Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 7
 DJOÐVIUINN Þórður Þ. Þorbjarnar borgarverkfræðingur gaumgæfir umhverfið af stakri vandvirkni. Bryndís, fulltrúi Alþýðuflokksins I Umhverfismálaráði, setur upp hóflega sósíaldemókratískt bros. Ölfusvatn Zoéga sýnir dýrðina Umhverfismálaráð skoðar „hið nýja útivistarsvœði“ að Ölfusvatni, þarsem hitaveitustjóri leit inná astralplanið og í Ijós kom að íhaldið hefur ekki lengur póetískan sans Líf Jóhannesar Zoega hita- "veitustjóra náði einskonar kaþ- ólskri fullkomnum eitt skúrasamt síðdegi austur í Grafningi í síð- ustu viku. Þann dag náði hann þcim áfanga að tylla tám á hæsta hnjúk hins alræmda Ölfusvatns- lands og horfa einsog frelsuð sál yfir í fyrirheitna landið. Okur- verðið sem borgarbúar þurftu að greiða fyrir eignina truflaði ber- sýnilega ekki þær himnesku hugs- anir sem runnu gegnum höfuð embættismannsins á þessari helgu stund, og návist lítilmótlegs fulltrúa sósíalisma og verkalýðs- hreyfingar hafði ekki heldur meiri áhrif á geistlegt yfirbragð hans og þenkingar en vatn sem stökkt er á gæs. Af látbragði hita- veitustjóra mátti sjá að hann var sem í öðrum heimi. Það var eng- inn runni nærlendis til að brenna einsog hjá Móse forðum, en við sem í grafarþögn stóðum álengd- ar og horfðum á biðum þó einsog eftir þeim sjálfsagða hlut að rödd þrumaði úr miklum fjarska og skipaði að við drægjum skó af fót- um á helgri jörð Olfusvatns. Svo fór hann að ganga á með leiðindaskúrum og í rigningunni hætti Zoéga að líta út einsog dýr- lingur í kaþólskri messu. Hann varð aftur í framan einsog fhalds- samur hitaveitustjóri úr Reykja- vík, sem man skyndilega eftir því að 67 prósent Reykvíkinga töldu kaupin á Ölfusvatninu vera hið mesta óráð. Leiður á mennskri skepnu, og sérflagi á ruglinu í kommúnistunum sem eltu mann meiraðsegja austur í Grafning... Dýrðin skoðuð Einsog flestir sem nutu fjöl- miðla í þeirri miklu styrjöld sem háð var fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar muna, bar ekkert eins hátt og hin umdeildu kaup Sjálf- stæðismeirihlutans á Ölfusvatns- landinu. Kaupverðið var ægihátt, - meir en 70 milj ónir á núvirði, og þess utan var einfaldlega ekkert sem benti til þess að Hitaveita Reykjavíkur þyrfti landið undir sig. Ekki bætti úr skák að hita- veitustjóri, einn valdamesti emb- ættismaður borgarinnar og sá sem Davíð getur minnst við tjónkað, hvatti ákaft til kaupanna. En jafnframt var téð- ur Zoéga nátengdur fjölskyldu seljenda, og þótti mörgum kynd- ugur fnykur af kaupunum. Fé- lagsvísindadeild Háskólans sýndi líka svo ekki varð um villst í merkilegri skoðanakönnun að mikill meirihluti borgarbúa var kaupunum andsnúinn. Davíð er mikill meistari blekk- inga, og ósvífinn í þokkabót. En hugmyndaflugið skortir hann ekki, og þegar þetta þrennt er allt að einum ósi stemmt getur ekki annað en eitthvað stórbrotið orð- ið að niðurstöðu. Það gerðist ein- mitt í síðasta hluta kosningabar- áttunnar, þegar öll rök til varnar í Ölfusvatnsmálinu brustu. Fanga- ráð Davíðs var þá að kalla Ölfus- vatnslandið „nýjasta útivistar- svæði Reykvíkinga", og hampa útivistargildi þess. Ósvífið, - en nokkuð gott. En þarmeð var Ölfusvatnið ekki lengur einvörðungu undir hæl Hitaveitunnar og Jóhannes- ar, heldur líka komið undir umsjá Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri íbygginn á svip. Kannski hann sé að íhuga hvort ekki megi hefja bleikjurækt í Kattartjörn- inni aftan við, og reyna að ná þannig upp í ögn af sjötíu miljónunum sem hann og Davíð létu greiða fyrir landið... Hjá honum stendur Benedikt Steingrímsson eðlisfræðingur. Umhverfismálaráðs Reykvík- inga. í rökréttu framhaldi lagði því undirritaður fulltrúi hinnar sósíalísku alþýðu Reykjavíkur í