Þjóðviljinn - 27.08.1986, Page 9
Háskóli Islands
75 ára rannsóknir
Björn Björnsson er
prófessor í félagslegri
siðfræöi við Guðfræðideild
Háskóla íslands og er
forstöðumaður
Guðfræðistofnunar. Björn var
inntureftirhelstu rannsóknum
sem stofnunin stæði fyrir og
annarri starfsemi á vegum
hennar.
„Við höfum nú haft vissa sér-
stöðu hér á þann veg að Guð-
fræðistofnun hefur verið til á
pappírum í rösklega tíu ár, eða
frá 1975. Allan þann tíma hefur
hún verið í fjársvelti, og það var í
fyrsta sinn í fyrra sem stofnunin
fékk fé úr ríkissjóði. Þetta hefur
vitanlega sett sinn svip á starf-
semina, stofnunin hefur ekki get-
að sinnt þeim verkefnum sem
hún á að sinna samkvæmt reglu-
gerð, vegna fjárskorts.
Árið 1982 bregður hins vegar
aðeins til betri tíðar. Þá var 60 ára
starfsafmæli elliheimilisins
Grundar og af því tilefni afhenti
forstjóri Grundar, Gísli Sigur-
björnsson, stofnuninni veglega
minningargjöf. Þá var myndaður
svokallaður starfssjóður Guð-
fræðistofnunar. Síðan þá hefur
Gísli fært stofnuninni gjafir, síð-
ast til minningar um látna borgar-
stjóra Reykjavíkur og í tilefni af
200 ára afmæli borgarinnar; gaf
stofnuninni 200 þúsund krónur.
Trúarlíf
íslendinga
Það er því fyrst um þessar
mundir sem starfssjóðurinn er
orðinn það stór að hægt er að
taka til hendinni, getum við sagt.
Núna fyrst ræður stofnunin við
einhver útgjaldasöm verkefni og
eitt slíkt er langt komið í undir-
búningi. Það er rannsókn á trúar-
lífi og trúarlegum viðhorfum Is-
lendinga. Við höfum lengi haft
áhuga á að rannsaka þetta á fé-
lagsfræðilegan hátt. Það má segja
að þessi rannsókn falli undir það
sem kallað er trúarlífsféiags-
fræði. Slíkar rannsóknir hafa
aldrei verið gerðar, að vísu hefur
Erlendur Haraldsson athugað
þetta með áherslu á ýmsa dul-
ræna þætti, en aldrei verið gerð
víðtæk rannsókn á trúarlegu at-
ferli. Slíkar rannsóknir eru hins-
vegar mjög algengar erlendis.
Aukin hvatning til slíkrar rann-
sóknar var Hagvangskönnunin
sem gerð var 1984. Það var víð-
tæk könnun á gildismati og
mannlegum viðhorfum íslend-
inga. Þar á meðal voru nokkrar
spurningar um trúmál, og þau
svör sem þar voru gefin gefa til-
efni til víðtækari könnunar. Ég
og dr. Pétur Pétursson sem starf-
ar við háskólann í Lundi höfum
unnið uppúr niðurstöðum þessar-
ar könnunar um trúarlega þáttinn
og birtum um það grein í fyrsta
hefti Kirkjuritsins á þessu ári.
Við erum sem fyrr segir langt
komnir með að undirbúa mikla
könnun á þessum þáttum, úrtaks-
könnun þar sem við reynum að fá
talsvert gleggri upplýsingar og
betri mynd af trúarlegum við-
horfum íslendinga. Við stefnum
að því að senda út spurningalista
seint í september og könnunin
mun standa skulurn við segja
mánuðina september og október,
og síðan mun taka langan tíma að
ýmsu tagi. Guðfræðin er svo vítt
og umfangsmikið fræðasvið. í
stórum dráttum þá kennum við
hér Biblíufræði, bæði Gamla og
Nýja testamentisins, Kirkjusögu
íslenska og almenna, Almenna
trúarbragðafræði, trúarlífsfélags-
fræði og trúarlífssálarfræði,
kristna trúfræði og krístna sið-
fræði. Þar við bætist kenni-
mannleg guðfræði, sem greinist í
helgisiðafræði, sálusorgun,
kirkjurétt og fleira sem lýtur að
starfi hins þjónandi prests. Og
auk þess er hér kennd litúrgísk
söngfræði. En þetta er lítill skóli
og við getum ekki sinnt öllum
greinum guðfræðinnar sem skyldi
vegna smæðarinnar."
