Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 15

Þjóðviljinn - 23.08.1986, Side 15
Garbur IÞROTTIR Valsmenn leystu fyrstu þrautina Sigruðu Víði sanngjarnt en sluppu vel ílokin Valsmenn leystu í gærkvöldi fyrstu þrautina af þremur. Þeir náðu aS sigra Víði 1-0 í Garðin- um, nokkuð sanngjarnt, og eru nú tveimur sigrum frá íslands- meistaratitlinum. Fjögurra stiga forysta, en hana getur Fram minnkað niður í eitt á ný í dag. Eins og við var að búast var baráttan mikil á báða bóga. Vals- menn sóttu mun meira lengi vel enda lagði Víðir áherslu á vörn- ina þar sem Daníel Einarsson var sem klettur að vanda og Ólafur Róbertsson baráttuglaður. Valur Stadan í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu: Valur . 16 11 2 3 28-6 35 Fram 15 9 4 2 30-11 31 ÍBK . 15 9 1 5 21-20 28 ÍA . 15 7 3 5 26-16 24 KR . 15 5 7 3 17-10 22 Víðir . 16 5 4 7 19-19 19 Þór . 15 5 4 6 18-25 19 FH . 15 4 3 8 20-31 15 Breiðablik : 15 3 3 9 12-31 12 ÍBV . 15 1 3 11 14-36 6 I dag kl. 14 mætast FH og Þór í Hafnarfirði og ÍBV leikur við Fram í Eyjum. KR og ÍBK leika á Laugardais- vellinum kl. 19 á sunnudagskvöldið og á sama tíma kvöldið eftir mætast ÍA og Breiðablik á Akranesi. Garður Víðir 50 áia Knattspyrnufélagið Víðir í Garði heldur uppá 50 ára afmæli sitt eftir viku, laugardaginn 30. ágúst. Þá verður mikið um dýrðir en annað kvöld, sunnudagskvöld, fer fram fyrsti liðurinn á afmælis- dagskránni. Víðir leikur gegn úr- vali úr öðrum félögum innan íþróttabandalags Suðurnesja, Grindavík, Reyni, UMFN og Höfnum, og hefst viðureignin á Garðsvellinum kl. 19. fékk nokkur góð færi í fyrri hálf- leik sem nýttust ekki. Ámundi Sigmundsson var einn gegn Jóni Örvari Arasyni markverði á 25. mín. en skaut beint á hann. Jón Örvar varði fast skot Ámunda á 35. mín. og rétt á eftir sló hann boltann í horn eftir langskot Sig- urjóns Kristjánssonar. Eina um- talsverða tilraun Víðis í fyrri hálf- leik var þegar Daníel Einarsson þrumaði á markið á 43. mín. en Guðmundur Hreiðarsson varði. Það sama var uppi á teningun- um framanaf síðari hálfleik, eða þar til Valur náði forystu. Þá fékk Sigurjón boltann hægra megin, rétt utan markteigs, og skaut föstu skoti í stöng. Boltinn hrökk beint til hans aftur og þá skoraði Sigurjón af öryggi, 0-1. Víðismenn hresstust við þetta, eins og svo oft þegar þeir fá á sig mark, og fóru að sækja meira. Guðjón Guðmundsson átti gott skot á 73. mín. sem Guðmundur í Valsmarkinu varði en Valsmenn sluppu svo sannarlega með skrekkinn á 83. mín. Þá var Grét- ar Einarsson skyndilega aleinn gegn Guðmundi markverði, mark blasti við en Grétar skaut beint á Guðmund sem sló bolt- ann yfir slána. Fleiri færi gáfu Valsarar ekki á sér og héldu í bæ- inn með 3 dýrmæt stig. -SÓM/Suðurnesjum Víðir-Valur 0-1 (0-0) * * * Garðsvöllur, 22. ágúst Dómari Eysteinn Guðmundsson « * Áhorfendur 670 0-1 Sigurjón Kristjánsson (68.) Stjörnur Viðis: Daníel Einarsson « Jón Örvar Arason ♦ Ólafur Róbertsson * Stjörnur Vals: Sigurjón Kristjánsson * ♦ Ámundi Sigmundsson « Guðmundur Hreiðarsson « 3. deild Allt í hnút! Fylkir vann ÍR og ÍK er með bestu stöðu Gífurleg spenna er komin í toppbaráttu SV-riðils 3. deildar- innar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur Fylkis á ÍR á gervigrasinu í gær- kvöldi. IR hefur 23 stig og á einn leik eftir, við Reyni í Sandgerði, Fylkir er með 22 og á einn eftir, heima gegn Grindavík, en ÍK hef- ur 21 stig og á tvo leiki eftir, heima við Ármann í dag og gegn Stjörnunni í Garðabæ. ÍK á því mesta möguleika á 2. deildarsæt- inu. Leikurinn í gærkvöldi einkennd- ist af mikilli baráttu, enda mikið í húfi. Baldur Bjarnason skoraði fyrir Fylki eftir aðeins 6 mínútur en Halldór Halldórsson jafnaði fyrir ÍR á 18. mínútu. Það var síðan Orri Hlöðversson sem tryggði Fylki sigur með skalla- marki eftir hornspyrnu fimmtán mínútum fyrir leikslok. -VS Frjálsar Öldungamótið framundan Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum öldunga verður haldið í Laugardal um næstu helgi. 