Umhverfismálaráði fram þá gagnmerku hugmynd að ráðið færi á stúfana og fremdi vett- vangskönnun að Ölfusvatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu eru óhemju uppbyggilegir og frjálslyndir, svo þetta var sam- þykkt. Loftsýn í þrumuskýi Það var heiðskírt yfir höfuð- borginni og líka yfir Ögmundi hjá Vélamiðstöðinni sem ók okkur. Enda kom á daginn að hann var kominn af gagnlegum sósíalista- ættum, og sennilega laumu- kommi. Aftur á móti var fremur þungskýjað yfir íhöldunum til að byrja með, þau höfðu verið að sjá gloríuna Hrafns um vin sinn Da- víð, „Reykjavík, Reykjavík", og hafa sennilega ekki verið hrifnari en Mörður á dögunum. Bryndís, fulltrúi kratanna í Umhverfismálaráði, var ósköp lukkuleg og fullyrti að Jón Bald- vin hefði ekki reynt að banna henni Þingvallaförina, einsog Jó- hönnu Sig. um daginn. En Jó- hanna fékk ekki að skunda á Þingvöll með óæskilegum eli- mentum af vinstri vængnum eins og frægt var. Á leiðinni spjölluð- um við um indverskar uppskrift- ir. Þegar austur kom varð auðvit- að ljóst að Jóhannes og Davíð höfðu keypt okkur kött í sekk. Ölfusvatnsland er að mestu ó- greiðfært fjalllendi. „Það mágera göngusvæði úr þessu“, sagði borgarverkfræðingur hug- hreystandi við Júlíus ráðsfor- mann og brá sér um stund í gervi Pollyönnu. Við skröngluðumst á jeppum upp ógreiðfært hálendið, og hristumst svo við lá að tenn- urnar hrykkju út úr okkur. Vissulega er Ölfusvatnslandið mjög fallegt, - en það er bara næstum því ómögulegt að komast um það. Á Tjarnarhnjúknum, við hliðina á Hróðmundartind- um, sem eru hæstu fjöllin á eigninni, var það sem hitaveitu- stjóri hvarf inn á astralplanið einsog fyrr er sagt, og leit um tíma út einsog ég ímynda mér alltaf að Marteinn Lúter hafi gert þegar hann sá heilaga Önnu í þrumuskýinu og vildi ganga í klaustur. En af hnjúknum er ótrúlegt útsýni: á einn veg sér inná miðhálendið á milli Hróð- mundartindanna, á annan til Heklu og Eyjafjallajökuls og hinn þriðja niður til Þorlákshafn- ar, Ölfusárósa og Eyja. Væri hægt að setja útsýni á flöskur og selja til útlanda mætti hafa þarna mikil uppgrip. Fiskeldi í heiðatjörnum? í fjalllendinu sem Reykvíking- ar greiddu fyrir yfir 70 miljónir eru fjórir gamlir sprengigígar og í þeim litlar tjarnir: Kattatjarnir tvær, Djáknatjörn og Álftatjörn. Þangað bar ungur bóndasonur bleikjuseiði í fötu fyrir tveimur áratugum síðan. Nú veiðir hann á haustin tveggja punda bleikjur í net... í austri blasti Hekla sveipuð blárri móðu. Þar stóð forðum Páll Gaimard á „tindi Heklu hám“ og Jónas náttúrufræðingur og þjóðskáld orti um hann frægan óð. Ég stakk því að formanni Umhverfismálaráðs að hann færi að dæmi Jónasar og yrkti um Jó- hannes eitthvað svipað... „Þú stóðst á tindi Tjarnarhnj 0 ks... “ En íhaldið hefur ekk engur neinn póetískan sans. Sósíalískt brjóstvit Niðurstaðan er semsagt sú, að Ölfusvatnslandið er fallegt. En það er ekki nógu fallegt til að borga fyrir það 70 miljónir. Hins vegar þýðir ekki að vera í fýlu yfir málinu til lengdar, - reynum heldur að brúka hið sósíalíska brjóstvit til að gera gott úr mis- tökum íhaldanna. Það má búa til dágott útivistarsvæði á Ölfus- vatni. Gönguleiðir, veiði í Þing- vallavatni og tjörnunum á heiðinni, tjaldstæði, j vel má inná fjöllum útbúa hi laugar þar sem göngumóð -ykvík- ingar geta spriklað elir og allsberir. Tökum Dav orðinu og gerum Ölfusvatnið útivist- arsvæði! Á leiðinni niður af Tjarnar- hnjúk sneri ónefndur hitaveitu- stjóri sér að fulltrúa hinna sósíal- ísku afla og mælti hryggur í bragði: „Og þetta dásamlega land vilduð þið kommarnir ekki kaupa!“ Ég heyrði ekki betur en rödd- ina titraði af landakaupagleði. -ÖS Þriðjudagur 2. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.