Þjóðviljinn - 27.08.1986, Page 15
IÞROTTIR
EM/Frjálsar
Munaði 12 sentimetrum
Einarþrettándi en 12 komustáfram. Sigurður í28. sæti
Einar Vilhjálmsson var 12 sent-
imetrum frá því að komast í úr-
slitakeppni spjótkastsins á Evr-
ópumeistaramótinu í Stuttgart í
gærkvöldi. Hann varð þrettándi
af 30 keppendum, kastaði 77,76
metra, en tólfti maður, David
Ottley frá Bretlandi, kastaði
77,88 metra.
Sigurði Einarssyni gekk ekki
vel. Hann kastaði aðeins 71,54
metra ogvarðí28. sæti. Fimmtán
efstu í spjótkastinu urðu eftir-
taldir:
Klaus T afelmeier, V. Þýskalandi.82,68
Heino Puuste, Sovétríkjunum.....82,54
Gerald Weiss, A. Þýskalandi......81,40
Marek Kaieta, Sovétríkjunum......81,32
ViktorYevsyukov, Sovétríkjunum..80,48
Detlef Michael, A.Þýskalandi....79,84
Sejad Krdzalic, Júgóslavíu.......79,46
Jyrki Blom, Finnlandi...........79,02
Wolfram Gambke, V.Þýskalandi....78,94
• StanislawGorak, Póllandi.......78,32
Michael Hill, Bretlandi.........77,94
David Ottley, Bretlandi..........77,88
EinarVilhjálmsson, Islandi.......77,76
JormaMarkus, Finnlandi..........77,32
Dag Wennlund, Svíþjóð............76,88
Um helgina setti Alþjóða
frjálsíþróttasambandið bann á
þrjár tegundir spjóta, þar á með-
al þá sem Einar hefur mest æft
með. Hann hefur hinsvegar náð
80 metra kasti með þeirri tegund
sem hann notaði í staðinn í gær-
kvöldi.
Maria Cruz Diaz, 17 ára
England
Wimbiedon vann
fyrsta heimaleik
Arsenal tapaði í Coventry
Wimbledon, sem lék utan
deilda þar tii fyrir níu árum, vann
sigur í sínum fyrsta heimaleik í 1.
deild ensku knattspyrnunnar í
gærkvöldi. Nýliðarnir unnu Ast-
on Villa 3-2 í sögulegum leik þar
sem Gary Williams þjá Villa var
vísað af leikvelli strax á 14. mín-
útu. Glyn Hodges, John Fashanu
og Kevin Gage skoruðu fyrir
Wimbledon en Garry Thompson
gerði seinna mark Villa á síðustu
mínútunni.
Úrslit í ensku knattspyrnunni í
gærkvöldi:
1. deild:
Coventry-Arsenal 2-1
Luton-Sbuthampton 2-1
Q.P.R.-Watford 3-2
Wimbledon-Aston Villa 3-2
2. deild:
Millwall-Hull 0-1
spænsk stúlka, hlaut fyrstu
gullverðlaunin á mótinu þegar
hún sigraði í 10 km göngu kvenna
í gær. Rétt á eftir kom hin portúg-
alska Rosa Mota í mark sem yfir-
burðasigurvegari í maraþon-
hlaupi kvenna á 2 klukkustund-
um, 28,38 mínútum. Heidi Krie-
ger frá A. Þýskalandi sigraði í
kúluvarpi kvenna með 21,10
metra kasti og Stefano Mei frá
Ítalíu sigraði í 10 km hlaupi karla
eftir æsispennandi keppni við
hinn fræga landa sinn og fyrrum
Evrópumeistara, Alberto Cova.
Annars voru undanrásir hinna
ýmsu greina aðallega á dagskrá í
gær og svipað verður uppi á ten-
ingunum í dag. -VS/Reutcr
Einar Vilhjálmsson verður fjarri
góðu gamni í úrslitakeppninni í dag.
Delldabikarinn, helstu leikir:
Cardiff-Fulham..................5-4
Hartlepool-Middlesboro..........1-1
Huddersfield-Halifax............3-1
Orient-Cambridge................2-2
Rochdale-Burnley................1-1
Shrewsbury-Crewe................0-0
Sunderland-York.................2-4
Swindon-Torquay.................3-0
Wigan-Blackburn.................1-3
Wolves-Lincoln..................1-2
Nick Pickering skoraði sigur-
mark Coventry gegn Arsenal 5
mínútum fyrir leikslok. Cyrille
Regis hafði komið Coventry yfir
með þrumumarki en Viv Ander-
son jafnað fyrir Arsenal.
