Þjóðviljinn - 27.08.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 27.08.1986, Side 14
FRETTIR 1. leikvika - 23. ágúst 1986 Vinningsröö: 12X-X1X-121-112 1. vinningur: 12 réttir, kr. 70.230.- 48031(4/11) 95929(6/11) 126347(6/11) 49095(4/11) 126059(6/11) 126999(6/11) + 2. vinningur: 11 réttir, kr. 1.504.- 2102+ 45549 48098 51474 56824 97155 126888 + 7045 45551* 48480 51997 56955+ 97238 126977 7284 45640 49031 52312 59435 97748 127791 7625 46500 49035+ 53131 95004 97760 127866+ 7782 46742★ 49036+ 53678 95104 98630* 128033* + 8186 46961 49411 54494* + 95553 98732 128530+ 9914 47591+ 49448 54668 95778 98865 128531 + 10078+ 47626+ 49564 55648 95844 125017* 200152 10535 47653+ 49759 55719 96120 125134 200472 45222 47723 50086 55997 96283 125511 45363 47910 51208+ 56278 96316 125641 45472* + 48091 51212+ 56171 97060 126142 *=2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 15. sept. 1986 kl. 12.00 á hádegi. íslenskar (lelruunir. íþróuamidstödmni vlSittlún. 1'ievkjiivik Kærur skulu vera skrlflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til islenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests. Laus staða Laus er til umsóknar nú þegar staða kennara í búnaðarhagfræði og félagsfræði við búvís- indadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneyt- inu fyrir 10. september nk. Landbúnaðarráðuneytið, 25. ágúst 1986. Hjálp! Blaðamaður Þjóðviljans óskar eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu sem allra fyrst. Fyrirframgreiðsla möguleg. Meðmæli útveguð ef óskað er. Vin- samlegast hringið í síma 681333, lína 26 á milli 11-6 eða í síma 10439 á öðrum tímum. Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJðÐVIUINN Sími 681333. Hér á landi eru nú staddir nokkrir fulltrúar bandarísku kvennahreyfingarinnar NOW, sem stendur fyrir National organ- isation for women. Fulltrúarnir sem eru 14 að tölu koma frá 5 fylkjum Bandaríkjanna og eru þeir hingað komnir til þess að kynna sér starf kvennahreyfing- arinnar á Islandi. Blaðamaður Þjóðviljans hitti tvo fulltrúanna að máli, þær Noreen Connell forseta samtakanna í New York fylki og Alice J. Chapman fyrrum gjaldkera heildarsamtakanna. Þær voru fyrst beðnar um að segja iítillega frá samtökum þeirra NOW. Þetta eru kvenréttindasamtök sem voru stofnuð árið 1967 af Betty Frieden og 20 öðrum kon- um. Nú eru telja félagar samtak- anna 150 þúsund sem skiptast niður í 800 félög víðs vegar um Bandaríkin. Grundvallarmark- mið hreyfingarinnar er að vinna gegn misrétti kynjanna og berjast fyrir aukinni virkni kvenna á sem flestum sviðum þjóðlífs og mann- lífs. í baráttu okkar höfum við Noreen Connell. Alice J. Chapman. NOW Islenska kvennahreyfingin stórhuga Fulltrúar frá National organisationfor women í Bandaríkjunum eru hérá landi tilþess að kynna sér íslensku kvennahreyfinguna. Telja kraft og stórhug einkenna starf hreyfingarinnar lagt áherslu á bætta stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, á sviði fjölskyldu- og barnamála og svo höfum við barist fyrir frjálsum fóstureyðingum svo helstu mála- flokkarnir séu nefndir. Um þess- ar mundir ber hátt hjá okkur bar- áttan fyrir 18 vikna fæðing- arorlofi foreldra, launalausu, en eins og málum er háttað í Banda- ríkjunun er vonlaust að setja markið hærra. Ef foreldrar vilja taka sér frí eftir fæðingu barns síns þá verða þeir að fá samþykki vinnuveitenda og er það í sumum tilfellum algjörlega undir hælinn lagt hvort fólk heldur vinnu sinni. Þetta ástand takmarkar auðvitað mikið möguleika kvenna á vinnu- markaðnum. Ein ástæðan fyrir því að við komum til íslands var sú að við vildum kynna okkur hvernig þessum málum væri hátt- að hér. En