Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 16
utmnuiNN MtnririrtitwiiM 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Þriðjudagur 2. september 1986 197. tðlublað 51. ðrgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Fjórðungsþing Norðlendinga Sveiri fátt til vamar Steingrímur Hermannsson: Skólaaksturinn er smámál. Sturla Kristjánsson: Það eru svona „smámál sem hafa hrakið fólk úr smœrri sveitarfélögum. Ályktað gegn niðurskurði til sérkennslu og skólaaksturs Fyrirætlanir Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra um að skera niður framlög ríkisins til sérkennslu og aksturs skólabarna voru gagnrýndar harðlega á fjórðungsþingi Norð- lendinga á Siglufírði um helgina. Fram kom í umræðum að sum smærri og strjálbýlli sveitarfélög verja meirihluta tekna sinna til skólahalds og ef færa ætti enn aukinn hlut af kostnaði við skóla- hald á þeirra herðar yrði þeim ofviða að framfylgja stefnu grunnskólalaganna um jafnrétti allra til náms. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra flutti erindi um landsbyggðarmál og sagði meðal annars að þetta skólaakstursmál væri smámál. Vegna þessara um- mæla forsætisráðherra sagði Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, að það væru „smámál“ sem þetta sem ættu hvað helstan þátt í því að fólksflótti hefur verið úr hinum smærri sveitarfélögum til hinna stærri. Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að hann hefði enga trú á að það stæði til í alvöru að draga úr fram- lögum ríkisins til skólaaksturs, enda hefði það ekkert verið rætt innan stjórnarflokkanna. Sverrir átti sér fáa verjendur á þinginu og mælti enginn fyrirætl- unum hans bót í umræðum. Þing- ið samþykkti ályktanir þar sem skorað var á ráðherrann að tryggja nauðsynlega stuðnings- og sérkennslu í öllum fræðsluum- dæmum, og lýsti yfir undrun á „nýframkomnum órökstuddum fullyrðingum um spillingu og mis- notkun sveitarfélaga við fram- kvæmd skólaaksturs“. Þá varaði þingið við „vanhugs- uðum breytingum á skiptingu skólakostnaðar, en telur rétt að bíða eftir tillögum stjórnskipaðr- ar nefndar um endurskoðun grunnskólalaganna“. -yk Seljahverfi Hrekkju- svín í beðunum Kartöfluuppskera Astu og Margrétar stolið Þegar við komum í skólagarð- inn í morgun var búið að velja það fallegasta úr beðunum og stela því, sögðu vinkonurnar Ásta Björg Guðmundsdóttir og Mar- grét Vilborg Bjarnadóttir. Við hittum þær að máli í skóla- garðinum í Seljahverfi og voru þær að vonum vonsviknar yfir að- komunni í gærmorgun eins og fleiri ungir garðyrkjumenn þar í garðinum. Er slæmt til þess að vita að starfsemi skólagarðanna fái ekki frið fyrir hrekkjusvínum og þjófum, en atvik eins og þetta hafa verið algeng á hverju sumri. ÁstaBjörkogMargrétVilborgvið tóm beðin. (Mynd: Sig). SUF Rainbowmálið Stjómin óþolinmóð Svo kann að fara að ríkis- stjórnin setji lög sem tryggi að ís- lensk og bandarísk skipafélög hafí jafnan rétt til flutninga fyrir her- inn og bindi þannig enda á deilur ríkisstjórnarinnar við Banda- ríkjamenn um þessa eftirsóttu flutninga, en fram til þessa hafa Bandaríkjamenn alfarið sé um þá. Viðræður um þessa flutninga hafa staðið lengi, en engin lausn virðist vera í sjómáli. Þorsteinn Pálsson segir að til greina komi að setja slík lög ef ekki liggur fyrir lausn í málinu fyrir lok þessa mánaðar. Þá hefur Jón Baldvin Hanni- balsson hug á að leggja fram frumvarp á alþingi, sem tryggi ís- lendingum rétt til að annast flutn- inga fyrir herinn. Haft hefur verið eftir Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra að „versnandi sambúð“ íslands og