30. og31. júlí, og hefst kl. 14 báða dagana. Konur 30 ára og eldri og karlar 35 ára og eldri hafa rétt til þátttöku. Keppt verður í öllum venjulegum meistara- mótsgreinum sem næg þátttaka fæst í (minnst 3) og höfð hliðsjón af tíma- seðli Meistaramóts fslands. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi á miðviku- dagskvöldið, 27. ágúst, til öldunga- ráðsmannanna Höskulds (667141 og 25088), Kjartans (52848 og 52046) eða Olafs (75292 og 26133) eða til skrifstofu FRÍ (83386 og 83686). Sund Eðvarð tíundi Setti íslandsmet á 50 metra braut og varð annar í B-úrslitum. Ragnheiður Í26. sœti af32 keppendum Eðvarð Þ. Eðvarðsson varð 10. af 42 keppendum í 100 m bak- sundi á heimsmeistaramótinu í Madríd í gær. Hann varð ellefti í undanrásunum á 58,09 sekúnd- um en síðan annar í B-úrslitum, milli þeirra sem voru í sætum 9- 16, og synti þá á 57,86 sekúndum. Þetta er íslandsmet á 50 metra braut en íslandsmet Eðvarðs á 25 metra braut er 57,07 sekúndur. Mike West varð sigurvegarí í B- úrslitunum á 57,72 sekúndum. Hann hafði misst af sæti í aðal- úrslitasundinu eftir aukakeppni við Frank Baltrusch en þeir höfðu fengið sama tíma í undan- rásunum. Það var síðan Sovétmaðurinn Igor Poliansky sigraði í sundinu, rétt eins og í 200 m baksundinu. Hann synti á 55,58 sekúndum í úrslitunum sem er met á heimsmeistaramóti. Dirk Ric- hter frá A.Þýskalandi varð annar á 56,49 og Sergei Zabolotnov frá Sovétríkjunum þriðji á 56,57 sek. Ragnheiður Runólfsdóttir keppti í 200 m fjórsundi og varð ( 26. sæti af 32 keppendum á 2:29,53 mín. sem er þremur sek- úndum lakari tími en íslandsmet hennar. Ragnheiður hefði þurft að synda á 2:20,19 mín. til að komast í úrslitasundið. Eðvarð hefur í Madríd sýnt framá að hann er kominn í hóp bestu baksundsmanna heims. Hann náði sem kunnugt er 8. sæti og var með fimmta besta tímann í 200 m baksundinu og setti glæsi- legt Norðurlandamet. Michael Gross frá V. Þýska- landi sigraði í 200 m flugsundinu í gær á glæsilegan hátt, á 1:56,53 mín., og er það annar besti tími sem náðst hefur á þessari vega- lengd. Hinn er heimsmet Gross, 1:56,24 mín. -VS/Reutcr Laugardagur 23. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Sigurðarmálið Leikbann staðfest ✓ Víðir með stigin úr leiknum við IBK Dómstóll KSÍ kvað í fyrrakvöld upp þann úrskurð að leikbann það sem héraðsdómstóll UMSK dæmdi Sigurð Björgvinsson, leik- mann ÍBK, í fyrr í sumar hafi verið lögmætt. Héraðsdómstóll á Suðurnesjum hafði áður dæmt á sama hátt. Víðismenn eru því með stigin þrjú og markatöluna 3-0 úr leik sínum við ÍBK. Sigurður lék þá með ÍBK þótt hann væri í um- ræddu leikbanni og ÍBK vann leikinn 1-0. Keflvíkingar geta áfrýjað mál- inu til dómstóls ÍSÍ en í gær lá ekki fyrir hvort þeir myndu gera það. Stigin eru afar dýrmæt fyrir báða aðila, með þau innanborðs eru Víðismenn nánast örugglega sloppnir við fall í 2. deild en möguleikar ÍBK á fslands- meistaratitlinum skerðast til muna við missi þeirra. _VS England Robson ekki með Tvísýnt um Shilton og Grobbelaar Bryan Robson, fyrirliði Manc- hester United og enska landsliðs- ins í knattspyrnu, situr meðal áhorfcnda