Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Sjónvarpstæki eru nú á einu af hverjum níu heimilum í borgum í Kína. Svo segir í skýrslu sem gefin hefur verið út þar í landi vegna ráð- stefnu sem haldin er þar þessa dagana um inniend fjölmiðla- mál. Sjónvarpstæki eru því komin inn á 30 milljón heimilí í borgum landsins. I skýrslunni sagði einnig að nú, rúmum áratug eftir að sjónvarpið hélt innreið sína í Kínaveldi, megi segja að 3000 af um það bil 100.000 þorpum í landinu geti kallast sjónvarpsþorp þar sem hver fjölskylda í þessum þorp- um á að minnsta kosti eitt sjónvarpstæki. Mafían ftalska var tvisvar beðin um að styðja valdaránstilraunir á ítal- íu á síðasta áratug, segir í skýrslu sem nýlega var gerð opinber á Ítalíu og fjallar um umfang Mafíunnar í ítölsku þjóðlífi. Það var Tommaso Buscetta sem upplýsti um þetta. Hann rauf heit sitt um þagnarskyldu við Mafíuna og sagði lögreglunni frá því að árið 1970 og aftur árið 1979 hefði verið leitað til Mafíunnar um stuðning. Buscetta sagði að fjármálaspekúlantinn Mic- hele Sindona hefði eytt 70 dögum í Palermo árið 1979 til að fá mafíósa þar í borg til að styðja valdarán alþjóðlegra frímúrara á Sikiley og stofna þar sjálfstætt ríki. Samkvæmt framburði Buscetta bað Sind- ona um 300 liðsmenn Mafíunn- ar til aðgerða á Sikiley. í skýrsl- unni er einnig að finna frásögn Buscetta um að hann hefði ásamt öðrum Mafíuleiðtoga komið á framfæri innan Mafí- unnar skilaboðum frá yfir- mönnum í ítalska hernum um aðstoð 8000 mafíumanna til að skapa slíkan óróa í borgum á Ítalíu að tilefni gæfist til valda- ráns Hvítabirnir eru ekki hvítir á feldinn heldur gegnsæir. Það eru sovéskir vísindamenn sem segjast hafa uppgötvað þetta. Feldurinn virðist hvítur, segja þeir, þar sem sólarljósið varpar þannig birtu á hol og litlaus hár bjarn- dýrsins. Bretar vilja frelsi frekar en peninga, hljóðar niðurstaða úr könnun sem breska sjónvarpsstöðin London Weekend Television lét Gallup stofnunina gera fyrir sig. Aðeins níu prósent að- spurðra sögðust helst af öllu vilja verða ríkir, miðað við 38% í Japan og 15% í Bandaríkjun- um. 70% aðspurðra sögðust vilja „lifa eins og mig lystir“ frekar en að „verða ríkur“. Þá vildu 61% aðspurðra aðallega „eiga næga peninga í banka“. Aðeins 8% aðspurðra vildu „vinna í þágu samfélagsins". Picasso málverkið „Grátandi kona“ sem fyrir stuttu síðan var stol- ið af safni í Ástralíu af sam- tökum sem bera það merkilega nafn, „Áströlsku menningar- hryðjuverkasamtökin", hefur nú fundist á ný. Það fannst í skáp á járnbrautarstöð í Mel- bourne eftir að maður sem ekki sagði til nafns, gaf vís- bendingu um staðinn í símtali til dagblaðs í borginni. Sam- tökin umræddu höfðu hótað að brenna málverkið ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Kröfurnar voru um að ríkið legði aukið fjármagn til menn- ingarmála og stofnaði tvenna sjóði til styrktar ungum lista- mönnum. Umslag mun hafa fundist með málverkinu en ekki var upplýst um innihaldið. Málverkið var óskemmt. Afvopnunarráðstefnan