Martin Allen, Wayne Fereday
og Gary Bannister komu QPR í
3-0 en Brian Talbot og John
Barnes svöruðu fyrir Watford.
Robert Wilson og Brian Stein
skoruðu fyrir Luton en Colin
Clarke fyrir Southampton, sitt
fjórða mark í tveimur leikjum.
-VS/Reuter
Akureyri
Þór vann
Þór sigraði KA 3-1 í minn-
ingaleik um Oskar Gunnars-
son knattspyrnumann úr Þór
á Akureyrarveliinum í gær-
kvöldi. Oskar lést sl. vor en
hann var leikmaður með
meistaraflokki Þórs frá 1975
til 1986.
Siguróli Kristjánsson kom
Þór yfir og Einar Arason
skoraði síðan glæsimark, 2-0 í
hléi. Tryggvi Gunnarsson
svaraði fyrir KA og talsverð
spenna var í leiknum en Einar
innsiglaði sigur Þórs með sínu
öðru marki mínútu fyrir leiks-
lok
-K&H/Akureyri
England
Leetil
Lundúna
QPR keypti í gær Sammy Lee
frá Liverpool fyrir 230 þúsund
pund. Lee er 27 ára gamall og á að
baki 14 leiki með enska landslið-
knattspyrnu en hefur átt í
inu
erfiðleikum með að komast í lið
Liverpool síðustu tvö árin.
-VS/Reuter
Kvennaknattspyrna
KA vann alla
sína leiki
Missti 30 mörk þegar ÍR hœtti keppni
KA vann sigur í A-riðli 2. Úrslit síðustu leikja í A-riðli:
deildar kvenna með fullu húsi Grundarfjörður-Stokkseyri...2-1
stiga, fékk 30 stig af 30 mögu- Grundarfjörður-Skallagrímur..4-0
legum. Grindavíkurstúlkurnar SghmTcSrincfavík::::::::.....o-4
voru síðast lagðar að velli, 3-0 á Skallagrfmur-Stokkseyri.....5-1
Akureyri á sunnudaginn. Anna Afturelding-Grindavfk.........6-0
Gunniaugsdóttir, Hjördís úifars-
dottir og Valgerður Jónsdottir
skoruðu mörkin. Lokastaðan í riðlinum varð
þessi:
tt . , ... ,n , ka.............10 10 0 0 39-3 30
KA skoraði 69 mork 1 sumar en Afturelding....10 7 1 2 47-13 22
heil 30 strikast út þar sem ÍR gaf Grindavík.......10 6 1 3 17-13 19
síðustu leiki sína og var þar með Gi-undarfjörður.10 2 1 7 9-28 7
vísað úrkeppninni. KA vann ÍR s.S!:::!2 028 ll°9 2
9-0 og 21-0 og Hjordis Ulfars- Leikir ÍR strikaöir út.
dóttir skoraði t.d. 7 mörk í seinni v A , .. ,. , ,u
leiknum og þau verða ekki talin leiicnr 11* ^eil9 næsta sum-
með svo hún missir þannig af ar asam* Stjörnunni sem hefur
markakóngstign deildarinnar. ser slSur f B-riðli- -VS
Skagamenn
Hættviðað
leika heima
s
1A mætir Sporting í Laugardalnum.
Hikstuðum á þremur atriðum, segirJón
Akurnesingar hafa ákveðið að
hætta við að leika gegn Sporting
Lissabon í UEFA-bikarnum í
knattspyrnu á sínum heimavelli í
haust. Þess í stað verður leikið á
Laugardalsvellinum, miðviku-
daginn 17. ágúst.
„Það má segja að við höfum
hikstað á þremur mikilvægum at-
riðum. Fyrir það fyrsta eigum við
ekki möguleika á að setja upp
síma og fullnægjandi aðstöðu
fyrir alla þá útvarps- og blaða-
menn sem verða á leiknum. Þá
eru vissar reglur um heiðursstúku
og mótttöku gesta sem hefðu
skapað mikið vandamál og í
þriðja lagi treystum við því ekki
að völlurinn standist það álag
sem á honum verður í haust og
yrði enn meira síðustu dagana
fyrir svona leik,“ sagði Jón
Gunnlaugsson formaður knatt-
spyrnuráðs ÍA í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Jón sagði að þetta væru mikil
vonbrigði, ekki síst fyrir fólkið á
Akranesi. í staðinn yrði reynt að
koma til móts við þá sem vildu
fara og sjá leikinn á Laugardals-
vellinum.