Björn Björnsson - „Siðfræðilegar spurningar hrannast upp“. Mynd E.ÓI.
íslendingar eru
bjartsýnis trúar
Rætt við Björn Björnsson prófessor í guðfræði um
rannsóknir á vegum Guðfræðistofnunar og fleira
vinna úr svo yfirgripsmikilli
könnun.“
Guð sem
alheimsandi
- Ef þú dregur nú saman helstu
niðurstöður úr Hagvangskönn-
uninni, sem að þér fundust at-
hyglisverðar?
„Það kom þar fram sterk guðs-
trú íslendinga. Hún virðist vera
ákaflega mikil ef borið er saman
við aðrar þjóðir. Hér játa um
80% þeirra sem svara trú á Guð.
Hins vegar vekur það athygli að
íslendingar virðast ekki vera eins
vissir um að þessi Guð sé per-
sónulegur Guð, sem hægt er að
snúa sér til, heldur virðast menn
ímynda sér hann sem einhvers
konar alheimsanda. Það er því
nokkuð óljóst um innihald því-
líkrar guðstrúar.
Þá koma líka fram að íslend-
ingar trúa nánast allra þjóða mest
á líf eftir dauðann. Og á tilveru
sálarinnar, það kom mjög glöggt
fram hversu vissir f slendingar eru
um að „sálin“ sé til.“
- Er ekki hugsanlegt að inní
þessa almennu trú á líf eftir
dauðann, spili sem kalla má
heiðnar rætur, til að mynda mikil
trú á huldufólk, spíritismi og
fleira af því tagi?
„Ef maður reynir að túlka
þetta, þá má kannski orða það
þannig að íslendingar séu
bjartsýnistrúar. Ég held að ein
skýringin á þessari bjartsýnistrú
séu erfið lífskjör fólks á íslandi í
gegnum tíðina. Það má segja að
lslendingar hafi þurft á bjartsýn-
istrú að halda til þess að lifa af.
íslendingar hafa lifað í nánum
tengslum við náttúruna og búið
við ýmsan háska, til dæmis við
sjómennsku og fleira. Þannig að
trú á æðri máttarvöld kann að
tengjast hörðum lífskjörum ís-
lendinga til sjávar og sveita. Þeir
eru ekki eins afhelgaðir og ýmsar
þjóðir sem búa við yfirmáta ör-
yggi, mikla tækni og trúa á ver-
aldlegar lausnir allra mála. ís-
lendingar treystu á æðri máttar-
völd þegar menn voru vanmátt-
ugir gagnvart náttúruöflunum.
Þeir áttu meira undir þeim.
Nú, önnur niðurstaða sem var
nokkuð eindregin var að svo virð-
ist sem hægt sé að skipta þjóðinni
í fjóra afmarkaða hópa í afstöð-
unni til trúarinnar. Um það bil
7% töldu sig vera ákveðið kristna
og voru sjálfum sér samkvæmir í
því og nánast sama hlutfall
manna taldi sig ókristið. Á milli
voru svo tvær breiðfylkingar sem
skipta má í tvennt, önnur mjög
jákvæð ca. 50% og hin ca. 35% er
lítið trúuð og er sjálfu sér sam-
kvæm í því líka, sýnir trúmálum
lítinn áhuga og trúin skiptir litlu
fyrir þeirra líf.
Síðan var þetta á alla lund, stór
hópur var jákvæður á ýmsum
sviðum en einnig var stór hópur
sem lítinn áhuga hafði á trúmál-
um. í sambandi við kirkjusókn og
þátttöku í kirkjulegu starfi, kom í
ljós að það er mjög svipað hlutfall
og á hinum Norðurlöndunum.
Það voru um 11% sem sögðust
fara í kirkju einu sinni eða oftar í
mánuði. Og mjög stór hópur
sagðist einungis fara um hátíðir,
jól eða páska.“
Rannsóknir
olnbogabarn
- Önnur starfsemi Guðfræði-
stofnunar?
„Stofnunin má segja að skipu-
leggi rannsóknastörf og efli sam-
band kennslu og rannsókna. Með
henni fæst betra yfirlit yfir þær
rannsóknir sem í gangi eru.
