét bæðifrændurogféí Miklagarði, fylgdi manni sínum hingað út og „njóta þau nú eilífra samvista annars heims“, eins og segir í lok Grettissögu. Þá hefði ég heldur valið Spes til að prýða nýja fimmþúsundkallinn okkar en allar þessar konur Hólabisk- upsins. Prútt á basarnum Nú eru íslendingar komnir annarra erinda til Miklagarðs en að höggva menn. Nú erum við komin hingað til að þreyta þá íþrótt að prútta við fátæka höndl- ara hér í Stóramarkaði og snúa heim með ódýrt gull, skinn- klæðnað og teppi sem unnin eru í barnaþræikun hér í verksmiðj- um. En prútt kallast það þegar höndlari setur hærra verð á vöru sína heldur en hann ætlar að selja hana á og kaupandi býður lægra verð en hann ætlar að kaupa varninginn á. Þá hefst íþróttin og er oft vegist fimlega en alltaf fer leikurinn á sama veg, báðir hafa sitt fram og eru hinir ánægðustu. Kaupandinn fer sigri hrósandi heim og segir frá fimi sinni í íþróttinni þegar hann sýnir góss sitt. Þetta er góð íþrótt þar sem báðir keppendur fara ævinlega með sigur. Ég kann ekki þessa íþrótt og finnst hún þess vegna ekkert skemmtileg, mér finnst miklu meira gaman í keiluspili. Þess vegna beið ég förunauta rninna utan dyra meðan þeir luku keppni og settist niður við búð þar hjá og þá tesopa hjá pilti sem hafði þann starfa að draga kúnna að verslun bróður síns. Pilturinn hét Múhameð og var hinn ræðn- asti. Þeir bræður áttu tvær versl- anir þar í götunni og aðrar tvær í París sagði Múhameð. Meira te í bollann Meðan ég beið minntist ég þess að Þorsteinn drómundur hafði á þessum slóðum kastað fram dróttkveðinni vísu þar sem hann var að róma hreysti bróður síns er átta mönnum tókst ekki að losa sverðið úr höndum hans dauðum. „Mikil ágæti eru slíkt“ sögðu þá þeir er skildu vísuna. Mér fannst nú kominn tími til að aftur væri kastað fram drótt- kveðinni vísu hér í Miklagarði þúsund árum síðar. Nú hlaut yrk- isefnið að vera annað. Þegar kon- urnar, förunautar mínir, komu svo út úr búðinni með varning sinn að lokinni keppni kastaði ég þessari framan í Múhameð þar sem hann sat mér við hlið: Forðum sóttu fyrðar frœknir landa sœknir vígaþing að vega vopnum huga opnum. Firð úr drósir ferðast frónskar túni núna, beygjast þrátt að baugum basarprútti slútta. Greinilegt var að Múhameð líkaði vel kveðskapurinn því hann bauð mér að fá meira te í bollann. Lýkur hér frásögn af för minni til Búlgaríu. Hjörtur Gunnarsson. Lögtök Aö kröfu gjaldheimtustjóransf.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. (D.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum 1986 skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, líf- eyristr.gjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlits- gjald, sóknargjald, sjúkratryggingargjald, gjald í framkv.sjóð aldraðra, útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgj. og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrifst.- og versl- unarhúsn., slysatrygg. v/heimilis og eignar- skattsauki. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjald- hækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöld- um, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1986. Auglýsið í Þjóðviljanum UTBOÐ Reiðhöllin hf. óskar eftir tilboðum í gerð undir- staða fyrir reiðhöll í Víðidal - útboðsverk 2. Út- boðsgögn verða afhent hjá VST hf., Ármúla 4, 105 R. frá og með fimmtudeginum 21. ágúst nk. gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuð á sama stað mánudaginn 1. september 1986 kl. 11. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSENS HF. VERKFRÆÐIRÁÐGJAFAR FRV. 108 Reykjavík Ármúli 4 Sími (91) 8 44 99 Eiginmaður minn Eyjólfur J. Einarsson vélstjori, Miðtúni 17, lést 18. ágúst. Fyrir hönd vandamanna Guðrún Árnadóttir. Tyrkir að reykja vatnspípur. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.