afhverju völduðþið ísland? ísland hefur vakið mikla at- hygli meðal kvennahreyfinga í Bandaríkjunum og þá sérstak- lega fyrir kvennaverkföllin tvö árin 1975 og 1985. Þessir atburðir vöktu áhuga margra á því að kynna sér nánar kvennahreyfing- una á íslandi og m.a. þess vegna erum við hingað komnar. Á- kvörðunin var þó ekki eingöngu okkar fulltrúanna sem eru hér, heldur stjórnar heildarsamtak- anna sem samþykkti tillöguna. Það má eiginlega segja að tilefnið að komu okkar hingað núna sé það að 66 ár eru síðan konur í Bandaríkjunum fengu kosninga- rétt. Árangursrík kvennahreyfing Er eitthvað sérstakt sem hefur vakið athygli ykkar í íslensku kvennahreyfingunni á þeim tíma sem þið hafið verið hér? Við höfum talað við ýmsa aðila kvennahreyfingarinnar; fulltrúa Kvenréttindafélagsins, Kvenna- listans og Jafnréttisráðs og höfum að mestu í gegnum þá aflað okkur þeirra upplýsinga sem við höfum undir höndum. Og það sem hefur vakið mest athygli okkar er það hversu mikill kraftur virðist ein- kenna starf kvennahreyfingar- innar. Þið eruð stórhuga og ráðist út í ótrúlegustu aðgerðir af mikilli bjartsýni eins og t.d. kvenna- verkföllin og Listahátíð kvenna. Kvennahreyfingunni hefur líka orðið mjög ágengt hér á vissum sviðum og ber þar kannski fyrst að nefna fjölgun kvenna á Al- þingi og í sveitarstjórnum. Á öðr- um sviðum virðist lítið hafa gerst eins og t.d. á vissum sviðum vinnumarkaðsmála. Það kom okkur t.d. mjög mikið á óvart að hér á landi skuli ekki vera við lýði reglugerðir sem tryggja ákveðið hlutfall kvenna á vinnustöðum. í Bandaríkjunum er sérstakt fyrir- tæki sem sér um það að fylgjast með þessu hlutfalli, og þá sér- staklega hjá fyrirtækjum sem eru rekin í tengslum við ríkisstjórn- ina. Hlutfalli kvenna í ákveðnum störfum þessara fyrirtækja er ætl- að að vera í samræmi við heildar- hlutfall þeirra kvenna sem eru sérhæfðar á sviðinu. Þetta er mik- ill ávinningur fyrir konur. Politískur sigur Reagans Víða í hinum vestræna heimi virðist kvennahreyfingin hafa lið- ið ákveðið bakslag og þá sérstak- lega þar sem hægri stjórnir hafa setið við völd. Hvernig hefur staða kvennahreyfingarinnarþró- ast í Bandaríkjum Reagans? Það er engin spurning að Reag- an forseti hefur unnið pólitískan sigur í baráttu sinni gegn kvenna- hreyfingunni. Við höfum að vísu haldið flestum af okkar ávinning- um, en Reagan hefur tekist að réttlæta kynjamismunun og reyndar kynþáttahatur líka. Það er í auknum mæli réttlætanlegt að formæla hreyfingum sem berjast gegn þessu óréttlæti. Engu að síður , og þótt furðulegt megi virðast, þá hafa skoðanakannanir leitt í Ijós meiri afgerandi viður- kenningu fólks á þeim málum sem kvennahreyfingin hefur bar- ist fyrir. Okkar tiifinning er sú að það sem hafi gerst í stjórnartíð Reagans sé því m.a. það að fólk hafi í auknum mæli tekið afger- andi afstöðu til þessara mála. Annað hvort með eða á móti. Færri og færri virðast vera bar á milli. -K.ÓI. Vinstri sósíalistar Þjónustugjöld lækki Stjórn Vinstri sósíalista: Sjálfsögð krafa að skattstiginn verði hœkkaður Stjórn Vinstri sósíalista hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að nýta ofreiknaða skatta til þess að lækka þjónustugjöld sem aJmenn- ingur greiðir, svo sem heilsu- gæslu, strætisvagnafargjöld og fleira. í ályk tuninni er bent á að stórir hópar launafólks hafi ekki notið launaskriðs og hafi því einungis getað hækkað laun sín með meiri vinnu og spurt hve mikinn hluta tekjuhækkunar þeirrar sem kom- ið hefur í ljós megi rekja til enn frekari aukavinnu fólks. Þá er sett fram sú krafa að skattstiginn verði hækkaður frá því sem nú er. ____ -gg 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.