Stofnunin er líka tæki til að efla
fjárveitingar, rannsóknastofnan-
ir eru til þess að efla veg
rannsókna og tryggja fjárhags-
legan grundvöll, en rannsóknir
hafa verið hálfgert olnbogabarn
um nokkurt skeið. Og ég legg
áherslu á það að Guðfræðistofn-
un á líka að tryggja fræði-
mönnum utan Háskólans að-
stöðu til fræðilegra starfa, en það
vill oft reynast erfitt því stofnunin
hefur til dæmis enga starfsað-
stöðu.
Við ætlum á næsta ári að hefja
útgáfustarfsemi, sem okkar
markmið er að verði öflugur þátt-
ur í starfi stofnunarinnar. Við
vonumst til að þá komi út 1. hefti í
ritröð Guðfræðistofnunar, sem
mun aðallega geyma fræðilegar
ritgerðir kennara vð deildina.
Við viljum líka efla samstarfið
við samsvarandi stofnanir er-
lendis og við höfum boðið hingað
erlendum fyrirlesurum og fram-
hald verður á því. Þá er einnig
tímabært að okkar áliti að hefja
söfnun og athuganir á guðfræði-
legum heimildum íslenskum.
Saga íslenskrar guðfræði er mikið
til ókunn, það þarf að finna og
skrásetja heimildir, og varðveita
eftir atvikum. Þarna er mikið
starf óunnið.
En það er auðvitað ekki bara
stofnunin sem stendur fyrir rann-
sóknum. Rannsóknir eru mikil-
vægur hluti af starfi hvers háskól-
akennara og kennarar hér við
guðfræðideildina sinna allir sín-
um eigin rannsóknum, sem eru af
Vandi í
kjölfar tœkni
- Að hverju beinast þínar eigin
rannsóknir aðallega?
„Ég er prófessor í félagslegri
siðfræði og kenni að auki trúar-
lífsfélagsfræði og rannsóknir
mínar beinast einkum að þessum
sviðum. Aðallega þó að siðfræði
fjölskyldulífs og hjúskaparmála.
Um það efni skrifaði ég mína
doktorsritgerð og hef lengi starf-
að með barnaverndarnefnd og
Félagsmálastofnun. Núna upp á
síðkastið hef ég reynt að sinna
ýmsum uppákomum vegna nýrra
viðhorfa sem tilkomin eru vegna
tæknibyltingar síðustu ára, eink-
um í læknisfræði, líffræði og
erfðafræði.
Það má segja að komið hafi
upp siðfræðileg álitamál við upp-
haf lífs og dauða. Það hafa safn-
ast saman siðfræðilegar spurning-
ar við upphafið og endalokin, um
fóstureyðingar, tæknifrjóvganir,
tilraunir á fóstrum, glasabörn og
fleira þvflíkt. Það hefur komið
fram ný tækni sem gerir þetta að
mjög erfiðum en um leið
áleitnum spurningum. Og það
virðist vera ríkjandi mikil tækni-
hyggja, þar sem menn álykta sem
svo að ef eitthvað er tæknilega
mögulegt þá sé það siðfræðilega
réttlætanlegt. Maður verður var
við slík viðhorf á mörgum svið-
um.
Endalokin eru ekki síður vett-
vangur erfiðra spurninga. Hversu
lengi á að halda lífinu í fólki með
vélrænum hætti, það er með hjálp
tækja? Hvenær á að taka úr sam-
bandi? Ég hef sinnt þessu dálítið,
m.a. með því að skrifa um þetta
og að reyna að auka bókakost
okkar hér urn þessi mál.
Því það á við um okkar vísindi,
einsog öll önnur svokölluð hug-
vísindi, sem er reyndar rangnefni
því auðvitað eru öll vísindi hu-
gvísindi, að okkar tækjabúnaður
er fyrst og fremst í bókum og
tímaritum. Og slæm staða Há-
skólabókasafns háir okkar starfi
gríðarlega mikið. Safnið hefur
bæði afskaplega þröngan húsa-
kost og svo mjög þröngan fjárhag
til bókakaupa. Maður vonar bara
að eitthvað rætist úr hérna útá
Melavelli. Það er líka nokkuð
erfitt að koma sér upp góðu
fræðilegu bókasafni sjálfur,
bækur eru dýrar og kjör háskól-
akennara eru nú ekki uppá það
besta.
Síðan beinast rannsóknir mín-
ar að ýmsu sem heyrir undir
trúarlífsfélagsfræði, og er fyrr-
nefnd könnun þáttur í því.“
-pv
Miðvikudagur 27. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9