Bandaríkj- anna vegna þessa máls gæti mögulega leitt til þess að sam- skipti þeirra verði endurskoðuð, þar á meðal varnarsamningur ríkjanna. Ekki náðist í Steingrím í gær. I samþykkt frá þingflokki BJ er lagst gegn því að setja íslensk ein- okunarlög gegn bandarískum einokunarlögum. - gg Okurmálið Ríkis- saksóknari áfrýjaði Ríkissaksóknari áfrýjaði í gær fyrsta dómnum sem felldur var í okurmálinu í Reykjavík. Munu önnur málaferii í okurmálinu bíða þar til hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn. Dómur var kveðinn upp fyrir hálfum mánuði og var sak- borningur dæmdur í 1.400 þús- und króna sekt, en þar af var ein miljón skilorðisbundin. Þá var hinn dæmdi sýknaður af fjórum ákæruliðum vegna trassaskapar Seðlabankans, en hann hafði ekki tilkynnt hámarksvexti hluta af þeim tfma sem hinn dæmdi hafði brotið af sér. Sparaði þann- ig Seðlabankinn hinum dæmda um 400 þúsund krónur. Ríkissaksóknari gaf í gær út áfrýjunarstefnu og birti hana. - Sáf Maddömusvipurinn óbreyttur Flokkshollari vindar áSUF-þingi en búist var við. Gissur Pétursson: markmiðið aðfjölgaþingsœtunum. Tímaritstjórinn í Reykjanesframboð ing ungra Framsóknarmanna í Hrafnagilsskóla í Eyjafírði varð ekki eins sögulegt og yfirlýs- ingar fyrir þingið bentu til. Undirbúnum ályktunardrögum um samstarf við Alþýðuflokk og fleira byltingarkennt var ýtt til hliðar og í þeirra stað samþykkt hefðbundin ályktun, og stór orð um að skipta út þingliðinu á kostnað hinna eldri varð að klausu um að flokkurinn þyrfti að endurnýja þinglið sitt „að hluta“. Nýkjörinn formaður, Gissur Pétursson, sagði við Þjóðviljann í gær að meginniðurstaða þingsins væri að til að afla flokknum fylgis þyrfti að breyta starfsaðferðum hans. Ekki hefði verið rætt um að skipta um þingflokk, heldur væri markmiðið fyrst og fremst að koma ungu fólki á þing með því að fjölga þingsætum flokksins. „Starf nýrrar stjórnar verður nú að hvetja ungt fólk til að gefa kost á sér í prófkjör og hjálpa því að berjast, ekki bara innan flokks- ins, einnig útávið.“ Þá minntist Gissur sérstaklega á skorinorða ályktun um umhverfismál, - „Framsóknarflokkurinn er harð- ur umhverfisverndarflokkur". Allursá vindursem varíykkur fyrir þingið Gissur, - er hannfar- inn úr ykkur aftur? Nei, en hann blæs í aðra átt, meira útávið en inn í flokkinn. Þegar munu nokkrir ungra Framsóknarmanna ráðnir í próf- kjörsframboði. Finnur Ingólfs- son ætlar frarn í Reykjavík, og Guðni Ágústsson ffrá Brúnastöð- um) á Suðurlandi. í því kjördæmi er einnig rætt um Unni Stefáns- dóttur, og talið er líklegt að Níels Árni Lund ritstjóri Tímans ætli sér fyrsta sætið á Reykjanesi. Þá ber nafn Valgerðar Sverrisdóttur á Lómatjörn á góma þegar hugað er að eftirmanni Ingvars Gísla- sonar á Norðurlandi eystra. Þórður Ingvi Guðmundsson var formaður þeirrar nefndar sem lagði fram ályktunardrögin sem lögð voru til hliðar. Hann sagði Þjóðviljanum að þrátt fyrir örlög ályktunardraganna teldi hann tóninn á þinginu í þá átt. Hann taldi að þetta þing hefði fært SUF til vinstri, - „það hefur ekki farið mikið fyrir vinstrihyg- gju í stjórnartíð Finns Ingólfs- sonar, núverandi samsetning stjórnarinnar sýnist mér boða vissar breytingar. Kannski er þetta þing ákveðinn vendipun- ktur um að hugleiða samstarf til vinstri". _ m Léttvín Útsala hjá Höskuldi í dag hefst útsala á ýmsum létt- vínstegundum í öllum útsölum ÁTVR, - neina á Akureyri. Þetta eru birgðir af vínum sem ekki hafa hreyfst mikið, og ætlar Höskuldur ÁTVR-stjóri og hans, menn að slá af prísnum meðan birgðirnar endast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.