Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.08.1986, Blaðsíða 16
Hljóðritanir Gamall djass undir skemmdum Menningarsjóður veitti eitt sinn 10.000 krónur til Jazzvakningar til þess að styrkja útgáfu okkar á hljóðritunum Gunnars Ormslevs en að öðru leyti höfum við ekki fengið opin- bera styrki til menningarstarfs þess sem við innum af hendi, sagði Vernharður Linnet for- maður Jazzvakningar í samtali við blaðið, en Jazzvakning hyggst nú saekja um opinbera fjárhags- aðstoð til þess að unnt verði að bjarga gömlum djass-hljóðritun- um undan skemmdum. „Ástæðan fyrir erfiðri stöðu ís- lensks djasslífs er sú að hér eru engir opinberir styrkir veittir til þess einsog gert er annars stað- ar,“ sagði Vernharður. „Djazzi er ekki ennþá skipað á bekk með öðrum listgreinum hérlendis. Hér liggja gamlar hljóðritanir undir skemmdum úti um allan bæ og þegar við vorum að gefa út plötuna með Gunnari Ormslev fundum við ótrúlegustu hluti í bíl- skúrum hjá fólki. Má þar á meðal nefna upptökur með Lee Konetz sem voru gerðar hér í kringum 1950. Kristján Magnússon á einnig gott safn sem hann verður að fá aðstöðu til að endurvinna. Hann hefur unnið mikið menningaraf- rek með þessu safni sínu og í raun þá hefði Ríkisútvarpið átt að sjá um þetta en hér áður fyrr þá henti það gömlum hljóðritunum. Þannig að ég á ekki von á öðru en opinberir aðilar bregðist vel við, þetta er þarft verkefni,“ sagði Vernharður Linnet að lokum. -vd »« Gunnar Jónasson tekur við málverki Mynd KGA______________________ Hátíðartónleikarnir af Ragnari J. Ragnarssyni, formanni Flugsögufélags islands. Á bakvið þá er eina rammíslenska flugvélin TF-Ögn. Skinn Flug Ögnin afhjúpuð Endursmíðifyrstu og einu rammíslensku flugvélarinnar afhjúpuð ígœr í gær var afhjúpuð eina alís- lenska flugvélin, sem smíðuð hef- ur verið og á það bæði við um hönnun og smíði. Það var Gunn- ar Jónasson sem hafði yfirumsjón með endursmíði TF-Ögn, sem var upphaflega smíðuð árið 1933 af Gunnari og Birni heitnum Ol- sen. Flugvélinni var þó ekki flogið fyrr en 1940 því vél vantaði í hana. I desember sama ár var henni flogið í síðasta sinn. TF-Ögn er til sýnis á sýning- unni Flug 86 í skýli 1 á bak við Loftleiðahótelið á Reykjavíkur- flugvelli. Sýningunni lýkur sunnudaginn 24. ágúst og er haldin í tilefni 50 ára afmælis Flugmálafélagsins og Flugmálastjórnar en Svifflugfé- lag Islands á einnig 50 ára afmæli um þessar mundir. í tilefni þessara afmæla verða flugdagar út þessa viku. -Sáf/S.dór Allt í plati Öll tónlistflutt af segulbandi. Páll Pampichler Pálsson: Ekki beint listrœnt að stjórna segulbandi. „Þetta var ekki beint mjög list- ræn tilfinning,“ sagði Páll Pam- pichler Pálsson, er hann var spurður hvernig hefði verið að stjórna segulbandi, því öll tónlist sem flutt var á Arnarhóli á hátíð- arkvöldið var tekin upp fyrirfram og sama gilti um hátíðarverk Jóns Þórarinssonar sem Sinfóníu- hljómsveitin lék undir stjórn Páls. Hljóðfæraleikararnir léku því á hljóðfæri sín sem látbragðs- leikarar en ekki sem tónlistar- menn. „Maður þurfti fyrst og fremst að herma eftir sjálfum sér en var ekki að túlka tónlist. Þetta var svolítill vandi því maðurinn er ekki vél og við flutninginn mátti ekki muna broti úr sekúndu. En þetta tókst vel og það var fyrir öllu. En ég vildi ekki þurfa að gera þetta oft því lifandi tónlist er mun skemmtilegri.“ Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveitin þykist spila á útitónleikum, hinsvegar hefur verið notast við segul- bandsupptöku í sjónvarpi. -Sáf Refir á rétlri leið rátt fyrir að meðalverð á refa- skinnum frá íslandi hafi ekki verið nema 1400 kr. sem er mjög lágt, þá tel ég að við séum á réttri leið. Verðmunurinn sem verið hefur á íslensku skinnunum og skinnum frá Norðurlöndunum er o g hefur verið að minnka vegna þess að íslenskir refaræktendur eru að ná betri tökum á greininni, sagði Jón Ragnar Björnsson hjá Sambandi loðdýraræktenda í samtali við Þjóðviljann í gær. Höfuð ástæðurnar fyrir þessu lága skinnaverði í ár sagði Jón vera tvær. í fyrsta lagi er refa- ræktin það ung hjá okkur og hef- ur verið í mjög örum vexti að bændur hafa sett öll bestu dýrin á en þeim lakari hefur verið fargað. í öðru lagi hefur lækkun dollar- ans farið afar illa með menn í ref- aræktinni. Hann sagði að meðal verðið á refaskinnum hefði verið 1400 kr. sem fyrr segir, fyrir skinnið sem er lágt, en hann benti á að sveiflunar í báðar áttir frá þessu meðalverði hefðu verið um það bil 250 krónur, sem þýðir að bestu skinnin fóru á 1650 kr. sem er viðunandi. Allt bendir til metfjölda ferða- manna í ár, að sögn Rögnu Samúelsson hjá Ferðamálaráði Islands. Fyrstu sjö mánuði ársins komu tæplega 68 þúsund útlendir ferðamenn til landsins, en á sama tíma í fyrra var fjöldi þeirra 59 þúsund. Fyrstu sex mánuði ársins jókst fjöldi ferðamanna um 13% í heild miðað við fyrra ár. Ferðamann- astraumur jókst mest frá Norður- löndum, eða um 22%. Einnig varð aukning á fjölda þýskra og bandarískra ferðamanna, þrátt fyrir að samdráttur hafi orðið í heild í ferðum Bandáríkjamanna vegna bombuhræðslu þar í landi. Fjölgun norrænna ferðamanna má að einhverju leyti þakka kynningarherferð sem verið hef- ur á Norðurlöndum, en einnig hefur aukið ráðstefnuhald hér á landi haft sín áhrif. Ragna sagði að framboð á skipulögðum hópferðum hefði ekki minnkað og yrði fyrirsjáan- lega svipað á næsta ári. Ferða- menn sem oft nefndust í daglegu tali „puttalingar“ væru á undan- haldi og réði þar mestu að nú gefst fólki kostur á ýmsum af- sláttarmiðum meðáætlunarbílum sem unnt væri að tengja gistingu að vild. Um ferðalög íslenskra ferða- manna sagði Ragna að þar hefði einnig orðið aukning í ár. Komur íslendinga til landsins voru fyrstu sjö mánuði ársins 54 þúsund á móti 49 þúsund í fyrra. Ekki voru haldbærar neinar tölur um ferða- lög innanlands, en þó er ljóst að rdT er einnig um aukningu að •æða. Práttfyrir að meðalverð refaskinna frá Islandi hafi verið lágt áþessu ári telja menn að íslenskir refarœktendur séu á réttri leið en þeirhafa orðið að setja á öll bestu dýrin enfargað þeim lakari vegna mikillar útþenslu ígreininni Þá taldi Jón nauðsynlegt fyrir íslenska refaræktendur að fjölga litaafbrigðum með kynblöndun en nú eru menn nær eingöngu með bláref, en hann er undir- staða allrar litablöndunar. Jón sagði að mjög hátt verð væri á ýmsum litaafbrigðum og að því yrði stefnt að fá þau fram hér á landi. Verð á minkaskinnum er aftur á móti hátt um þessar mundir og ágæt afkoma hjá minkaræktend- um. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.