-VS
Kvennaknattspyrna
Breiðablik
í öðni sæti
Vann ÍA 4-3. KR vann í Keflavík
Breiðablik er öruggt með 2.
sætið í 1. deild kvenna eftir 4-3
sigur á ÍA í miklum baráttuleik á
Kópavogsvellinum í gærkvöldi.
Kristrún Daðadóttir, ung og
efnileg stúlka í liði Breiðabliks,
skoraði fyrsta markið eftir 17
mínútur. Skagastúlkurnar tóku
þá fyrst við sér og skoruðu tvö
mörk á 10 mínútum. Karítas
Jónsdóttir og Ásta Benedikts-
dóttir voru þar að verki, 1-2, og
þannig var staðan í hálfleik.
Bæði liðin komu ákveðin til
síðari hálfleiks en það var ekki
fyrr en á 20. mín. sem Blikastúlk-
ur náðu að jafna. Þ’að var Ásta B.
Gunnlaugsdóttir, nýkominn inná
sem varamaður, 2-2. Erla Rafns-
dóttir bætti við þriðja markinu
eftir mikla sókn, 3-2 og aðeins
fjórum mínútum síðar fiskaði
Magnea Magnúsdóttir víta-
spyrnu sem Ásta María Reynis-
dóttir skoraði úr, 4-2. Skagast-
úlkur voru ekki af baki dottnar og
Karítas skoraði með þrumuskoti í
þverslána og inn þegar 5 mínútur
voru eftir af leiknum, 4-3.
í Keflavík vann KR sann-
gjarnan sigur á ÍBK, 1-0. KR lék
mun betur og Helena Ólafsdóttir
skoraði eina mark fyrri hálfleiks.
Hún bætti síðan við marki eftir
hlé en Margrét Sturlaugsdóttir
náði að laga stöðuna fyrir ÍBK,
1-2.
-MHM/VS
Sovétríkin
Kiev á uppleið
Sammy Lee yfirgefur nú fæðingar-
borg sína, Liverpool, í fyrsta sinn til að
leika með öðru félagi.
Dynamo Kiev mjakast nú hægt
og rólega upp sovésku 1. deildina
í knattspyrnu. Fyrir skömmu sat
liðið á botninum, með 10 stig úr 8
leikjum en þá höfðu önnur lið
leikið 15 leiki. Skýringin á þessu
er sú að Kiev er í dag nánast það
sama og sovéska landsliðið og var
því í fríi á meðan heimsmeistara-
keppnin stóð yfir en hin liðin léku
á meðan. Nú er Kiev með 22 stig
úr 15 leikjum og í 5. sætinu en
Zenit Leningrad er á toppnum
með 24 stig úr 20 leikjum. Það
stefnir því allt í að Kiev verji
meistaratitilinn en óneitanlega
verður mikið álag á liðinu síðustu
England
Rush bíður dóms
Ian Rush, miðherji Liver-
pool og velska landsiiðsins, á
yfir höfði sér sektir frá enska
knattspyrnusambandinu.
Eins og fram hefur komið var
hann „rekinn af velli“ fyrir að
segja dómaranum til synd-
anna í lok leiks Liverpool og
Manchester City í 1. deild
ensku knattspyrnunnar í
fyrrakvöld. Atvikið átti sér
. stað eftir að flautað hafði ver-
ið til leiksloka þannig að um
sjálfkrafa leikbann er ekki að
ræða. Rush fær tækifæri til að
verja mál sitt en í svipuðu til-
felli í fyrravor var enski lands-
liðsmiðvörðurinn Terry
Butcher sektaður um 1500
dollara. -VS/Reuter
vikur keppnistímabilsins. Meðal
verkefna er leikur í Evrópu-
keppni landsliða gegn íslandi á
Laugardalsvellinum 24. sept-
ember og þátttaka í Evrópu-
keppni meistaraliða um svipað
leyti.
-VS
Golf
Haustmót á
Hornafirði
Golfklúbbur Hornafjarðar
heldur opið haustmót um næstu
helgi, laugardag og sunnudag.
Leiknar verða 36 holur, með og
án forgjafar.
Flugleiðir bjóða kylfingum 25
prósent afslátt af flugi til Horna-
fjarðar af þessu tilefni og gefur
einnig aukaverðlaun fyrir holu í
höggi, flugfar fram og baka milli
Hafnar og Reykjavíkur. Hótel
Höfn býður kylfingu ódýra gist-
ingu um helgina. Þá eru veitt
aukaverðlaun fyrir að vera næst
holu á 7. og 8. braut- kútur fullur
af marineraðri sfld og glæsileg
humaraskja!
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15