Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJOÐVILJINN 50 ÁRA
Kekkonen
látinn
Fyrrum forseti Finnlands í 30
ár, Uhro Kekkonen, lést á laugar-
daginn eftir langvaradi veikindi,
85 ára að aldri.
Kekkonen var einn litríkasti
stjórnmálamaður á Norður-
löndum. Hans verður einna helst
minnst fyrir að móta utanríkis-
stefnu Finnlands eftir stríð, sér-
staklega gagnvart nágrannarík-
inu Sovétríkjunum og fyrir þau
miklu áhrif sem hann hafði á
mótun öryggismála í Evrópu eftir
stríð. Það þótti bera vitni þeirri
virðingu sem Kekkonen naut á
alþjóðavettvangi, að síðasti hluti
ráðstefnu um öryggi og samstarf í
Evrópu var haldinn í Helsinki þar
sem „Helsinkisáttmálinn“ svon-
efndi var undirritaður.
- IH
Sjá einnig leiðara bls. 4 og
Heiminn bls. 17.
Uhro Kekkonen
Skólaveturinn hafinn. ( vikunni setjast nemendur á skólabekk í grunnskólum og framhaldsskólum, og hér eru MR-ingar að sóla sig á
„Menntabrautinni" fyrsta skóladaginn (mynd: KGA).
Borgin
Hundar á víxium
Lögreglan hafði afskipti af2 hundum vegna bita 1985.14 hundar voru kœrðir til
hundaeftirlits fyrir óþrif 6 vegna ónœðis og 64fyrir að ganga lausir
Tveir af bestu vinum mannsins
komust í kast við lögregluna á
síðasta ári vegna þess leiða siðar
að ráðast á fólk og bíta það. Þetta
kemur fram í skýrslu hundaeftir-
litsins fyrir árið 1985. En eftirlitið
vakir á degi sem nóttu og sinnir
útköllum vegna kvartana yfir
hundum borgarbúa, sem voru
alls 678 á skrá 1985.
Hundsbitin voru þó einna sísta
umkvörtunarefni nábúa hunda-
eigenda. Þrifnir borgarbúar
kvörtuðu til hundaeftirlitsins yfir
alls 14 hundum vegna óþrifa, en
einungis einn hinna fjórtán
óhreinu hunda lenti þó í klóm
lögreglunnar vegna sóðaskapar
síns.
Svefnstyggir borgarbúar kvört-
uðu hins vegar yfir sex hundum
sem ollu ónæði og fjórir voru af
þeim sökum skráðir vegna brota
á samþykktinni um hundahald.
Mest var þó kvartað undan
lausum hundum, en alls voru 64
slíkir kærðir til hundaeftirlitsins,
og lögreglan hafði hendur í hári
29 beirra.
A vegum hundaeftirlitsins
voru alls 33 hundar aflífaðir árið
1985 en níu hlutu náð fyrir augum
þess með því strengilega skilyrði
að þeir sættu sig við nauðungar-
flutning í annað sveitarfélag.
Þess má geta að árgjald fyrir
hund sem skráður var hjá borg-
inni var 4.800 krónur og gerð var
tilraun til að auðvelda greiðslu
þess með því að skipta því á víxla.
Tilraunin mistókst. Víxlarnir
féllu. -ÖS
Grindavíkurdjúp
Ný rækjumið fundin
Unnur Skúladóttir fiskifrœðingur: Aflinn ekki nema 20-170 kíló á togtíma.
Viljum ekki að margir bátarfari til veiða á þessu svœði
Ný rækjumið eru fundin djúpt
út af Grindavík, nokkru utar
en humarmiðin sem þar eru.
Unnur Skúladóttir fiskifræðing-
ur sagði að afli þarna væri ekki
mikill, þetta 20-170 kfló á tog-
tíma, sem þætti frekar lítið.
Rækjan á þessu svæði er mjög
blönduð.
„Ég tel í lagi að einn eða tveir
bátar fari á þessi mið en við vilj-
um alls ekki að einhver floti stefni
á miðin, þau þola það ekki“,
sagði Unnur. Hún tók einnig
fram að þessi nýju rækjumið
væru mjög nærri humarveiði-
svæðinu, sem er óæskilegt þegar
farið er að veiða rækjuna.
Unnur taldi að þau mið sem
þarna fundust væru svipuð og
rækjumiðin í Jökuldjúpi. Miðin
fundust í vor og hefur aldrei fyrr
fundist svona mikið af rækju á
þessu svæði, eða vítt og breitt um
Grindavíkurdjúpið, sagði Unnur
Skúladóttir.
-S.dór
september
1986
þriðju-
dagur
197. tölublað 51. órgangur
DJOÐVIUINN
MANNUF
ÍÞRÓTTIR
HEIMURINN
Frystingin
Atta frystihús í þrot
Byggðastofnun þarfað útvega 170-200 miljónir til frystihúsanna. 10-12 þeirra geta bjargast með
Landsbankalánum
Uttekt þeirri sem Byggðastofn-
un framkvæmdi á stöðu
frystihúsanna í landinu er lokið.
Að sögn Guðmundar Malmkvist
framkvæmdastjóra Byggðastofn-
unar er staða húsanna afar mis-
jöfn. Talið er að ein 10-12 geti
bjargað sér með lánum frá
Landsbankanum og standa nú
yfir samningar milli Landsbank-
ans og Seðlabankans um það mál
og er þá rætt um að setja þak á
útlán.
Nokkur frystihús eru þannig
sett að með auknu hlutafé eða
bættri eiginfjárstöðu er hægt að
bjarga þeim. í flestum tilfellum
er þar um að ræða vel rekin frysti-
hús, sem hafa farið illa útúr doll-
aralánum, til að mynda vegna
skipakaupa fyrir nokkrum árum.
Þau eru með gömul og erfið lán,
sem eru að sliga þau, en með að-
stoð frá Byggðastofnun og auknu
eigin fé er hægt að bjarga þeim.
Guðmundur Malmkvist taldi
að 8-9 frystihús væru þannig
stödd að þeim yrði trauðla bjarg-
að. Hann sagði að vísu að allt færi
þetta eftir því hvað eigendur
vildu gera, en lán kæmu þessum
frystihúsum ekki að gagni.
Fyrir utan þau lán sem frysti-
hús fá í bankakerfinu taldi Guð-
mundur að Byggðasjóður yrði að
útvega á milli 170-200 milj.
króna til að lána húsunum. Varð-
andi verst settu frystihúsin sagði
Guðmundur að öfug lausafjár- rikisstjórninni, sem endanlega
staða þeirra væri uppá einar 600 tekur ákvörðun um hvað verður
miljónir króna. gert fyrir verst stöddu húsin.
Málið er nú til umfjöllunar hjá -S.dór