þegar Man.Utd sækir Arsenal heim í fyrstu umferð ensku 1. deildarinnar í dag. Rob- son gekkst undir aðgerð á öxl eftir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó og óvíst er að hann geti leikið fyrr en eftir nokkrar vikur. Tveir af kunnustu markvörð- um deildarinnar eru meiddir og óvíst að þeir verði með í dag. Pet- er Shilton hjá Southampton er tognaður á hálsvöðva og Bruce Grobbelaar, sem hefur staðið í ntarki Liverpool samfleytt í 317 síðustu leikjum, er tognaður í nára. Tint Flowers hjá Sout- hampton og Mike Hooper hjá Li- verpool taka stöður þeirra ef með þarf. -VS/Reuter Bryan Robson er kallaður dýrasti áhorfandi í ensku knattspyrnunni vegna tíðra meiðslaforfalla. DJÓÐVIUINN UMBOÐSMENN Kaupst. Nafn umboðsmanns Heimili Sími Garðabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut 8 651141 Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut 8 651141 Keflavík Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu 37 92-4390 Keflavík Guöríður Waage Austurbraut 1 92-2882 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-3826 Sandgerði Þorbjörg Friðriksdóttir Hólagötu 4 92-7764 Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217 Mosfellssveít Stefán Ólafsson Leirutanga 9 666293 Akranes Finnur Malmquist Dalbraut 55 93-1261 Borgarnes Sigurður E. Guðbrandsson Borgarbraut 43 93-7190 Stykkishólmur Einar Steinþórsson Silfurgötu 38 93-8205 Grundarlj. Guðlaug Pétursdóttir Fagurhólstúni 3 93-8703 Ólafsvík Jóhannes Ragnarsson Hábrekku 18 93-6438 Hellissandur Drífa Skúladóttir Laufás 6 93-6747 Búðardalur Sólveig Ingólfsdóttir Gunnarsbraut 7 93-4142 ísafjörður Esther Hallgrímsdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungarvík Ráðhildur Stefánsdóttir Holtabrún 5 94-7449 Flateyri Sigríður Sigursteinsd. Drafnargötu 17 94-7643 Suðureyri Þóra Þóröardóttir Aðalgötu 51 94-6167 Patreksfjörður Nanna Sörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Bíldudalur Hrafnhildur Þór Dalbraut 24 94-2164 Hvammstangi Baldur Jensson Kirkjuvegi 8 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Steinunn Valdís Jónsdóttir Öldustíg 7 95-5664 Siglufjörður Sigurður Hlöðversson Suðurgötu 91 96-71406 Akureyri Haraldur Bogason Norðurgötu 36 96-24079 Dalvík Þóra Geirsdóttir Hólavegi 3 96-61411 Ólafsfjörður Magnús Þór Hallgrímsson Bylgjubyggð 7 Húsavík Aðalsteinn Baldursson Baughóli 31B 96-41937 Reykjahlíð Þuríður Snæbjörnsdóttir Reykjahlíð 96-5894 Raufarhöfn Sigurveig Björnsdóttir Vogsholti 8 96-51276 Þórshöfn Arnþór Karlsson Laugarnesvegi 29 96-61125 Vopnafjörður Sigurður Sigurðsson Fagrahjalla 14 97-3194 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður Sigríður Júlíusdóttir Botnahlíð 28 97-2365 Reyðarfjörður Ingileif H. Bjarnadóttir Túngötu 3 Eskifjöröur Þórunn Hrefna Jónasdóttir Helgafelli 3 97-6327 Neskaupst. Ingibjörg Finnsdóttir Hólsgötu 8 97-7239 Fáskrúðsfj. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir Hlíðargötu 8 Ö7-5239 Stöðvarfjörður Guðmunda Ingibergsdóttir Túngötu 3 97-5894 Höfn i Hornaf. Ingibjörg Ragnarsdóttir Smáratúni 97-8255 Selfoss Margréf Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún 32 99-4194 Þoriákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni 7 99-3961 Eyrarbakki Ragnheiður Markúsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Þór Sigurðsson Stjörnusteini Laugarvatn Bragi Hinrik Magnússon Héraðssk. Laugarv. 99-6238 Vík í Mýrdal Sæmundur Björnsson Ránarbraut 9 99-7122 VeStmeyjar Ásdís Gisladóttir Búastaðabraut 7 98-2419

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.