í Stokkhólmi Bjartsýni um árangur Síðasti hluti afvopnunaráðstefnunnar í Stokkhólmi hófst ígœr og ríkir bjartsýni meðalþátttakenda, sérstaklega eftir tilboð Sovétmanna um eftirlit erlendra ríkja með hernaðarlegum umsvifum innan Sovétríkj- Stokkhólmi - Fulltrúar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna á af- vopnunaráðstefnunni í Stokk- hólmi lýstu í gær báðir yfir vilja landanna til að komast að mál- amiðlun svo áþreifanlegur ár- angur yrði á ráðstefnunni. Síð- asti fundur hennar hófst í gær. Viðbrögð bandarískra yfir- valda við yfirlýsingu Gorbat- sjofs Sovétleiðtoga um fram- lengingu tilraunabanns Sovét- manna með kjarnorkuspreng- ingar til áramóta, koma hins vegar til með að hafa neikvæð áhrif. Báðir fulltrúar minntu hins vegar á að mikið verk væri enn eftir að vinna, á þeim fimm vik- um sem nú eru til stefnu. Sovét- ríkin buðust til að leyfa erlendum ríkjum að fylgjast með hernaðar- legum umsvifum sínum einu sinni til tvisvar á ári. Vestræn ríki hafa fagnað þessu tilboði og sagt það mikilvægt skref í átt til samkomu- lags. Oleg Grínefskí, formaður sovésku sendinefndarinnar sagði á fréttamannafundi í gær að þessi ákvörðun hefði verið tekin í síð- ustu viku þegar unnið var að endurskoðun stefnunnar í af- vopnunarmálum. „Stokkhólms- ráðstefnan hefur nú sögulegt tæk- ifæri til að ná árangri og það væri ófyrirgefanlegt ef þetta tækifæri yrði látið ónotað," sagði Grínef- skí. anna tvisvar aari Hann gagnrýndi Bandaríkja- menn hins vegar harðlega fyrir viðbrögð þeirra við tilkynningu Gobatsjofs um að Sovétríkin hefðu ákveðið að framlengja bann sitt við tilraunum með kjarnorkuvopn til áramóta. Gor- batsjof hvatti bandarísk yfirvöld til að fresta tilraunum með kjarn- orkuvopn en Bandaríkjamenn afneituðu því. Larry Speakes, talsmaður Reagans Bandaríkja- forseta, drap þessari hvatningu hins vegar á dreif. Hann sagði m.a.: „Við höfum ætíð verið áhugasamir um einhvers konar eftirlit með kjarnorkusprenging- um (Bandarískir vísindamenn hafa nýlega sýnt fram á að slíkt er mögulegt). Það sem við þurfum nú að gera er að hlusta á tilboð Sovétmanna, athuga hvort þau fullnægja skilyrðum okkar og halda síðan áfram út frá þeim nið- urstöðum.“ Speakes sagði einnig að bandarísk yfirvöld vonuðust til þess að bann við tilraunum með kjarnorkuvopn yrði tekið upp á væntanlegum leiðtogafundi á þessu ári. Speakes endurtók það viðhorf Bandaríkjastjórnar að Gorbat- sjof hefði farið að hvetja til banns við tilraunum með kjarnorku- vopn þegar Sovétmenn hefðu lokið tilraunum með það kjarn- orkuvopnakerfi sem þeir hafa nú yfir að ráða. „Bandaríkin þurfa hins vegar að halda áfram tilraun- um með kjarnorkuvopn til að tryggja áframhaldandi öryggi kjarnorkuvopnakerfis landsins,“ sagði Speakes. Bandaríkjamenn hafa á þessu ári tilkynnt um 14 kjarnorkusprengingar neðan- jarðar, þar af sjö á þessu ári, frá því Gorbatsjof Sovétleiðtogi til- kynnti bann Sovétmanna við til- raunum með kjarnorkuvopn, 6. ágúst, 1985. Þrátt fyrir þetta var mikil