Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 9

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 9
MENNING Þau spila: Martial Nardeau flautu- leikari, Guðrún Sigurðardóttir sellóleikari, Ásdís Valdimarsdóttir lágfiðluleikari og Szymon Kuran fiðluleikari. (Mynd KGA) Tónlist Kristskirkja er á góðri leið með að verða mikil miðstöð í ís- lensku tónlistarlífi og Tónlist- arfélag kirkjunnar umsvifa- mikiðmenningarapparat. Það lætur ekki sitja við töðugjöldin nú á sunnudaginn, heldur verða aðrirmerkirtónleikar næstkomandi miðvikudag 27. ágústklukkan 20.30. Þá leika fjórir tónlistarmenn sex verk eftir ýmsa af meisturum klassískrar tónlistar. Szymon Kuran fiðluleikari, Guðrún Sig- urðardóttir sellóleikari, Martial Nardeau fiautuleikari og Ásdís Valdimarsdóttir lágfiðluleikari koma fram á tónleikunum og við báðurn þau að segja nánar frá verkunum sem leikin verða. „Við byrjum á Divertimento eftir Haydn. Það er verk fyrir tríó, flautu, fiðlu og selló. Þetta var mjög vinsælt verk á klassíska tímanum, frekar létt og var gjarnan spilað úti við ýmis hátíð- leg tækifæri. Við tókum þá stefnu þegar við settum saman efnisskrá þessara tónleika að hafa verkin frekar í léttari kantinum, að velja ekki of þunglamaleg verk.“ Þá verður frumflutt verk eftir Szymon Kuran, sem ber titilinn Ciacconetta. Það er fyrir einleiks- fiðlu og leikur höfundur það sjálfur. Hvernig lýsir hann verk- inu? „Ég skrifaði þetta verk í Reykjavík í fyrra, 1985. Það er stutt verk og byggt svipað upp og barokkmúsík, án þess þó að það hljómi eins og barokkverk. Þarna er ákveðið þema á sveimi en svo koma ýmis tilbrigði útfrá því.“ Þriðja verkið á efnisskránni er eftir sjálfan Ludvig van Beetho- ven: „Þetta verk hans heitir einfald- lega Serenada og var mjög vin- sælt á þessu klassíska tímabili. Serenöður og Divertimenti voru algeng og vinsæl verk á þeim tíma. Verkið er samið fyrir flautu, fiðlu og lágfiðlu og er í sjö köflum. Það má segja um þetta eins og verkið eftir Haydn, að þessi tónsmíð er af léttara taginu og telst ekki til alvarlegri verka Beethovens. Ýmis tilbrigði leikast þarna á, stuttar nótur og kaflarnir eru til skiptis hægir og hraðir.“ Eftir hlé kemur svo verk eftir Martial Nardeau sem hann kallar Deux Piéces. Höfundur fær orðið: „Þetta verk skrifaði ég upphaf- lega fyrir tvær fiðlur árið 1973. Ég breytti því síðan, lauk við það nú í ár og skrifaði það upp fyrir flautu, fiðlu og selló, og það verð- ur frumflutt þannig á íslandi á tónleikunum á miðvikudags- kvöldið. Verkið skiptist í tvo kafla, hægan og hraðan sem leikast á.“ Martial er í sólóhlutverki í fimmta verki tónleikanna sem er stykki fyrir einleiksflautu eftir franska tónskáldið Jacques Ibert, sem er tiltölulega lítt þekktur hér á íslandi: „Þetta er ákaflega melódískt og skemmtilegt verk. Það var samið í kringum 1930. Jacques Ibert er nýlega látinn í Frakk- landi en þar var hann rnjög fram- arlega í tónlistalífinu, bæði sem tónskáld en einnig í sambandi við aðra þætti tónlistarlífsins svo sem tónlistarkennslu, tónleikahald og þess háttar.“ Á miðvikudagstónleikunum rekur lestina enginn annar en sjálfur Wolfgang Amadeus Moz- art, en leikinn verður kvartett eftir hann fyrir fiðlu, lágfiðlu, selló og flautu. Hvers konar verk skyldi það vera? „Það er sama sagan að þetta verk er ekki það alvarlegasta sem Mozart gerði. Svo skemmtilega vill til að hann samdi það 1786 þannig að það er tvö hundruð ára gamalt rétt eins og Reykjavík og má kalla þetta afmælisverk tón- leikanna. Mozart semur þetta verk upp úr óperu eftir ítalskt tónskáld, Paisello að nafni. Hann tekur stef úr þessari óperu og auk þess stef héðan og þaðan m.a. úr frönskum sönglögum og sýður þetta svo saman á mjög skemmti- legan hátt.“ Tónlistarmennirnir eru ís- lenskum tónlistaraðdáendum að góðu kunnir. Szymon Kuran er pólskur og hefur verið hér í tvö ár og er annar konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar íslands og konsertmeistari í hljómsveit ís- lensku óperunnar. Hann er auk þess tónskáld og mun Sinfónían flytja á næsta vetri nýtt verk eftir hann. Martial Nardeau hefur ver- ið hér í fjögur ár og spilar með Sinfóníunni og kennir og sama gerir Guðrún Sigurðardóttir. Ásdís Valdimarsdóttir er hins- vegar búsett í Þýskalandi þar sem hún starfar með þýskri kamrner- hljómsveit ásamt með lágfiðlu- námi í Köln. - pv Myndlist Guðmundur sýnir á Húsavík um helgina Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður heldur um helgina sýningu í Hliðskjálf á Húsavík. Guðmundur sýnir þar vatnslitateikningar. Sýningin opnar á laugardaginn klukkan tvö og henni lýkur á mánudag. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍKUROG NÁGRENNIS Stærsta flugsýning sem haldin hefur verið hérlendis hefst á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Útvarpað verður frá sýningunni og hefst bein útsending kl. 13.30 og stendur til kl. 18.30 á FM 90.1 Þeir sem hug hafa á að fylgjast með sýningunni geta komið sér fyrir þar sem vel sér yfir flugvöllinn, haft með sér ferðatæki, horft á sýningaratriðin, hlustað á lýsingar, létta tónlist, viðtöl við framámenn [ fluginu og við ofurhugana sem leika liátir sínar í loftinu, á FM 90.1. riíi# Meðal sýningaratriða verða hópflug, svif- drekasýning, flug í loftbelg, fallhlífarstökk, listflug, módelflug og flugsveitir herja 5. landa sýna. Það verður líf [ loftinu yfir Reykjavík á laugardaginn og þá er bara að horfa til himins ög hlusta á FM 90.1. RIKISUTVARPIÐ Svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis Efstaleiti 1 108 Reykjavík sími: 6-88-188 Auglýsingasímar: Lesnar puglýsingar - 2-22-74 |Leiknar 68-75-11. Klassík í Kristskirkju Scx klassísk verk flutt á miðvikudagskvöld

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.