bjartsýni ríkjandi þegar fundur- inn hófst í Stokkhólmi í gær. Við- ræðunum á að ljúka 19. septemb- er og nokkrum dögum síðar munu fulltrúar Bandaríkjanna, Kanada og allra Evrópuríkja utan Albaníu hittast í Vín til að athuga stöðu mála. Síðustu þrjú árin hafa fulltrúar á ráðstefnunni í Stokkhólmi rætt möguleika á samkomulagi sem kæmi í veg fyrir að styrjöld brytist út í Evr- ópu fyrir slysni eða mistök í út- reikningum. Embættismenni innan Nato hafa sagt að þörf sé á eftirliti til að tryggja að hernaðar- leg umsvif séu ekki í árásarskyni. Mikill ágreiningur er enn um ýmis mál milli risaveldanna tveggja. Þar á meðal er spurning- in um eftirlit. Embættismenn innan Nato halda því fram að til- boð Sovétmanna um eftirlit með herafla tvisvar á ári sé alls ekki nægilegt. Spánn 50 ár frá dauða Lorca Gabriel Garcia Lorca. Sungnir voru Flamenco söngvar við staðinn sem talið er að hann hafi verið myrturá Granada - Um það bil 200 manns söfnuðust í gær saman í Viznar í Granada héraði til að minnast þess að í gær voru lið- in 50 ár frá því að spænskir fasistar myrtu spænska Ijóð- skáldið Gabriel Garcia Lorca. Fólkið safnaðist fyrir í gili sem talið er að Lorca hafi verið leiddur í til aftöku þann 19. ágúst, 1936, rétt fyrir dögun. Fólkið söng Flamenco söngva og hélt á kertum. Lorca var handtekinn 16. ágúst, 1936, mánuði eftir að spænska borgarastyrjöldin hófst. Líkami hans fannst aldrei en sagnfræðingar telja sig vissa um að að hann hafi verið skotinn 18. eða 19. ágúst. Stærsta dagblað Spánar, E1 Pais, sagði í gær að morðið á Lorca væri tákn um dauða 4000 menntamanna sem fasistar drápu í borgarastyrjöldinni. Winnie Mandela heldur ræðu á útifundi, nú er kvikmynd í undir- búningi um líf hennar. Bandaríkin Kvikmynd um Winnie Mandela Los Angeles - Camille Cosby, eiginkona Bills Cosby, þess er skemmtir íslendingum í ís- lenska sjónvarpinu á laugar- dagskvöldum, hefur fengið öll réttindi að gerð kvikmyndar um æviferil Winnie Mandela, einn leiðtoga svartra í S-Afríku og eiginkonu hins fangelsaða Nelsons Mandela. Camille Cosby ætlar sér að verða framleiðandi að myndinni um Mandela ásamt Judith Ruth- erford James. Þá er ekki talið ól- íklegt að gert verði leikrit byggt á ævisögu Winnie Mandela sem nefnist „Móðir þjóðar" og er skrifuð af Nancy Harrison. Um- boðsmaður Cosby hjónanna, Norman Brokaw, vildi ekki segja hversu mikið fjármagn væri í spil- inu né vildi hann segja hvort Mandela hefði þegið greiðslu fyrir réttinn. Hann sagði að þegar yrði hafist handa við kvikmynda- gerðina. Brokaw hafði eftir Winnie Mandela frá heimili hennar í S- Afríku að hún væri „mjög ánægð með að vinna með frú Cosby að því að segja heiminum sögu mtna“. Camille Cosby hefur í 18 mánuði reynt að fá leyfi Mandela til að gera kvikmyndina. „Hún telur líf Winnie Mandela ekki að- eins þýðingarmikið á heimsmæli- kvarða, heldur telur hún söguna fjalla um mjög sterka konu“, sagði umboðsmaðurinn, Brok- aw, við fréttamenn í fyrradag. Sovétríkin/Israel Ólíkar skoðanir á Helsinkifundinum Fundursovéskra og ísraelskrafulltrúafékk skjótan og óvœntan endi og Sovétmenn segja engarfrekari viðrœður íaðsigi, ísraelsmenn segja fundinn hins vegar upphafað bættum samskiptum þjóðanna Moskvu, Jerúsalem - í gær, ein- um degi eftir aö viðræðum lauk skyndilega milli ísraeis- manna og Sovétmanna í Hels- inki, voru fulltrúar þjóðanna ekki sammála um árangur af hinum 90 mínútna langa fundi. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, Gennadí Gera- simof, sagði í gær við fréttamenn að engar frekari viðræður væru fyrirhugaðar milli þjóðanna um konsúlasamskipti þjóðanna. Engin samskipti hafa verið milli þjóðanna frá því í sex daga stríð- inu. Gerasimof sagði að ísraels- menn hefðu farið langt út fyrir verksvið fundarinns í Helsinki með því að ræða um búferlaflutn- inga sovéskra gyðinga til fsraels. Gagnrýndi Gerasimof utanríkis- ráðherra ísraelsmanna harðlega fyrir að lýsa sovéska gyðinga verðmikla eign ísraelsmanna. Gerasimof sagði slíkan út- úrsnúning sýna hrokafull afskipti af sovéskum innanríkismálum. Yfirlýsing Sovétmanna er mjög á skjön við yfirlýsingar ísra- elskra fulltrúa fljótlega eftir fundinn á mánudaginn. Utan- ríkisráðherra ísraelsmanna, Yts- ak Shamir, sagði á mánudaginn að viðræðurnar hefðu verið já- kvætt upphaf á viðræðum við yfirvöld í Moskvu. í gær endur- tók síðan háttsettur embættis- maður í ísraelska utanríkisráðu- neytinu fyrri orð ráðherrans. Embættismaðurinn bætti því hins vegar við á fundi með frétta- mönnum í ísrael að enn væri ekki fyrir hendi vísbending Sovét- mönnum um að endurlífga ætti diplómatískt samband ríkjanna. Sovésk yfirvöld vildu senda átta manna sendinefnd til ísraels í að minnsta kosti mánaðarferð til að skoða rússneskar kirkjueignir í ísrael. Yfirvöld í ísrael eru ekki á móti slíkri heimsókn en vilja að Sovétmenn svari með því að leyfa heimsókn ísraelskra diplómata til Sovétríkjanna í því augnamiði að athuga ísraelska sendiráðiö í Moskvu sem nú stendur autt en ísraelsmenn borga enn leigu af. ísraelski embættismaðurinn sagði einnig í gær að ísraelsku diplómatarnir myndu þá vilja hafa samband við ísraelska þegna í Sovétríkjunum, aðallega ísra- elska araba sem stunda nám í so- véskum háskólum. Ekki er ljóst hvort ísraelsmenn vilja fá að ná sambandi við gyðinga í Sovétríkj- unum sem hafa haft í frammi andóf gegn yfirvöldum. Embættismaðurinn ísraelski sagði einnig í gær að ísraelsmenn hefðu vissulega velt því fyrir sér að viðræðurnar hefðu átt sér stað þrátt fyrir að Sovétmenn gerðu sér grein fyrir að þær myndu ekki mæta velvilja Arabaþjóða. Em- bættismaðurinn gaf í skyn að end- anlegt markmið Sovétmanna væri að eiga stóran þátt í við- ræðum um frið í Miðaustur- löndum. Slíkt hefur mikið verið í höndum Bandaríkjanna hingað til. Yfirvöld í Sovétríkjunum vilja halda friðarráðstefnu í Mið- austurlöndum en ísraelsmenn vilja að Sovétmenn taki upp dipl- ómatísk tengsl við þá áður en af slíkum friðarviðræðum yrði. Miðvikudagur 20. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.